Morgunblaðið - 08.11.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 08.11.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 Upphafið Fyrir tveimur áratugum komst ungur íslenskur kommúnisti ásamt félögum sínum að eftirfar- andi niðurstöðu um lýðræði, eftir að hafa dvalið um nokkurra ára skeið í austur-þýska alþýðulýð- veldinu: „Við álítum, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíalism- ans, og þá síst Þjóðverjum. Okkur er það jafnframt ljóst að „frjálsar kosningar“ eins og þær tíðkast á Vesturlöndum gefa alranga mynd af vilja fólksins." Og ennfremur: „Það má margt læra af dvöl hér í landi og við erum þakklátir fyrir að hafa fengið tækifæri til að nema hér. Jafnframt erum við ákveðnir í að nýta okkur þennan tíma sem allra best flokki okkar og þjóð til gagns í framtíðinni." Þetta var skrifað í skýrsluformi til foringjans heima á íslandi, Einars Olgeirssonar. Slíkar vakningarumræður eru vel þekktar meðal námsmanna sem dvelja fjærri ættjörðinni og verða oft byrjun á stærri tíðindum þegar heim kemur. Má minna á Fjölnismenn og Hafnarstúdenta íslenska á fyrri tíð, Pol Pot og félaga í París, Adolf Hitler í Austurríki o.s.frv. Það er þessi vissa um það, að hafa viskuna og skilninginn á því hvað öðrum er fyrir bestu, sem einkennir hugsjónamennina og lyftir þeim yfir samtíðina. Þó eru margir kallaðir en færri útvaldir. Framhaldið Þessi áminnsti kommúnisti hef- ur nú um nokkurt skeið verið ráðherra iðnaðarmála á Islandi, þar sem ennþá er leyfð umræða án „grundvallarsósíalisma". I ráð- herratíð sinni hefur hann boðað smáiðnaðarstefnu, sett fót fyrir orkuframkvæmdir t.d. með því að reyna að fresta Hrauneyjarfoss- virkjun, reynt að móta smávirkj- anastefnu, og hindrað það að olíuleit væri framkvæmd hér, sem venjulegu fólki í olíudrifnu þjóð- félagi myndi nú þykja allnauðsyn- legt. Félagar hans í ráðherrastól- um hafa sömuleiðis ekki gert sig bera að því að vilja bæta efnahag landsmanna né bera sáttarorð á milli manna. Þvert á móti virðist áflogagirni vera ríkur þáttur í daglegu atferli kommúnista, enda byltingarmenn. Um varanleg spor kommúnista í þjóðfélaginu skal ég ekki dæma hér. En óneitanlega getur manni virst, að þeim finnist bezt að landsmenn hafi um sem minnst að velja úr því að „grund- völlur sósíalismans" er ekki fyrir hendi. Því vinni þeir á móti því í „auðvaldsþjóðfélagi" íslands að almenn lífskjör batni. Því reyni þeir að drepa þau fyrirtæki í einkaeign sem þeir helst geta (sbr. alúð þeirra við Flugleiðir) og hægdrepa önnur með höftum. Og framsóknarmenn beri sögulega ábyrgð á þeim árangri sem næst, því þeir hafi leitt asnann í herbúð- irnar á síðastliðnum áratug, sem við þá er kenndur. Ahrif hins litla kommúnista- kjarna í Alþýðubandalaginu eru snöggtum meiri en fylgi flokksins alls 18% gefur til kynna. Þessum hlutfallslegu miklu áhrifum veld- ur sú tóntegund og fyrirgangur, sem mörgum finnst Ólafur Ragn- ar Grímsson vera ágætur persónu- gervingur fyrir. Sem dæmi um málflutning af þessu tagi nægir að taka þegar Ólafur sagði nýlega í útvarpinu, að sér virtust ríkis- bankarnir beinlínis vinna gegn efnahagsstefnu ríkisstjórnarinn- ar, enda