Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 4
4 GLÆSILEGIR - STERKIR ■ HAGKVÆMIR Lítum bara á hurðlna: Fœranleg fyrlr hægri eða vinstri opnun. frauðfyllt og níðsterk • og í stað fastra hillna og hólfa, brothættra stoða og loka eru færanlegar fernu- og flöskuhillur úr málmi og laus box fyrir smjör, ost, egg, álegg og afganga, sem bera má beint Dönsk gæði með VAREFAKTA, vottorði dönsku neytendastofnunarlnnar DVN um rúmmál, einangrunargildi, kæli- svið, frystigetu, orkunotkun og aðra eiginleika. Margar stærðir og litir þelr sömu og á VOSS eldavélum og viftum: hvítt-gulbrúnt-grænt-brúnt. Einnig hurðarammar fyrir lita- eða viðarspjöld að eigin vali. GRAM BÝDUR EINNIG 10 GERÐIR AF FRYSTISKÁPUM OG FRYSTIKISTUM JrQ nix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir. i JJÆ'TrmswsiR <ffi ©<<?> Vesturgotu 16simi 13280 Erlinjfur Davidsson. Þau mis- tök urðu hjá okkur í dálkum þessum í gær, að í stað myndar af Erlingi Davíðssyni rithöf- undi, kom í blaðinu mynd af góðkunningja hans Nóa báta- smið á Akureyri, en árið 1978 kom út bók eftir Erling Dav- íðsson hjá Bókaforlagi Odds Bjömssonar og fjallaði um Nóa bátasmið, ævi hans og störf. Eru báðir þessir heiðursmenn beðnir velvirðingar á mistök- unum. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980 t>eir ræða um íslensku mannréttindahreyfinguna: Anders Hansen, formaður hreyfingarinnar; Bjarni P. Magnússon og Ólafur Jóhannsson umsjónarmaður þáttarins Hvað er að frétta? Ilvað er að frétta? kl. 20.00: jr Lslenska mann- réttindahreyfingin Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.00 er þátturinn Hvað er að frétta?, frétta- og forvitniþáttur fyrir og um ungt fólk, í umsjá Bjarna P. Magnússonar og Ólafs Jóhannssonar. — í þessum þætti munum við fjalla um nýstofnaðan félagsskap, íslensku mannréttindahreyfinguna, sagði Ólafur, — og til okkar í þáttinn kemur formaður hreyfingarinnar, Anders Hansen blaðamað- ur. Rætt verður vítt og breitt um hreyfinguna, verksvið og þá sem að henni standa. Fyrsti fundur íslensku mannréttindahreyfingarinnar verður í byrjun október og verður þar fjallað um kjördæmamálið og misvægi atkvæðaréttarins hér á landi. „Milli himins og jaróar“ kl. 22.35: Á dagskrá hljóðvarps kl. 22.35 er þátturinn „Milli himins og jarðar“ í umsjá Ara Trausta Guðmundssonar. Þetta er sjötti og væntanlega næstsíðasti þátt- ur Ara Trausta og verður að þessu sinni fjallað um nám í stjörnufræði, stjörnuskoðun og starfsemi áhugamanna þ.a.l., m.a. rætt við Grétar ívarsson, formann Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, en félagið er eina áhugamannafélagið um stjörnuskoðun hérlendis. Mun Grétar skýra hlustendum frá því, hvernig unnt er að stunda þessa iðju án verulegs tilkostn- aðar. í sjöunda og síðasta þætti Ara Trausta Guðmundssonar, sem verður væntanlega á mið- vikudaginn kemur, 1. október, verður svarað spurningum sem borist hafa frá hlustendum og taka til þess efnis er fjallað hefur verið um í fyrri þáttum. Sjónvarp kl. 22.00: Of önnum kafinn við vinnuna 2. þáttur bandaríska myndaflokksins Hjól Á dagskrá sjónvarps kl. 22.00 er 2. þáttur bandaríska framhalds- myndaflokksins Hjól, sem byggður er á skáldsögu Arthur Hailey. Adam Trenton hefur áhuga á að kynna nýja tegund af bíl sem aðallega verði ætlaður ungu fólki, enda sportlegur. Keppinautur hans, forstjóri bílaverksmiðjunnar, reynir að bregða fyrir hann fæti og gerir lítið úr hugmyndum hans. Trenton er öllum stundum í vinnunni — einnig á nóttunni — og afleiðingarnar láta ekki bíða eftir sér, spúsa hans verður hrifin af hraðaksturskappa og fylgir honum til Frakklands. Annar þáttur bandaríska myndaflokksins Hjól verður á dagskrá sjónvarps kl. 22.00. S«NCLAI pÁINTS v.r Þ Útvarp ReykjavíK A1IÐNIIKUDKGUR 24. sept. