Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 Öruggur sigur Vals var ekki í hættu - þrátt fyrir seiglu Fylkis í síðari hálfleik • Gunnar Lúðvíksson átti mjög góðan leik með Val gegn aði hann mikið af mörkum, ekki síst úr hraðaupphlaupum e UMFG kærir - Þór sigraði UMFG Ekki leiddi Stefán Gunnarsson hina nýju félaga sína hjá Fylki til sigurs gegn sínum gömlu félögum í Val, er liðin mættust í 1. deild Islandsmótsins í handknattleik á sunnudagskvöldið. Valsmenn unnu ákaflega auðveldan sigur, Fylkismenn héldu aðeins í Vals-' menn um tíma í síðari hálfleik. Spenna var þó engin að ráði, því þegar Fylkismenn fóru að sýna tennurnar var staðan 16—9 fyrir Val og harla ólíklegt að liðinu tækist að bjarga einhverju. Vals- mönnum verður ef til vill fyrirgef- ið ef þeir hafa virkað áhugalausir að þessu sinni, því Fylkismenn sýndu litlar framfarir frá síðustu leikjum sínum og veittu yfirleitt ekki neina keppni sem heitið gat. Lokatölur 26:17 og staðan í hálf- leik 13:8. Valsmenn hófu leikinn með lát- um og áttu iðulega ákaflega auð- velt með að skapa sér marktæki- færi. Þá voru Fylkismenn hvað eftir annað sem steinrunnir er sóknarlotur þeirra gengu ekki upp og sátu eftir er Valsmenn brunuðu upp í hraðaupphlaupum. Af ellefu fyrstu mörkum Vals í leiknum, voru sex skoruð úr slíkum sókn- arlotum. Það var ívið meiri létt- leiki í sóknarleik Fylkis en verið hefur, en þó það sé spor í rétta átt, var framförin engan veginn nægi- leg og liðið átti í raun litla möguleika. En þess ber að geta, að Fylkir lék án Einars Ágústssonar og Magnúsar Sigurðssonar. Valsmenn komust mjög snar- lega í 7—2 og 12—5. Það stefndi sem sagt allt í stórar tölur og ljótar frá sjónarhóli Fylkis. En úr þessu fór hinn sovéski þjálfari Vals að skipta mikið inn á og liðið missti taktinn fyrir vikið. Fylki tókst aðeins að rétta hlut sinn og í Síðastliðinn laugardag léku Kópavogsliðin UBK og HK i íslandsmótinu i handknattleik í 2. deild. Er þetta i fyrsta skipti sem tvö lið úr Kópavogi leika í 2. deild i handknattleik. IIK sigraði i leiknum með 22 mörkum gegn 14 eftir að hafa haft yfir i hálfleik 12-7. Lið IIK er leik reyndara og öilu harðskeyttara enda vel sjóað eftir mikla baráttu milli deilda síðustu árin i ís- landsmótinu i handknattleik. Nýliðarnir í 2. deild UBK stóðu sig vel og börðust af krafti í ieiknum og liðið á sannarlega framtiðina fyrir sér. Og á áreið- anlega eftir að ná sér í mörg stig í 2. deildinni i vetur. Liðið leikur allvel, en þarf að öðlast ineiri reynslu. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og þegar fyrri hálfleik- urinn var hálfnaður var aðeins tveggja marka munur á liðunum. HK hafði skorað sex mörk en UBK fjögur. En síðari hluta hálfleiks- ins voru leikmenn HK mun sterkari aðilinn. Þegar síðari hálf- leikurinn var hálfnaður var stað- an orðin 16—11 fyrir HK og lokakafla leiksins varði Einar Þorvarðarson markvörður HK 26:17 hálfleik munaði aðeins fimm mörkum, 13—8. í síðari hálfleik léku Valsmenn síðan lengst af illa og Fylkismenn söxuðu jafnt og þétt á forskotið. Árbæjarliðið sýndi þó engan stórleik og munur- inn varð aldrei minni en tvö mörk, þegar staðan var 17—15. Hafði Fylkisliðið sýnt