væri það grunsamlegt að Jónas Haralz í Landsbankanum væri helzti efnahagsráðunautur Sjálfstæðisflokksins. Lítill vandi v»ri að segja í svipuðum dúr að manni virtust t.d. Svavar Gests- son og Hjörleifur Guttormsson vinna gegn efnahagsþróun Is- lands, enda væri það grunsamlegt að þeir hefðu lært í A-Þýzkalandi. En sem betur fer eiga kommúnist- ar ennþá nokkuð óskorað einka- leyfi á þessháttar málflutningi, sem byggir á órökstuddum tilgát- um, beinum ærumeiðingum og illa dulbúnum brigzlum um myrkra- verk. En maður skyldi ekki van- meta áhrif þess að menn komist upp með slíkt í ríkisfjölmiðlunum, þó það sé kannski skaðlaust að þeir skrifi svona í Þjóðviljann í krafti þess að vera ekki taldir svaraverðir, sem Ólafur Ragnar nýtur e.t.v. almennt. En einmitt þessi hávaðafram- leiðsla er skýringin á hinum miklu meiri völdum bægslafólksins í þjóðfélaginu en fjöldi þeirra gefur til kynna. Og auk þess eru dag- blöðin oftast meira en fús að prenta það upp ef einhver tekur óþvegið til orða, því fýsir eyra illt að heyra. Lífið er þó oft kaldhæðið. Eftir að fyrsttöldum kommúnista var lyft nú síðast í ráðherrastól á öðrum grundvelli en beinum sósí- alisma og farinn að stunda sína smáiðnaðarstefnu kom þrumuyf- irlýsing kjósenda hans heima í héraði; þeir vilja álver og það strax. Og Lúðvík er jafnvel með. Leiðinlegt hvað þetta bölvað brölt á þeim í Póllandi er hvimleitt fyrir alvarlega hugsjónamenn. Fólk gæti farið að efast um „grundvöll sósíalismans". Áframhaldið Satt að segja finnst mörgum einkaframtaksmönnum ekkert lengur hægt að gera í íslensku efnahagskerfi, nema þá að reyna að standa af sér þetta vinstra veður sem nú gengur yfir þjóðina og hefur gert í áratug. Standa og horfa á verðbólguna talda niður eða upp og núllin flutt aftur fyrir kommuna í gjaldmiðlinum um næstu áramót. Það finnst mér eitthvert fyndnasta tiltæki, sem ég hef séð lengi, en um leið svekkjandi, því að það er afturför að þurfa að fara að passa upp á kommur og aura í bókhaldi. Það væri strax skárra að hafa nýkrón- una, sem minnstu eininguna strax, hún verður víst fljót að verða það af sjálfu sér (1990 með sarpa verðbólguhraða og nú) og við getum farið að nota aurana í skinnur eins og í gamla daga. Kannski hefði verið hægt í staðinn að taka upp t.d. þýzk mörk eða svissneska franka sem undir- stöðumynt og binda íslenzka seðlaútgáfu við þær sbr. Luxem- burg, Bahama og Færeyjar. Þá væri seðlafölsunarmöguleikinn tekinn af pólitíkusunum og efna- hagslífið farið að reka sig sjálft eftir lögmálum markaðarins. Og enn getur maður hlegið, þegar einn kommúnistinn í ráð- herrastól býður vinnuveitendum að koma til fundar við sig á kontór „allaballans", sem í augum hinna síðarnefndu geti verið jafngilt fundarstað þeim sem Howard Hughes valdi seljendum hluta- bréfa TWA-pissúarinu. En kaup- andi er bara ekki sama og seljandi og því mistókst þessi sálfræði- hernaður hjá Svavari, enda ekki markaðssinni. En hugarfarið var samt fyrir hendi, það sást. Enda heyrist manni á vinnuveitendum að téður Svavar hafi lítt stuðlað að lausn kjaradeilnanna úr ráð- herrastól. Hefur þjóðin nokkurntíma hug- leitt, að