Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980 3 Sparisjóðirnir takmarka útlán SAMBAND ísl. sparisjóða hefur ákvcðið að takmarka veruletía útlán sín um sinn eða þar til lausafjárstaða þeirra hefur batn- að til muna. Að söKn Baldvins Tryggvasonar, formanns sam- bandsins. er staða hinna einstöku sparisjóða nokkuð misjöfn. en í heild er staða þeirra nú um einum milljarði króna lakari en var um áramótin síðustu. en við lok ágústmánaðar var hún já- kvæð um 2.4 milljarða króna. Yfirlýsing sparisjóðanna hljóð- ar þannig: Að undangengnum við- ræðum bankastjórnar Seðlabanka FjárkúgunarmáliÖ: Hótaði að birta myndir af konunni RANNSÓKN hins mcinta fjár- kúgunarmáls. sem skýrt var frá á baksíðu blaðsins í gær. er haldið áfram af fullum krafti. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun hinn kærði mað- ur, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafa haft undir höndum nektar- myndir af konunni sem kærði. Hann mun hafa ritað henni bréf og hótað að senda myndirnar til birtingar í tímaritum ef hún greiddi honum ekki hið snarasta peningaupphæð, sem hann kvað konuna skulda sér en hún kannast ekki við. Ennfremur fannst við húsleit hjá manninum uppkast af b éfi til föður konunnar, þar sem k. afist er hárrar fjárupphæðar fyrir myndirnar. Eins og fram kom í blaðinu í gær eru bæði maðurinn og konan af erlendu bergi brotin. Náinn kunningsskapur mun hafa verið með þeim um tíma. íslands sl. miðvikudag við stjórn Sambands ísl. sparisjóða og full- trúa nokkurra stærstu sparisjóð- anna í landinu og með hliðsjón af þeirri alvarlegu þróun sem verið hefur í peningamálum þjóðarinn- ar og stöðugt versnandi lausafjár- stöðu innlánsstofnana, hljóta sparisjóðirnir í landinu að tak- marka verulega útlán sín nú um sinn eða þar til lausafjárstaða þeirra hefur batnað til muna. Sparisjóðirnir munu því nú sem fyrr miða útlán sín við að ná aftur þeirri góðu lausafjárstöðu gagn- vart Seðlabanka íslands, sem þeir hafa haft á umliðnum árum. Baldvin Tryggvason sagði að það væri hverjum og einum spari- sjóði í sjálfsvald sett með hvaða hætti hann takmarkaði útlán sín og að takmörkun þessi væri ekki endilega bundin við næstu áramót, heldur batnandi stöðu sparisjóð- anna hvort sem henni yrði náð fyrr eða síðar. Sparnaður hefði að undanförnu ekki verið í samræmi við útlánaaukningu sparisjóð- anna. Fiskifræðingar á undirbúnings- fundi í Brtissel ÍSLENZKIR fiskifræðingar hitta i dag kollega sína frá Efnahags- bandalagslöndum og fer fundur- inn fram í Brússel. Rætt verður um sameiginlega fiskstofna á ís- lands-Grænlandssvæðinu og eru þessar viðræður undirbúningur fyrir fund embættismanna, sem síðar verður haldinn. Af íslands hálfu sitja þeir Jakob Magnússon og Jakob Jakobsson þennan fund, en fiskifræðingar frá Grænlandi, Bretlandi, Þýzkalandi og EBE eru fulltrúar bandalagsins á þessum fundi. Símanúmer í Garðabæ víxluðust ÞEIR sem þurftu að ná sambandi við simanúmer í Garðabæ í gær urðu fyrir þeirri reynslu að fá sifellt samband við skakkt núm- er, en bilun kom fram þar i stórum streng og var hann tengd- ur rangt þannig að simanúmer víxluðust. Einn af blm. Mbl., sem hringdi til kunningja síns í Garðabæ, fékk samband við annað númer. í þriðju tilraun sinni valdi hann það númer, sem hann óvart hafði fengið samband við í tvö fyrri skiptin og náði hann þá loks sambandi við kunningjann. Kom þessi bilun aðallega fram í Búða- hverfi í Garðabæ og mun svipað hafa verið þar uppi á teningnum áður. Er Mbl. hafði samband við „Bilanatilkynningar" var upplýst að unnið væri að viðgerð og búist við að henni lyki í gærkvöldi eða nótt. Forsetinn til Hamborgar FORSETI íslands/ Vigdís F'inn- bogadóttir, heldur til Hamborgar sunnudaginn 28. september nk., þar sem hún hefur þegið boð þýska sjónvarpsins, Nord Deutscher Rundfunk, að vera viöstödd hátíðarfrumsýningu á kvikmyndinni Paradísarheimt, eftir skáldsógu Halldórs Laxness. Vigdís Finnbogadóttir er vænt- anleg aftur til landsins laugar- daginn 4. október. I fylgd með forseta verður Vigdís Bjarnadótt- ir, fulltrúi á forsetaskrifstofunni. Fréttatilkynning frá skrifstofu Forseta Islands Leikstjóri Paradísarheimtar, Þjóðverjinn Rolf Iládrich t.v. og Jón Laxdal, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni. Paradísarheimt jólamynd íslenzka sjónvarpsins KVIKMYNDIN Paradísarheimt verður jólamynd islenzka sjón- varpsins, að sögn Hinriks Bjarnasonar dagskrárstjóra sjónvarpsins. Frágangi islenzku útgáfu myndarinnar lýkur upp úr næstu mánaðamótum, en eins og komið hefur fram i fréttum verður myndin frumsýnd i þýzku útgáfunni i Múnchen í byrjun næstu viku. Hinrik hefur þegar séð myndina og aðspurður sagði hann: „Þetta er ákaflega fallegt verk og það hefur á undraverðan hátt tekizt að tengja eðlilega saman fólk og landslag. Rolf Hádrich leikstjóra myndarinnar hefur einnig tekist mjög vel að ná fram frásagnar- stílnum í bókmenntaverkinu og við getum verið hreykin af frammistöðu íslenzku leikaranna íslenzka gerð myndarinnar verður sýnd um öll Norðurlöndin í desembermánuði, en Finnar sýna hana rétt eftir áramót. Myndin er um fimm og hálfrar klukkustunda löng og í íslenska sjónvarpinu verður hún sýnd í þremur hlutum, HLJÓMTÆKJADEILD ULjiI KARNABÆR LAUGAVEG 66 SÍMI 25999 Útsölustaöir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ — Eplið Akranesi — Eplið isatiroi Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafiröi — Eyjabær Vestmannaeyjum iii im OIMEER .1 ib b .. . fyrir þá sem vilja - == == = aðeins það besta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.