Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 47 Stuöningsmenn Reza Pahlavi, elzta sonar fyrrum keisara. er tók sér keisaratign í siðustu viku, i göngu á götum Lundúna á sunnudag. Simamynd AP. Fundur í París til stuðnings Pahlavi París. 2. nóvembor. AP. UM 300 ÍRANIR komu saman í París til að lýsa yfir stuðningi við Reza Pahlavi sem keisara í íran. Reza — elsti sonur Reza Pahlavis heitins, lýsti sjálfan sig keisara í Iran á föstudag. Að sögn var þátttakan í París mun meiri en búist hafði verið við. „Ég held, að þessi samkoma sýni áþreifanlega vaxandi andstöðu við stjórn Khomeinis í íran,“ sagði einn fundargesta. „Við verðum að standa saman og berjast fyrir frelsun þjóðar okkar. Hinn nýi keisari er samein- ingartákn okkar," sagði einn ræðumanna. „Við bjuggumst að- eins við um 100 manns. I stað þess komu þrefalt fleiri, þrátt fyrir ótta um líf sitt fyrir að sýna stjórn Khomeinis andstöðu," sagði kona nokkur sem sótti fundinn. Hún sagðist ekki vilja gefa upp nafn sitt — og svo væri um marga sem sóttu fundinn — af ótta við hefnd Khomeinis og klerka hans. Meðal þeirra, sem sóttu fundinn, var Azadeh Shafik prinsessa, ná- frænka keisarans, en hún hefur verið virk í andstöðu við núver- andi stjórnvöld í íran. Hún sagði við fréttamann AP, að andstaða væri nú vaxandi í íran gegn stjórn Khomeinis. Heimildir meðal and- stæðinga Khomeinis segja, að bylting verði gerð í landinu — með stuðningi hersins, fyrir árslok. Hins vegar segja aðrar heimildir, að slíkt sé óhugsandi á meðan Khomeini sé á lífi. Verkamannaflokkurinn brezki: Úrslit í formannskjöri ólíkleg í fyrstu atrennu Lundúnum. 3. nóvember. AP. ENDA þótt almennt sé búizt við því að Denis Healey verði næsti formaður brezka Verkamannaflokksins er allsendis óvíst að hann sigri í fyrstu atrennu for- mannskosninganna, sem fram fer í dag. Michael Foot er spáð verulegu fylgi, en auk þeirra tveggja eru í framboði Peter Shore, málsvari flokksins í utanríkis- málum, og John Silkin, fyrrum landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Vinstri öflunum í flokknum hefur vaxið mjög ásmegin að undanförnu, og hafa þau hvað eftir annað borið sigurorð af þeim, sem taldir eru nær miðju stjórn- málanna, í átökum sem komið hefur tií að undanförnu. Mikill ágreiningur hefur verið um það hvernig kjósa skuli flokksleiðtoga, og er þetta í siðasta sinn sem þingflokkurinn einn velur for- manninn. í janúar verður efnt til ráðstefnu, þar sem ákveðið verður hvernig kjörmannasamkunda sú, sem í framtíðinni kýs flokksleið- toga, verður skipuð, en samkvæmt reglum sem þar verða settar, verður gengið til nýrra for- mannskosninga síðar á árinu 1981. Útlit er fyrir að af þeim 268 fulltrúum sem flokkurinn á á þingi muni 110—120 styðja Healey í fyrstu umferð, 90 eru líklegir til að styðja Foot og þeir sem þá eru eftir munu þá að líkindum skipt- ast nokkurn veginn jafnt á milli Shores og Silkins. í síðari umferð, ef til kemur, verður leikurinn afar tvísýnn, og kunna úrslitin að velta á aðeins 15 atkvæðum, en þar skiptir Healey mestu hvort honum tekst að laða til sín stuðnings- menn Peter Shores, sem talinn er nær miðju en Silkin. I>etta geröist 1520 — Kristján II af Dan- mörku krýndur konungur Svía í Stokkhólmi. 1530 — Enski kardinálinn Wois- ey handtekinn fyrir landráð. 1576 — Spænskir sjóliðar gera uppreisn og ræna Antwerpen. 1814 — Norðmenn fá sérstaka stjórnarskrá og verða í konungs- sambandi við Svía. 1898 — Frakkar hörfa frá Fas- hoda í Súdan. 1921 — Forsætisráðherra Jap- ans, Takashi Hara, ráðinn af dögum. 1922 — Inngangur í grafhýsi Tutankhamens konungs í Egyptalandi finnst. 1931 — Þjóðabandalagið sakar Japani um árás í Mansjúríu. 1942 - Orrustunni við E1 Ala- mein lýkur. 1944 — Grikkland frelsað. 1956 — Ailsherjarþingið sam- þykkir að senda gæzlulið til Miðausturlanda — Sovézkur her gerir árás á Búdapest og Imre Nagy leitar hælis í sendiráði Júgóslavíu. 1957 — Öðru gervitungli Rússa skotið á braut. 1975 — Bandaríkin loka sendi- ráði sínu í Angola vegna borgarastríðs. 1979 — Bandaríska sendiráðið í Teheran tekið ásamt gíslum og framsals fv. Iranskeisara kraf- izt. Afmæli — Felix Mendelssohn- Bartholdy, þýzkt tónskáld (1809—1847) — Edmund Kean, enskur leikari (1787—1833) — Auguste Rodin, franskur mynd- höggvari (1840-1917) - Will Rogers, bandarískur húmoristi (1879-1935). 1. nóvember Andlát — 1856 Paui Deiaroche, listmálari — 1924 Gabriel Fauré, tónskáld. Innlent — 1760 Bjarni land- læknir Pálsson byrjar að kenna fyrsta ísl. læknisefninu, Magnúsi Guðmundssyni — 1918 Kötlu- gosi lýkur — 1942 „Brúarfoss" bjargar mönnum af brezku skipi á leið til Ameríku — 1946 „Borgey“ frá Hornafirði ferst með fimm mönnum — 1960 Ásgrímssafn opnað — 1862 f. dr. Jón Stefánsson — 1871 f. Ottó N. Þorláksson, fyrsti forseti ASÍ — 1899 f. Jóhannes úr Kötlum. Orð dagsins — Eg vil alltaf trúa því bezta um alla — það sparar svo mikil vandræði — Rudyard Kipling, enskur skáldsagnahöf- undur (1865-1936). Úrvalið aí barnaúlpum hefur aldrei verið meira

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.