Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 Hlynur út úr tré Leikfélag Reykjavíkur: IILYNUR OG SVANURINN Á HEUARFUÓTI eftir Christine Andersson. Þýðing: Stefán Baldursson. Lýsing: Daníei Williamsson. Tónlist: Toni Edelman og Sík- urður Rúnar Jónsson. Leikmynd og húnintrar: Olof Kantras. Leikstjórn: Eyvindur Erlends- son. Hlynur og svanurinn á Heljar- fljóti er dæmigert gamaldags ævintýri, byggt á finnskri þjóð- sögu. Það er hinn sígildi heimur þjóðsögunnar sem áhorfendur kynnast og niðurstaðan er siða- lærdómur dæmisögunnar um hinn ágjarna sem óttast að auður sinn lendi í höndum ann- arra. Hlynur fæðist út úr tré og fyrir honum er spáð að hann muni að lokum erfa eigur ríks skinnasala. Skinnasalinn gerir allt til að koma í veg fyrir að spádómurinn rætist, en tvær krákur standa vörð um Hlyn og snúa öllu til betri vegar. Hlynur og María, dóttir skinnasalans, verða ástfangin. Skinnasalinn beitir brögðum til að losna við Hlyn með því að senda hann til Heljar til að ná fjöður af svanin- um á Heljarfljóti, segir honum að dóttirin sé sjúk og fjöðurin Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON ein geti bjargað lífi hennar. Vegna þess að Hlynur er ævin- týrasveinn tekst honum þetta og nýtur til þess fulltingis hunds sem er eins og sannir hundar tryggðin sjálf. Leikmynd og búningar gera okkur þátttakendur í ævintýrinu og tónlistin er hugljúf. Áberandi var á frumsýningu í Fossvogsskóla að börnin hrifust mest af skemmtilegum tilsvör- um Hlyns þegar hann ávarpaði Vetrarrisann, það voru orðaleik- ir og útúrsnúningar, en hinn klassíska ævintýraveröld kom þeim ekki eins á óvart eða fangaði hug þeirra. Hlynur var í höndum ungs leikara, Kristjáns Viggóssonar sem lék vel, en var dálítið óöruggur. Tinna Gunnlaugsdótt- ir var María, hið geðfelldasta stúlka. Jón Hjartarson var hálf vandræðalegur skinnakaupmað- ur, en sýndi tilþrif i hlutverki hundsins. GUðrún Ásmundsdótt- ir og Valgerður Dan voru ósköp krákulegar, enda áttu þær að vera það. Leikrit þetta er við hæfi ungra barna og munu Leikfélagsmenn leika það á næstunni fyrir skóla- nemendur í Reykjavík og ná- grenni. Tinna Gunnlaugsdóttir (Maria), Jón Hjartarson (Hundurinn) og Kristján Viggósson (Hlynur). Að heyra tifið í ljósinu Gunnar Gunnarsson. Bókmenntlr eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON Gunnar Gunnarsson: MARGEIR OG SPAUGARINN 141 bls. Iðunn. Þessi skáldsaga Gunnar Gunnarssonar ber undirtitilinn „lögreglusaga" og er önnur bók hans um íslensku leynilögguna Margeir og störf hans. Þetta er reyfari á sænsku linunni, þar sem aðalsöguhetjan er ekki sól- brúnn og sællegur júdókappi umkringdur tálfögrum konum og illvígum stórglæponum, held- ur heimilisfaðir á fertugsaldri og gjarnan einhverskonar sófa- kommi. Margeir er svoleiðis maður. Hann er sú manngerð sem telur það róttækni að aka á gömlum moskvits og framsækið að vera löngu búinn að eignast húsnæði og þurfa því ekki að standa í byggingabrölti, sem hann hefur vitaskuld mikla skömm á. í þessari sögu segir frá því er hann og ungur starfsbróð- ir hans, sem er með hús í smíðum og blæðandi magasár, lenda í að rannsaka mál sem er þannig vaxið að sjórekið kven- mannslík finnst neðan við Skúlagötuna og aðstæður ýmsar hinar dularfylistu. Þessi saga er verulega vel skrifuð. Málið er óþvingað, sam- töl yfirleitt mjög eðlileg og oft bregður fyrir skemmtilegum til- þrifum í lýsingum. Persónulýs- ingarnar eru kannski besti þátt- ur sögunnar. Þær eru margar einkar sannfærandi. Þó á ég bágt með að trúa að leynilöggur um fertugt séu svona skrambi leiðinlegar eins og mér fannst þessi