Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980 29 ísku ríkjunum. Það er þetta, sem sósíalisminn býður fólkinu, og þetta er ekki misskilningur, Ung- verjalands-Hjalti og fóstbróðir Ólafs Ragnars Grímssonar, heldur staðreynd. • Ekkert nema stríð get- ur bjargað þessu fólki Þjóðfrelsisöflin í Austur- Evrópu, sem svo eru kölluð i fjölmiðlum okkar í dag, og ganga líka undir öðrum nöfnum, t.d. Víet-Cong og hvað þau svo heita í Angóla, Eþíöpíu, Kúbu o.s.frv., leiða svona lagaða blessun yfir löndin sem þau ráða. Það fer líka vel á því að halda popptónleika hér í Laugardalshöllinni gegn her, því að það vita allir, að ekkert nema stríð við Rússa getur bjarg- að þessu fólki, sem núna lifir við þessar hörmungar, og getur líka bjargað öllum hinum frá þessum ósköpum. Það fer engin þjóð núna í árásarstríð nema Rússar." • Höfum við efni á miskunnarleysi? Þ. Kr. skrifar: „Mig langar til að segja frá neyð gamallar konu, sem ég þekki, og veit að á betra skilið í ellinni en einveru og afskiptaleysi. Þessi vinkona mín er komin á níræðis- aldur og hefur allan sinn starfs- aldur lagt drjúgan skerf til þjóð- arbúsins, með högum höndum og hollustu. Nú er svo komið fyrir henni, að sjónin er að mestu farin og sambandið við líðandi stund er ekki alltaf sem skýrast. Hún hefur yfir að ráða lítilli íbúð við Austur- brún og nýtur heimilishjálpar frá þjónustudeild Reykjavíkurborgar. En þetta dugir bara ekki lengur. Konan þarf að njóta stöðugrar umönnunar og eftirlits. Það hefur komið fyrir þrásinnis, að hún hefur fundist á morgnana á göng- um eða i lyftu, og hefur þá jafnvel legið þar ósjálfbjarga tímum sam- an. Ég hef tvisvar átt þátt í að koma henni í sjúkrahús, en hún hefur í hvorugt skiptið fengið að vera þar nema í viku til tíu daga. Þá hefur hún verið sögð vera nógu hress til að fara heim, og verið útskrifuð. Mér finnst þetta hreint miskunnarleysi. Á gamla fólkið enga þrýstihópa að baki sér sem geta komið málum þess áleiðis? Það er ömurleg staðreynd fyrir okkur sem þjóð, ef við látum viðgangast að þetta séu verklaun- in sem við réttum gömlu og slitnu fólki, þegar hallar undan fæti hjá því í lífinu. Og ég bara spyr: Höfum við efni á sliku miskunn- arleysi, svo fámenn sem við er- um?“ Innilegustu þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu 18. september sL Guð blessi ykkur ffli SOFFÍA ÁRNADÓTTIR FURUGERDI1. Alltaf sól • Þarf landið að fara á hausinn? R.K. hringdi og hafði þetta að segja: — Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að afgreiðslu- fólk í matvöruverslunum skuli ekki vera skyldað til að bera höfuðbúnað. Ég hef oft orðið vitni að því, að þetta fólk hefur þurft að strjúka hárið frá enninu og aug- unum, bara til þess eins að sjá almennilega, þar sem það hefur staðið við afgreiðslu á viðkvæmum matvörum. Þetta er sóðaskapur á háu stigi. Ég held, að þetta hafi nú lagast i seinni tíð í frystihúsum landsins, en þar var ástandið mjög slæmt að þessu leyti. Það er varla einleikið hvað okkur ætlar að ganga stirð- lega að temja okkur hreinlæti eins og til þarf í matvælaframleiðslu. Þarf landið að fara á hausinn til þess að við áttum okkur? SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í landskeppni Sovétríkjanna og Júgóslavíu kom upp þessi staða í skák A. Korelovs og D. Marjans. Svörtu frípeðin drottningarmegin eru ógnvekjandi en hvítur lumaði á óvæntum „glaðningi“: 23. Hxa4í! - Rxa4, 24. Dxe4 - Dd7, 25. Re7+ - Kh8, 26. Dxh7+! — Kxh7, 27. Hh7+ mát! Sannar- lega svipleg endalok! hjá okkur... Höfum sett upp hina vinsælu sóiarlampa Leitið nánari upplýsinga og pantið tíma hjá sundlaugarvörðum í síma 22322. HÓTEL LOFTLEIÐIR I 52^ S\G6A V/QGA g \UNtHAIH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.