Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980 SIGURÐUR HAFSTEIN FRÁFARANDIFRAMKVÆMDASTJÓRISJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS! Samstaða sjálístæðismanna er þjóðarnauðsyn SiKurður Ilafstcin. hæstaróttarlöKmaður lætur um þessar mundir af störfum sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, en því starfi hefur Sijjurður KeKnt í hartnær níu ár. Sijjurður útskrifaðist frá Lagadeild Iláskóla íslands vorið 1967 og starfaði hann siðan sem lögfræðinKur í Reykjavík þar til hann var kallaður til trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn snemma vors 1972. Það tímahil sem Sigurður hefur geKnt starfi framkvæmdastjóra flokksins hefur verið mikið breyt- inKaskeið í sögu Sjálfstæðisflokksins ok kann Sigurður frá mörjíu að sesja af þeim vettvanKÍ, enda ekki margir sem hafa haft betri aðstöðu til að fylgjast með þeim hrærin^um, cn einmitt hann. Moriíunblaðið heimsótti Sigurð á skrifstofu hans í Valhöll ok ræddi við hann um ýmisleKt það sem hann hefur reynt á ferli sínum sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Sigurður var fyrst spurður um aðdragandann að ráðningu hans í þetta starf. Ætlaði að gegna starfinu í 2—3 ár „Ég var ráðinn framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins í árs- byrjun 1972 og hóf þá þegar störf fyrir flokkinn. Áður hafði ég ekki látið mér detta í hug að ég myndi eiga eftir að starfa á þessum vettvangi, vegna þess að ég var á þessum tíma þátttakandi í rekstri íögfræðiskrifstofu hér í borginni og hugur minn beindist ekki að öðrum störfum. — En margt fer öðruvísi en ætlað er. Um ástæður þess, að til mín var leitað hvað varðar þetta starf, er mér ekki kunnugt, en ég hafði verið alllengi starfandi innan Sjálfstæðisflokksins, var í stjórn Heimdallar árin 1961 — 1964, framkvæmdastjóri þess félags 1960—1961, í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1965 — 1969, í stjórn Fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík og síðar varaformaður ráðsins. Það var Jóhann Hafstein, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sem leitaði til mín og lagði hann mjög hart að mér að taka starfið að mér. Ég gekkst að lokum inn á að þiggja starfið og hugsaði mér að gegna því í hæsta lagi 2—3 ár, en ýmsar ástæður lágu til þess, að þessi tími varð lengri en til stóð í upphafi. Þess má geta, að þegar ég tók við þessu starfi, fékk ég það heilræði frá fráfarandi fram- kvæmdastjóra, Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, að höfuðnauðsyn væri á því að framkvæmdastjóri starfaði af fullum trúnaði og hefði traust formanns flokksins á hverj- um tíma, hver sem hann væri, hyggðist hann ná einhverjum ár- angri í starfi. Þessu heilræði hef ég reynt að fylgja." Leiftursóknin nánari útfærsla stefnuskrárinnar Var einhver ágreiningur innan flokksins um ráðningu þína? „Mér var lítið kunnugt um það þegar ég var ráðinn, að uppi væru skiptar skoðanir innan flokksins um það, hver ætti að taka þetta starf að sér. Hins vegar veit ég það, að af hálfu miðstjórnar hafði formanni flokksins verið veitt heimild til að ræða við Víglund Þorsteinsson, sem hafði verið framkvæmdastjóri fulltrúaráðs- ins, en Víglundur var ekki fáan- legur til að taka starfið að sér. Formlega hafði miðstjórn ekki sett fram hugmyndir um aðra aðila. Þegar ég var ráðinn var það samþykkt af öllum miðstjórnar- mönnum nema einum. Skömmu síðar tók ég við þessu starfi af Þorvaidi Garðari. Þessi tími sem ég hef verið framkvæmdastjóri hefur verið mjög viðburðaríkur og við höfum á þessum árum unnið okkar stærstu kosningasigra og jafnframt orðið að þola þungbær- ustu áföllin. Svo ekki sé minnst á þann klofning sem upp kom í febrúar í vetur." Hefur ekki margt breyst á þessum tíma hvað kosningastarf- ið varðar? „Þegar litið er á kosningastarfið á þessu tímabili þá hefur grund- vallarvinnan við undirbúning kosninganna lítið b'reyst, en hins vegar hafa aðferðirnar við að ná til kjósenda breyst mjög mikið. Þessar breytingar voru mest áber- andi fyrir kosningarnar 