Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 Fjármálaráðherra: „Vonar að lánsf járáætlun sjái dagsins ljós fyrir mánaöamót“ _A OG B hluti lánsfjáráætlunar som fjallar um ríkisframkvæmd- ir. þ.á m. alla lánsfjármöKnun framkvæmda ríkisins, lá fyrir i septemberbyrjun. en varöandi aöra þætti lánsfjáráætlunar er ekki það sama að seRja,“ svaraði Ra>;nar Arnalds fjármálaráð- herra í samtali við Mbl. í gær þe>jar hann var inntur eftir því hvað liði «erð lánsfjáráætlunar. „Hinir þættirnir," sagði Ragnar, „eru lánsfé til sveitarfélaga sem mun nærri tilbúið, en ég hef ekkert fengið ennþá frá Fram- kvæmdastofnun og stjórn hennar sem gerir tillögur um lánsfjáröfl- un til fjárfestingasjóðanna. Óneit- anlega er ég orðinn mjög óþolin- móður að bíða eftir þeim tillögum en Framkvæmdastofnun hélt að- alfund sinn á Höfn í Hornafirði fyrir 10 dögum. Sá þáttur sem þá er eftir að auki er um erlendar lántökur einkaaðila og almenna þróun í bankamálum og innlenda láns- fjáröflun í því sambandi. Ég hef ekkert fengið ennþá frá Seðla- bankanum um þau mál, en mér virðist að bæði Framkvæmda- stofnun og Seðlabanka hafi skort mjög nauðsynleg gögn frá ýmsum aðilum sem til þurfti." Kvaðst fjármálaráðherra „vona að lánsfjáráætlun sæi dagsins ljós fyrir næstu mánaðamót." Guðmundur J. Guómundsson um vísitöluskerðingaráform rikisstjórnarinnar: Fer eftir eðli þeirra hvernig ég bregst við „ÞAÐ FER algjörlega eftir því, hvers eðlis þau eru. Verði þetta einhliða aðgerðir á kaupgjald verkafólks, mun ég berjast gegn þeim." sagði Guðmundur J. Guðmundsson. formaður Verkamannasambands íslands, er Morgunblaðið spurði hann i gær, hvort hann myndi sam- þykkja eða berjast gegn vísi- töluskerðingaráformum ríkis- stjórnarinnar. Guðmundur kvaðst ekki hafa fengið neina formlega vitneskju um þessi áform rikisstjórnarinnar. Morgunblaðið spurði Guð- mund J. Guðmundsson, hvort hann myndi beita áhrifum sín- um innan verkalýðshreyfingar- innar til að spurzt yrði fyrir um áform ríkisstjórnarinnar um vísitöluskerðingu. Hann svaraði: „Ég tel enga ástæðu til þess að þrýsta upp úr ráðherrunum frekari yfirlýsingum um þau. Ég hefi heyrt þennan boðskap. Út af fyrir sig eru verkalýðsfélög og hafa alltaf verið reiðubúin til einhverra heilbrigðra aðgerða gegn verðbólgu, en þessi gamla pólitík um kaupgjaldið og vísi- tölu kaupgjalds er falskenning, sem lengi er búin að ríða húsum í þjóðfélaginu." Guðmundur J. Guðmundsson var því næst spurður um það, hvort hann myndi krefjast þess, að vísitöluskerðingaráform rík- isstjórnarinnar yrðu kunngerð fyrir ASI-þing, svo að kostur gæfist til þess að ræða þau á þinginu. Guðmundur sagði: „Ég veit ekki til að ríkisstjórnin sé með nein slík áform. Ég sé því enga ástæðu til þess. Einstakir ráðherrar hafa kyrjað þennan söng lengi, en það hefur ekkert formlegt komið fram um slík áform, og því mun ég ekki beita mér fyrir því.“ ALÞINGISMENNIRNIR Birgir ísl. Gunnarsson og Halldór Blön- dal hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt og eignaskatt, sem miðar að því að rýmka heimild til frádráttar vegna vaxta. Skulu lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1981 og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 1981 vegna tekna ársins 1980. í greinargerð með frumvarpinu segir svo: Úm langa hríð hefur það ákvæði verið í skattalögum að skattgreið- endur gætu dregið frá tekjum sínum greidda vexti, verðbætur, afföll og