Margeir. Mér fannst hann fremur vera týpa en persóna og sama gildir að vísu um nokkrar aðrar sögupersónur, en hvað þær snertir tel ég það vera sam- kvæmt eðli reyfara, þar sem persónusköpun skiptir minna máli en sjálfur söguþráðurinn. En töluverður ljóður þykir mér það vera á sögunni, hve aðalper- sónan er litlaus og ýmsir þættir í fari hennar hálf frasakenndir, til dæmis pípureykingarnar og svo þetta sófakommavæl um bölvun byggingastreðsins, sem verður hálfu hjákátlegra en ella, þegar ljóst er að Margeir býr sjálfur í eigin íbúð í Barmahlíð- inni og veit því ekkert um stöðu leigjenda fremur en annarra eignalítilla einstaklinga. Sjálft nafnið á aðalhetjunni minnir mig líka óþægilega mikið á heimsfræga söguhetju franska reyfarahöfundarins Simenon. Sá spæjari heitir Maigret og er líka á miðjum aldrei og reykir líka pípu. Niðurstaða mín er þessi: Hér er um að ræða mjög góðan reyfara með leiðinlegri aðalper- sónu, sem manni finnst maður kannast við og ekki langa til að kynnast frekar. Það væri ósk- andi að þessi bók og aðrar íslenskar leynilöggusögur yrðu til að losa okkur endanlega við þau ókjör af útlensku spæjara- bulli sem á þjóðinni bylur úr öllum áttum. I þessari sögu er fjallað um fólk og aðstæður sem standa okkur nær og skiptir því einhverju máli og því er eðlilegt að hún sé gagnrýnd. Um hitt dótið tekur því tæpast að skrifa, en er þó jafnan gert af ástæðum sem ég á bágt með að skilja. Litlir kropp- ar iðandi af lífsfjöri Matrnea frá Kleifum: Krakkarnir í Krummavfk Myndir eftir SÍKrúnu Eldjárn Iðunn, Reykjavik 1980. Saga þessi er um systkinin fimm í Krummavík. Ungir foreldrar þeirra byrja búskap sinn í blokk í Reykja- vík. Faðirinn, er sjómaður, ættaður austan af fjörðum, en móðirin er reykvtsk. Börnin koma eitt af öðru, faðirinn gleðst innilega, þegar hann fær skeyti á sjóinn sonur fæddur — annar sonur ári seina. En nú þykir ungu konunni þröngt um verðandi hóp (á von á því þriðja) og faðirinn sækir um leyfi til foreldra sinna að flytja heimili þeirra austur til Krummavíkur, það er auðsótt mál og velkomið. Og rétt áður en þriðji sonurinn fæðist eru þau flutt austur. Einangrunin í hinni stóru blokk í Reykjavík virðist hafa verið mikil. Elsti sonurinn Kalli, hefur ekki einu sinni komist í kynni við kött fyrr en í sveitinni og lendir þá í fyrstu hrellingu lífs síns. Á bænum Krummavík eru afi, amma og langamma og ástúð og umhyggja fyrir börnunum leynist því í hverju horni. Börnunum fjölgar ört — eru fimm í sögulok. Sami Ijómi fylgir hverjum nýjum einstaklingi í fjölskyldunni og líf og fjör er í hverjum litlum kropp að sama skapi. Magnea frá Kleifum er skemmti- legur höfundur og segir vel frá. Sögur hennar gerast í þeim hvers- dagsleik sem börnin þekkja svo vel. Hún ýkir stundum atvik til þess að setja spennu í atburðarásina, en kemst samt aldrei í ógöngur, en nær oft skemmtilega vel tilgangi sínum. Krakkarnir í Krummavík er hressi- leg fjölskyldubók sem svíkur ekki. Myndir eru eftir Sigrúnu Eldjárn að mínu mati unnar af næmleik og skilningi á litlum mannverum. Max Lundgren: Óli kallar mig Lisu Iðunn. Reykjavik 1980. Max Lundgren er fæddur í Landskrona í Svíþjóð 1937. — Hann lauk stúdentsprófi og las síðan bókmenntir og listasögu við háskólann í Lundi, en lauk aldrei prófi þar sem hann helgaði sig eingöngu ritstörfum frá 1962 — en þá kom út fyrsta bók hans sem var skáldsaga fyrir fullorðna. Hann er þekktastur fyrir barna- og unglingabækur sínar og fyrir þær fékk hann Nils Holgerson- verðlaunin 1968 — en þau eru mesta viðurkenning sem veitt er fyrir barnabækur í Svíþjóð. Hann hefur einnig