Morgunblaðið - 21.09.1980, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 21.09.1980, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 41 S6ó niöur einn ísflekk veggsins. Til hægri á myndinni má greina fjallgöngumenn á ferö. Heickmeir í einum erfiöasta hluta klifursins, þegar veggur inn var fyrst klifinn áriö 1938. Á þessari mynd má glöggt sjá hversu klettaveggurinn er þverhníptur á stundum. stóð á svari, en nú var það ekki glaðleg rödd Toni Kurz, heldur brostin rödd hans, full af hryllingi. — „Hjálp, hjálp, ég er einn á lífi, hinir eru dánir." Albert rétt heyrði í honum því veðrið hafði versnað til muna. Hann stökk þegar í næsta síma og sagði tíðindin. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar forystumanna björgunarsveitanna, um að enginn björgunarmaður yrði sendur út í opinn dauðann í Norðurveggnum, ákváðu sex atvinnufjallamenn, að halda þegar af stað upp hinum slasaða til hjálpar. Hjálp ekki möguleg Þeir sáu hins vegar strax þegar þeir komu upp, að ógjörningur var að koma Tony Kurzt til hjálpar, þar sem hann hékk í lausu lofti á veggnum. Allir klettar voru ísaðir og þeir voru ýmist nær þverhníptir eða jafnvel slúttu yfir sig. Það voru um 100 metrar sem skildu á milli björgunarmannanna og Kurz. Þótt mikið væri af Kurz dregið, sagði hann strax, að björgunarmennirnir yrðu að klífa vegginn töluvert til hægri miðað við þann stað sem þeir voru á og koma síðan ofan frá til aðstoðar. „Nei, nei, það er vonlaust*... Slík glæfraför var hins vegar algerlega vonlaus við þessar aðstæð- ur, auk þess sem myrkur var að skella á. Björgunarmennirnir köll- uðu því til Kurz og spurðu hvort hann gæti ekki lifað nóttina af, þeir myndu koma til hans þegar í birtingu. „Nei, nei, það er alveg vonlaust, ég lifi nóttina aidrei af,“ sagði Kurzt, — Við komum þegar í birtingu sögðu björgunarmennirnir og héldu inn í göngin. Veðrið versnaði stöðugt alla nótt- ina, þannig að um morguninn töldu menn alveg víst, að Kurz væri látinn. Það reyndist hins vegar ekki vera, það hafði dregið verulega af honum, en hann var ennþá með meðvitund. Kurz hafði misst annan vettlinginn og var sú hendi alger- lega frosin. 30 metrar milli lífs og dauða Björgunarmennirnir sáu þegar, að eina von Kurz var að honum tækist að losa líflínuna sem var frosin við klettana fyrir ofan hann. Hann gæti síðan hugsanlega sigið niður eftir henni nægilega nálægt björgunarmönnunum. Eftir mikil harmkvæli tókst Kurz að losa lín- una með heilu hendinni og byrja að síga niður á við. Þegar svo aðeins um 30 metrar voru á milli Kurz og björgunarmannanna, stóð skyndi- lega allt fast. Það var hnútur á línunni, sem hann gat með engu móti komið í gegnum öryggislásinn sem hann seig í. Kurz reyndi aftur og aftur, en máttur hans var gersamlega þrotinn. — Þá heyrðu björgunarmennirnir Kurz skyndi- lega hefja upp raust og segja hátt og skýrt: „Ég er búinn að vera.“ Hann féll síðan máttvana í línuna, hann var látinn. Það skyldu aðeins 30 metrar milli lífs og dauða. 1937 gott ár Árið 1937 var gott ár í Norður- veggnum ef svo má að orði komast. Það reyndu nokkrir hópar án árang- urs að klífa vegginn, en þeim tókst öllum að snúa við heilu og höldnu. 