Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 21 SKÚLI ÓSKARSSON SETTI HEIMSMET í RÉTTSTÖÐULYFTU „Skúli, þú ert sterkastur, reyndu að taka á drengur“ „JÆJA þá erum við búnir að eignast heimsmet i íþróttum. þó i kraftlvftingum sé,“ sagði Skúli Oskarsson kraftlyft- ingakappi og heimsmethafi við forseta ISÍ Svein Björnsson er hann kom inn i búningsklefa Laugardalshallarinnar til Skúla eftir að hann setti heims- metið til að óska honum til hamingju. Já i fyrsta skipti hefur ís- lendingur sett heimsmet i iþróttagrein, og það á heima- velli. Skúli Oskarsson setti nýtt heimsmet í 72 kilóa flokki i réttstöðulyftu i LaugardalshöII siðastliðinn laugardag. Lyfti 315,5 kg. Fyrra metið var 315 kg. Skúli sem keppti sem gestur i hléi á Norðurlandameistara- móti unglinga i lyftingum kom sá og sigraði og setti met. Hann byrjaði á þvi að taka réttstöðu- lyftu með 65 kg og siðan bekkpressu með sömu þyngd. Litlu munaði þó að bekkpress- an væri ógild. Það var ekki fyrr en i þriðju tilraun sem Skúli gerði lyftu sina gilda. Sjálfsagt verið spenna i kappanum fyrir aðalátökin, réttstöðulyftuna. Skúli byrjaði á að lyfta 300 kg. Ákveðinn gekk hann að stöng- inni og fór létt upp með þá þyngd. Næst var tilkynnt að Skúli myndi reyna við 317,5 kg. En á síðustu stundu var þyngd- inni breytt í 315,5 kg. Hálfu kílói meira en gildandi heimsmet. Það tók tvo fíleflda karlmenn að spenna lyftingabelti á Skúla áður en hann fór í lyftuna. Einbeitnin skein út úr andlitinu þar sem hann undirbjó lyftuna. Skúli beygði sig rólega niður, handfjatlaði stöngina rólega til þess að fá sem best grip. Andaði djúpt og rólega. Það mátti heyra saumnál detta í höllinni svo mikil var spennan. Allt í einu kom átakið, og upp fóru lóðin hægt og sígandi. Skúli varð eins og eldhnöttur í framan af átök- unum, en alla leið fóru. lóðin. Dómarinn gaf merki niður með járnin. Skúli og allir í höllinni sem hvatt höfðu Skúla hrópuðu af hrifningu þegar allir dómar- arnir þrír gáfu merki um að lyftan væri lögleg. Nýtt hafði verið sett á sviðinu í Laugardals- hðll. Skúli hoppaði upp af hrifningu og var umkringdur á sviðinu faðmaður og kysstur og loks „tolleraður" þrívegis. Síðan gekk Skúli að lóðunum og kyssti þau. Það var mikil stemmning þegar lyftan hófst meðal áhorfenda. Þá heyrðist hrópað. „Upp með járn- in, þú hefur það,“ „Skúli þú er sterkastur, taktu á drengur," og margir af hinum fílefldu karl- mönnum sem fylgdust með lyft- unni krepptu hnefann og tóku á með Skúla. Loks kom að því að Islendingur setti heimsmet og það á vel við að það var sett í kraftlyftingum því að löngum hefur þótt kraftur í íslensku þjóðinni til lands og sjávar. Og marga fíleflda karlmenn hefur þjóðin alið og átt. — ÞR. „Sá orðið rautt í lok lyftunnar“ „ÉG ER búinn að æfa mjög vel að undanförnu og þá svo til eingöngu réttstöðulyftuna, með það fyrir augum að setja nýtt heimsmet. Á einni æfingunni i vikunni lyfti ég til dæmis sam- tals niu tonnum,“ sagði heims- methafinn Skúii óskarsson þeg- ar undirritaður ræddi við hann eftir að Skúli hafði sett nýtt heimsmet. „Ég átti von á því að setja met. Ég fann það á mér að það myndi takast. Að vísu ætlaði ég mér of mikið þegar ég bað um 317,5 kg á stöngina. Þá þyngd hefði ég sennilega ekki ráðið við. En Ólafur Sigurgeirsson formaður lyftingasambands íslands lét breyta þyngdinni á síðustu stundu niður í 315,5 kg. Það ræður alltaf miklu hvernig byrj- unin tekst í svona lyftu. Ég fann það að ég fór létt af stað, og þá vissi ég að lyftan myndi heppn- ast. Þegar ég var kominn alla leið upp með lóðin og stöðvaði var ég alveg að missa gripið, og varð að taka á öllu sem ég átti til. Þannig tókst mér að halda þyngdinni tilskilinn tíma á lofti. Ég get trúað þér fyrir því að þetta tekur í. Fólkið í salnum hjálpaði mér mikið með því að hvetja mig eins hraustlega og það gerði. Ég hafði mest lyft áður 310 kg á æfingu og fannst nóg um þá þyngd. Ég varð að létta mig töluvert til þess að komast í 72 kg flokkinn, en nú ætla ég að borða heilt naut og þyngja mig aftur og keppa í 82 kg flokki. Ég missti kraft við að létta mig og fann fyrir krampa í fótunum við lyftuna, þegar ég setti metið. Það er stórkostlegt að þetta skyldi takast, ég sá orðið allt rautt í lok lyftunnar svo mikið tók ég á. Loks tókst okkur að eignast heimsmet. Tími til kom- inn sagði," Skúli og brosti af ánægju. „Það var nokkur taugaspenna í mér fyrir keppnina. Ég svaf ekki alveg nægilega vel síðustu nóttina. En er nær dró keppn- inni og eftir að ég var búinn að hita vel upp, var allur skjálfti farinn úr mér,“ sagði heimsmet- hafinn. Og það var ekki rétt að vera að trufla heimsmethafann meira en búið var að. Hann var umkringdur af vinum og að- dáendum sem þurftu að komast að honum til þess að óska honum til hamingju. - ÞR. Kraftlvftingakappinn Skúli Oskarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.