gengistöp. Þessi regla hefur fyrst og fremst komið til góða húsbyggjendum, og hefur hjálpað mörgum til að eignast þak yfir höfuðið. Með þeirri þreytingu, sem gerð var á lögunum um tekju- og eignarskatt í februar 1980 (lög 7/1980), var þessi regla þrengd mjög. Nú takmarkast þessi heim- ild við fasteignaveðskuldir til þriggja ára eða lengri tíma, sem sannanlega eru notaðar til öflunar íbuðarhúsnæðis til eigin nota, eða aðrar skuldir til sömu nota, en slík vaxtagjöld er þó aðeins heimilt að draga frá tekjum á næstu tveimur skattárum talið frá og með kaup- ári eða á næstu fjórum árum talið frá og með því skattári, sem bygging er hafin á. Frádrátturinn takmarkast við 1.500.000 kr. hjá einstaklingum og 3.000.000 kr. hjá hjónum. Eins og verðbólgu í þjóðfélaginu er nú háttað og eins og útlánaregl- ur banka og vaxtakjör eru í dag, er Ijóst að regla þessi er allt of takmörkuð. Þá er skattbyrði al- mennings óeðlilega þung. Margir húsbyggjendur þurfa að fleyta sér í mörg ár á víxlum og vaxtaauka- lánum umfram það, sem veðlána- kerfið gefur, áður en jafnvægi fæst í fjármál þeirra. Þegar þessi nýja regla kemur til framkvæmda á næsta ári, er því hætt við að margir húsbyggjendur lendi í erf- iðleikum. Frumvarp þetta miðar að því að rýmka heimild til frádráttar vegna vaxta. Vaxtafjárhæð skal miðast við 4 millj. kr. hjá einstakl- ingi, en 8 millj. kr. hjá hjónum. Ekki er sérstaklega sett það skil- yrði, að lán séu notúð til öflunar húsnæðis, en oft er erfitt að rekja slíkt þegar húsbyggjendur taka mörg lán til skamms tíma, sem mæta hvert öðru. Þessi almenna regla sparar og vinnu og rann- sóknarstörf hjá skattstofum. LjÓHm. Mbl. SIk- P. Björnsson. Valtýr við eitt verkanna, sem hann færði safnahúsinu á Húsa- vik að gjöf. Húsavík: hátt í hundrað manns. For- stöðumaður Safnahússins. Finnur Kristjánsson. þakkaði þessa veglegu gjöf með ra^ðu við það tækifæri. í hinu nýja Safnahúsi er sérstakur salur til sýninga á listaverkum og í sambandi við vígslu hússins sl. vor gáfu þing- eyskir listamenn, misjafnlega lærðir og leikir, húsinu að gjöf um 40 listaverk. Síðan hafa safninu borizt fleiri og fleiri verk og með þessari gjöf Valtýs, sem tekur öllu fram, á safnið nú um 70 listaverk. Myndir Valtýs eru allt frá fyrstu námsárum hans og ná yfir flest tímabil í þróunarsögu listamannsins. Mörg verkanna hafa verið á sýningum hér heima og erlendis en ekki verið til kaups þó eftir hafi verið leitað svo sjá má m.a. af því hvers virði safninu er þessi glæsilega gjöf. Valtýr er fæddur Þingeyingur og sleit hér barnsskónum og hefur hann með þessari gjöf Valtýr Pétursson færir Safnahúsinu 22 listaverk Húsavik. 3. nóv. VALTÝR Pétursson listmálari hefur fært Safnahúsinu á Húsa- vík að gjöf 22 listaverk og afhenti hann gjöfina í gær og var þá jafnframt opnuð sýning á verkunum. Við athöfnina voru fært sínu föðurtúni frábærar sögulegar heimildir um það hvað hann hefur unnið um dagana og byggðin mun varðveita þær í hinu glæsilega Safnahúsi á Húsavík. — Fréttaritari Frumvarp Birgis ísl. Gunnarssonar og Halldórs Blöndal: Rýmkuð heimild til frádráttar vegna vaxta Fjármálaráðherra um nýju flugstöðvarbygginguna: „Hef aðeins lesið um málið í blöðum44 „ÉG HEF ákaflega litlar fréttir að færa um þessa byggingu á Keflavíkurflugvelli og hef aðeins lesið um það i blöðum hvað er á döfinni," sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra i samtali við Mbl. í gær