Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 Helga Guðbjörg Jónsdóttir - Minning Fædd 22. október 1910. Dáin 14. október 1980. I>ÍK vantar hverKÍ vpk» þÍK vantar aldrei mátt. I>ín hjarxráA hreKjast ei*i til hota á einhvern hátt. l»itt starf ei nemur staóar þin stödvar cnjcinn spor af himni er þú þér hraóar meö hjálp ok likn til vor. (Bj.H.) Ég átti ekki von á að svo brátt yrði að þessari kveðjustund. Ég minnist með ánægju okkar fyrstu kynna, vegna hins ljúfa viðmóts hennar og ailrar framkomu í minn garð. En þegar við kynntumst var eins og við hefðum þekkst alla tíð. Helga tók á móti mér hér á Akureyri, en hér þekkti ég þá engan og var nokkuð einmana, eins og í stórborg væri. Ég veit að hún mun ekki vilja lýsingarorð, ég skai hafa þau í hófi. En hún miðlaði mér allri sinni góðsemi, hjálpsemi og þeirri rausn sem hún ætíð hafði borið til ættingja, vina og kunningja. Helga var alveg sérstaklega ósérhlífin í állri sinni umhyggju og störfum gagnvart samferðafólki sínu, ungum sem gömlum, til að veita hjálp og aðstoð. Kærar þakkir flyt ég Helgu fyrir allt sem hún var dætrum mínum og mér hér á Akureyri, Guð geymi hana. Ættingjum og vinum votta ég dýpstu samúð. Guðrún Einarsdóttir. Þann 14. október síðastliðinn andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri frú Helga Guðbjörg Jónsdóttir, Skarðshlíð 11 e hér í bæ. Fréttin um andlát Helgu kom mér mjög á óvart, því ég hafði ekki séð æskuvinkonu mína né heyrt af henni lengi, víst í ár eða meira og vissi ekki hvernig heilsu- fari hennar var háttað. Helga Guðbjörg var fædd á Húsavík þann 22. október 1910. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jón Flóventsson og Guðný Helga- dóttir frá Haganesi í Mývatns- sveit. Þau byggðu sér ofurlítið hús á failegum bletti við Búðarána og nefndu það Haganes eftir æsku- heimili Guðnýjar, sem hún ávallt unni öðrum stöðum meir. Jón Flóventsson var maður at- hafna og framkvæmda, hvatur í framgöngu og sópaði að honum hvar sem hann kom. Hann fékkst um tíma við verslunarstörf, síðar við verkstjórn og afgreiðslu skipa og fleiri trúnaðarstörfum gegndi hann. Fimm voru börn þeirra hjóna: Fanný, nú á sjúkrahúsi Húsavík- ur. Kristján Stefán, nú látinn. Helga Guðbjörg sem hér er minnst, Sigríður Pálina gift Har- aldi Sigurgeirssyni fulltrúa hér í bæ og Georg, nú matsveinn á togara Utgerðarfélags Akureyr- inga. Auk þess tóku þau til fósturs lítinn dreng föðurlausan á fyrsta ári Sigurð Valgarðs, nú búsettur í Reykjavík. Þar naut hann sama ástríkis og umhyggju sem önnur börn þeirra, og segir það meira en mörg orð um hugarfar og hjarta- lag þeirra Haganesshjóna. Það var mikið og gott samband milli heimilis foreldra minna og t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, EIRÍKUR GRÍMSSON, er látinn. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey, aö ósk hins látna. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Maöurinn minn og faðir okkar GEIR JÓN ÁSGEIRSSON, Vesturvangi 42, Hafnarfiröi, lést aö heimili sínu að morgni 3. þessa mánaðar. Ásta Guömundsdóttir og börn. Eiginmaöur minn og faöir okkar ÞÓRÐUR BJARNASON, er látinn. vörubifreiöarstjóri, Strandgötu 84, Hafnarfirói, Sigríóur Ketilsdóttir og börn. t Eiginmaöur minn ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, skipasmíóameistari, Norðurgötu 60, Akureyri, lést 1. nóvember. Þóra Steindórsdóttir. Hjartans þakkir til ykkar allra fjœr og nær, sem minntust mín nírædrar þann 27. okt. sl. með kærkomn- um heimsóknum, yóðum yjöfum, blómum, skeytum oy hlýjum huysunum. Ey bið að blessun yuðs breiðist yfir ykkur öll. REBEKKA ÞIÐRIKSDÓTTIR. Haganesfjölskyldunnar. Ég kynntist því þessu fólki þegar á barnsaldri. Við Kristján Stefán — Lilli í Haganesi — vorum ferm- ingarbræður og aldavinir. Það var mikið áfall vandamönnum hans og vinum þegar hann ásamt bátsfé- laga sínum fórst í róðri í ofsa- veðri, báðir menn á besta aldri. Tölum ekki meira um það. Eitt var þar af mörgu sem laðaði mig að Haganesfólki en það var hversu hneigt það var til tónlistar. Það var komið hljóðfæri — orgelharmóníum — á heimilið og mikið sungið og spilað. Ég var þá að byrja að stauta mig framúr nótum