1938 Byrjun ársins 1938 var heldur ömurleg, því tveir ungir ítalskir fjallgöngumenn týndu línnu, er þeir féliu úr veggnum, þegar þeir voru komnir hálfa leið upp. Það leið síðan og beið í nokkra mánuði og það var ekki fyrr en í byrjun júlí, að eitthvert lífsmark sást í Norður- veggnum. Þar voru mættir tveir Austurríkismenn, Fritz Kasparek, einn þekktasti fjallgöngumaður Austurríkis, og Heinrich Harrer, sem var tiltölulega lítt þekktur. Þeir félagarnir lögðu af stað snemma morguns 11. júlí og klifu af miklu öryggi um sex hundruð metra upp í vegginn. Það sem vakti hvað mesta athygli við tvímenningana, að Harr- er, sem nýskriðinn var út úr háskóla og átti því litla peninga, hafði ekki ráð á að kaupa sér manbrodda fyrir ferðina, heldur kleif hann á fjall- gönguskóm, sem búið var að negla tærnar á. Sá maður sem legði til atlögu við Norðurvegginn í dag án þess að hafa manbrodda, væri umsvifalaust dæmdur geðveikur og fluttur brott ef til hans næðist. Hreiðruðu um sig á örmjórri sillu Þeir félagarnir hreiðruðu um sig á örmjórri sillu og tryggðu sig með bergfleig fyrir nóttina. Þeir fóru á stjá þegar í birtingu og urðu þá varir við einhverja menn á ferð rétt fyrir neðan þá. Þar voru greinilega fjallgöngumenn á ferð, sem lagt höfðu af stað frá rótum fyrr um morguninn. Kasparek og Harrer lögðu af stað áfram, en urðu fjótlega varir við, að fjallgöngumennirnir fyrir neðan þá fóru með ógnar hraða og drógu stöðugt á þá. Um miðjan dag höfðu fjallgöngumennirnir tveir náð þeim og þeir heilsuðust. Þá kom í ljós, að þar voru á ferð tveir af fremstu fjallgöngumönnum þessa tíma, Andreas Heckmeir og Ludwig Vörg. Þeir voru báðir mjög vel útbúnir, mun betur heldur en Kasp- arek og Harrer. Sameinuðust í eina línu Tvímenningarnir héldu hvorir í sínu lagi klifrinu áfram, Heckmeir og Vörg á undan þar sem þeir fóru nokkru hraðar yfir. Að vísu fór brattinn stöðugt vaxandi þannig að ekki var hægt að fara ýkja hratt yfir. Það endaði því með því, að fjórmenningarnir sameinuðust allir í eina línu og aðstoðuðu hver annan. Heckmeir fór að mestu á undan þar sem hann var þeirra snjallastur. Ógerningur að snúa aftur Þegar líða tók á daginn fóru félagarnir að líta í kringum sig eftir hagkvæmum stað til að dvelja á um nóttina, jafnframt því sem nauðsyn- legt er að koma sér í gott skjól þegar líða tekur á daginn. Þá hefur snjórinn og frosnir steinar losnað og steinkast og vatnsflaumur er gífur- legur niður vegginn. Eftir nokkra leit tókst þeim að finna tvær agnarlitlar sillur, sem þeir gátu komið sér fyrir á tveir á hvorri um sig. Um nóttina tók veðrið að versna verulega, það var greinilega skollinn á einn af þessum Eigerstormum. Þeir félagarnir vonuðu, að veðrinu myndi slota með morgninum, en það gerði það ekki. Að vísu var það ekki eins djöfullegt, en eigi að síður sá varla út úr augum og þunnt snjólag var yfir öllum klettum. Það var samdóma álit þeirra félaganna, að ekki væri um annað að ræða heldur en að halda ferðinni áfram, það væri skásti kosturinn. Þeir væru komnir það hátt. Að snúa til baka var nánast ógjörningur. 500 metrar eftir Það var því lagt af stað snemma morguns í hinum verstu aðstæðum og Heickmeir var að sjálfsögðu á undan. Það vakti mikla furðu þeirra þriggja, sem á eftir Heickmeir fóru hvernig í ósköpunum hann fór að því að klífa þverhnípta ísaða klett- ana og snjó og ísflekkina, sem voru þaktir með miklu magni af lausa- snjó. Eftir um 14 klukkutíma puð voru þeir félagarnir komnir um þrjá fjórðu hluta leiðarinnar upp vegg- inn. Áttu því aðeins eftir um 500 metra upp á tindinn. Þeir voru því óneitanlega farnir að gæla við þá hugmynd, að þeir yrðu fyrstu menn- irnir til að sigra þennan illvíga vegg. Síðdegis komu þeir sér fyrir á tiltölulega stórri sillu, sem var í skjóli fyrir steinkasti og öðru slíku, en áfram hélt óveðrið og snjókom- unni linnti ekki. Datt niður hinum megin — tindurinn sigraður Fjórmenningarnir komu sér snemma á fætur vegna þess að um nóttina hafði kuldinn aukist mjög mikið og þeim orðið mjög kalt, þó þeir væru í svefnpokum. Áfram var því haldið