Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980 11 m i Kristján Jón Guðnason við nokk- ur verkanna á sýningunni. Ljósm. Emilía. Sýnir í Ás- mundarsal SÝNING Kristjáns Jóns Guðna- sonar í Asmundarsal verður opnuð kl. 14 i dag. Á sýningunni eru 37 vatnslitamyndir sem Kristján hefur málað á þessu og siðasta ári og eru þær allar til sölu. Kristján er fæddur í Reykjavík árið 1943. Hann stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla ís iands á árunum 1961—1964 en síðan í Listiðnaðarháskólanum í Ósló 1965-1967. Kristján hefur áður haldið sýn- ingar í Ungdomsbienalen í Ósló 1970, á Mokkakaffi 1978 og tekið þátt í haustsýningum FÍM nokkur undanfarin ár. Sýningin er opin frá kl. 14 til 22 um helgar en frá kl. 16 til 22 virka daga. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 28. þ.m. 43466 Hamraborg — 2 herb. 55 fm. góð íbúö. Verð 26 m. Kjarrhólmi — 3 herb. 86 fm á 1. hæð. Verð 34 m. Hófgeröi — 4 herb. 86 fm. risíbúð ásamt 50 fm. bftskúr. Verð 37 m. Ásbraut — 4 herb. 115 fm. á 3. hæð, suðursvalir, svalainngangur, góö íbúð. Þverbrekka — 4—5 herb. 125 fm. á 6. hæö. Vogar — 3 herb. 90 fm. jaröhæö í 2býli, 40 fm. bílskúr, iaus fljótt. Arnarhraun — sérhæö 110 fm. efri hæö í 2býli ásamt 2 íbúöarherbergjum f kjallara, bílskúrsréttur. Kjarrhólmi — 4 herb. 100 fm á 2. hæð, suður svalir. Verð 42 m. Efstihjalli — 4 herb. 110 fm. á efri hæö ásamt 35 fm. plássi í kjallara. Verulega vönd- uö íbúö. Holtageröi — sérhæö 130 fm. efri hæð ásamt bílskúr. Kársnesbraut — 4 herb. 118 fm. risíbúð í 2býli, bílskúr. Flúöasel — raöhús 150 fm. endahús á tveimur hæöum ásamt bftskýli, mikið útsýni, ekki full frágengið. Frakkastígur — einbýli Tvær hæðir og ris ásamt bft- skúr. Mikið endurnýjaö. Hátröö — einbýli hæð og ris, laus strax. E Fasteignasalan EIGNABORG sf. > 700 Kópavogvr Sánaf <34é6 6 «M0S Sðtum Vithjátmur Emsrsson Stgrúrt Kroysr Lögm *>étuf E>n«r»son Fréttaskýring: 5240 ástæður voru fyrir valdatöku Tyrklandshers „Meginþorri landsmanna styður aðgerðirn- ar,“ sagði tyrkneskur blaðamaður i simtali við Mbl. Þann 14. september gerði tyrkneski herinn bylt- ingu í landinu. það er kunnara en írá þurfi að segja. Þessi valdataka hers hefur þá sérstöðu, borin saman við aðgerðir af slíkum toga, að henni hefur almennt verið vel tekið, nánast fagnað, bæði i Tyrklandi og utan þess. Sú skálmöld, sem hefur rikt i landinu siðustu árin, ofboðslegir efnahagsörð- ugleikar sem glimt hefur verið af af getuleysi, aukið atvinnuleysi cða um 20 pró- sent nú, allt var þetta aðdragandi, þótt fleira komi til sem síðar verður vikið að. „Hvarvetna ríkir nú kyrrð, bæði í borgunum og úti á landsbyggðinni. Fólk er stór- ánægt og styður stjórnina og aðgerðir hersins. Búast má við að framleiðsla aukist, þar sem verkföll hafa verið bönnuð, en öfgasinnar innan verkalýðssam- takanna hafa misnotað þau óspart. Menn hafa trú á því, að nýskipaðri ríkisstjórn takist að ná árangri bæði varðandi efna- hagsmálin og koma á stjórn- málalegri kyrrð í landinu. Blöð koma flest út, og ritskoðun, sem var í gildi fyrstu dagana, hefur verið afnumin, enda tiltölulega lítil þörf á henni, þar sem öll helztu blöð í landinu hafa tjáð sig í jákvæðum tón um aðgerðir hersins. Útgöngubann er að vísu í gildi frá miðnætti til 5.30 á morgnana, en að öðru leyti gengur lífið sinn gang — og miklu betur en áður.“ Þetta sagði tyrkneskur blaðamaður í símtali við Mbl. í gær og bætti því við, að hann gæti staðhæft að hann talaði fyrir munn meg- inþorra landa sinna. Kenen Evren, yfirmaður hers- ins, sem stjórnaði valdatökunni, hefur gert lýðum ljóst, að öll andspyrna verði brotin á bak aftur af fullkomnu harðfylgi. Stjórn sú, sem hann hefur nú skipað, er setin óbreyttum borg- urum og fæstir þeirra eru tengd- ir nokkrum stjórnmálaflokkum. Evren lýsti því yfir, að eins fljótt og unnt væri, myndi starfsemi stjórnmálaflokka leyfð á ný, en þó ekki fyrr en sýnt væri, að hryðjuverkastarfsemi öfgasinna t5l hægri og vinstri hefði verið brotin