Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 HÖGNI HREKKVÍSI HANDA LP* ■ 6oN Ju XAöLONbló l>að er hannad ad íara i sjóinn hér án haðfata! Þróunarkenningin: Búin að „syngja sitt síðasta“ hjá vísindamönnum - eins og hún var sett fram i upphafi Reynir Valdimarsson lækn- ir, Akureyri, skrifar. „Kæri Velvakandi Ljá mér örlítið rúm í dálk- um þínum — ég skal vera fáorður. Tveir fulltrúar íslenzkrar skólaæsku (lesandi íhugi það) bregða sér á ritvöll og reyna að verja hið óverjandi: þóun- arkenninguna, framsetta af Charles Darwin í frægri bók árið 1859. Þeir gaspra í ungæðishætti um vísbending um þróun, — eðlilega og náttúrulega hluti, eskimóa og negra. Vangavelt- ur þeirra verða að eins konar niðurstöðum, a.m.k. í þeirra litlu heilabúum: sæmilega haldbær rök fyrir sannleiks- gildi nefndrar kenningar. Fullyrðingin stendur óhögguð Eins og oft vill verða, þegar rætt er við fjandmenn Skapar- ans á þessu ákveðna sviði, er aukaatriðum hampað, aðal- Reynir Valdimarsson. atriði sleppt. — Svo fór og fyrir þeim félögum F.L. og H.Ó. Um aðalatriðið telja þeir sig ekki þurfa að fjalla sér- staklega. Svo auðveldlega geta þeir þó ekki sloppið. Fullyrð- ing konu héðan frá Akureyri stendur óhögguð. Hún ritaði svo nú nýlega: „Enn hefir engin sönnun fundist fyrir því, að ein tegund hafi breyst í aðra.“ Við vitum það best, Lslendingar Húsmóðir skrifar: „Þeir eiga það hjá mér, finnsku vinirnir mínir, bæði lifandi og dauðir, að ég mótmæli vitrun þessarar finnsku á Patreksfirði, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 26. okt. sl. Hún segir að það hafi verið finnskum almenn- ingi til góðs að hafa sósíal- istana í stjórn Finnlands. Sósíalistarnir hafa alls stað- ar leitt lífskjaraskerðingu og önnur vandræði yfir allar þjóðir, hvar sem þeir hafa komið nálægt stjórnmálum, og vitum við það best, ís- lendingar. Mikil niðurlæging Nú er svo komið málum í Finnlandi, að kúgun Rússa er algjör, og ekkert ritfrelsi er til þar í sveit. Hún segir aðra sögu sú finnska, sem flýði til Vesturheims og dundar núna við að bera saman fréttirnar af Afgan- istan í finnsku blöðunum við þær sem birtast í Vestur- heimi. Niðurlæging frjálsr- ar, hlutlausrar þjóðar er mikil, þegar hún hefur misst ritfrelsi sitt. Áhrif frá nýsköpunar- stjórninni Öðru máli gegnir hér, því það er við engan utanaðkom- andi að sakast, þó að Rússar þyrftu kannski ekki mikið að skipta sér af fjölmiðlunum okkar. Það er afleiðingin af því, að Ólafur Thors gerði þjóðinni þann óleik að taka kommúnistana með sér í stjórn og varð svo sjálfur að berjast við þann uppvakn- ing, uns hann var allur. Áhrifin frá nýsköpunar- stjórninni birtast enn í dag í misbeitingu valds og heila- þvotti á þjóðinni. Það hljóta flestir að viðurkenna það, að heiðri Alþingis er ekki borg- ið með því að mynda illa stjórn, þá er betra að geta kennt utanþingsstjórn um vandræðin. Var þetta ekki Rússaníð? Eg vil biðja þessa finnsku á Patreksfirði að rannsaka það, hvort húsmæðrunum á staðnum finnist kjör sín betri nú en 1976. Þær í Skagafirði finna það, að drýgri urðu aurarnir þeirra þá en nú. Það var þó kald- hæðni örlaganna, þegar Jón Múli varð að tyggja í alþjóð fréttirnar af menntamála- ráðstefnunni í Belgrad og varð að segja söguna af fulltrúanum frá Afganistan, sem leiddi ráðstefnuna í allan sannleikann um innrás Rússa og allar aðgerðir. Hann er nú flúinn til Vest- ur-Þýskalands, því að hann getur betur unnið landi sínu lifandi en dauður. Var þetta ekki Rússaníð sem hann sagði, Jón Múli?“ * „Ætli augu margra Islend- inga hafi ekki opnast...“ Í tilefni af Staksteinum í Mbl. þ. 10. okt. sl. vil ég gera eftirfarandi athugasemd: Við Finnar teljum landið okkar Þá fóru kommúnistar i ríkisstjórn í fyrsta sinn og tókst það mjðg vel. Þá sannaðist einnig það, sem marfdr íslendingar hafa komist að raun um undanfarin ár, að það er miklu auðveldara að tala en fram- kvæma. Ætli augu margra íslend- inga hafi ekki opnarft þegar þeir fóru að bera saman framkvæmdir fyrri ríkisstjórna og þeirrar, sem kommúnistar eiga sæti í og fara þar með mikilvægustu ráðuneytin. Það er nefnilega mun auðveldara að básúna út galla andstæðingsins heldur en gera betur sjálfur. Marjatta Haksla PatreksfUði. til vestrænna ríkja jafnvel þótt við séum ekki aðilar að Atlants- hafsbandalaginu. Önnur vestræn ríki lita einnig svo á. Þar af leiðir, að ísland er ekki einsdæmi um, að kommúnistar séu í stjórnarsam- starfi. í Finnlandi voru kommún- istar í stjórnarandstöðu þar til um miðjan sl. áratug. Þá varð erfið stjórnarkreppa i landinu og lengi tókst ekki að mynda rikisstjórn. Forseti okkar, dr. Urho Kekkonen, greip þá í taumana og sagði til um hvaða flokkar skyldu i ríkisstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.