Morgunblaðið - 08.11.1980, Síða 19

Morgunblaðið - 08.11.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 19 Ómetanleg reynsla að kynnast lífinu í Austurlöndum nær Birna Hilmarsdóttir. alltaf tilbúið að rétta hvoru öðru hjálparhönd og jafnvel til að gefa af mjög takmörkuðum eigum sín- um. Þrátt fyrir ýmsa vankanta þess, er ekki frá því, að mér hafi þótt svolítið vænt um það. Hússein nánast tilbeðinn Hvernig var að búa þarna? Það var mjög gott, við bjuggum á ágætum hótelum og kynntumst eingöngu menntafólki og hæztu stéttunum og það var ágætis fólk og stóð Evrópubúum hvergi að baki hvað þekkingu og framkomu snerti. Amman er að verða tals- vert nýtízkuleg borg, þar sem vöruúrval er bæði gott og fylgir tízkunni. Veitingahús og skemmti- staðir eru einnig mjög vönduð og mikið er um nýjar og vandaðar byggingar. Síðustu árin hefur mikil og ör uppbygging átt sér stað þarna, en þó er auðvitað greinilegur stéttamunur. Annað hvort er fólkið mjög ríkt eða bláfátækt og húsin eru ýmist hallir eða hundakofar. Þrátt fyrir þetta virtist okkur það vafamál hverjir væru ánægðari, þeir ríku eða fátæku. Það er gífurleg ánægja með Hússein og fólkið næstum tilbiður hann, enda er Jórdanía talsvert framar hinum arabaríkjunum og segja má að hún sé perlan á meðal þeirra. Böðullinn á eftirlaun eftir 10.000 aftökur, 35 ára gamall Hvernig er Saudi Arabía? Það er enn meiri auður á enn færri höndum. Ekta Saudi vinnur ekki neitt, heldur flytja þeir Fil- ippseyinga inn til óæðri starfa, en Evrópumenn til skipulagningar og uppbyggingar. Ríkidæmið er svo mikið að það liggur við að amer- íska lúxusbílnum sé hent þegar öskubakkinn er orðinn fullur og það er algeng sjón að sjá tugi þessara lúxusvagna yfirgefna meðfram hraðbrautunum. Oftast þá vegna benzínleysis eða að smárispur eru í lakkinu. Lögin hjá þeim eru eins og allir vita ekki beinlínis nútímaleg. Þeir telja sig meta konuna mikils, hún þarf ekkert að gera, en fær heldur ekkert að gera. Þær verða að klæða af sér alla mannsmynd og hvergi má sjá í þær og oftast eru þær geymdar heima eins og hvert annað húsgagn. Refsingar þar eru eins og í fornöld og á hverjum föstudegi er mönnum refsað opinberlega, ým- ist með lífláti, aflimun eða tungu- skurði eftir eðli „glæpsins". Einn böðullinn hjá þeim var settur á eftirlaun þegar hann hafði höggv- ið af 10.000 hausa og þá var hann ekki nema 35 ára, svo nóg virðist að gera. Ómetanleg lífsreynsla Hvernig kunnir þú við þig? Mér fannst gott að vera þarna, en eftir 5 mánaða útilegu var mig vissulega farið að langa heim til vina og ættingja. En þetta hefur verið ómetanleg lifsreynsla, sem ég hefði alls ekki viljað missa af. ,Souk“ samkomustaður og markaðstorg í Amman 1 I > I 1 \ íleióinni Mjólkaði áður en kúnum var slátrað I blaðinu Degi á Akureyri þann fjórða þessa mánaðr er eftirfarandi frétt: Stórgripasiátrun stendur nú yfir á Blönduósi. Bóndi nokkur kom með tvær kýr til slátrunar að kvöldi dags og átti að geyma kýrnar í sláturhúsinu yfir nóttina og slátra þeim næsta dag. Að morgni næsta dags kom bóndi aftur og fékk lánaða fötu og mjókaði kýrnar skömmu áður en þær voru sendar á gresjurnar miklu. Sagan