Morgunblaðið - 21.09.1980, Page 44

Morgunblaðið - 21.09.1980, Page 44
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JMvrgunblnbitt SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Síminn á afgreiðslunni er 83033 2M«rgun!>1«t>ife Stranda viðræður á kröfum prentara? Vinnuveitendasamband ís- lands hefur sett það skil- yrði, að það muni ekki ræða kauplið kjara- samninga við Alþýðusam- band Islands, nema því aðeins, að lausn fáist á kröfu bókagerðarmanna um nýja tækni, þ.e. að aðeins félögum í bókagerð- arfélögum verði heimilt að vinna á setningartölvur, en samkvæmt samkomu- lagi frá 1977, er blaða- mönnum heimilt að setja á slík tæki lesefni, sem þeir semja sjálfir. Þá var í gærmorgun mikill kurr í fulltrúum Verkamanna- sambands íslands vegna röðunar starfsheita í launaflokka, en VMSÍ var fyrsta landssambandið, sem gekk frá flokkaröðun- inni. í gærmorgun voru fundir milli bókagerðarmanna og viðsemj- enda þeirra, en auk þess sátu á rökstólum viðræðunefndir ASI og VSÍ, hvor í sínu lagi. Rétt um hádegisbil var svo gefið matarhlé og boðaður var viðræðufundur milli aðila og átti hann að hefjast klukkan 14. Þar átti að taka fyrir sérkröfur landssam- banda innan ASÍ. Á fundinum klukkan 14 var gert ráð fyrir að upp á yfirborðið Kurr í VMSI vegna launa- flokkaröðunar kæmi óánægja VMSÍ vegna launaflokkaröðunarinnar. Einn fulltrúa sagði, að svo virtist sem allur efnahagsvandi hafi verið úr sögunni, er samkomulag hafi „ÞAÐ er mjög aðkallandi að fá rikisábyrgð fyrir þessari fyrir- greiðslu, en það er ekkert nýtt að beðið sé um slíkt og á árunum 1973 og 1974 fengu Loftleiðir slíka fyrirgreiðslu hjá ríkisvald- inu upp á 7 miiljónir dollara, sem var allt greitt samkvæmt samn- ingum, en þessi tala nú er ekkert meiri en þá,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í samtali við Mbl. í gær þegar hann var spurður um beiðni flugleiða til rikisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á 12 milljónum dollara. eða 6 milljörðum is- lenzkra króna þar sem þrír milljarðar fari í það að breyta skammtimalánum í föst lengri lán og 3 milljarðar verði netaðir vegna árstiðabundins rekstrar- náðst milli VSÍ og VMSÍ, svo miklu lengra hefðu þau lands- sambönd náð, sem síðar var samið við. Ef tekst að leysa þennan hnút nú um helgina, verður komið að hinum hnútn- um, sem í gær var farinn að hafa áhrif á viðræðurnar, tæknikröfu bókagerðarmanna. Forystumenn ASÍ könnuðu í gærmorgun, vegna tæknikröfunnar, kjara- samninga, sem í gildi eru á „Aðeins um tryggingu að ræða“ segir Sig- urður Helgason fjárvanda, en samkvæmt beiðni Flugleiða er það lán aðeins til 6—9 mánaða timabils. „Nú er það viðurkennt," sagði Sigurður, „að ef miðað er við Norður-Atlantshafsflugið er þessi beiðni um lánafyrirgreiðslu fjór- um sinnum hærri en þeir 1,5 milljarðar króna sem ríkisvaldið hefur nú viðurkennt sem okkar framlag í Norður-Atlantshafs- fluginu, en hér er aðeins um tryggingu að ræða og er miðað við Norðurlöndum og báru þá saman við samkomulag Félags íslenzka prentiðnaðarins og Hins íslenzka prentarafélags, sem undirritað var 22. júní 1977. Svo sem af þessu má sjá, var allt í óvissu, er Morgunblaðið fór í prentun í gær um framhald viðræðna ASI og VSÍ, og hvort aðilar í raun kæmust til þess að ræða kauplið kjarasamninga og þar með verðbótaþátt þeirra. að fyrri hlutinn geti komið í október til breytinga á skamm- tímalánum í föst lán, en seinni hlutinn þyrfti ekki að koma fyrr en síðar.