Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980
& w
mi: mm
w
Sé
Jón Holxason
Jón úr Vör
Svona stór
Jón IlrlKason:
ÁFANGAR
Myndir rftir iiraKa Ásjfeirsson
IleÍKafrll 1980
Jón úr Vör:
ÞORPIÐ
TrikninKar: Kjartan Guöjónsson
llrlKafrll 1979
Bókmennllr
cftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Myndir Bratfa Ásgeirssonar við
Afanga Jóns lielgasonar eru gerð-
ar á árunum 1955—57 sem er
•lálítið Imnglamalrgt tímaliil í
myndlist Braga, hann er þá að
iosna undan l’irassoáhrifum. rn
rngu að síður um margt vísbend-
ing |>ess sem siðar kom fra hendi
hans.
Það verður að srgja um flestar
þessara mynda að |>ær eru ekki
heppilegar myndskreytingar við
Ijóð, að minnsta kosti ekki í bók.
Bragi gerðist snemma metnaðar-
fullur myndlistarmaður og er
mjög ráðríkur við skáld Áfanga í
túlkun sinni á ljóðunum. Myndirn-
ar prentast illa í bók, eru til
dæmis of dökkar, en það sem
veldur því að þær eiga ekki heima
með hinum vandaða kveðskap
Jóns Helgasonar er að þær yfir-
gnæfa Ijóðin, oftúlka þau eins og
leikari sem þykist vera einn á
sviðinu og hirðir ekki um aðra
leikara.
Engu að síður eru sumar þess-
í greipum
Ægis
ara mynda Ijómandi listaverk. Eg
nefni sem dæmi mynd sem tjáir
reimleika á Kili, draum fjallaþjófs
um farsældina norðan heiðar og
suðræn blóm og melgrasskúfinn
harða.
í fyrra kom Þorp Jóns úr Vör út
með teikningum Kjartans Guð-
jónssonar. Þetta er með fallegustu
bókum sem ég hef séð lengi. Orð
og mynd eru í samræmi eða
réttara sagt farsælu nábýli. Þeir
sem ekki hafa enn gert sér grein
fyrir hvílíkur afbragðsteiknari
Kjartan Guðjónsson er ættu að ná
sér í Þorpið sem fyrst.
Farið er eftir fyrstu útgáfu
Þorpsins 1946, en orðabreytingar
eru á stöku stað eins og höfundur
bendir á. Ljóðunum í Þorpinu
lætur vel að hafa rúmt um sig eins
og útgáfan sannar og líklega hefði
Jón úr Vör ekki getað valið betri
túlkanda meðal myndlistarmanna
en Kjartan Guðjónsson. Sannara
inun |k> vera að Kjartan valdi Jón.
Kjartan Guðjónsson kýs leið
hófseminnar í myndskreytingu
Þorpsins. Samt verður naumast
sagt að hann hafi ekki sagt það
sem máli ski(ftir í myndunum
Lítum til dæmis á teikningu af
fátæku fólki, mynd af Ólafi blíðan
sem sárnaði það að ekki var hægt
að nota vesaling til neins, kola-
vinnumenn og baksvip móðurinn-
ar sem bar fjórtán börn undir
brjósti og gengur að vonum þreytt
til sængur. Lokateikningin sýnir
drenginn sem forðum sagði: Eg er
svona stór, en komst að því að
enginn fær sigrað sinn fæðingar-
hrepp.
Ég ætla ekki að angra lesendur
með samanburði á Áföngum og
Þorpinu, en minna má á að þegar
Þorpið kom út var því tekið af
almennum lesendum með álíka
skilningi og Jón úr Vör sýnir nú
verkum yngstu skálda í lesbókar-
þáttum sínum.
Steinar J. Lúðvíksson:
ÞRAUTGÓÐIR Á
RAUNASTUNI)
XII. 197 bls.
Örn og Örl. Rvík. 1980.
I jafn fámennu landi sem Island
er mega siysavarnir teljast eins ,
konar þjóðernismál. Steinar J.
Lúðvíksson er nú búinn að rekja I
sjóslysa- og björgunarsögu íslend-
inga nánast alla þessa öld. Stað- j
reyndasaga er það mest og mála-
lengingar fáar. Samt eru þetta
orðin tólf bindi stór. Sitthvað
hefur hér gerst á sæ, það fer ekki
milli mála! Margan vaskan dreng
hefur Ægir hrifsað. Fyrrum mun
það hafa verið talin eðlileg fórn í
staðinn fyrir þær stóru gjafir sem
hann gaf. En þar kom að menn
vildu — eins og Egill — ganga á
hólm við Ægi. Sjóslysasagan varð
smám saman að björgunarsögu.
