Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980 15 Aðdragandi olíustríðsins ATBURÐARÁSIN, scm leiddi til iandamærastriðs íraka og írana írá 1. júni til 21. scptember 1980, var í aðalatriðum sem hér segir: • 3. júní. — íranir tilkynna, að 122 írakskir hermenn hafi verið felidir undanfama tvo sólarhringa eftir þriggja daga átök á landamærunum. • 12. júní — íranir halda því fram, að tveir diplómatar þeirra hafi sætt barsmíðum írakskra yfirvaida eftir handtöku tveggja irakskra diplómata i Teheran. • 17. júní — Saddam Hussein íraksforseti sakar írani um fjandskap í garð Araba og hafa á prjónunum útþensluáform við Persaflóa. • 5. ágúst — Fjórir íranskir liðsforingjar „strjúka" til íraks. • 8. ágúst — Sendiherra írans í Moskvu skorar á Sovétríkin að hætta hergagnasendingum til íraks. • 19. ágúst — Níutíu sagðir hafa beðið bana og 35 slasazt í sprengingu í sprengiefnageymslu í Khuzestan. Sprengingin kölluð slys. • 27. ágúst — írakar tilkynna, að tveir íranskir hermenn hafi fallið í harðnandi átökum í Kasr-E-Shinin. • 30. ágúst — Sextán sakaðir um samsæri um að steypa íransstjórn og írakar sakaðir um að styðja byltingartilraunina. • 7. sept. — íranir segja, að sex óbreyttir borgarar hafi beðið bana í stórskotaliðsárás íraka á landamærabæina Mehran og Dehloran. • 8. sept. — íranir segja, að 50 írakar hafi fallið og íröksk þyrla hafi verið skotin niður í bardögunum daginn áður. • 9. sept. — íranir segja. að herflugvélar þeirra hafi grandað tugum írakskra skriðdreka og mikið mannfall hafi orðið í liði Íraka. Tveir íranskir hermenn sagðir hafa fallið og 20 særzt. • 10. sept. — íranir segja, að fjórar írakskar MIG-fiugvélar og fjórar þyrlur hafi verið skotnar niður og sex íranskir hermenn hafi fallið og 35 særzt. Segjast hafa misst eina flugvél. • 10. sept. — írakar segjast hafa hertekið 120 km landamærasvæði. • 11. sept. — írakar segja, að tvær íranskar Phantom-þotur hafi verið skotnar niður og sjö írönskum skriðdrekum og striðsvögnum grandað í árás á fimm íranskar stöðvar. Þeir segja, að átta Írakar hafi særzt, einn íranskur flugmaður beðið bana og einn særzt. • 12. sept. — írakar segja, að herflugvélar þeirra hafi ráðizt á Beit Saad, Hela og Khadr (landamærastöðvar). • 12. sept. — Írakar segjast hafa séð 12 elda í írönskum stöðvum eftir loftárásir íraka á Gilan, Mina og Kasr-E-Shinin. Tveir íranskir hermenn sagðir teknir til fanga og fjórir skriðdrekar og tveir herbílar teknir herfangi. • 13. sept. — Íranir segjast hafa náð aftur þremur landamærastöðvum af írökum. Irakar segjast hafa misst þrjá menn fallna og átta særða. • 14. sept. — Abolhassan Bani Sadr íransforseti og Mohammed Ali Rahaj forsætisráðherra komast lífs af, þegar íröksk flugvél skýtur á þyrlu þeirra. íranir segjast hafa skotið niður tvær írakskar MIG-flugvélar og bardagarnir færast til Shatt E1 Arab-svæðisins. írakar segja, að tvær íranskar Phantom-þotur hafi verið skotnar niður við Sheik Saad. Heiidarmanntjón sagt 51 íranskur hermaður fallinn og 103 særðir frá 4. sept. til 10. sept. á Kasr-E-Shirin-svæðinu. • 15.—17. sept. — Iranir segja að ein íröksk MIG-þota hafi verið skotin niður 'og írakar segja að ein írönsk gagnskriðdrekaflugstöð hafi verið hertekin, fjórir skriðdrekar eyðilagðir og fjórir hermenn teknir tii fanga. • 17. sept. — Saddam Hussein íraksforseti riftir landamærasamningnum frá 1975. • 18. sept. — írakar lýsa því yfir, að öll skip, sem sigla um Shatt E1 Arab, eigi að draga upp fána íraks og hlíta írökskum fyrirmælum. • 20. sept. — Bani Sadr íransforseti tilkynnir, að hann taki sjálfur við stjórn hernaðaraðgerða meðfram landamærum Irans. • 21. sept. — Teheran-útvarpið segir frá því, að bardagar breiðist út til Khoramshahr og landamærahéraðsins Khuzestan. írakar segja, að átta írönskum fallbyssubátum hafi verið grandað