Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980 Lá tvo tíma á slysstað LÖGREGLAN í Keflavík fékk til- kynninKU um þart klukkan 6,55 á Kunnudagsmorgunin að bifrcið hefði oltið útaf KeflavikurveKÍnum á Stapa. Lögreglan strax á staðinn og þegar þangað kom lá bifreiðin 25— 30 metra fyrir utan veginn og lá ökumaðurinn, 21 árs Keflvíkingur við bifreiðina. Hann var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík og er óttast að hann hafi hryggbrotnað. Samkvæmt athugunum lögregl- unnar í Keflavík er talið að maður- inn hafi lagt af stað frá Keflavík tveimur klukkutímum áður en til- kynnt var um slysið og hann hafi því legið á slysstað í tæpa tvo klukku- tíma áður en menn uppgötvuðu af slys hafði orðið. Útifundur féll niður í AUGLÝSINGATÍMA útvarps- ins síðdegis i gær auglýstu SINE, Samband islenzkra námsmanna eriendis, og Stúdentaráð útifund við dómsmálaráðuneytið siðar um daginn og voru féiagar hvatt- ir til að mæta. Síðar i sama auglýsjngatima var fundinum af- lýst. Á fundi þessum átti að mótmæla brottvisun Frakkans Patrick Gervasoni úr landi. Nýtt verð á kjöti hefur tekið gildi og er smásöluhækkunin á bilinu 16,8 til 26,3%. Minnst er hækkunin á súpukjöti og heilum og hálfum farmpörtum, en mest á hryggjum og lærum. Hækkar kilóið af súpukjöti úr 2.205 i 2.582 krónur og kiló af hrygg og læri hækkar úr 2.521 i 3.183 krónur. Myndina tók Emiiia i einni af kjötverslunum höfuðborgarinnar i gær. Bréf dómsmálaráðherra: Ekki grundvöllur fyrir pólitisku Vesturgata 18: Samþykkt að taka hæsta tilboðinu SAMbYKKT var á fundi borg- arráðs i gær að taka hæsta tilboðinu i húsið Vesturgata 18, en það tilboð átti Helga E. bórðardóttir. Tiiboðið hljóðaði upp á 31.570.000 kr. Á þessu húsi, sem og sumum gömlum húsum í borginni, hvílir kvöð um að upphaflegu útliti hússins skuli ekki breytt. Upphæð sú, sem tilboðið hljóðar upp á, er ekki endanlegt verð, því við þetta bætast gatnagerðargjöld, flutn- ingsgjald og þ.h. Hús þetta skal flytja að Bók- hlöðustíg 10, en þar er því ætlaður framtíðarstaður. „Aspelund er ekki félagi í Flugfreyjufélaginu“ Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi athugasemd frá stjórn Flugfreyjufélags íslands i tilefni af viðtali við Erling Aspelund fram- kvæmdastjóra stjórnunarsviðs Flugleiða i Mbl. i gær: „í viðtali við Morgunblaðið í dag, segir Erling Aspelund, hinn nýi framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Flugleiða hf., að stjórn Flugfreyjufé- lags íslands virðist ekki hafa rætt ýmis hagsmunamál við félaga sína. Orðrétt segir Erling: „Við teljum það athyglisverða hugmynd að gefa kost á hlutastörfum fyrir flugfreyjur og vitum að það myndi henta ýmsum í hópi þeirra fjölmörgu flugfreyja Klausturhólar: Málverkin sýnd í dag MÁLVERK á 73ja Listmunauppboði Klausturhóla verða til sýnis í dag, í húsakynnum Klausturhóla að Laugavegi 71 frá kl. 13—22. sem hafa hlotið starfsþjálfun í þeim störfum, en þetta atriði virðist stjórn Flugfreyjufélagsins ekki hafa rætt við félagsmenn sína frem- ur cn ýmis önnur atriði sem við höfum rætt við stjórnina." Að gefnu þessu tilefni vill stjórn Flugfreyjufélags íslands taka fram, að á fundi með Flugleiðum hf. í gær, skýrði stjórn Flugfreyjufélagsins frá umræðum stéttarfélagsins um hluta- störf og launalaus leyfi og skýrði jafnframt frá því, að flugfreyjur eru tilbúnar til viðræðna um þessi mál þegar endurráðið hefur verið eftir starfsaldri. Framangreind ummæli hins nýja framkvæmdastjóra um að þessi mál hafi ekki verið rædd á félagsfundum eru því ekki sannleikanum sam- kvæm. Það skal tekið fram, að Erling Aspelund er ekki félagi í Flugfreyju- félagi íslands og er þvi ekki í aðstöðu til að upplýsa fjölmiðla um hvað er rætt eða ekki rætt á fundum Flug- freyjufélagsins. Með þökk fyrir birtinguna. F.h. stjórnar Flugfreyjufélags ís- lands, Jófríður Björnsdóttir formaður." Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir pi- anóleikari og John Speight bari- tónsöngvari. INNLENT BARITÓNSÖNGVARINN John Speight og Sveinbjörg Vilhjálms- dóttir pianóleikari halda tónleika að Kjarvalsstóðum á morgun. fimmtudag 25. sept. kl. 20.30. Á efnisskránni eru lög eftir Debussy, Fauré. Brahms og R. Strauss. Sveinbjörg og John hafa haldið tónleika víða um land á undanförn- um árum, auk fjölda tónleika í Reykjavík. Þau eru nýkomin frá Sviss þar sem þau sóttu námskeið hjá Gerard Souzay og Dalton Bald- win. bessi mynd var tekin, er Albert Guðmundsson afhenti gjöfina stjórn Kjarvalsstaða 19. sept, sl. Albert Guðmundsson lengst til vinstri, þá bóra Kristjánsdóttir, Davíð Oddsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Alfreð Guðmundsson, Guðrún Helgadóttir og Jón Reykdal. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon. Fyrirlestur um framtíðarskóla FIMMTUDAGINN 25. september flytur dr. Yvonne Weber frá Bandarikjunum fyrirlestur í Kennaraháskóla íslands um skóla framtíðarinnar. Er dr. Weber stödd hér á landi sem fulltrúi alþjóðlegra samtaka kvenna i fræðslustörfum, en hér eru starf- andi 3 deildir þessara samtaka. Hefst fyrirlesturinn kl. 17 í stofu 301. I fyrirlestri sínum fjallar dr. Weber um eftirfarandi spurningar og leitar svara við þeim: Býr skólinn í dag nemendur sína undir að lifa í breyttu þjóðfélagi framtíð- arinnar? Hvernig lítur þetta tæknivædda þjóðfélag framtíðar- innar út? Hvers þarfnast mann- eskjan til að geta fundið viðfangs- efni, tilgang og lífsfyllingu í veröld, sem býður upp á allt annan lífs- máta en við eigum að venjast? Hvernig getur skólinn gefið nem- endum sínum það vegarnesti, sem að gagni má koma við gerbreyttar aðstæður? Markmið samtaka kvenna í fræðslustörfum er m.a. að stuðla að alþjóðasamstarfi kvenna, sem vinna að menningar- og menntam- álum, að efla starfsáhuga og stöðu kvenna á sviði menntamála og að stuðla að æskilegri lagasetningu um menntamál. Fyrirlestur þessi er opinn almenningi. Höfðingleg gjöf til listasafns Reykjavíkur HJÓNIN Brynhildur H. Jó- hannsdóttir og Albert Guð- mundsson alþingismaður hafa gefið listasafni Reykjavíkur- borgar að Kjarvalsstöðum verk eftir Gerði Helgadóttur, unnið úr steindu gleri og steypu. Verkið vann listakonan árið 1953. hæli að viðkomandi hafi horfið úr landi vegna afneitunar herþjónustu IIÉR FER á eftir i heild bréf dómsmálaráðuneytisins til Ragn- ars Aðalsteinssonar hrl., lögfræð- ings Patrick Gervasonis: Ráðuneytið vísar til bréfs yðar, herra hæstaréttarlögmaður, dags. 4. þ.m., þar sem ítrekuð eru tilmæli um að Patrick Gervasoni, frönskum ríkis- borgara, f. 11. apríl 1951, er kom til landsins 2. þ.m., verði veitt landvist hér á landi sem pólitískum flótta- manni. Erindi yðar hefur verið til athug- unar í ráðuneytinu og hefur það í því sambandi m.a. fengið í hendur skýrslu, er umbjóðandi yðar gaf hjá útlendingaeftiriitinu. Að athugun málsins lokinni tekur ráðuneytið eft- irfarandi fram: Umbjóðandi yðar bar í febrúar- mánuði síðastliðnum, um hendur sendiráðs íslands í Kaupmannahöfn, fram ósk um dvalarleyfi hér á landi. Þeirri umsókn var synjað. Með bréfi til ráðuneytisins, dags. 8. mai sl., bar hann fram ósk um hæli hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Það er- indi var enn til meðferðar, er umbjóð- andi yðar kom til landsins 2. þ.m. Eigi greindi hann þá lögreglu frá ósk sinni um hæli hér sem pólitískur flótta- maður, en villti þess í stað á sér heimildir og framvísaði við vega- bréfaskoðun persónuskilríki með nafni annars manns. Umbjóðandi yðar hefur að eigin sögn dvalið utan heimalands síns frá mars/apríl 1979, þar af í Danmörku frá desember 1979, ólöglega að því er ætla verður, án þess að bera þar fram ósk um hæli. Umbjóðandi yðar telur sig pólitísk- an flóttamann vegna neitunar að gegna herþjónustu. Hefur hann hlotið refsidóma í heimalandi sínu fyrir herdómstóli fyrir að neita að sinna herkvaðningu og fyrir liðhlaup. Að auki hefur hann hlotið refsidóm fyrir almennum dómstóli vegna þátttöku í mótmælaaðgerðum. Vegna máls þessa skal tekið fram, að almennt er það ekki talinn grund- völlur fyrir pólitisku hæli, að viðkom- andi hafi horfið úr landi vegna afneitunar á herþjónustu, sem skyld- ug er að þar lands lögum. Að teknu tilliti til þeirra atriða, sem hér hafa verið rakin, telur ráðuneytið eigi efni til að fallast á að Patrick Gervasoni verði veitt land- vistarleyfi hér á landi sem pólitískum flóttamanni eða af öðrum ástæðum. Jafnframt hefur ráðuneytið ákveðið , með vísun til 1. og 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 45 12. maí 1965 um eftirlit með útlendingum, að umbjóðanda yðar skuli vísað úr landi. Hefur lögreglustjóranum í Reykjavík verið falið að annast framkvæmd þeirrar ákvörðunar. Þetta tilkynnist yður hér með. F.h.r. Ó.W.S. John Speight og Svein- björg Vilhjálmsdóttir að Kjarvalsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.