Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980 17 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Ráðherrabréf Svavars Gestssonar Kjaradeila vinnuveitenda og launþeKa á hinum almenna vinnumarkaði hefur nú staðið í tæpa tíu mánuði. Aðilar hafa leitað að sameifíinleKri niðurstöðu nærfellt allan þann tíma. Nokkur hlé hafa þó orðið, eins og til dæmis þegar ríkisstjórnin beitti sér fyrir sérviðræðum Alþýðusambandsins og Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem einungis reyndust tímasóun. Síðasta viðræðu- lota Vinnuveitendasambandsins og Alþýðusambandsins hefur þokað málum nokkuð í rétta átt. Óhætt er að fullyrða, að þessar kjaraviðræður hafi einkennst af óvenjulegu langlundargeði þeirra manna, sem hafa verið ótrauðir við að hvetja til verkfalla áður fyrr. Hljóta allir að fagna því, að nú er ekki æst til almennra verkfalla og munar í því efni líklega mest um það, að á ritstjórnarskrifstofum Þjóðviijans drepa menn tímann við að gera hlut alþýðubandalags- ráðherranna sem bestan með alls konar talnarugli, sem greinilegt er, að höfundarnir sjálfir skilja ekki. Um leið og deiluaðilar leggja á það meginkapp að ná efnislegum sáttum hafa þeir ítrekað trú sína á gildi frjáls samningsréttar og jafnframt lagt á það áherslu, að ríkisstjórnin skapi með aðgerðum sínum hæfileg skilyrði fyrir viðunandi samkomulagi. Ekki er unnt að hrósa ríkisstjórninni fyrir afskipti hennar af kjaradeilunni. Hér að ofan var minnst á SÍS-ASÍ-frumhlaupið. Á vordögum beitti ríkisstjórnin sér fyrir skattahækkunum á Alþingi, sem báðir aðilar vinnumarkaðarins fordæmdu og töldu til óþurftar. Mættu þessar skattpíningaraðgerðir svo mikilli andstöðu hjá verkalýðshreyfingunni, að þingmaður Alþýðubandalagsins, Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, sá sér þann kost vænstan að flýja til Stykkishólms til að skattalögin kæmust í gegnum þingið. Minnast menn ekki jafn mikils hugleysis úr síðari tíma þingsögu. Um síðustu helgi var Guðmundur J. Guðmundsson líklega að höfða til innstæðu sinnar hjá hinni skattbólgnu ríkisstjórn, þegar hann hótaði viðsemjendum sínum á fundi hjá sáttasemjara með afarkostum af hálfu félagsmálaráðherra. Sagðist Guðmundur mundu klaga í félagsmálaráðherra og fá hann til gagnaðgerða, ef vinnuveitendur féllust ekki á kröfu um hámarksverð í mötuneytum um land allt. Og viti menn. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra dró fram ráðuneytisbréfsefni og sagðist ekki mundu veita erlendu farandverkafólki atvinnuleyfi, ef vinnuveitendur yrðu ekki góðir við Guðmund J. Viðbrögð vinnuveitenda voru markviss og ákveðin. Þeir sögðu bréf ráðherrans freklega íhlutun í hinn frjálsa samningsrétt. Kröfðust þess að það yrði dregið til baka, ella myndu þeir ekki taka þátt í frekari viðræðum. Svavar Gestsson og Guðmundur J. bliknuðu. Ráðherrabréfið var afturkallað og einnig krafan um samræmt hámarksverð í mötuneytum. ^yrir margra hluta sakir er þetta atvik lærdómsríkt. Enn einu sinni hefur fengist staðfesting á pólitísku blygðunarleysi Alþýðu- bandalagsins, sem gerir flokkinn óhæfan til valda. Ráðamenn flokksins hugsa um það eitt, að þeirra sé mátturinn og dýrðin. Þá varðar ekkert um eðileg valdmörk og frjálsan samningsrétt. Dómgreind