atvinnurekendur gætu gert ýmislegt annað en að reyna að vera ábyrgir? T.d. að semja nú um 30% kauphækkun? Hvað yrði þá um niðurtalninguna? Þeirgætu líka neitað að semja þangað til að Framsókn sliti stjórnarsamstarf- inu við kommana. Nei, svoleiðis vinna þeir ekki. En er það rétt að aðeins þeir spili eftir reglunum? Vantar ekki meiri ábyrgðartil- finningu annarsstaðar? Veit ekki almenningur hvert verður fram- haldið ef allar „aðgerðir" síðasta áratugs verða nú endurteknar? Hvað er til bragðs? Enn sem fyrr greinum Víð ekki kjarnann frá hisminu. Bak við alla þjóðmálaumræðuna er óskin um betri afkomu til handa öllum. Þessu getum við aðeins náð á tvennan hátt. Sparað sóunina eða aflað meira. Of margir lifa á sóuninni til þess að þýði að tala um sparnað. Þá er aðeins hitt eftir. Orka og stóriðja er flótvirk- asta leiðin til þess. Um þetta verða framfaraöflin að sameinast og einangra afturhaldsöflin í Alþýðu- bandalaginu, þessa síðustu boð- bera sósíalismans á íslandi eftir að hinar greinar hugsjónarinnar, nationalsósíalisminn og fasisminn liðu undir lok. Enn sem fyrr eigum við ekki olíu nema til nokkurra vikna í þessu landi. En jafnvel þó að olíulindir jarðar standi í björtu báli, raskar það ekki ró íslend- ingsins sem ekkert óttast. Þó sýnir sagan okkur að án olíu Iifa ekki nema ca 40.000 manns á íslandi. Hinir deyja úr hor. Því er það mikil furða, að ekki sé gerð alvarleg gangskör að því að kanna hvort olía finnist hér á landi. Það er líka mikils virði að vita það ef það er ekki vegna hugmynda um benzínverksmiðjur. Ekkert myndi gerbreyta okkar efnahag eins og ef olía t.d. væri í Flatey. Af hverju er ekki hægt að útvega 200 milljónir í olíuleit þegar hægt er að finna slíka upphæð strax í Seðlabankanum til að lána flug- mönnum til hlutabréfakaupa? En einmitt flugið er að fara á hausinn hér vegna olíuvandræða. Einn bláeygður atvinnutrúmað- ur í pólitík fullvissaði mig á dögunum um það að á Alþingi væri alltaf úrval þjóðarinnar að finna. Ég hef lengi velt þessum orðum fyrir mér en ekki sannfærst því ef þetta er úrvalið, hvernig eru þá hinir? 15. nóv. 1980. Halldór Jónsson verkfr. Eftirmáli Grein þessi er búin að liggja í salti hjá ritstjóra Morgunblaðsins nú í 3 vikur og þvi orðin eitthvað úrelt. Ég hef tekið eftir því að á þessum tíma hafa a.m.k. 2 komm- únistar fengið birtar eftir sig ritsmíðar í Morgunblaðinu. Vænt- anlega finnst ritstjóranum svona mikill munur á innihaldi ritsmíð- anna fremur en áhugi á málstað kommúnista og skal ég glaður fella mig við hið fyrra. En sem lesanda blaðsins fannst mér lítið liggja á varnargrein Ólafs Ragnars eftir að hann varð uppvís að hreinum ósannindum í sjónvarpsviðtali sem hann lét hafa við sig á dögunum um málefni Flugleiða. Og vörnin er dæmigerð fyrir hann eins og fyrri daginn: Arás og ærumeiðingar á Sigurð Helgason, sem nú gegnir áreiðanlega erfiðasta og van- þakklátasta starfi sem á íslenzk- um vinnumarkaði er, þó sjálfsagt sé stundum dapurt að vera setjari hjá Mogganum. En það er nú svo, að hver mykjukökkur sem flýgur frá Ólafi Ragnari fer í hugum margra að breytast í heiðursmerki á brjósti þess sem fyrir verður. Og mér