Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 3 Jóhanne* Snorrason og eiginkona hans, Arna Hjörleifsdóttir á Keflavíkurflugvelli viö komuna úr lokaferö Jóhannesar sem flugstjóra í millilandaflugi. Arna heldur á dótturbarni þeirra hjóna, sem var í hópi fjölmenns skylduliös er tók á móti Jóhannesi. „Það má segja, að allur gamli sjarmurinn sé farinn af þessu44 „Ætli ég fari ekki aö feröast. óvt á fullt af vinum út um allan heim sem mi>f lanttar að hcimsa kja. ok á systur í Kaliforníu sem ég ætla að heimsækja sem fyrst. Þá Kæti ég trúað að þess verði ekki leniíi að híða að és brejfði mér upp á Sandskeið í svifflujíið. fari að „fljújra" aftur,“ sajjði Jóhannes Snorrason. yfirflujcstjúri hjá Flujtleiðum. í spjalli við Mhl., skömmu eftir að hann lenti flujtvél sinni, nýjustu flujtvél Flujtleiða. á Keflavíkurflujtvelli í ttær. en það var lokaferö Jóhannesar á lonjtum farsælum ojt litrikum flujtmannsferli hans. Jóhannes sczt nú í heljtan stein eftir 37 ára starf í flugstjórnarklefan- um. „Það er mikill munur að fljúga nú og er ég fór í mína fyrstu millilandaferð," sagði Jóhannes, „en sú ferð var jafnframt fyrsta ferð í millilandaflugi Islendinga, var farið 11. júlí 1945, á Catalína- flugbátnum Pétri gamla. Þá höfð- um við ekkert annað en allra nauðsynlegustu mæla til að geta haldið vélinni láréttri í lofti í mjög takmörkuðu hlindflugi. Þá voru engar miðunarstöðvar eða leið- sögutæki. En í dag er sjálfvirknin slík, að skömmu eftir að flugvélin lyftir sér frá jörðu ýtum við á takka og vélin sér sjálf um allt. Við snertum ekki stýrin fyrr en rétt fyrir lendingu," bætti Jóhann- es við. „Það má eiginlega segja, að allur gamli sjarmurinn sé farinn af þessu,“ hvíslaði Jóhannes að blm. Á móti honum tóku á Keflavík- urflugvelli, auk fjölda frammá- manna í íslenzku flugi, tveir úr áhöfn hans í fyrsta millilanda- fluginu, þeir Smári Karlsson og Sigurður Ingólfsson. Þá voru tveir farþegar í fyrsta fluginu sérstakir gestir Flugleiða í þessari ferð, þeir Jón Jóhannesson stórkaupmaður og sr. Róbert Jack. Auk þeirra voru stórkaupmennirnir Hans Þórðarson og Jón Einarsson far- þegar í fyrstu ferðinni, en þeir eru báðir látnir. „Jú ég man vei eftir þeirri ferð,“ sagði Jón Jóhannesson, er blm. Mbl. bað hann að rifja upp ferðina 1945. Við lentum í Largs Bay á Skotlandi eftir rúmlega sjö klukkustunda flug. Flujrvélin var fremur gerð til herþjónustu en farþegaflugs og því ekki einangr- uð, þannig að okkur var nokkuð kalt, en ég man eftir að flugmenn- irnir voru í alveg sérstökum stíg- vélum til að verjast kuldanum. Þá voru þægindin ekki eins mikil og nú. Núna er þetta ósköp þægilegt, að ferðast með þotu er eins og að sitja heima hjá sér í þægilegum stól. Manni er þjónað af kappi, en í fyrstu ferðinni tókum við með okkur nesti, skrínukost,“ sagði Jón. „Og nú tekur ferðin vel innan við tvær klukkustundir," bætti hann við. í sérstakri móttöku sem haldin var Jóhannesi til heiðurs í flug- stöðvarbyggingunni á Keflavíkur- flujrvelli við komu hans úr loka- ferðinni sem flugstjóra, þakkaði Örn Johnson stjórnarformaður Flugleiða Jóhannesi giftudrjúg störf í þágu félagsins og þar áður Flugfélags íslands, svo og í þágu fiugsins. Örn rifjaði upp mörg atvik frá fyrstu dögum Jóhannes- ar í fluginu, en þá flugu þeir mikið saman. „Þú hefur notið þeirrar blessunar að skila alltaf þínu fleyi heilu í höfn, og á þessum tímamót- um hugsa til þín þeir hundruðir þúsunda farþega sem þú hefur flutt á farsælum flugmannsferli," sagði Örn. Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri mælti einnig nokk- ur orð við þetta tækifæri og þakkaði Jóhannesi framlag hans til flugmáia fyrir hönd Flugmála- stjórnar, en það framlag kvað Agnar bæði gríðarmikið og ómet- anlegt. Jóhannes er fæddur á Flateyri við Önundarfjörð 12. nóvember 1917. Ungur að árum flutti hann ásamt foreldrum sínum og systk- inum til Akureyrar þar sem hann ólst upp og naut skólagöngu. Árið 1941 fór Jóhannes til Kanada þar sem hann innritaðist í flugskóla Konna Jóhannssonar í Winnipeg. Hann lauk prófi at- vinnuflugmanns og fékk réttindi sem atvinnuflugmaður frá De- partment of Transport of Canada 1942. Nokkra næstu mánuði flaug hann hjá kanadíska flughernum en kom til íslands 1943. Jóhannes gerðist flugmaður hjá Flugfélagi íslands hinn 15. október það ár og hefur starfað sem flugmaður og flugstjóri Flugfélags Islands og síðar Flugleiða allar götur síðan. Jóhannes varð yfirflugstjóri Flugfélags ísiands árið 1946 og yfirflugstjóri Flugleiða hefur hann verið frá því Flugleiðir yfirtóku flugréttindi fyrirrennara sinna Loftleiða og Flugfélags ís- lands. Endurminningar Jóhannesar Snorrasonar, sem hann hefur sjálfur ritað, verða gefnar út í vetur, en því er haldið fram af fróðum mönnum, að Jóhannes sé bæði góður penni og segi skemmti- lega frá. — ágás. Jóhannes Snorrason gengur niöur landganginn eftir sína sídustu ferð sem flugstjóri í millilandaflugi. m • é fm 4 Kennarar hafna sýn- ingum á „Pæld’í’ðí“ ÁLFTAMÝRARSKÓLI hefur hafn að því. að Alþýðuleikhúsið fái að koma og sýna leikritið „Pæld'íðí" í skólanum. en leikhúsið hafði farið fram á það við fra'ðsluráð. að fá að fara í alla skóla með verkið. Alþýðuleikhúsið hafði síðan sam- band við menntamálaráðuneytið og bað það að gera sína umsögn um málið, en því var hafnað og málinu vísað til fræðsluráðs, sem kvað upp úr um, að hver skóli um sig skyldi ákveða hvort verkið yrði tekið þar til sýninga. ragnar Júlíusson, skólastjóri Álftamýrarskóla, sagði í samtali við Mbl., að hann hefði kynnt málið á kennararáðsfundi á miðvikudag í sl. viku og tekið það síðan til afgreiðslu á föstudag. Þá hafi komið fram tillaga frá tveimur kennurum um að verkið yrði tekið til sýningar. Við atkvæðagreiðslu fékk tillagan aðeins atkvæði flytjenda og fékk þar af leiðandi ekki næjyanlegan stuöning. „Þessum úrslitum var ekki unað af flutningsmönnum tillögunnar og því var haldinn kennarafundur í gærdag þar sem málið var borið undir atkvæði. Þar voru mættir 33 af 36 kennurum og hlaut tillagan 7 at- kvæði, 21 var á móti og fimm sátu hjá. Það er því hægt að segja, að andstaðan við þetta sé afgerandi og þurfi ekki frekari umfjöllunar við,“ sagði Ragnar Júlíusson, skólastjóri að síðustu. „Heimkynni við sjó — ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson ÚT ER komin ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson. Nefnist hún Heimkynni við sjó og geymir sextíu tölusett ljóð. Útgefandi er Iðunn. Þetta er fyrsta Ijóðasafn Hannesar í níu ár, eða frá því að Rímblöð komu út 1971. Fyrir þremur árum kom heildarútgáfa á ljóðum Hannesar, Kvæðasafn 1951-1976. Um hina nýju Ijóðabók segir svo í kynningu forlags á kápubaki: ,,„Sí- fellt ber eitthvað annálsvert fyrir sjónir.