Svavars Gestssonar er svo brengluð, að hann telur við hæfi, að vinnuveitendur gangi fyrir hann á flokksskrifstofu kommúnista, þegar þeir krefjast tækifæris til að mótmæla valdníðslu hans sem ráðherra. Hótunarvald verkalýðsrekenda kommúnista í ráðherranafni við kjarasamningaborðið byggist vafalaust á loforði þeirra um að halda verndarhendi sinni yfir skattpíningarstefnu ríkisstjórnarinnar. Raunar sannaðist kapp þeirra í því efni síðast 9. september sl., þegar fulltrúar Alþýðubanda- lagsins stöðvuðu framgang kröfugerðar um lækkun skatta á hinum lægst launuðu í 43ja manna nefnd Alþýðusambandsins. Ihlutunarsemi Svavars Gestssonar á viðkvæmu stigi almennu kjaraviðræðnanna er enn eitt dæmið um óheillavænleg afskipti ríkisstjórnarinnar af kjaramálunum. Ríkisstjórnin hefur ekki sett fram neinar hugmyndir, sem miða að farsælli lausn. Þvert á móti iiggur í loftinu, að ráðherrarnir bíði með bráðnauðsynlegar efnahagsaðgerðir í þeirri trú, að þeim verði ekki mætt af fullri hörku, ef þeir hlutist til um kjaramálin, eftir að um þau hefur verið samið. Ráðherrabréf Svavars Gestssonar sýnir, að hann er til alls líklegur og lætur sér ekki segjast fyrr en í fulla hnefana. Verkalýðsrekendur kommúnista umgangast ráðherra sína með silkihönskum. Hin pólitíska samtrygging kommúnista sækir afl sitt til virðingarleysis fyrir viðteknum lýðræðislegum leikreglum. Páll Sigurjónsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, hitti nagl- ann á höfuðið, þegar hann sagði um ráðherrabréf kommúnista: „Slíkt sem þetta myndi ekki einu sinni ganga í Póllandi i dag. Með þessari afskiptasemi virðist ráðherrann vera að þvinga upp á okkur því kerfi, sem Pólverjar eru að reyna að afnema." . . . Flugslysið í Smiörfiöllum: Ljósmyndir Mbl. Kagnar Axelsson. Niðdimm þoka lagðist yfir Smjörfjöllin skömmu eftir að flak vélarinnar fannst, en aðeins hafði birt til um kl. 6 í gær í birtingu. Þyrla Varnarliðsins gat þá lent við slysstað, en varð að bíða lengi eftir að komast á loft og að siðustu var tekið á loft í svartaþoku. Sólarhringstörn leitar- manna við erf ið skilyrði Frá Árna Johnsen. blm. Mbl.á E|(ilsstnðum. LEITARFLOKKAR frá Vopna- firði og Héraði leituðu í allt fyrrakvöld og sl. nótt að níu manna Islander-vél Flugfélags Austurlands við mjög erfiðar að- stæður. Leitarmenn komust mjög hægt yfir vegleysurnar á jeppum og snjóbílum með belti, þótt eng- inn snjór væri á heiöinni, en á aðalleitarsvæðinu urðu leitarmenn að ganga tugi kílómetra. í birt- ingu i gær, eða um kl. 6, komu leitarflugvélar á vettvang, bæði frá Flugfélagi Austurlands og Varnarliðinu, en þar var þyrla einnig á ferðinni. Fannst flak vélarinnar efst í hliðum Þrætu- tungu, sem er um 1250 m hátt fjall, eitt af þeim hæstu í Smjörfjöllum. Innan tíðar voru leitarmenn komn- ir á slysstað. Flugmaður vélarinn- ar og tveir farþegar munu hafa látizt samstundis og vélin skall i fjallið, en talið er að mikið niður- streymi hafi verið á þessu svæði um það leyti sem slysið varð. Vélin er gjörónýt og var ekki unnt að ná líkum mannanna úr flakinu i gær, en sérþjálfuð sveit flugbjórgunar- sveitarmanna úr Reykjavik kom austur í gærkvöldi með vél Land- helgisgæzlunnar til aðstoðar á slysstað. Skjótt eftir að níu