finnst lýsa þeim mun meira af brjósti Sigurðar sem skeytin verða fleiri. Flestir eru nú farnir að átta sig á tilgangi kommúnista með bram- boltinu með Flugleiðir og augu manna opnast fyrir afleiðingum þess að hafa þá í lykilembættum á örlagastundum. Nú er um að tefla að halda uppi samgöngum við umheiminn eða hverfa áratugi aftur í tímann, þegar t.d. bréf var mánuð að berast frá Ameríku, svo ekki sé talað um mannflutninga. En afturhald er hvergi að finna hér á landi nema hjá kommúnist- um og því fer sem fer. Mér finnst að við ættum að reyna að styðja við Sigurð Helga- son í hans erfiða starfi, sem er í þágu meirihluta fólks í landinu. Hér er of mikið í húfi til þess að Ólafur Ragnar og bægslabræður hans geti fengið að ráða ferðinni og stefna flugsamgöngum okkar og atvinnu þess fólks sem við þær vinnur í voða. Ilalldór Jónsson. íslendingar vilja vera vel klæddir. Um það bera vitni hinar mörgu tískuverslanir hér á landi. Það er skemmtilegt að starfa við að selja fatnað, því það er mála sannast að fötin skapa manninn. Raunar ekki aðeins hinn ytri mann, heldur efnnig þann innri, því vellíðan og sjálfstrapst eykst til muna þegar fólk er vel klætt. Því hafa allir kynnst sem hafa séð þá breytingu sem hefur orðið á viðskiptavini sem yfirgefur verslunina ánægður eftir að hafa fengið „einmitt það sem har.n var að leita að.“ Erla Wigelund: Vilja menn ríkisfatnað? Með sama áframhaldi getur ríkið, sem markvisst virðist stefna að því að einkarekstur í landinu leggist niður, brátt farið að taka að sér að selja tíkufatnað. Það yrði athyglis- vert að sjá hvort ríkisfatnaður- inn yrði í takt við tímann og hvernig verðlagi yrði háttað. Kannski eins og hjá þeim í áfenginu, að menn gætu hve- nær sem væri átt von á að búðinni yrði lokað fyrirvara- Er íslendingum ekki treystandi fyrir fr jálsri verðmyndun? En hvernig er að reka slíka verslun á íslandi í dag? Áhættuspil Tískuverslun er áhættuspil. Tíska breytist ört og duttlung- ar einhverra manna úti í heimi geta gert verðlausan hjá manni allan lagerinn. Þetta hefur oft gerst, en gleggsta dæmið er kannski þegar síddin breyttist í einu vetfangi úr „mini“ í „midi" og „maxi". Það er að segja, úr því að vera uppi á miðjum lærum og í það að ná niður á kálfa. Hvernig á tísku- verslun að mæta slíkum sveifl- um? Geyma vöruna í 30 ár svo hægt verði að selja hana í Flónni? Hin ótalmörgu dæmi um tískuverslanir sem spretta upp, en loka síðan eftir skamman tíma, eru talandi tákn um að slíkur rekstur er enginn leikur og ekki arðvænlegur nema með ótrúlegri vinnu og útsjónar- semi. Alagning á þessar vörur er engan veginn raunhæf og langt undir því sem gerist í nágrannalöndum okkar. laust einn dag í senn og allar vörur hækkaðar eftir þörfum? Slíkt er vandalaust þar sem samkeppni er engin. Gamanlaust, þá er afar brýnt að hér verði komið á frjálsri verðmyndun, ef halda á uppi þeirri þjónustu og því vöruúrvali sem landsmenn taka orðið fyrir sjálfsagðan hlut. Islendingum hlýtur að vera treystandi fyrir slíku frelsi eins og öðrum þjóðum. Halldór Jónsson, verkfr.: „Á grundvelli sósíalismans44

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.