Þetta tólfta bindi tekur til
áranna 1903 til 1906 að báðum
meðtöldum. Það voru mikil ár í
íslandssögunni, heimastjórn
fékkst — og ekki aðeins í Islands-
sögunni heldur einnig í sögu ■
Reykjavíkur því á fyrsta áratug
aldarinnar hvorki meira né minna
en tvöfaldaðist íbúatala höfuð-
staðarins. Þó þessi bók Steinars sé
hvorki íslandssaga né Reykjavík-
ursaga blasa skýringar þess við á
síðunum: Reykjavík er orðin
meiraháttar útgerðarpláss, auk
þess höfuðstaðarhlutverks sem
hún var þegar tekin að gegna.
Þetta voru síðustu ár þilskipanna.
Að vísu úir og grúir hér af
fýrirsögnum eins og: »Breskur
togari strandar.« En moðal Islend-
inga sjálfra var togaraöldin ekki
runnin upp. Kins og í fvrri bindum
ritsins er hér mest sagt frá minni
háttar sjóslysum sem nú eru löngu
gle.vmd. Bretar byrjuðu snemma
að stefna skipum sínum rakleitt
upp í fjörur þessa lands og frá
fyrstu tíð voru íslendingar tilbún-
ir að bjarga. Arabátarnir, sem hér
voru enn algengt samgöngu- og
flutningatæki um aldainót, fleyttu
mörgum yfir á höf annars hejms.
Og snemma byrjaði fólk að hrasa
fram af bryggjum og bíða þannig
aldurtila, einkum blessuð börnin
sem gættu ekki að sér í aðdáun
sinni á mikilleik athafnalífsins.
Allt voru þetta stóratburðir á
líðandi stund fyrir sjónum þeirra,
sem næst stóðu, en falla í fyrnsku
þegar tímar líða.
En hér er líka sagt frá nokkrum
meiri háttar slysum sem lengi
verða í minnum höfð og er Ingv-
arsslysið áreiðanlega þeirra lang-
eftirminnilegast. Þcir, sem mundu
þann atburð, voru alla ævi að rifja
hann upp. Nú munu þeir flestir
gengnir því atburðurinn gerðist
Auglýsina um námskeið
fyrir þa sem hælta
vilja reykingum
Reykingavarnarnefnd auglýsir námskeiö fyrir þá, sem hætta vilja að reykja.
Námskeiöiö veröur haldið dagana 16. til 20. nóvember, hvert kvöld og hefst kl. 20 í
stofu 101 í Lögbergi, húsi Lagadeildar, á lóö Háskóla íslands. Námskeiðið er
Þátttaka tilkynnist í síma 82531 milli kl. 13—17 fimmtudag til og meö sunnudegi og í
Leiöbeinendur og fyrirlesarar veröa: Jón H. Jónsson frá íslenska bindindisfélaginu og
læknarnir Auðólfur Gunnarsson, Hjalti bórarinsson. Kjartan Jóhannsson, Sigurður
Bjornsson og Sígurgeir Kjartansson.
Þ -utaka tilkynnist í síma 82531 milli kl 13—17 fimmtudag til og meö sunnudag og í
síma 36655 utan þess tíma.
Fólk er eindregið hvatt til þess að nota þetta tækifæri til þess aö losna úr viðjum
vanans og stuöla aö bættu heilsufari.
1906. Kutter Ingvar var í eigu
Duus-verslunar í Reykjavík,
strandaði við Viðey í ofsaroki og
molaðist þar niður á fáeinum
klukkustundum fyrir augunum á
höfuðstaðarbúum án þess unnt
reyndist að bjarga nokkrum skip-
verja. Nokkrir menn lögðu sig í
ærna hættu með því að róa út í
gufuskip sem lágu úti á höfninni
og hvetja þau til dáða. En ekkert
þeirra treystist til að freista
björgunar. Sinnuleysi þeirra og
vanmáttur bæjarbúa kom illa við
samviskuna. Þannig sagði Þjóðólf-
Bðkmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
ur: »Það er svívirðing að hafa látið
mennina farast þarna eftir 3
klukkustunda baráttu við dauð-
ann, án þess nokkuð væri gert til
að bjarga þeim. Samviska bæjar-
búa gæti verið rólegri, ef tilraun
hefði þó verið gerð til þess, og
reynst t.d. ótæk.« Sýnilega ýttu
umræður þær, sem urðu um slys
þetta, undir kröfuna um einhverj-
ar skipulegar slysavarnir, þannig
að segja má að skipshöfnin á
Ingvari hafi ekki til einskis háð
sína vonlausu baráttu við dauðann
og fórnað sér svo að segja við dyr
bæjarbúa.