segir að bóndi hafi gengið með mjólkina í mjólkurstöðina, sem er skammt frá sláturhúsinu. Að sjálfsögðu lagði bóndi mjólkina inn, enda hræddur um að geta ekki framleitt í kvóta sinn. Af þessu tilefni var ort: Efla tap vill ýmsa þvinga eftirtekja víða rýr, er það vani Vindhælinga að vilja mjólka dauðar kýr. Seldu einseyringa með góðum hagnaði Ennfremur í sama tölublaði Dags: Nokkru eftir aðra heimsstyrjöldina voru einseyringarnir verðminnstu peningar sem slegnir voru í heiminum. Þeir voru notaðir vegna vísitölunnar, því verð endaði alltaf á 2 eða 3 aurum. Þá kostaði 11 aura að slá hvert stykki og í einu kílói voru um 600 einseyringar. Sjómenn sem sigldu til Þýzkalands keyptu gjarnan nokkur kíló af einseyringum hér heima, en seldu síðan með góðum hagnaði í þýzkar málmbræðslur. En nú er að koma betri tíð með blóm í haga og með nýrri skráningu krónunnar dregst það enn um sinn að sjómenn geti hagnast á að selja krónur og aura í bræðslur erlendis. Níundi hver Flateyringur í tónlistarskóla í Vestfirska fréttablaðinu frá 30. okt. er sagt frá stofnun tónlistarskóla á Flateyri og kemur þar meðal annars fram að yfir 50 manns hafa látið skrá sig í skólann, en það er um níundi hver maður þar í bæ. Það samsvarar því að tæplega 8 þúsund manns væru í tónlistarskólanum hér í Reykjavík. Skólastjóri tónlistarskólans verður Ragnar Jónsson frá Reykjavík, en enn er óráðið með aðra kennara, en þeirra verður vissulega þörf vegna þessarar gífurlegu þátttöku. Um síldina í sjónum og fólkið i landinu í tilefni þess, að síldin er komin í leitirnar og unga kynslóðin rifjar upp ævintýrið undir handleiðslu eldri ævin- týramanna þykir ókkur Hlaðverpingum vel við hæfi að birta hér 25 ára gamalt Ijóð, sem birtist í Stefni í marz 1955. Þá voru þeir ritstjórar þar, Gunnar G. Schram, Matthías Johannessen og Þorsteinn Thoraren- sen. Ljóðið er eftir Gísla Jónsson og heitir. Ljóð um síldina í sjón- um og fólkið í landinu: Síld nefna menn eítt sjávardýr, er sveimar um höfin gjarna. Enginn veit hvar sé ormur býr, öslar hann hérna og þarna. Ef menn veiða hinn væna fisk, vellíóan þeirra ágerisk innan og ufan garna. Ekki er síld und ægishjúp alltaf jafndjúp í hafi. Ýmist hún byggir undirdjúp ellegar marar í kafi. Horfir hún þá é himins dýrð, hreistri fannhvitu gjörvöll skírö, sem lébarn Ijósu trafi. Er hafsíldin sést viö sjávarborð, sjómenn þaö hvergi lasta, sólhendast burt frá svalri storð, sigla til norðurvasta, hafandi meö sér nót og net og niðursoðið dilkakét, á kvikindið síðan kasta. „Salta þær titt og salta þær ótt, salta þær bæði dag og nótt“ Verður nú kveöjan hvergi blíð, en kuldaleg vinahótin. Endar nú síldar ævitíð, ef ekki rifnar nótin, en sjóarar gera stuttan stanz, stöfnum beina til Norðurlands og leggja iand undir fótinn. En kerlingafans í hverri höfn kreppir lófa að hjalti. Þó þurrausi sjómenn þvera dröfn, þær verða sízt að gjalti. Salta þær títt og salta þær ótt, salta þær bæði dag og nótt. Þvílík óskapa eyðsla á salti. kic'ítul 4 ll I It 4t »Ui .t'tl iitituimiit lllMllilMHMIKIII miI MI ««» *»<• «««•»*■ B ««««.1 » m ■ •. n J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.