sæta Islander- vélarinnar var saknað, laust eftir kl. 15 á mánudag, hófu leitarflokkar frá Egilsstöðum og Vopnafirði að undirbúa leit í Smjörfjöllum, en fljótlega varð vart við merkjasend- ingar frá neyðarsendi vélarinnar. Leitarskilyrði í Smjörfjöllum voru ákaflega erfið, bæði vegna þess að myrkur var að skella á um það leyti sem leitarflokkar komu á vettvang, og þoka hamlaði mjög leit, en ekki Leitarmenn búa sig undir að ganga heim á leið eftir tuga km göngu í snjó, urð og bleytu um heiðar Smjörfjalla í víðtækri og erfiðri leit. lá ljóst fyrir hvar vélinni hafði hlekkzt á. Engir vegir eru á þessum slóðum og urðu leitarflokkar að fara í vel búnum jeppabílum og snjóbíl- um, en mestan hluta leitarsvæðisins urðu leitarmenn að ganga. Blaða- menn Mbl. fóru í leitarleiðangurinn, sem stóð í einn sólarhring óslitið. Leitarflokkar Vopnfirðinga og manna af Héraði leituðu strax í gær vítt og breitt um Smjörfjöllin og Smjörvatnsheiði, en leitin var skipulögð á Egilsstöðum og stjórnað þaðan. Strax um kvöldið komu fulltrúar frá flugmálastjórn til Eg- ilsstaða, til að fylgjast með málinu og þar á meðal var Skúli Jón Sigurðarson, deildarstjóri Loft- ferðaeftirlitsins, með sérstakt leitartæki til að greina merki frá neyðarsendinum og staðsetja flug- vélina, sem í voru flugmaður og tveir farþegar. Það tók leitarflokkana 5—6 klukkutíma að komast á leitarsvæð- ið með jeppum og snjóbílum, en síðan hófst ganga leitarmanna í 12—16 klst. stanslaust yfir grýtta heiði og blauta. Um miðja nótt náðist fyrst merki á móttökutæki flugmálastjórnar, en erfitt var að greina hvaðan merkin komu, því endurkast frá klettum ruglaði. í birtingu í gær, þegar vél frá Flugfé- lagi Áusturlands kom til leitar, náðust merki neyðarsendisins strax, og gat vélin sýnt leitarmönnum hvar flakið var, með því að fljúga yfir slysstaðinn og gefa merki í talstöðvar um leið. Flak vélarinnar lá í u.þ.b. 250 m hæð í brattri hlíð Þrætutungu, um það bil 50 m frá hæstu brún. Varð að klífa hlíðina á slysstað með sérstökum búnaði, en vélin liggur mjög tæpt á hamra- brún, mölbrotin og þarf litla hreyf- ingu á flakið, til að það velti niður hlíðina. Munu flugbjörgunarsveit- armenn úr Reykjavík fara á vett- vang í dag á dráttarvélum með útbúnað sinn, til að ná líkum mannana þriggja. Þá munu menn frá Loftferðaeftirlitinu einnig fara í dag til að rannsaka málið. Skömmu eftir birtingu í gær- morgun létti mikilli þoku á slys- svæðinu, en rétt þegar fyrstu leitar- menn frá Vopnafirði og Varnarlið- inu komu á slysstað, eftir að þyrlan hafði lent undir fjallinu, skall þokan yfir aftur og hélzt þannig í gær. Var ekkert hægt að gera á slysstað við þær kringumstæður og héldu leitarmenn þá aftur til byggða, fyrst gangandi í nokkra klukkutíma, og síðan í snjóbílum og jeppum. Þegar leitarmenn komu af heiðinni eftir 24 stunda útivist, beið þeirra heitur matur á bæjunum Hvanná I og II í Jökuldalshreppi, en leitarmenn höfðu sýnt mikið þrek við erfiðar aðstæður. Leitin að flaki Islander-vélarinnar mun vera með þeim erfiðari í slíkum slysum um langt skeið. Skúli Jón Sigurðsson deildarstjóri í Loftferðaeftirlitinu skoðar brak úr Islander-vél- inni skammt frá þeim stað sem vélin hangir í snjódyngju í berginu. Flugstjóri