þegar hann var spurður um það hvort erlent lán yrði tekið til þess að reisa nýju flugstöðvarbygginguna. „Ég hef séð að hugmynd er um það að afla lánsfjár til verksins, en við í fjármálaráðuneytinu höf- um engar upplýsingar fengið um það mál. Ég býst nú við að ýmsir aðilar verði að fá tækifæri til þess að skoða það mál áður en ákvörð- un verður tekin, t.d. hvort um e'r að ræða rétta stærð, en ekki eitthvert rándýrt gímald, og ekki er spáð vaxandi umferð um völl- Tillaga biskups og Kirkjuráðs: Leikmenn fái kosninga- rétt við biskupskjör BISKUP Íslands, herra Sigur- sem sitji Kirkjuþing, en þeir eru björn Einarsson, flutti á Kirkju- einn úr hverju kjördæmi og einn þingi í gær tillögu fyrir hönd leikmaður úr hverju prófastsdæmi Kirkjuráðs þar sem gert er ráð en þau eru 15. Alls eru prestar fyrir breytingum á biskupskosn- liðlega 100 talsins. ingum. _____. . .__ Er þar gert ráð fyrir því að auk starfandi presta þjóðkirkjunnar fái kosningarétt þeir leikmenn Dánargjöf til um- ræðu á Alþingi: „Hef aldrei heyrt ósmekklegri málflutning“ - sagði Albert Guðmundsson um fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur GUÐRÚN Helgadóttir, þing- maður Alþýðubandalags, spurð- ist fyrir um stöðu verzlunar í neðri deild Alþingis i gær. Sagði hún að hús verzlunarinn- ar í Kringlumýri og dánargjöf Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar bæru ekki vott um þá klemmu, sem talsmenn verzlunar teldu hana í. Hún sagði m.a. að ekki væri eðlilegt „að milljarðaarður af vinnu landsmanna liggi í vösum eins manns" og að „hin látnu hjón hefðu ekki greitt til samneyzlu landsmanna í hlutfalli við greiðslugetu sína“. Albert Guðmundsson sagðist á löngum félagsmálaferli aldrei hafa heyrt ósmekklegri mál- flutning né meiri lágkúru. Verð- lagsþróun hefði margfaldað verðmæti fasteigna, sem Silli og Valdi hefðu lagt afrakstur ævi- starfs síns í, mælt í síminnkandi gjaldmiðli, og kæmi sú þróun verzlunarálagningu ekkert við. Óviðeigandi væri að borgar- fulltrúi og þingmaður Reykvík- inga þakkaði svo ósmekklega fyrir stórgjöf þessara velgerð- armanna borgarsamfélagsins. Matthías Bjarnason sagði að á 19 ára þingferli hefði hann ekki heyrt þvílíkan málflutning og bæri þingmanninum að lýsá yfir eftirsjá á orðum sínum. Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, sagði Silla og Valda hafa verið afreksmenn í verzlun. Sam- keppni samvinnu- og einkaverzl- unar væri bezta trygging heil- brigðra verzlunarhátta. Öll smá- söluverzlun, einkum strjálbýlis- verzlun, ætti í vök að verjast í dag, og las hann upp tölur úr skýrslu Þjóðhagsstofnunar þar að lútandi. (Sjá nánar á þingsíðu. bls. 31 í Mbl. í dag.) Afleysinga- menn voru með skipið í FRÉTTUM Mbl. laugardag og sunnudag sl. var skýrt frá því að tveir yfirmenn á einum Fossin- um, skipstjóri og yfirvélstjóri, hefðu verið settir i gæzluvarð- hald vegna meints þjófnaðar á saltfiski, en því má bæta við að hvorugur þessara manna er yfir- maður á skipinu, heldur eru þeir afleysingamenn, og hvorki skip- stjóri þess né yfirvélstjóri voru með skipið i umræddri ferð. Því má svo bæta við að Morgun- blaðið birtir að öðru jöfnu ekki nöfn manna þó að grunaðir séu um meint lögbrot og sjaldnast fyrr en annað hvort liggur fyrir, játning eða dómur í málinu, og af þeim sökum birti blaðið ekki nöfn fyrrnefndra afleysingamanna skipsins, sem hér komu við sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.