mikla seiglu er hér var komið sögu, en lengra náði það ekki, liðið missti tvo menn út af með stuttu millihili og botninn datt úr öllu saman. Valsmenn skoruðu fjögur mörk í röð, staðan breyttist úr 17—15 í 21—15 og var saga Fylkis þar með öll. Undir lokin skoruðu Valsmenn síðan fimm mörk í röð og tryggðu sér sigur sem var í samræmi við augljósan getumun liðanna. Valsliðið lék ekki betur en á þurfti að halda áð þessu sinni, liðið lék vel og ákveðið framan af, illa um miðbik leiksins, en betur undir lokin. Bjarni Guðmundsson sýndi oft snilldartilþrif í sóknar- leiknum, en svaf oft værum svefni í vörninni. Steindór og Gunnar stóðu einnig vel fyrir sínu, en aðrir sýndu ekki ýkja mikið án þess þó að teljast slakir. Verst var fyrir Val hve markvarslan var slök, Fylkismönnum nægði lengst af að hitta milli stanganna. Þor- lákur má þó eiga það, að hann fór aðeins að verja undir lok leiksins. Fylkisliðið virðist hreinlega slakara heldur en stundum er liðið hefur leikið í 2. deild. Eins og áður er sagt, var heldur meiri léttleiki yfir liðinu heldur en verið hefur í Er 22:14 mjög vel og HK vann stórsigur 22—14. Átta marka sigur. Bestu menn HK voru Hilmar Sigurgísla- son og Sigurður Sveinsson. Þá varði Einar allvel sér í lagi í lok leiksins. Lið HK hefur alla burði til þess að vera í toppbaráttunni í 2. deild í vetur ef að líkum lætur. Lið UBK er nokkuð jafnt að getu og erfitt er að gera upp á milli leikmanna liðsins. Liðið leikur oft á tíðum ágætlega saman en vantar tilfinnanlega meiri skyttur. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 9, 3 víti, Hilmar Sigurgíslason 7, Hallvarður Sigurðsson 2, Berg- sveinn Þorgeirsson 2, og Magnús Guðfinnsson 2. Mörk UBK: Björn Jónsson 6, 5 víti, Kristján Gunnarsson 2, Ólaf- ur Björnsson 2, Aðalsteinn Jóns- son, Stefán Magnússon, Júlíus Guðmundsson og Sigurjón Rand- versson allir eitt mark hver. haust. Hvort liðið halar inn stig fyrir vikið í næstu leikjum skal ekkert sagt um. Varnarleikur liðs- ins var æði gloppóttur og sóknar- leikurinn mjög einhæfur. Gunnar Bjarnason var atkvæðamestur og markhæstur, en bæði Örn Haf- steinsson og Stefán Gunnarsson voru drjúgir. Örn snéri einmitt oft á Bjarna í horninu. Jón markvörð- ur stóð sig eftir atvikum vel, en hlutskipti hans var ekki öfunds- vert, með gatasíuvörn fyrir fram- an sig. í STUTTU MÁLI. íslandsmótið í 1. deild: Valur:- Fylkir 26:17 (13:8) MÖRK VALS: Bjarni Guð- mundsson 6, Steindór Gunnars- son, Gunnar Lúðvíksson og Þor- björn Guðmundsson 5 hver, Jón Pétur Jónsson 3 og Þorbjörn Jensson og Björn Björnsson eitt hvor. MÖRK FYLKIS: Gunnar Bjarnason 7, Örn Hafsteinsson og Stefán Gunnarsson 4 hvor, Ás- mundur Kristinsson og Andrés Magnússon 1 mark hvor. BROTTREKSTRAR: Andrés Magnússon og Guðni Hauksson Fylki í 2 mínútur hvor. VÍTI í SÚGINN: Þorlákur varði vítakast Gunnars Bjarnasonar og sami leikmaður skaut öðru víti í þverslá. Þorbjörn Guðmundsson klúðraði einnig tveimur vítum, skaut einu í stöng, en lét Jón Gunnarsson verja frá sér annað. - gg. Einkunnagjöfin Lið Vals: Þorlákur Kjartansson 4 Þorbjörn Jensson 6 Gunnar Lúðvíksson 6 Bjarni Guðmundsson 7 Þorbjörn Guðmundsson 5 Steindór Gunnarsson 6 Gísli