þyrlu Varnarliðsins útskýrir fyrir Skúia Jóni hvernig flugvélarflakið liggur mölbrotið í bergslakka og þarna ræða þeir möguleika á þvi að ná flakinu niður Ólafur Jóhannesson á allsherjarþingi SÞ Erlendur her f ari frá Afghanistan ÓLAFUR Jóhannesson utanríkis- ráðherra flutti á mánudag ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, en ásamt honum sitja þingið af íslands hálfu þeir Hannes Hafstein skrifstofustjóri utanrík- isráðuneytis, Tómas Tómasson og Kornelíus Sigmundsson. Full- trúar stjórnmálaflokkanna munu sækja þingið þegar á liður eða upp úr mánaðamótunum. I upphafi ræðu sinnar gat Ólafur Jóhannesson þess að hann hefði átt sæti í sendinefnd íslands á fram- haldsfundi fyrsta allsherjarþings- ins í New York árið 1946. „Þá var bjartsýni ríkjandi. Sjálfsagt hafa bjartsýnustu hugsjónamenn orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Þeir hafa ekki séð allar vonir sínar Bagdad- búar eru rólegir I^ondon. 23. september. AP. „BAGDADBUAR eru rólegir í dag. Ég sá tvær íranskar flugvélar skotnar niður,“ sagði írakski hlaðamaðurinn Emah Al-Nimah í símtali i dag. „Loftvarnamerkin hófust kl. 5.30 f.h., en lífið gekk sinn vanagang. Nemendur mættu i skólum, verzlanir og skrifstof- ur voru opnaðar og ég sé fólk synda i lauginni við Bagdad- hótelið.“ sagði Al-Nimah. „Ég sá þrjár íranskar flug- vélar frá þakinu á húsinu mínu og ein þeirra varð fyrir skoti." Hann kvaðst hafa séð eina aðra flugvél skotna niður. Blaðamaðurinn sagði, að í tilkynningu íraka um loftárás- irnar í dag segði að 47 óbreytt- ir borgarar hefðu beðið bana, þar af 29 í árás á Basra. írakar sögðu að minni háttar tjón hefði orðið á stórri olíuefna- verksmiðju, sem Bandaríkja- menn reka í Basra, og 50 slasazt. Irakar sögðu að 18 hefðu beðið bana og 42 slasazt í loftárásum á Bagdad og 24 slasazt í Mosul. Al-Nimah sagði, að fólk væri bjartsýnt í írak. Hann sagði, að auðvelt væri að heyra í Teheran-útvarpinu, en enginn tæki mark á því, þar sem Iran væri í upplausn og ekki heil brú í því sem íranir segðu. „Jafnvel á þessum alvarlega stríðstíma stangast skipanir þeirra á. í gærkvöldi hvatti íranskur embættismaður til útifundar og svo kom annar og sagði að engir fundir yrðu leyfðir." „Útvarpið segir, að yfirmenn gefi mótsagnakenndar skipan- ir og við höfum heyrt að hermönnum hafi verið sagt að yfirgefa ekki búðir sínar'. Við erum að velta því fyrir okkur, hvernig þeir geta barizt ef þeir verða kyrrir í búðum sínum." Aðspurður hvort hann teldi að Bandaríkin biðu átekta til að geta hjálpað Irönum gegn Írökum sagði AI-Nimah að hann teldi svo vera. Hann sagði að menn hefðu heyrt ræðu Muskie utanríkisráð- herra, þar sem hann hét írön- um samstarfi ef gíslarnir yrðu látnir lausir. rætast. En orð og störf hugsjóna- manna bera oft ávexti þótt þeim sjálfum auðnist ekki að sjá þá,“ sagði utanríkisráðherra m.a. Þá ræddi hann hernaðaríhlutunina í Afganistan og minnti á ályktunar- tillögu 6. sérstaka skyndiþings SÞ sem segir m.a. að kalla bæri allan erlendan her frá Afganistan tafar- laust og skilyrðislaust. Meira en 8 mánuðir væru nú liðnir frá sam- þykkt hennar, en ekkert hefði enn verið gert til að fara eftir henni. „Ég tel það skyldu mína sem fulltrúa smáþjóðar, er setur traust sitt á fulla virðingu fyrir ákvæðum stofnskrár hinna Sameinuðu þjóða, að minna hér og nú á ákvæði ályktunar sérstaka aukaþingsins í janúar sl. og nauðsyn þess að þegar verði hafist handa um framkvæmd Nýju Delhl. 