og Heckmeir á undan eins og venjulega. Skömmu eftir hádegi heyrðist hálfkæft skelfingaróp frá Heickmeir í sömu andránni og hann hvarf félögum sínum sjónum og það strekktist á Ifflínunni. Félögunum þremur tókst með naumindum að stöðva fall Heckmeirs. En hvað hafði í raun og veru skeð? Hann hafði hreinlega fallið niður Eiger- tind að austan, þeir félagarnir höfðu sem sagt klifið Norðurvegginn og voru komnir upp á hrygginn sem liggur upp á tindinn. Það munaði því litlu, að fyrsti maðurinn til að sigra Norðurvegginn, dytti niður af fjallinu hinum megin. Hinir þrír bröltu upp á hrygginn og síðan lölluðu þeir allir saman síðasta spölinn upp á tind. „Þeim tókst það, þeim tókst það“ Viðdvölin á tindinum var frekar stutt, enda varla stætt þar fyrir stormi og kulda. Þeim tókst þó að hita sér smálögg af vatni, rétt til að væta munninn. Þá var haldið af stað niður vesturvegg fjallsins, sem er auðveldastur uppgöngu. Að þessu sinni fór Heickmeir ekki á undan, heldur fór hann síðastur og það vakti furðu félaga hans, að hann dróst sífellt aftur úr. Þessi mikli fjallgöngugarpur, sem hafði leitt þá upp allan Norðurvegg Eiger var sem sagt kominn á ystu nöf. Hann var gersamlega búinn andlega og lík- amlega, en hver gat láð honum það? — Harrer segir m.a. svo frá í bók sinni um ferðina, að það hefði enginn maður á jarðríki getað leitt þá upp vegginn við þessar aðstæður nema Heickmeir, því væri það beinlínis óeðlilegt ef engin eftirköst kæmu fram hjá honum. Þeir tóku bakpoka hans og skiptu því, sem í honum var á milli sín og röltu síðan í rólegheitum niður í Eigergletcher, sem er síðasta járnbrautarstöðin áður en Jungfraulestin fer inn í fjallið. Þar kom litill snáði á móti þeim félögum og spurði vantrúaður: Klifuð þið Norðurvegginn? — Já, já, sögðu þeir félagar einum rómi. Litli pjakkurinn hljóp sem fætur togaði í átt til Kleine Scheiegg, sem er hótel og veitingastaður litlu neðar og hrópaði í sífellu: Þeim tókst það, þeim tókst það. Innan tíðar kom fjöldi manns til móts við þá félaga, enda höfðu flestir talið þá af. — Hinir svissnesku og austurrísku vinir okkar vildu hreinlega bera okkur á höndum sér, segir Harrer m.a. í bók sinni. Heickmeir fékk smálögg af koníaki og þá var ekki að sökum að spyrja, hann náði fyrri gleði sinni og lék nú á alls oddi. Það urðu margir til að reyna í kjölfar þeirra fjórmenninganna, en ekki tókst að sigra vegginn aftur, fyrr en níu árum síðar, eða 1947. Síðan þá hefur verið stöðugur straumur fjallgöngumanna til að reyna og virðist alltaf vera sami ljóminn yfir því að sigra „Eiger Nordwand", eins og hann heitir á máli Svisslendinga. Fjallið tekur alltaf sinn toll og heyrir það til undantekninga ef ekki ferst fjall- göngumaður í Norðurvegg Eiger. Þeir tveir menn, sem hafa klifið vegginn á skemmstum tíma, eru austurrísku kapparnir Reinhold Messner og Peter Habeler, en þeir „hlupu" upp vegginn á 10 klukku- stundum árið 1973. Það má geta þess til gamans að það voru einmitt þessir sömu tveir menn, sem sigruðu Mount Everest, hæsta fjall heims, fyrstir, án þess að nota súrefnis- tæki, auk þess að verða fyrstir manna til að kífa 8000 metra hátt fjall í Himalayafjöllum „Alpin Style“ eða án þess að notast við burðarmenn eða súrefni, en það var þegar þeir sigruðu Hidden Peak árið 1976. íslenzkir fjallgöngumenn hafa til þessa ekki reynt að klífa Norður- vegg Eigertinds, en hafa hins vegar einum þrisvar sinnum klifið fjallið að vestan, þ.e. farið skástu leiðina. Það var árið 1977 að tveir hópar sigruðu fjallið og í sumar tókst einum íslendingi að endurtaka það. — sb.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.