“ Aðspurður sagði Sigurður að vandi Flugleiða yrði mikill ef þessi fyrirgreiðsla fengist ekki, „en í þessu dæmi, „er ekki gert ráð fyrir sölu á öðrum eigum, hvorki flug- vélum, fasteignum, hlutabréfum eða öðru, en slíkt myndi breyta stöðunni. Við teljum þetta hins Vegar hina eðlilegu lausn og höf- um bent á og undirstrikað að ísland er eina landið í Vesturálfu sem hefur verið með flugrekstur án ríkisstyrkja, nema á þann hátt sem við höfum farið fram á og alltaf hefur verið staðið við sam- kvæmt greiðsluskilmálum." Áætla að slátra 805 þús. lömbum GERT er ráð fyrir, að í haust verði slátrað 65 þúsund fuljorðnu fé og 805 þúsund dilkum. Áætlað er að 925 þúsund lömb komi af fjalli i haust, en það er 123 þúsund lömbum færra en í fyrra. Fallþungi dilka i haust er talinn verða 13,8 kíló að meðaltali, en í fyrra var hann 13,02 kg. Ásetn- ingur er áætlaður 120 þúsund lömb á móti 85 þúsund lömbum í fyrra. Fé á fóðrum í vetur verður þá um 825 þúsund. en það er 28 þúsund fleira en á síðastliðnum vetri. Það er Sveinn Hallgrímsson, sauðfjárræktarráðunautur Búnað- arfélags íslands, sem gert hefur þessa áætlun og hefur slík áætlun ekki verið gerð áður. Hann áætlar magn af dilkakjöti 11,109 tonn og 1397 tonn af kjöti af fullorðnu fé eða samtals 12,506 af kindakjöti. Er þetta 2,641 tonni minna af kindakjöti, en kom á markað á síðastliðnu ári. Enn lítil lodnuveiði NOKKUR skip tilkynntu Loðnu- nefnd um afla í fyrradag, en þegar Morgunblaðið hafði síðast fregnir af í gær hafði ekkert skip bætzt við. Á föstudag var tilkynnt um samtals 6410 tonn, en sá afli var þó ekki tekinn á einni nóttu, heldur hafa skipin verið allt upp í vikutíma að fá aflann. Straumar á miðunum gera sjómönnum erfitt fyrir, auk þess sem torfurnar eru smáar. Síðustu daga hefur orðið vart við loðnu nær landinu en áður og vonast sjómenn til að veiðin glæðist á næstunni. Síðdegis á föstudag tilkynntu eftirtalin skip um afla til Loðnunefndar: Grindvíkingur 900, Kap II 500, Hákon 430, Pétur Jónsson 650. Brúðkaup á Hveravöllum Á HVERAVÖLLUM var í gær haldið brúðkaup þeirra Bergrúnar Gunnarsdóttur og Gunnars Pálssonar sem þar starfa við veðurathuganir fyrir Veðurstofu íslands. Prestur kom norðan úr Húna- vatnssýslu á jeppa sínum, sr. Iljálmar Jónsson á Bólsstað, og gaf hann brúðhjónin sam- an að viðstöddum vinum og vandamönnum. Bergrún Gunnarsdóttir og Gunnar Pálsson hafa tekið að sér að starfa á Hveravöllum í eitt ár, en þau hafa þegar starfað þar í ár. Ráðgert var að hjónavígslan færi fram milli kl. 17 og 18 í gærdag og fór hópur ættingja árdegis inn á Hveravelli. Hyggjast veislu- gestir gista í óbyggðum um helgina. Sem fyrr segir er það sr. Hjálmar Jónsson prestur á Bólsstað sem gefur saman og sögðu þau Bergrún og Gunnar í samtali við Mbl. að hann hefði verið fús til að leggja á sig ferð þessa. Með honum í för er organisti hans, en þar sem orgel mun ekki vera fyrir hendi á Hveravöllum lætur organist- inn sér nægja tónkvísl sína og leiðir hann sönginn með aðstoð hennar. Flugleiðir óska eftir 12 millj. dollara ríkisábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.