“ Svo kveður Hannes Péturs- son í einu hinna sextíu ljóða þessar- ar bókar. Og það eru orð að sönnu: í hverju ljóðinu af öðru er brugðið upp minnilegum og drátthreinum myndum frá skynheimi einstaklings andspænis hrynjandi náttúrunnar umhverfis. Skáldið leitast við að lýsa með persónulegum hætti þess- ari skynjun lífs og heims, finna sér stað í Heimkynni við sjó þar sem stórmerkin birtast í hversdagsleik- Tvö börn slösuðust TVEIR fólksbílar skullu harkalcga saman á Vesturlandsvegi rétt norð- an Kiðafells um ellefuleytið í gær- morgun. Annar bíllinn var á leið niður brekku og bremsaði en snérist þá á veginum og skall á bíl, sem kom á móti. I bílunum var margt fólk, þar af sjö börn. Slösuðust tvö börn en þó ekki alvarlega að því er talið er. Bílarnir eru stórskemmdir ef ekki ónýtir. „Ber er hver að baki...“ „ÉG ÓSKA þess, að allir starfs- menn Fluglciða taki höndum saman og standi allir sem einn maður í þeim erfiðleikum sem félagið á í og hjálpi stjórncndum fyrirtækisins til að hefja flugið á ný. Það verður hezt gert með sameiginlegu átaki. því samein- aðir stöndum vér og sundraðir föllum vér. Ég treysti stjórnend- um félagsins og forráðamonnum flugsins til að ráða fram úr vandanum. sem að steðjar. og tel það jafnframt skyldu starfsfólks- ins að standa á hak við sina yfirmenn. því her er hver að haki nema sér hróður eigi.“ sagði Jóhannes Snorrason yfirflug- stjóri Flugleiða í hófi sem haldið var honum til heiðurs við kom- una heim úr sínu síðasta flugi fyrir Flugleiðir í ga'r. „Nóg eru vandamálin, svo að stjórn félagsins þurfi nú ekki að standa í illindum við sitt eigið fólk í eigin garði,“ sagði Jóhannes er hann brýndi fyrir starfsfólki Flugleiða að fylkja sér frekar um stjórn Flugleiða og auðvelda þeim að ráða fram úr þeim erfiðleikum sem félagið á við að etja, heldur en að gera þeim feikinn erfiðari með innbyrðis illdeilum og ágreiningi. ilannes Pétursson anum? í fjöru, á grænum grundum, hjá tjörnum, í litbrigðum landsins um ársins hring. Þetta er fágætlega vandaður og sannur skáldskapur, jafnt að innviðum sem ytra búnaði. Ef til vill hefur orðlist Hannesar Péturssonar aldrei verið fágaðri en hér.“ Heimkynni við sjó er 70 blaðsíðna bók. Oddi prentaði. Ljósmynd á bókarkápu tók Haukur Hannesson. Fíkniefnamálió: Síðasta mann- inum sleppt I GÆR var sleppt úr gæzluvarðhaldi síðasta manninum af fjölmörgum, sem setið hafa inni vegna rannsójtn- ar á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Maðurinn, sem er 22ja ára gamall hafði setið í ga'zluvarðhaldi í 42 daga. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa um 90 ung- menni tengst þessu máli á einn og annan hátt. Sannaður hefur verið innflutningur á fíkniefnum fyrir á annað hundrað milljónir króna. Baldur Pálmason hættir hjá út- varpi um áramót BALDIIR Pálmason. varadag- skrárstjóri útvarpsins. hefur sagt starfi sínu lausu og ha'ttir um áramótin. Haldur sagði i samtali við Mhl. í ga'r. að ef til vill myndi hann vera eitthvað áfram „í lausamennsku“ við dagskrárgerð: „Alla vega hef ég ekkert á móti því sjálfur.“ sagði hann. Baldur hóf störf hjá útvarpinu 1945 og sagðist hafa verið skipað- ur í desember það ár. „Ég hætti vegna aldursmarkanna," sagði Baldur, en hann verður 61 árs í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.