Alþýðublaðið - 06.05.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.05.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Útvarpsræður sm stjóramál. I gær flutt-u útvarpsræður um stjómmál og í þessari röð: Ey- s'teinn Jónsson skattstjóri, Öiafur Tbors og Stefán Jóh. Stefánsson. Við framhald umræðnanna tók Jónas Jónsson við af Eysteini. Umræðurnar halda áfram kl. 8 í kvöid. Óiafur Friðriksson tal- ar af hálfu Alþýðuflokksins. Þeir, sem hafa hlustað á um- ræðurnar, en átt verra með að heyra greinilega frumræðu Ólafs Thors en mál annara ræðumanna, purfa ekki að kenna útvarpstækj- unum um það. Ryklrirnir og skrykkirnir stöfuðu af leikaradýf- um hans, sem margir kannast við. Stefán Jóh. Stefánsson talaði um ýms áhugamál Alþýðuflokks- ins, sem flokkurinn hefir barist fyrir bæði innan þings og utan, svo sem kosningarrétt unga fólks- ins, — sem íhaldið barðist lengi á rnióti af öllum mætti sinum, þar til það vissi, að fylgi þess máls er orðið svo mikið meðal þjóðarinnar, að því þótti ósigur- gjarnt að ganga lengur gegn því á alþingi —, um kosningarrétt þeirra, ;sem orðið hafa að fá framfærslustyrk, um réttláta kjördæmaskipun, tillögur Al- þýðuflokksins í fjármálum og at- vinnumálum, í skatta- og tolla- málum, alþýðutryggingar, ger- bætta framfærsJulöggjöf o. s. frv. Lýsti hann þýðingu þessara mála fyrir aiþýðuna. Jafnframt mintist hann á stefnumál íhaldsinsi, ríkis- lögreglu og þrælalög (hinn svo nefnda vinnudóm), og það aðai- mál þess, að skattþunganum sé haldið á alþýðunni, til þess að hátekju- og stóreigna-menn sleppi undan réttmætum gjöldum til ríkisins þarfa. Hann benti jafn- framt á bandalag íhalds og „Framsóknar" til þess að við- halda tollabyrði aimennings. Hann vakti athygli á því, að í- hald og „Framsókn“ deila aó vísu mjög á yfirborðinu, eink- um fyrir kosningar, en mjög ber þar á persónulegum væringum, en lítt eru dedlurnar háðar um stefnumál. Þegar á þing kemur eru þeir flokkar yfrið oft samtaka gegn hagsmunum alþýðunnar, svo sem þegar þeir feldu þegar við 1. umræðu frumvarpið um bætt kaup og kjör verkafálks í opinberri vinnu, eða þegar ben- zínskattsfrumvarp Ól. Thors kom aftur j fram sem stjórnarfrum- varp „Framsóknar" og var þá orðið enn hatramara en fyrr. Síðan mælti Stefán: Þeir, sem vilja réttlátari skattalöggjöf, kjósi Alþýðuflokksmenn á þing. Þeir, sem vilja halda í hina gömlu, ranglátu skattalöggjö’t, kjósi iannað hvort íhald eða „Framsókn". Skfpreikiiin við Krísivikuíberg. (Nánari fregnir.) Vélbáturinn „íslendingur“ frá Stokkseyri fór í róður á laugar- daginn og lagöi línuna úti fyrir Herdisarvík. Höfðu bátverjar lagt hana kl. 9i/2 um kvöldið. Vestán- gola var á. Var bátnum því hald- ið upp undir bergið til þess að fá lygnari sjó á meðan lóðin lá. Fóru bátverjar þá að sofa, en einn vakti í senn, 1 stund og 15 mín. á víxl. Sagði formaðurinn varðmönnum að haida bátnurn á hægri ferð þar í landvarinu og gekk alt vel meðan tveir fyrstu varðmennirnir gættu bátsins. Þegar þriðji maðurinn var á verði vaknaði formaðurinn við það, að báturinn sióst við bergið. Báturinn brotnaði, en mennirnir komust á eina klettinn, sem til er fyrir Krýsivíkurbergi, og gátu