Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 43 Söfnun Hjálparstarfs aðventista: Tvö þúsund krónur nægja fyrir daglegri máltið i heilan mánuð ÁRLEG sofnun Hjálparstarfs að- ventista er hafin og mun söfnunar- fólk Hjálparstarfsins knýja dyra eitthvert kvöldið i þessum mánuði á Suðurlandi, Reykjavik og nær- liggjandi byggðarlögum. Söfnun er lokið fyrir norðan, austan og vest- an og var söfnunarfólkinu tekið mjög vel og hlýlega oins og ávallt áður. Söfnuninni fylgir blaðið „Kristi leg menning" sem skýrir i myndum og máli frá ýmsum þáttum hjálpar- starfsins svo sem baráttunni við holdsveikina, skyndihjálp i neyð- artilfellum, aðstoð við flóttaíólk og hjálp þar sem náttúruhamfarir hafa skollið á. Þeir f jármunir sem inn koma ná ótrúlega langt eins og eftirfarandi dæmi sýna: 2000 krónur duga til þess að gefa barni næringarríka máltíð daglega í mánuð eða fyrir einum sérsmíðuð- um skóm handa holdsveikisjúklingi með bæklaða fætur. 4000 krónur gera okkur kleift að meðhöndla tíu börn sem þjást af frambösí sem er hættulegur húðsj- úkdómur eða duga fyrir skólagöngu eins barns í einn mánuð. 8000 krónur geta bjargað tíu manns frá hinum hræðilega augn- sjúkdómi trakóm sem leiðir til blindu sér ekkert að gert. 25000 krónur hrökkva fyrir út- gjöldum vegna kaupa á gervilim handa holdsveikisjúklingi sem fót- urinn hefur verið tekinn af, eða nægja sjúklingi til sjúkrahússvistar í hálft ár. Blaðið sem fylgir söfnuninni sýnir hvernig fjármununum er varið og að þeir komast til skila. Þetta starf héldi ekki áfram ef svo væri ekki. Það er okkur mikil ánægja að vita af íslendingum að störfum í Afríku og má nefna Harrí Guðmundsson lækni, Erik Guðmundsson sjúkra- þjálfara, við Masanga holdsveikra- sjúkrahúsið í Sierra Leone, Lilju Sigurðardóttur hjúkrunarkonu, sem hefur starfað í mörg ár í Afríku og er nú á förum þangað aftur í haust. Þá hefur Jón Hj. Jónsson starfað í Ghana við kennslustörf, Steinþór Þórðarson er í Nígeríu við stjórn- arstörf og hjónin Bjarni Sigurðsson og Helga Arnþórsdóttir í Ghana við byggingarstorf og kennslustörf. Þessi störf eru unnin af fórnfýsi og hugsjón f jarri heimalandinu og ekki aðeins af einstaklingunum sem eru sérstaklega sendir til starfa heldur tekur öll fjölskyldan þátt í þessu. Við viljum þakka öllum sem hafa lagt af mörkum til þessa starfs og þannig átt þátt í að lina þjáningar annarra. Innilegt þakklæti þessa hrjáða fólks eru okkar laun. Gíró- númer Hjálparstarfsins er 23400. (Fréttatilkynning). Vitni vantar að ákeyrslum Slysarannsóknadeild lög- reglunnar i Reykjavik hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitn- um að eftirtöldum ákeyrslum i borginni að undanförnu. Þeir, sem veitt geta upplýsingar um hugsan- lega tjónvalda eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregl- una i sima 10200: Föstudaginn 29.8. sl. var ekið á bifreiðina R-52521, sem er Chevrolet Vega gul að lit. Átti sér stað á bifr.stæði við Vesturgötu við Fisch- ersund frá kl. 09.00 til kl. 14.10 þennan dag. Hægra afturaurbretti er skemmt á bifreiðinni og er orange-litur í skemmdinni. Föstudaginn 12.9. sl. var ekið á bifr. R-67763, sem er Daihatsu grár að lit. Bifreiðin var fyrir framan Vörumarkaðinn í Armúla. Atti sér stað frá kl. 10.05 til 10.20. Hægra afturaurbretti er skemmt og er rauðbrúnn litur í skemmdinni og svart