23. septrmber. AP. NEELAM Sanjiva Reddy, forseti Indlands, staðfesti í gær lög er veita stjórn Indiru Gandhi heim- ild til að láta taka fasta og halda í fangelsi í 12 mánuði án réttar- halda hverja þá, er hættulegir eru taldir öryggi landsins. Samkvæmt heimildinni geta stjórnvöld einnig látið handtaka þá, er valda röskun á eðlilegu lífi í landinu. Lögin taka gildi í dag, en þau voru samþykkt á ríkis- þeirra." Kvað utanrikisráðherra þennan atburð hafa átt stærstan þátt í kólnandi sambúð og aukinni spennu milli austurs og vesturs. í lok ræðu sinnar vék Ólafur Jóhannesson að hafréttarmálum, sem hann sagði Islendinga telja eitt það mikilvægasta er samtökin fjölluðu um. Sagði hann að eftir sjö ára ráðstefnuhald og mikla undir- búningsvinnu liti nú út fyrir, að samkomulag væri að takast um helstu atriði þeirra. „Verði þessi sáttmáli að raunveruleika, er um að ræða eitt mesta stórvirki, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið frá stofnun þeirra og lýsandi dæmi um það, hverju samtök okkar geta áorkað ef viljinn er fyrir hendi," sagði utanríkisráðherra að lokum. stjórnarfundi í síðustu viku og staðfesti Reddy þau í gær. I tilkynningu stjórnarinnar segir, að ýmsir várnaglar séu í lögunum er tryggi það að enginn verði beittur vísvitandi órétti. Að sögn kunnugra, minnir hin nýja löggjöf í ýmsu á þau völd er Indira tók sér er hún lýsti yfir neyðarástandi í landinu í júni- mánuði 1975, en fljótlega upp úr því lét hún taka fasta tugþúsund- ir pólitískra andstæðinga sinna. Frakkinn Gerard d'AbouvilIe við komuna til Brest í Frakklandi eftir að hafa siglt einn síns líðs á skektu yfir Atlantshafið. Sonur hans slóst i förina er d'Abouville kom upp að Frakklandsströnd- Um. Símamynd — AP Einn á skektu yfir Atlantshaf Brest. 22. september. AP. ÞÚSUNDIR manna hylltu Ger- ard d'Abouville er hann steig á land úr skektu sinni á Ouess- anteyju við Brest eftir að hafa róið einn síns liðs yfir Atlants- hafið, frá Þorskhöfða við Bost- on. Á ferðalaginu hvolfdi skekt- unni niu sinnum. en ferðalagið tók 71 sólarhring og 23 klukku- stundir, en það er skemmri tími en áður hefur náðst. Jafnframt réri d'Abouville lengri vega- lengd en fyrri róðragarpar hafa gert. hann réri yfir 5,200 kílómetra. Fyrri ferðalög af þessu tagi hafa endað á írlandi eða á Bretlandseyjum. Bátskel sína skýrði d’Abou- ville Cook skipstjóra í minningu um hinn kunna siglingagarp. D’Abouville varð 35 ára meðan á róðrinum yfir Atlantshaf stóð, þ.e. 5. september sl. Við komuna til Frakklands sagði d’Abouville, sem er lærður skipstjóri, að hann hefði lagt út í róðrarævintýrið í þeim tilgangi einum að hafa ánægju af. Bátur hans var sérstaklega hannaður og byggður fyrir ferðina og var 18 feta langur. Hann réri að jafnaði í 12—15 klukkustundir hvern dag en lét annars reka. Hagstætt veður var meiri hluta ferðarinnar, en þó var stundum stormasamt í ágústmánuði. Indira fær heim- ild til fangelsunar án dóms og laga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.