Ekki er í þessari bók greint frá
mörgu sem hægt væri að telja til
kynlegra atburða. Þó gerðist það
1906 að jiilskip með timburfarm
barst með hafís inn á Hrútafjörð.
Hoimamenn fóru út í skipið en þá
var »ekki unnt að sjá þess merki
Steinar J. LúAviksson
að menn hefðu hafst við um borð í
því í langan tíma, né heldur hvaða
skip þetta var eða hverrar þjóð-
ar.«
Höfundur ritar formála fyrir
þessu bindi og segir þar meðal
annars að hann hafi, er hér var
komið sögu, orðið að styðjast mest
við prentaðar heimildir þar eð
»flestir þeir sem upplifðu þá
atburði sem hér er fjallað um, eða
kynntust þeim af eigin raun, eru
nú allir fallnir frá.« Ennfremur
upplýsir Steinar að ætlunin sé »að
rekja þessa sögu fram til alda-
móta, og kemur því væntanlega út
á næsta ári bók sem fjallar um
árin 1900—1902.«
Þó íslendingar geymi fátt betur
í minni en mannraunasögur ýmiss
konar og mikið hafi verið skrifað
um sjóslys liðinna ára og áratuga
hefur höfundi verið ærinn vandi á
höndum að taka saman þetta
heildarrit þar sem ætlast var til
að allt skyldi tínt til og helst engu
sleppt sem máli skipti. Þann
vanda tel ég að höfundur hafi
axlað vel og samviskusamlega.1
Eins og Ari vil hann að menn hafi
heldur það er sannara re.vnist og
því biður hann menn að leiðrétta
missagnir og gefa fyllri ujiplýs-
ingar, búi þeir yfir þeim, en
ætlunin mun að birta þcss konar
viðauka í næsta bindi.
Kammersveit
Reykavíkur
Á fyrstu tónleikum Kamm-
ersveitar Reykjavíkur á þessu
starfsári, voru flutt verk eftir
Vivaldi og Hándel. Vivaldi
samdi um 400 konserta og er
Allegro — Largo — Allegro-
kaflaskiptingin nokkurs konar
vörumerki fyrir konserta hans.
Þrátt fvrir mikla frægð sem
tónskáld og fiðluleikari, var
uppskera hans í veraldlegum
gæðum harla lítil. Hann end-
Tónlist
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
aði ævi sína í sárri fátækt og
fékk grafarhvíld í fráteknum
reit fyrir ölmusumenn. Minna
strengja hljómur hreinn, hug-
arþrenging eiri. Kveð ég lengi,
kveð ég t'inn, kveður enginn
fleiri, i lial't eflil Siguröi
BreiAfjorð og eiga jiessi orð vel
við Antomo Vivaldi. Verk hans
búa yfir undarlegum tærleika,
eru opinská og hreinskilin.
Leikur kammersveitarinnar
var mjög fallegur, þó nokkuð
gætti of mikils styrks í leik
lágraddahljóðfæranna. Á milli
tveggja konserta eftir Vivaldi,
voru fluttar tvær kantötur
eftir Hándel, báðar um ástina
og söng Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir einsöng í báðum verkun-
um. Ólöf söng bæði verkin vel,
en ekki alls kostar í samræmi
við stíl þeirra og innihald. Á
tímum Hándel var ástin ekki
tjáð með sama inntaki og á
tímum rómantískra hugmynda
og hefði sléttur og leikandi
söngmáti hæft verkunum bet-
ur, en sterk leikræn túlkun.
Eins og að framan greinir var
leikur sveitarinnar mjög góður
og þrátt fyrir að öllum sé
ætlað hólið, er nóg eftir þó
smá stykki sé brotið af fyrir
fiðlungana í sveitinni, en sam-
leikur þeirra var sérlega tón-
fallegur.
Þeir sem stóðu að þessum
tónleikum, auk Ólafar Kol-
brúnar Harðardóttur, voru
Rut Ingólfsdóttir, Laufey Sig-
urðardóttir, Pétur Þorvalds-
son, llelga Ingólfsdóttir,
Kristjan Þ Stephensen, Sig-
urðm Maikússon og ( .uiiilla
Söderberg en hún lék á
biokkflautu. Iliin er frabær
blokkflautuleikari og gal leik-
ur hennar tónleikunum sann-
kallað barokkyfirbragð.