gengið upp eftir honum. En þar eð lágsævi var, þá urðu þeir að komast hærra, svo að þeim væri óhætt með aðfaiii. Tókst einum þeirra að læsá sig á stjaka upp eftir berginu lum tvær mann- hæðir, upp á stall, og dró hann félaga sína síðan þangað á kaðli. Þar höfðust þeir síðan við I 14 klukkustundir, svo sem áður hef- ir verið skýrt frá hér í blaðinu. Þá var það, að drengur á vél- bátnum „Muninn“ úr Vogum sá á stafn bátsins við bergið. Var þá farið að aðgæta, hvernig á því stæði, og isáu skipverjar verjar „Munins" þá mennina á bergstallinum:. EkM gátu þeir þó náð til þeirra. Fór þá „Muninn“ til línuveiðara, sem þar var ná- lægt, — það var „Pétursey“ úr Reykjavík, — og tókst línuveið- aramönnum að ná þeim, er á stallinum voru, þvi að þeir höfðu smábát með sér. Síðan flutti „Muninn“ skipbrotsmennina heim til Stokkseyrar, og komu þeir þangað kJ. 9 á su'nnudagskvöldið. Mennirnir, sem í skipneikanum lentu, voru: Ingimundur Jónsson foimaður, eigandi bátsins, Bjarni Sigurðsson, Kristján og Sigurður þræður, Hreinssynir, og Einar Vilhjálmsson. Báturinn var 1 i smálestir að stærð. (Upplýsingar þessar hefir Al- þýðublaðið fengið frá Stokkseyri.) Cotton finimaðnr ð Se® hiosað. Hull, 5. maí. United Press, FB. Cotton flugmajór lagði af stað héðan í dag áleiðis til ilsykja- víkúr á „Dettifossi“. Mr. Cottoi' hefir méð. sér 6 manna fiugvél (einþekju). Með honum eru stýrimaður, vélarmaður, viðgerð- arroaður og tveir aðstoðarmenn. Búist er við, að skipið komi til Reykjavíkur á sunnudagsmorgun. TII Orænlands og heti afttir. Eftir Eslend Vilhjáimsson. II. Eftir dálítinn tima fæ ég svar frá lioftskeytastöðinni í Lemon base, og er það á þessa leið: „Get ekki gefið yður upplýsingar vegna þess, að þér eruð blaða- maður.“ Dr. Alexander hafði þó fengið fregnir frá Lemon basie, hann hafði líka verið nógu slung- inn, eða hvað menn vilja kalla það, að dylja stöðina þess, að h,ann væri fréttaritari Morgun- blaðisins. Eri auk þess hafði hann auðvitað fengið skeyti sem far- arstjóri. Þegar .svo var komið, sá ég það ráð bezt að ná í fregnir með því móti að tala við flugmennina, vélamennina og Gunnar Bach- mann. Reyndist dr. Alexander og b-etri en á horfðist í fyrstu, og sagði hann mér undan og ofan af um, ýmislegt. Þennan dag, fmxtudaginn, héldu mienn sig í smáhópum um skipið, röbbuðu saman um við- burði næstu daga, sögðu skritl- ur, reyktu, hlógu og skemtu sér á ýmsan annan hátt. Fóru flest- ir að sofa um kvöidið fullir af áhuga fyrir förinni og með góðar vonir um árangur hennar. Á föstudagsmorguninn fór ég á fætur kl. 8 og sendi skeyti til Aiþýðublaðsins. Sjór var enn lá- dauður og ég var í hátíðaskapi ailan daginn, því þótt enginn. rauður fáni blakti á stöngum á Óðni, þá vissi ég að heirna í Reykjavík voru fánarnir okkar við húna og hátíð í hugum al- þýðu. Kl. 12,55 þennan dag sigium við inn í isinn. Hann er að mestu sundurlaus, en brátt kernst skip- stjóri að þeirri niðurstöðu, að skipið verði að hverfa frá þes-s- um stað vegna þess. hvað ísinn var þéttur, og héidum við svo aftur út 'úr ísnum kl. 14,50. Var svo haldið norðaustur og kl. 15,50 héldumi við aftur inn í ís- inn. — Þegar við komum að ísn- um