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þul- ur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Björg Árnadóttir byrjar lest- ur þýðingar sinnar á sögu sem nefnist „Krókur handa Kötlu“ eftir Ruth Park. 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Kirkjutónlist: Garri Grodber leikur orgel- verk eftir Bach. a. Prelúdíu og fúgu i f-moll, b. Pastorale i F-dúr, c. Doriska tokkötu og fúgu. 11.00 Morguntónieikar. Pierre Thibaud og Enska kammersveitin leika Tromp- etkonserta eftir André Joli- vet og Ilenri Tomasi; Marius Constant stj./ Paul Tortelier og Sinfóníuhljómsveitin í Bournemouth leika Sellókon- sert nr. 1 í Es-dúr op. 107 eftir Dmitri Sjostakovitsj; Paavo Berglund stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Tónlist úr ýmsum áttum. þ.á m. létt- klassísk. 14.30 Miðdegissagan: „Sigurður smali“ eftir Bene- dikt Gislason frá Hofteigi. Gunnar Valdimarsson les (3). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Erik Saedén syngur „En bát med blommor“ op. 44 eftir Hugo Alfvén með Sinfóníu- hljómsveit sænska útvarps- ins; Stig Westerberg stj./ Filharmóniusveitin i Stokk- hólmi leikur „Oxberg-til- brigðin“ eftir Erland von Koch; Stig Westerberg stj., og „Ljóðræna fantasiu“ op. 58, fyrir litla hljómsveit eftir Lars Erik Larsson; Ulf Björl- ing stj./ Paul Pázmándi og Ungverska fílharmóníusveit- in leika Flautukonsert eftir Carl Nielsen; Othmar Maga stj. 17.20 Litli barnatiminn. Sigrún Björg Ingþórsdóttir stjórnar. M.a. ies Oddfriður Steindórsdóttir söguna „Dreng og geit“ — og leikin verða barnaiög. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Einsöngur í útvarpssal: Elin Sigurvinsdóttir syngur lög eftir Peter Heise, Ture Rangström, Yrjö Kilpinen, Agathe Backer-Gröndahl og Edvard Grieg; Agnes Löve leikur með á pianó. 20.00 Hvað er að frétta? Bjarni P. Magnússon og óiafur Jóhannsson stjórna frétta- og forvitnisþætti fyrir ungt fólk. 20.30 „Misræmur“, tónlistar- þáttur i umsjá Ástráðs Haraldsson- ar og Þorvarðs Árnasonar. 21.10 Oviðkomandi bannaður aðgangur. Þáttur um ofbeldi í velferð- arþjóðfélagi i umsjá Þórdis- ar Bachmann. 21.30 „Stemmur“ eftir Jón Ás- geirsson. Kór Menntaskólans við Uamrahiið syngur; Þorgerð- ur Ingóifsdóttir stj. 21.45 Útvarpssagan: „Ilamraðu járnið“ eftir Saul Bellow. Árni Blandon les þýðingu sina (9). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 „Milli himins og jarðar“. Sjötti þáttur: Fjallað um nám í stjörnufræði, starf- semi áhugamanna og stjörnuskoðun. Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson. 23.10 Píanókvintett í A-dúr op. 81 eftir Antonín Dvorák. Clifford Curzon og félagar í Vinaroktettinum leika. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 24. september norðan Hjaltland. Þýðandi Björn Baldursson. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Börnin, byggðin og snjórinn s/h Myndir aí börnum og dýr- um að leik i snjónum i Reykjavik. Umsjónarmað- ur Hinrik Bjarnason. Myndin var áður sýnd árið 1968. 21.00 Djúpköfun (Divers Do it Deepcr) Bresk heimildarmynd um framfarir i djúpköfun. Meðal annars er fylgst með köfurum sem vinna erfitt og hættulegt starf við oliu- borun í hafdjúpinu fyrir 22.00 Hjói Bandariskur framhaids- myndaflokkur. byggður á skáldsögu eftir Arthur Ilailey. Annar þáttur. Efni fyrsta þáttar: Sagan gerist i iðnaðarborg- inni Detroit og snýst eink- um um fólk, sem starfar i bilaverksmiðju. Adam Trenton hefur áhuga á að kynna nýjan bil, sem hann telur að valda muni straumhvörfum i bilaiðn- aði, en keppinautar hans um æðstu stöður reyna að gera litið úr hugmyndum hans. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.35 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.