á Shatt E1 Arab. (AP) efnahagsáföll á sama tíma og þessi lönd reyna að sigrast á samdrætti. OPEC-ríkin hyggjast draga úr framleiðslu og eftir því sem birgðir minnka verður mark- aðsástandið erfiðara. Ástandið gæti líka versnað, ef íranir og Irakar hæfu árásir á olíusvæði hvors um sig, aðaltekjulindir beggja þjóða. Utflutningur Irana nemur um þessar mundir aðeins um 700,000 tunnum á dag, sem er innan við einn fimmti útflutningsins áður en glundroðinn hófst í íran af völdum byltingar Khomeinis. Vestræn ríki hafa gert sig mun óháðari olíu frá íran á undanförn- um 18 mánuðum. En írak er annað mesta olíuútflutningsríki heims, næst á eftir Saudi-Arabíu, og útflutningur þeirra nemur um 2,8 milljörðum tunna á dag. Þar af eru tveir þriðju fluttir um Hormuz-sund og framleiðslan á dag nemur alls 3,6 milljörðum tunna. Olíuleiðslur Ef sunundum væri lokað mætti dæla hluta Persaflóaoliunnar um olíuleiðslur frá írak og Saudi- Arabíu til Miðjarðarhafs. En það yrðu hreinir smámunir, sennilega ekki meira en 2 milljónir tunna á dag — einn tíundi heildarmagns- ins, sem nú er flutt með skipum gegnum sundin. Hægt væri að dæla olíunni eftir þremur leiðslum, þótt þær hafi lítið verið notaðar á síðari árum, en þær liggja um lönd, þar sem ólga og ókyrrð rikir, eins og Líbanon, Sýrland og Tyrkland. Vegna togstreitu baathista- stjórnanna í írak og Sýrlandi yrði Bagdad-stjórnin treg til að nota sýrlenzku leiðsluna. Iðnríkin hafa gert með sér neyðaráætlun um að skipta á milli sín olíu og Alþjóðaorkustofnunin (IEA) í París hefur samræmt hana. Samkvæmt þessari áætlun, sem var gerð eftir olíukreppuna 1973, mundu ríkisstjórnir skera niður neyzlu um 10 af hundraði, þegar birgðir minnka um meira en 12%. Með þessum niðurskurði væri hægt að spara um 4 milljónir tunna á dag, sem er talið nóg til þess að bæta upp meiriháttar minnkun birgða, svo framarlega sem ríkisstjórnir beita hörku til að framfylgja sparnaðarráðstöf- unum. (AP) CASPIAN Á þessu korti frá iröksku fréttastofunni eru sýndar 10 herstöðvar og flugvellir viðs vegar i íran sem írakar segjast hafa gereyðilagt. írak f ær stuðning Husseins Amman, 23. scptcmbcr. AP. HUSSEIN Jórdaniukonungur talaði i sima við Hafez Assad Sýrlandsforseta og Fahd. krón- prins Saudi-Arabiu. i gær- kvöldi og hét síðan írak stuðn- ingi samkvæmt opinberum heimildum í Amman í dag. Samkvæmt heildunum ítrek- aði konungurinn í samtali við Saddam Hussein íraksforseta „stuðning Jórdaníu við írak gegn hvers konar utanaðkom- andi árás á íröksk yfirráða- svæði.“ Engin staðfesting fékkst á þeirri frétt ísraelska sjónvarps- ins, að Irakar hefðu flutt her- flutningaflugvélar til stöðva í Jórdaníu til að forða þeim frá loftárásum írana. í Detroit sagði Henry Kiss- inger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að ósigur á sviði utanríkismála hefði gert Banda- ríkjunum ókleift að miðla mál- um í deilum íraka og írana. Hann sagði, að slíkt ástand þyrfti að koma í veg fyrir með diplómatískum ráðum. „En nú getum við ekkert gert.“ Kurt Waldheim brýnir Öryggisr^ðið til f undar um átök Irana og Iraka Sl>, London. Washington. Amman. 23. scptcmbcr. AP. KURT WALDHEIM. framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna (SÞ), hvatti til þess i dag, að öryggisráðið kæmi saman hið snarasta tii að fjalla um hernaðarátökin milli írans og íraks. þar sem þau stefndu heimsfriðnum í alvarlega hættu. Bandarískir embættismenn sögðu í dag, að yfirvöld í Wash- ington væru reiðubúin að veita alla þá aðstoð sem unnt væri að veita til að lækka ófriðaröldurnar við Persaflóa. Jafnframt væru Bandaríkjamenn hlynntir því að reynt væri af hálfu SÞ að koma á friði. Hins vegar vildu yfirvöld að svo stöddu fyrir alla muni halda hlutleysi sínu í deilu íraka og írana. Edmund Muskie utanríkisráð- herra átti í dag viðræður við Waldheim um ráð til að binda endi á deiluna eftir diplómatísk- um leiðum. Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar í dag, að léleg stjórnkænska hefði gert það að verkum, að Bandaríkjamenn gætu á engan hátt leyst úr deiiu Irana og Iraka. „Það er stjórnkænska að sjá til þess, að atburðir af þessu tagi komi ékki fyrir," sagði Kiss- inger. Kissinger sagði, að bæði löndin væru vel vopnum búin, og „öfga- Waldheim sagðist hafa beitt áhrifum sinum til að fá yfirvöld í löndunum tveimur til að leggja niður vopn og útkljá deilumál sin við samninga- borðið. Bauð hann aðstoð sína ef það ma'tti til einhvers verða. menn“ við völd í báðum ríkjunum. Irakar hefðu fengið sín vopn frá Sovétríkjunum, og íranir berðust með bandarískum vopnum er keis- aranum fyrrverandi hefðu verið látin í té. I Moskvu hefur verið sagt frá átökum Irana og íraka á hlutlaus- an hátt og jafnan- stuðst við heimildir frá hvorum deiluaðila. Hermt var frá Moskvu, að sendi- herra írans i Moskvu hefði í dag gengið á fund ráðamanna í Kreml og hvatt þá til þess að hætta vopnasendingum til íraks og for- dæma opinberlega „árás íraka inn í íran“. Sendiherrann sagðist ekki hafa fengið neinar vísbendingar um að Sovétmenn yrðu við „vin- samlegri beiðni“ um hjálp til að binda endi á átökin milli Irana og Iraka. Ráðamenn í hinum ýmsu Evr- ópuríkjum eru uggandi um að átökin fyrir botni Persaflóa eigi eftir að stigmagnast og stefna olíufiutningum þaðan í hættu. í ráði var að flytja hundruð Evr- ópumanna frá svæðum við Persa- flóa með því að senda þangað sérstakar flugvélar. Flugsam- göngur við Bagdad og Teheran, svo og símasamband, lá svo til alveg niðri í dag og gær. Blað í Japan skýrði frá því í dag, að yfirvöld í írak hefðu nú nýverið falast eftir hvorki meira né minna en 64.000 fólks- og vöruflutninga- bifreiðum þar í landi, og telja kunnugir að nota eigi bifreiðarnar í sambandi við landamæraerjur íraka og írana. Byrjað verður að skipa þessum bifreiðum út síðar í mánuðinum. Ekki hafa áður verið gerðir samningar um annað eins magn af japönskum bifreiðum, að sögn heimilda í Japan. ERLENT Þetta gerðist 24. september 1976 — Ian Smith fellst á áætlun Kissingers um stjórn blökku- manna í Rhódesíu. 1974 — Fulltrúadeild Bandaríkja- þings samþykkir að hernaðarað- stoð við Tyrki skuli hætt. 1971 — Bretar reka 90 Rússa fyrir njósnir. 1970 — Palestínumenn samþykkja vopnahlé í stríðinu við Jórdaníu- her. 1963 — Öldungadeild Bandaríkja- þings staðfestir samning við Breta og Rússa um takmörkun tilrauna með kjarnorkuvopn. 1955 — Eisenhower forseti fær hjartaáfall í leyfi í Colorado. 1948 — Fyrsta ráðstefna í London með fulltrúum Afríkunýlendna Breta. 1943 — Rússar sækja yfir Dnepr norðan við Kiev. 1941 — Ráðstefna Bandamanna í London samþykkir Atlantshafsyf- irlýsinguna. 1905 — Svíar samþykkja sjálf- stæði Noregs. 1869 — „Svarti föstudagur" í New York eftir tilraun Goulds og Fisks til að leggja undir sig gullmarkað- inn. 1859 — Frakkar leggja undir sig Nýju Kaledóníu. 1750 — Bretar afsala sér rétti til að flytja inn þræla frá spænskum nýlendum í Ameríku. 1706 — Altrandstad-friður Saxa og Svía, sem afsala sér pólsku krúnunni og viðurkenna Stanislaus Laszynski, stuðningsmann sinn, konungsefni. 1688 — Ágsborgarófriðurinn hefst með stríðsyfirlýsingu Loðvíks XIV gegn Austurríkismönnum. 1513 — Englendingar taka Tournai, Flandri — Svissneskur her ræðst á Dijon, Frakklandi. Afmæli — Horace Walpole, enskur rithöfundur (1717-1797) - John Marshall, bandarískur lögfræðing- ur (1755-1835). Andlát — 768 Pepin III Frakka- konungur. Innlent — 1170 Þorlákur biskup Þórhallsson vígður ábóti — 1904 d. Niels R. Finsen. Orð dagsins — Eigðu enga vini, sem eru ekki jafningjar þínir — Konfúsíus, kínverskur heimspek- ingur (541—479 f.Kr.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.