höfðum við siglt í 14 klst án þess að sjá land og á þeim trma höfðum við farið 176,5 sjó- mílur. — ísinn náði þarna miklu skemur út en áætlaÖ var, og gladidi það okkur mjög, þvi að þess styttri var leiðin, sem flug- an átti að fara inn til Angmag- salik. En þegar líður á daginn virðisit ei’tthvað ýlag vera komið á stjórn leiðangursinsi. Þótti imér það ekki spá góðu, 'þvi að fyr hafði alls ekki reynt á það, hvort ' stjómin væri starfi sínu vaxin, Rétt ieftir hádegi er ég staddur uppi í brú ásamt dr. Alexander og ýmsum fleirum, en niðri á dekkinu stendur Gunnar Jónas- son véLamaður -og aðrir flug- menn. Ðr. Alexander snýr sér til þeirra, sem eru niðri og segir úm leið og hann bendir á ísjaka, sem var við skipshliðina ^ „Þessi jaki er heppilegur til að láta flugvéla- vængina á.“ Gunnar Jónasson spyr þá doktorinn hvað Schwei- kowsky segi um það, en dr. Alexander svarar, að sig varði ekkert um áiit Schweikowsikys í þessu efni. Snýr 'þá Gunnar sér snúðugt við og segir: „Ég fer að eins eftir þvi, siem Schwei- kowský isegir um þetta.“ Lauk svo þessari orðasennu, að ekki var lent við þe'hnan jaka. Mér var'ð .þegar ljóst, að hér var hætta á ferðum. Ég vissd ekki hvor hafði á réttu að standa, en hitt vissi ég, að það gat orðið stórhættulegt fyrir árangur leið- angursins, að liðið, sem, átti að framkvæma verkin, hlýddi ekki þeim manni, er átti að vera og var foringinn. Ég gaf mig á taJ við Gunnar Jónasson, Scheiwkowsky og Björn Olsen og spurði, af hverju þetta ósamkomulag stafaði. Skýrðu þeir mér þá frá, að dr. Alexander heimtaði nú að flogið yrði inn tiJ Angmagsalik með hann, en loftskeytastööin og Gunnar Backmann, loftskeyta- maðurinn, skiJin eftir í „óðni“, en að þessu væru allir hinir al- gerlega jmótfallnir. Þeir sögðu líka ,að dr. Alexander hefði gef- ið það ioforð í Reykjavík, áður en lagt var af stað, að verða sjálfur eftir um borð í „óðni“, en flugmennirnir Ttækju hið sjálf- sagða öryggi, loftskeytatækin, imeð í flugferðina. Ég talaði svo dálítið rneira við flugmennina um þetta og heyrði, að þeir voru mjög reiðir yfir „dutlungum“ doktorsins. Ég gekk nú aftur upp í brú til að tala við dr. Alexander. Sé ég þá að þeir standa þar saman Sigurður Jónsson og dr. Alexander, og heyri ég að Sig- urður segir svo hátt, að allír gátu heyrt: „Þér sjáið það sjálf- ur, að ef, þér farið með, þá verð- ið þér að eins dauð barlest." Við það fór Sigurður, en ég gekk til doktorsins. Mintist ég á þetta ósamkomulag og spurði hann, hvemig hann áliti að þetta myndi fara, iþar ,siem óvist væri, að flugmennirnir ‘fengjust til að fara til Angmagsalik, hvað þá inn á jökulinn, án ioftskeytatækjanna. Dr. Alexander s-agði, að hann: væri vanur þessu, því að hann hefði staðiö í svona ósamkomu- iagi frá því hann fyrst varð for- maður Flugfélagsins, en alt af borið hærrl hlut. „Verst þykir mér,“ sagði hann, „að geta ekki losnað við þennan lýð og tekið aðra menn. Ef til væru aðrir is- iendingar í þessu fagi, þá myndi ' ég sannarliega hafa losað mig við þessa mienn fyr, en ef peir ekki hlýda mér nú, pá sný ég léidangrinuin heimleidis.“ Af þessum oröum dr. Alexandr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.