eftir höggvara. Föstudaginn 12.9. sl. var ekið á bifreiðina R-48370 sem er Citroen G.S. drapplitaður. Átti sér stað að vestanverðu við hús nr. 12 við Vonarstræti frá kl. 12.50 til 16.15 þennan dag. Kistulok er skemmt og er ljósblá málning í skemmdinni. Laugardaginn 13.9. sl. var ekið á bifr. R-21415 sem er Daihatsu silfur- grá að lit. Átti sér stað á bifr.stæði framan við Fálkann á Suðurlands- braut. Skemmd er á afturhöggvara og svuntu. Átti sér stað frá kl. 21.00 til 24.00. Mánudaginn 15.9. sl. var ekið á bifreiðina R-22111 sem er Honda grásanseruð að lit. Átti sér stað á bifr. stæði sunnan við Fjölbraut- arskólann í Breiðholti frá kl. 09,50 til 12,30 þennan dag. Hægri framhurð er skemmd og er grænn litur í skemmdinni. Fimmtudaginn 18.9. sl. var ekið á bifreiðina R-47943 sem er Bonneville fólksbifr. dökkblá. Bifreiðin var sunnan við hús nr. 23 við Vagnhöfða. Átti sér stað að kvöldi þess 17.9. eða aðfaranótt þess 18.9. Tjónvaldur er talsvert skemmdur eftir áreksturinn og er trúlega um litla fólksbifreið að ræða eftir hjólförum á staðnum að dæma. Föstudaginn 19.9. var ekið á bif- reiðina R-25220 sem er Cortina drapplituð. Átti sér stað við hús nr. 11 við Heiðargerði. Skemmd er á vinstra afturaurbretti og aftur- höggvara. Atti sér stað um kl. 12.00. Kennsla hefst fyrst í október. Innritun og upplýs- ingar kl 1—5 dag- lega. Sími 72154. BflLLETSKOLI sieRíoflR ÁRmflnn ^SKÚIAGÖTU 32-34 OOO Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJODS: 21. september 1980 Kaupgengi pr. kr. 100.- 1968 1 1968 2 1969 1 1970 1 1970 2 1971 1972 flokkur flokkur flokkur flokkur 2. flokkur 1. flokkur 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur 1973 2. 1974 1. 1975 1. 1975 2. flokkur flokkur flokkur flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. 1979 1. 1979 2. 1980 1. flokkur flokkur flokkur tlokkur 6.456,51 5.828.49 4.661,94 4.268,99 3.080,04 2.820,24 2.458,83 2.104,07 1.576,21 1.452,10 1.002,21 817,76 618,54 586,71 476,48 442,52 370,67 302,04 238,41 201,61 156,43 118,83 Innlausnarverð Seölabankans m.v. 1 érs tímabil frá: 25/1 '80 4.711.25 25/2 '80 20/2 '80 15/9 '80 5/2 '80 15/9 '80 25/1 '80 15/9 '80 15/9 '80 25/1 '80 15/9 '80 10/1 '80 4.455,83 3.303,02 3.878,48 2.163,32 2.565,68 1.758,15 1.914,22 1.431.15 1.042,73 910,11 585,35 Ylir- gengi 37,0% 30,8% 41,1% 10,1% 42,4% 9,9% 39,9% 9,9% 10,1% 39,3% 10,1% 39,7% VEOSKULDA- BRÉF:* Kaupgengi m.v. nafnvexti ár ár ár ár ár 12% 65 54 46 40 35 14% 66 56 48 42 37 16% 67 57 49 43 39 18% 69 59 51 45 41 20% 70 60 53 47 43 38% 81 75 70 66 63 *) Mioaö *r við auðseljaniega fasteign. VEROBREFAMARKAÐUR. LÆK JARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Optö stla vhfca daga fré kl. «30—1«. • • HAFIR ÞU FERÐAST - ERU MOGULEIKARNIR 5 A MOTI1 AÐ ÞÚ HAFIR FERDAST MEÐ Flestir þekkja Mercedes Benz fólksflutningabíla og hafa oftsinnis ekið í þeim, og vita hversu þægilegir þeir eru. Sama má segja um eigendur þeirra og ökumenn. Þeir þekkja rekstrarhliðina og hina góðu aksturseiginleika þeirra. 1.................... MERCEDES BENZ AUar ge rdi'r bifreiöa tíl fólksflutninga Að vel athuguðu máli, er valið Mercedes Benz .. það er bara spurningin um stœrð. R/ESIR HF» skúiagötu 59 sími 19550 (X) Auónustjarnan á öllum vegum. ¦*•"*#«**' >"*»? ***%*%****••

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.