1979, þeg- ar höfuðáherslan var lögð á vinnu- staðafundi og má í því sambandi nefna, að hér í Reykjavík efndum við til 300 slíkra funda fyrir þessar kosningar. Þá var líka farið á ítarlegri hátt í útfærslu á efnahagsstefnu flokksins, en áður hafði verið gert. Með „Endurreisn í anda frjálshyggju", sem sam- þykkt var í febrúar 1979 og staðfest á Landsfundi í maí það ár, var ákveðin stefnuskrá flokks- ins í efnahagsmálum. Leiftursókn gegn verðbólgu var síðan einungis nánari útfærsla þessarar stefnu- mótunar, miðuð við þær aðstæður sem voru í þjóðfélaginu um ára- mótin 1979—1980. Það sem fyrst og fremst er athyglisvert við þessa stefnumótun þ.e.a.s. „Endurreisn í anda frjálshyggju" er, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur með henni skapað sér langtímamarkmið í efnahagsmálum, en það er af- skaplega mikilvægt með tilliti til þjóðfélagsþróunarinnar vegna þess, að ef flokkur hefur markmið sem hann stefnir markvisst að, þá nær hann fyrr þeim markmiðum en sá, sem lætur hrekjast eftir því sem vindurinn blæs.“ Ilafa andstseðingar flokksins ekki haldið þvi á lofti að Leiftur- sókn gegn verðbólgu sé samsuða úr kenningum Hayeks? „Um þetta get ég einungis sagt, að Leiftursóknin er álíka mikið í ætt við kenningar Hayeks og niðurtalningarleið ríkisstjórnar- innar nú er skyld hugmyndum Friedmans, um hægfara aðlögun. En í alvöru talað þá er staðreynd- in auðvitað sú að efnahagsstefna okkar er fyrst og fremst íslenzk — miðuð við aðstæður í þjóðfélagi okkar nú og tekur mið af þeirri reynslu sem við öðlumst 1974— 1978, að hægfara aðlögun er erfið í framkvæmd lengi án þess að sjá verulegan mun á ástandinu. Því held ég að fátt sé betur til þess fallið en einmitt niðurtalningar- stefna núverandi ríkisstjórnar til að sýna fólki að stefna Sjálfstæð- isflokksins fyrir síðustu kosningar var rétt stefna." Upphafsmenn vinnustaðafunda Hvað með áhrif fjölmiðla á kjósendur fyrir kosningar? „Það er augljóst að sjónvarpið gegnir æ þýðingarmeira hlutverki fyrir kosningar, og reyndar ekki bara fyrir kosningar heldur einnig tímabilið milli þeirra, vegna þess m.a. að vaxandi hópur kjósenda mótar afstöðu sína til manna og málefna á grundvelli framkomu í sjónvarpi.Ég tel mig hafa kynnst því við það, að fólk dæmir ýmsa hæfustu menn þjóðarinnar úr leik, vegna þess að sjónvarpsmyndavél- arnargera þeim ekki nægilega góð skil. Á sama tíma upphefur það menn, sem miklu minna er í spunnið, vegna þess að myndavél- arnar fara með þá á annan og betri hátt. Þetta veldur manni áhyggjum, vegna þess að íslensku þjóðinni veitir ekkert af forystu sinna hæfustu manna." l>ú minntist á 300 vinnustaða- fundi fyrir síðustu kosningar. Ilvenær komu vinnustaðafund- irnir til? „Ég held að við höfum verið upphafsmenn þess að farið var að nálgast fólk í gegnum vinnustað- ina og efndum í talsverðum mæli til heimsókna á vinnustaði, strax 1972 en þetta voru ekki beinlínis fundir heldur heimsóknir. Við útfærðum þetta nánar árið 1976 í tengslum við kjördæmafundi Geirs Hallgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra. Síðar tók Al- þýðuflokkurinn upp svipaðar vinnuaðferðir fyrir kosningarnar 1978, en þó á þann hátt, að þeir efndu til funda á nokkrum vinnu- stöðum í Reykjavík. Þessari að- ferð til að ná til fólks var hins vegar ekki beitt að neinu ráði fyrr en við kosningarnar 1979. Þá voru ekki haldnir vinnustaðafundir ein- vörðungu, heldur fóru frambjóð- endur einnig í heimsóknir í heima- hús og til félaga og samtaka. Fyrir sveitastjórnakosningarnar 1974 buðum við meira að segja upp á þá nýbreytni að frambjóðendur kæmu í heimsóknir í heimahús. Við vildum með þessu móti opna starfsemi flokksins, það má segja að við höfum fært út starfsemina þannig, að við komum til fólksins en köllum ekki fólkið til okkar eins og algengast hefur verið hingað til. Megin tilgangurinn með þessu er að skapa jákvæða afstöðu almennings til stjórn- málamanna og stjórnmálabar- áttu“. Geir og Jóhann mikilhæfir menn Á ferli þinum sem fram- kvæmdastjóri hefur þú starfað með