og læra að telja í takta og fékk oft að æfa mig á orgelið þeirra, því þá átti ég ekkert hljóðfæri sjálfur. En nú er ég farinn að grípa fram í fyrir sjálfum mér. Það vár raunar nokkru fyrr sem leiðir okkar Helgu lágu saman. Það var í sveitinni. Fimm ára var ég víst þegar ég fór til sumardvalar í Glaumbæ í Reykjadal. Þar var ég í ein níu sumur hjá þeim góðu hjónum Jóni Kristjánssyni frá Úlfsbæ og konu hans Lilju Björns- dóttur. Hamrar er næsti bær við Glaumbæ en þar bjó þá Jón bóndi Eyjólfsson og kona hans Jakobína Stefánsdóttir. Þau áttu tvær upp- komnar dætur, Huldu og Guð- finnu, nú báðar látnar. Þriðja dóttirin Ragnheiður dó á unga aldri. Guðfinna átti raunar eftir að verða þjóðkunn skáldkona og liggja eftir hana tvær ljóðabækur: Ljóð (ótímasett) og Ný ljóð 1945. Hún varð menntuð tónlistarkona og lék forkunnarvel á orgel eftir að hafa lært m.a. hér á Akureyri hjá þýskum píanósnillingi sem hér dvaldi um tíma, og einnig stundaði hún nám í tónfræði og orgelleik í Reykjavík. Guðfinna var oft á Húsavík á vetrum og kenndi orgelleik, m.a. undirrituðum. Þá kynntist Guð- finna Helgu litlu í Haganesi. Og það var eins og við manninn mælt, Guðfinna tók strax ástfóstri við litlu stúlkuna og hafði manna mest áhrif á músíkuppeldi hennar. Ekki hafði ég verið mörg sumur í Glaumbæ þegar ég heyrði fólkið tala um að nú væri komin ný „kaupakona" í Hamra. Það var Helga, þá sjö ára. Þá léttist nú heldur brúnin á sjö ára dreng- snáða á barnlausu heimili og enginn til að leika sér við á bænum. Og nú hófust okkar fyrstu bernskukynni. Það var stutt á milli bæja, og við sáum okkur ekki úr færi að leika okkur saman ef tími var til. Margar ferðirnar fórum við niður á Reykjadalsmó að tína ber í lófa okkar og „borðum með velþóknun af sama hörpudisk". Við tíndum punt og blóm og gáfum hvort öðru, og stundum fundum við hreiður. Þá var líka gaman að hóa og fá til baka bergmálið úr klöppunum í heiðarbrúninni ofan við Hamra þar sem áreiðanlega bjó huldu- fólk. Frá þessum hásumardögum er svo margs að minnast að nægja mundi í heila bók, sem ég er þó ekki að hóta neinum með. Én lengi býr að fyrstu gerð og kannske var mér ekki fullkomlega ljóst hversu minningin um Helgu stóð djúpum rótum í huga mínum fyrr en mér barst fregnin um andlát hennar. Sem fyrr segir varð Hamra- heimilið fyrir þeirri þungu sorg að missa barnunga dóttur, Ragnheiði og hefi ég ekki horft upp á öllu stærri yfirþyrmingu harms en þá. Helga kom eins og sólargeisli inn í þetta sorgarhús. Guðfinna eignaðist snemma vandað orgelharmóníum, Hinkel minnir mig það héti, og lék á það af snilld. Það sem hún lék var þá ekki af verri endanum: Bach, Mósart, Beethoven og fleira af verkum gömlu meistaranna. Eftir að Helga litla kom á heimilið var bæði sungið og spilað. Guðfinna var ekki lengi að uppgötva þá náðargjöf sem Helgu var gefin, söngröddina. Hún lagði sig fram um að hlúa að hæfileikum hennar og þroska þá, og nú var þessi sjö ára hnáta farin að syngja í alvöru: Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, Þungt stynur hafið, til brúðkaups á Borg er boðið um héruð víða, Sunnanvindur sumarhlýr, sól og vor um allan dalinn, sú rödd var svo fögur. Já það mátti nú segja, fögur var röddin hennar og hefi ég ekki heyrt aðra fegurri barnsrödd. Ég hlustaði eins og bergnuminn. Þessi lög, rödd Helgu og meðferð hennar á þeim átti greiðan aðgang að minni ungu og hrifnæmu sál og hafa búið í mér síðan. Það var til einhvers að vinna að fara út í Hamra í heimsókn. Það má segja að þarna í gömlu baðstofunni á Hömrum hafi verið lagður grundvöllur að söngferli Helgu Jónsdóttur. Hún kom fram bæði í sveitinni og á Húsavík við ýmis tækifæri. Sérstaklega er mér minnisstætt eitt kvöld í samkomu- húsinu gamla á Húsavík á skemmtun sem þar var haldin. Þar söng Helga nokkur lög. í lokin lét hún sig ekki muna um að syngja erfiða óperuaríu úr II + Systir mín SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Vesturgötu 33, lést 31. október F.h. aðstandenda. Þorsteinn Þorsteinsson. f Fósturdóttir mín BJÖRG (STELLA) ÖRNÓLFSDÓTTIR, andaöist 1. nóvember í Landakotsspítala. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 1.30. Jarösett veröur í Selfosskirkjugaröi kl. 3.30. Fyrir hönd vandamanna. Eiríkur Sigurösson. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, SIGUROUR V. SIGJÓNSSON fré Bæ i Lóni, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 5. nóv- ember kl. 15. Guóbjöra Einarsdóttir, Guórún Osk Sigurðardóttir, Þórir Oddsson, Rakel S. Siguróardóttir, Ástvaldur Guómundsson og barnabörn. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, ÓLAFARJÓNSDOTTUR, Hlióarhúsi, Siglufirói Guóbjörg M. Björnsdóttir, Margrét, Óli J. Blöndal og barnabörn trovatore eftir Verdi og skilaði henni með þeim glæsibrag að mörg fullorðin söngkonan hefði mátt vera fullsæmd af. Þannig liðu æsku- og unglingsár Helgu í söng og meiri söng. Mörgum árum síðar þegar hún var orðin fullþroska stúlka, lá leið hennar til Akureyrar. Það kynnt- ist hún fljótt því mikla músíkfólki, fjölskyldu Sigurgeirs Jónssonar söngkennara. Það var ekki að sökum að spyrja. Hún varð fljótt sjálfkjörinn þátttakandi í sönglífi bæjarins. Hún var einn af stofn- endum Kantötukórs Akureyrar og söng í honum meðan hann starf- aði. Hún var einn af einsöngvur- um kórsins og var með honum í Norðurlandaför 1951 og vakti þar athygli með sinni fögru rödd. Helga var um langt árabil í Kirkjukórnum hér. Það var ekki lítill fengur fyrir þessa kóra að fá slíkan félaga, því fyrir utan radd- gæðin var hún óvenju fljót að læra og öruggur starfsmaður svo á æfingum sem í öðru félagsstarfi. Einnig tók Helga þátt í leikstarf- semi, einkum þegar þurfti á söngvara að halda. Sextán ára gömul stundaði Helga söngnám hjá Benedikt Elv- ar og nokkru síðar hjá Sigurði Birkis, síðar söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar og varð þetta nám hennar að sjálfsögðu til að auka á rödd hennar og bæta hana. Þann 6. júní 1936 giftist Helga Einari Sigurðssyni frá Reykjavík. Hann var þá fluttur hingað til bæjarins og starfaði hér sem umboðsmaður fyrir heildsölufyr- irtækið Natan & Olsen í Reykja- vík. Síðar starfaði hann hjá Verð- lagseftirlitinu hér í bæ um árabil. Einar var mesti ágætismaður, fær starfsmaður að hverju sem hann gekk og drengur góður. Þeim Helgu og Einari varð þriggja barna auðið. Þau eru: Haukur, starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Inga, sem lést á fyrsta ári og Ingvi Jón tannlæknir hér í bæ. Einnig ólust upp hjá þeim tvö börn Einars af fyrra hjónabandi, Sigurður Oddur, sem einnig starfar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur eins og hálfbróðir hans og Einar kjötiðnaðarmaður í Reykjavík. Þennan kafla í lífi Helgu þekki ég einna minnst. En þeir, sem betur vita hafa tekið til þess hversu vel Helga reyndist sínu heimili. Astríki hennar og um- hyggja til allra, jafnt stjúpbarna sem annarra á heimilinu var viðbrugðið og misstu þar allir jafnmikið þegar hún féll frá. Helga tók mikinn þátt í félags- málum er mér sagt og kann ég ekki skil á því starfi hennar. Meðal annars var hún ein af stofnendum kvennadeildar Oddfellowreglunnar Rebekku og starfaði mikið þar. Mann sinn missti Helga þann 18. janúar 1972. Það er nú orðið langt síðan. ég heyrði Helgu syngja síðast. Það var við minningarathöfn, sem haldin var í Akureyrarkirkju þeg- ar Guðfinna skáldkona frá Hömr- um var látin, fornvinkona Helgu og fyrsti kennari. Þar söng hún einsöng, eitt lag eftir Áskel Snorrason við hið fagra kvæði Guðfinnu, Hvar er blærinn sem þaut í gær? Ég mun seint gleyma því. Útför Helgu fór fram frá Akur- eyrarkirkju þann 22. október sl. við fjölmenni. Þann dag hefði hún orðið sjötíu ára. Það var virðuleg og fögur athöfn og henni samboð- in. Helga hafði borið fram þá ósk að mikið yrði sungið yfir sér þegar hún kveddi. Henni varð sannar- lega að þeirri ósk sinni. Ég flyt öllum ástvinum Helgu mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Nú, þegar þau hafa öll kvatt okkur Helga, Áskell og Guðfinna, spyrjum við sem eftir sitjum: Hvar er blærinn, sem þraut í gær? Finnist einhverjum ég hafi teygt lopann helst til mikið, þá er það vegna þess að hér er ég að kveðja kæra bernskuvinkonu, sem ég á mikið að þakka bæði í leik og söng. Jón Eðvarð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.