á bak aftur og flokkarnir hefðu eitthvað það til málanna að leggja sem gæti reynzt Tyrk- landi til framdráttar. Tvívegis áður á tuttugu árum hefur herinn tekið völdin í landinu og staðið við þau orð að fá þau síðan aftur í hendur stjórnmála- mönnum. Það er nú meira en ár síðan fráfarandi stjórn Demirels tók við og herinn gaf þá frest til að stjórnin gæti komið ástand- inu í viðunandi horf. Margir töldu, að Demirel myndi takast betur en Ecevit, en þeir tveir hafa skipzt á um að fara með Kenan Evran herthöföingi. Klókur maður og traustur, aö sögn landa hans. stjórnina síðustu ár og báðir reynzt vanmegnugir. Manndráp og pólitísk morð hafa færzt í aukana: hafi vinstri sinni verið skotinn að morgni, hefur nokk- urn veginn mátt gera því skóna, að einn eða tveir hægri menn hafi verið gerðir höfðinu styttri fyrir sólarlag. Og öfugt. Svona hefur þetta gengið í tvö ár og á tveimur árum hefur 5241 maður verið drepinn. Þegar ég var í Tyrklandi í fyrra, skömmu eftir að stjórn Demirels hafði tekið við, voru Demirel. Hann er nú ósamt Ecevit í eins konar varðhaldi, að sögn viðmælanda Mbl. í Istan- bul, en þeir veröa látnir lausir fljótlega og ekki er búizt vió aó þeir veröi leiddir fyrir herrétt. menn ekki tiltakanlega bjart- sýnir á að henni yrði neitt ágengt. Sumir settu fram þá skoðun, að það sem Tyrkland þyrfti væri annar Atatúrk, sem sé vitur einræðisherra. En það ljómar ekki fyrir því, Tyrkir eiga líkast til engan stjórnmálamann með hæfileika Atatúrks. Framleiðslan hefur dregizt saman á flestum sviðum, vegna verkfalla og versnandi vinnu- mórals, skuldir Tyrkja við út- lönd nema meira en 30'milljörð- um dollara, 20 prósent atvinnu- leysi er í landinu, verðbólgan er 100 prósent. Evren hershöfðingi fullvissaði samherja Tyrkja í Atlantshafs- bandalaginu, að engin breyting yrði í kjölfar valdatökunnar, varðandi afstöðuna til NATO og þótti ýmsum það góðar fréttir, enda Tyrkland sérstaklega mik- ilvægur hlekkur í því samstarfi og tyrkneski herinn einn hinn öflugasti og mannflesti innan Atlantshafsbandalagsins, að ekki sé nú minnzt á þýðingu Tyrklands frá landfræðilegu sjónarmiði. Embættismenn í Ankara segja, að Bandaríkjastjórn hafi ekki verið kunngert um væntan- Ecevit lega valdatöku fyrirfram, en hins vegar komu reyndar fyrstu fréttir af henni frá Washington og yfirmaður flughers Tyrklands hafði rétt áður verið í heimsókn í Bandaríkjunum. Ástæðurnar fyrir því, að herinn greip til íhlutunar nú, en ekki fyrir sex mánuðum eða eftir sex mánuði, má rekja til snöggversnandi ástands eins og áður segir. Hryðjuverkasamtök til vinstri, sem fram til þessa hafa verið dreifð og óskipulögð, hafa verið að fylkja sér í æ ríkara mæli undir merki kommúnistaflokks- ins, sem starfar í leynum. Önnur meginástæða var sú, að alvar- legur ágreiningur kom upp á þingi, þegar Múhaméðski rétt- trúnaðarflokkurinn, sem studdi stjórnina, lagði fram vantraust á Erkman utanríkisráðherra, svo að hann varð að segja af sér. Ecevit og stjórnarandstaðan lögðu tillögunni lið og gáfu jafnvel í skyn, að þeir myndu meðhöndla fleiri ráðherra á sama hátt. Og í þriðja lagi var svo almennur ótti við að borg- arastyrjöld væri í þann veginn að brjótast út og Tyrkland kynni hreinlega að liðast í sundur. Þá kemur einnig inn í myndina sá alvarlegi ágreiningur, sem er milli Iraka og írana, en landa- mæri beggja liggja að Tyrklandi. Viðbrögð hins almenna, óbreytta borgara í Tyrklandi eru að flestra dómi feginleiki. Nú kemst kannski vinnufriður á, nú geta menn kannski gengið nokk- urn veginn óhultir um götur og torg án þess að eiga á hættu að fá kúlu í sig. Ef stjórjiinni tekst það metnaðarsama verkefni að rétta við efnahag og koma á pólitískri kyrrð, má kannski búast við að betri tíð og hugnan- legri fari í hönd í Tyrklandi. Jóhanna Kristjónsdóttir Götumynd fró Istanbul. Hermenn eru fyrirferöarmiklir svo og skriödrekar, en menn ganga nú til vinnu sinnar rólegri en óður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.