tveimur formönnum flokks- ins. Hvernig var að eiga samstarf við þá? „Sem framkvæmdastjóri flokks- ins hef ég að sjálfsögðu átt náið samstarf við þessa menn, dagleg samskipti. Ég tel að ég hafi notið trausts þeirra beggja og samstarf- ið við þá báða, hvorn á sínum tíma hefur verið eins og bezt verður á kosið. Jóhann Hafstein var að mínu mati maður flokksins, í þeim skilningi að hann hafði geysi mikinn áhuga á flokksstarfinu. Ég held að hann hafi haft á því mesta þekkingu, að öðrum formönnum flokksins ólöstuðum, og vilja til eflingar þess, enda hafði hann á meira en áratugs ferli sínum sem framkvæmdastjóri flokksins aflað sér mikillar þekkingar, auk þess sem hann tók þátt í uppbyggingu þess. Innra starfið er lífæð hvers stjórnmálaflokks og það skildi Jóhann manna best. Þess vegna held ég að það hafi ekki verið nein tilviljun að hann sneri sér fyrstur formanna Sjálfstæðisflokksins að því, að helga flokknum krafta sína einvörðungu, á meðan flokkurinn var utan stjórnar. Þessu fordæmi Jóhanns hefur núverandi formað- ur, Geir Hallgrímsson, fylgt. Fyrir framkvæmdastjóra flokksins er það gífurlegur styrkur að formað- ur flokksins einbeiti sér að starfi innan flokksins, þó ekki sé nema þegar flokkurinn er í stjórnar- andstöðu.-Þetta hefur Geir Hall- grímsson gert árin 1973—1974 og síðan aftur frá árinu 1978. Báðir þessir menn hafa unnið flokknum mikið og ómetanlegt starf. Um Geir Hallgrímsson að öðru leyti vil ég segja það og tel mig fyllilega til þess dómbæran, eftir að hafa starfað náið með honum undanfarin sjö ár, að ég tel hann vera lang hæfasta forystumann- inn, sem flokkurinn hefur á að skipa í dag. Ég tel hann hafa mjög gott pólitískt innsæi, hann er mjög fljótur að gera sér grein fyrir málum, orsökum þeirra og afleiðingum en það er einn stærsti kostur hvers stjórnmálaforingja. Annars er erfitt að ræða um þessa tvo menn í sömu andránni án þess að menn fái þær hug- myndir að maður sé að bera þá saman á einn eða annan hátt, en það er ég ekki að gera og vil ekki gera. Þarna er um að ræða tvo mikilhæfa menn og ómögulegt að leggja þá á sitt hvora vogarskál- ina, slíkt þjónar engum tilgangi." Stækkun húsnæðis- ins mikið ævintýri Á þinum ferli sem fram- kvæmdastjóri byggði Sjálfstæðis- flokkurinn myndarlegt hús. Var það ekki mikið átak? „Vissulega. — Strax fyrstu mánuðina eftir að ég hóf störf fyrir Sjálfstæðisflokkinn varð mér ljóst að húsnæði það, sem við höfðum yfir að ráða í Galtafelli var allskostar ófullnægjandi fyrir þá öflugu starfsemi sem Sjálf- stæðisflokknum var nauðsynlegt að halda uppi. Enda fór það svo, að við urðum, síðari hluta árs 1972, að taka á leigu húsnæði á tveimur stöðum úti í bæ. Við Jóhann Hafstein ræddum oft hvað til bragðs ætti að taka og vorum sammála um að þáverandi að- stæður yrðu að breytast. Jóhanni var mjög ofarlega í huga það átak sem hann hafði staðið að, við byggingu Sjálfstæðishússins við Austurvöll og hallaðist nokkuð fljótlega að því, að efnt yrði til átaks, nýbyggingar, sem yrði þá að vera varanleg lausn á húsnæð- ismálum flokksins. Þó var þetta ekki upphaflega hugmyndin, því að við ieituðum fyrir okkur á ýmsum stöðum, bæði í eldra hús- næði og í húsum sem voru á ýmsum byggingarstigum. Fengum við arkitekta til að gera sér grein fyrir ásamt okkur, hvernig þau hús gætu fullnægt þörfum flokks- ins til frambúðar. Frá þessum hugmyndum var þó horfið, fyrst og fremst vegna þess, að endan- legt mat okkar og annarra sem til samráðs voru fengnir, var það, að vænlegasti kosturinn til fjár- mögnunar á þessu ævintýri, sem stækkun húsnæðis vissulega var, það er flokkurinn átti ekkert annað en andvirði Valhallar við Suðurgötu til að leggja í slíka fjárfestingu, væri sjálfboðavinna flokksmanna og almenn fjársöfn- un. Við töldum að með því að fara þessa leið þá mætti glæða meiri áhuga meðal flokksmanna fyrir nýbyggingunni, en með því að kaupa hús, sem reist hefði verið með þarfir annarra í huga, enda verkefnið óleysanlegt nema mikill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.