Blöndal 4 Jón Pétur Jónsson 5 Jón Karlsson 3 Stefán Halldórsson 4 Björn Björnsson 4 Lið Fylkis: Jón Gunnarsson 6 Gunnar Bjarnason 6 örn Hafsteinsson 6 Stefán Gunnarsson 5 Haukur Ragnarsson 4 Ásmundur Kristinsson 4 Guðmundur Kristinsson 3 Guðni Hauksson 3 Andrés Magnússon 3 ÞAÐ er oft mikið fjör á áhorf- endapöllunum i íþróttahúsinu að Varmá i Mosfelissveit þegar kappleikir fara þar fram og er það vel. Stemmning áhorfenda skapar jafnframt stemmningu i kappleiki. En það er illt til þess að vita og engum til sóma þegar peningum er kastað út á leikvöll- inn eins og skeði i leik HK og UBK. Leikur liðanna var oft á GRINDVÍKINGAR hafa ákveðið að kæra leik sinn við Þór i 1. deildinni i körfubolta sem fram fór á Akureyri á laugardaginn. Þór sigraði i leiknum 91:86, en gestirnir höfðu yfir (45:38) i leikhléi. Ástæðan fyrir kærunni er sú að Grindvikingar segja Gary Schwartz, bandariska leik- manninn hjá Þór ekki með keppnisleyfi i íslandsmóti, og þvi ekki löglegan. Að sögn forráða- manna Þórs er búið að senda nauðsynleg gögn til KKÍ. Ekki er gott að segja hvernig máli þessu lýkur, það ber framtiðin ein í skauti sér. Grindvíkingar sterkari í fyrri hálfleik. Grindvíkingar náðu forystunni strax í upphafi leiksins, og voru fyrstu 5 mínúturnar hræðilegur kafli hjá Þór. Þeir fóru svo í gang og náðu að jafna 13:13 á 8. mín. Grindvíkingarnir voru þó mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. tíðum nokkuð grófur og mörgum leikmönnum vísað réttilega útaf. En framkoma áhorfenda i leikn- um á laugardag var þeim ekki til sóma. Peningakast á leikvöllinn getur verið stórhættulegt. Svo rammt kvað við þessu á laugar- daginn að um tima ætluðu dómar- ar íeiksins að flauta leikinn af. - Þr. Erlendi leikmaðurinn þeirra Dan Sfrascelka var í miklu stuði og skoraði hann 22 stig í hálfleikn- um, mörg með góðum langskotum, enda var hann ekki passaður sem skyldi. Hjá Þór gekk aftur á móti ekki eins vel, þeir hittu ekki nógu vel, sérstaklega í upphafi og létu gestina sjá um að hirða vel flest fráköst. Þór sterkari á endasprettinum Þór náði fljótlega forystunni í síðari hálfleik, og síðan skiptust liðin á að hafa forystuna, en munaði yfirleitt ekki miklu. Um miðjan hálfleikinn náðu Þórsarar nokkurra stiga forystu og eftir það hleyptu þeir Grindvíkingum aldrei fram úr sér aftur. Leikurinn var nokkuð skemmti- legur, mikil harka var í honum og mikið um villur. Þannig urðu 4 leikmenn að yfirgefa völlinn með 5 villur á síðustu mínútunum. Liðin Dan Sfrascelka stóð sig vel hjá UMFG þó ekki nægði það til sigurs. Einnig stóðu þeir Hreinn og Eyjólfur nokkuð vel fyrir sínu meðan þeir voru inná, en þeir fengu báðir 5 villur á lokamínút- unum. Gary Schwartz var drjúgur hjá Þór og þá kom Erlingur Jóhanns- son á óvart. Stigin: Þór. Gary Schwartz 29, Alfreð Tulínius 20, Erlingur Jó- hannsson 17, Jón Héðinsson 10, Sigurgeir Sveinsson 9, Eiríkur Sigurðsson 3 og Ólafur Krist- jánsson 3. - þr. lilanflsmðtlö 2. delia --------- . .........V HK sigraði nágrannalið sitt úr Kópavogi UBK með átta mörkum í 2. deild Til háborinnar skammar að vera með peningakast út á leikvöllinn og ólæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.