samið marga þætti fyrir sjónvarp og útvarp. Max Lundgren tekur jafnan fyrir viðkvæm vandamál í bókum sínum, sem hann þó reynir ekki að leysa á einfaldan, skáldlegan hátt. Sagan Óli kallar mig Lísu er dæmigerð fyrir vinnubrögð Lund- grens. Hin unga Lísa (19 ára) er gift, á tveggja ára barn og mann sem hún veit ekki hvort er raun- verulega búinn að yfirgefa hana. Sagan er fyrst og fremst tilfinn- ingalegt uppgjör Lísu, sem verður að horfast í augu við staðreyndir lífsins þegar heimili þeirra er að leggjast í rústir vegna vanmáttar hinna ungu hjóna til þess að skilja Sigríður Eyþórsdóttir Gunnar eignast systur Teikningar: ólöf Knudsen Letur, b<)kaútgáfa Reykjavík 1979. Nokkrar eru þær bækur fyrir börn og unglinga, sem komu út á síðasta ári en hefur að engu verið getið, þótt þær séu sannarlega þess verðugar. Lítil bók eftir Sigríði Eyþórsdótt- ur barst mér í hendur nú í sumar. Nafnið er ekki frumlegt: „Gunnar eignast systur" og minnir það óneit- anlega á fárra ára barnabók „Sigrún eignast systur" eftir Njörð P. Njarð- vík. Óþarfi er fyrir höfunda að vera svo knappir í nafnavali á bækur sínar. Gunnar er þriggja ára er hann eignast systur og reynir höfundur að lýsa tilfinningalegum viðbrögðum hans og ýmsum tiltækjum sem skapast af innri togstreitu í barátt- unni við að láta ekki Htlu systur skipa hans rúm í hugum foreldranna og hann neytir allra bragða til að halda þeirri athygli og þeirri um- mönnun senwhonum hefur áður veist sem einbirni. Hin algengu viðbrögð barns undir hvort annað og takast sameigin- lega á við erfiðleika hins daglega lífs. Bakgrunnurinn er hið skiln- ingslausa samfélag, sem gerir sínar kröfur. Foreldrar Lísu, sem aldrei hafa gefið henni lífsstyrk i uppeldi og getulitlir foreldrar Óla eiginmanns hennar. Höfundi tekst aðdáanlega vel að túlka tilfinn- ingar og hugsanagang ungrar stúlku er hún í raunum sínum ýmist rifjar upp minningar lið- inna tíma og hverfur til líðandi stunda í leit sinni að skilningi og lausn á vandamáli þeirra. Örsmá atvik minninganna tvinnast núverandi ástandi og öll verða þau til að greiða tilfinn- ingaflækjuna, þótt lausn verði ekki fundin. Það er ástæðulaust að geta í endi sögunnar. Það er lesenda sjálfra. Frá mínu sjónarmiði er saga þessi athyglisverð fyrir slyngar lýsingar á óþroskuðum sálum, sem þrá skilning og ástúð i köldu og kröfumiklu samfélagi. Útlit og frágangur bókar ágæt- ur eins og á öðrum Iðunnarbókum. Þýðing vönduð. Bókmenntir eftir JENNU JENSDÓTTUR slíkum kringumstæðum, að verða sjálft lítið í hegðun sinni eru tíð hjá Gunnari og vekja misjafna samúð hjá móður eins og gengur. Er Gunnar svo tekur sig til og sækir styrk sinn í það að verða stór, fara út á götuna og verða lögga breytir hann hegðun sinni fljótt í það að verða ómálga barn til þess að komast hjá refsingu föðurins. Vandamál Gunnars leysast smám saman er systirinn stækkar og tilfinningaþemba hans minnkar að sama skapi. Sagan er látlaus og rituð á léttu einföldu máli, aðgengilegu fyrir börn. Efni sem þetta hefur áður verið tekið rækilega fyrir í íslenskum barnasögum og við lestur þessarar litlu bókar kennir lesandi ýmis sömu atvik, þótt þau séu hér öðru vísi fram sett. Sýnir ef til vill best hve erfitt er að segja eitthvað sem ekki hefur áður verið sagt. Hvað um það. Þessi litla bók er áreiðan- lega fengur fyrir foreldra og aðra sem börnum sinna, til að lesa hana fyrir börnin og ræða efni hennar. Myndirnar hennar Ólafar virka vel á mig eins og fyrri myndir hennar. Bókin er heft í kápu. Góður reyfari, leiðinleg lögga Vandamál Gunnars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.