Morgunblaðið - 16.11.1980, Page 1

Morgunblaðið - 16.11.1980, Page 1
80 SÍÐUR 256. tbl. 68 árjf. SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Páfií Köln Köln, Y-Þýzkalandi, 15. nóv. — AP. JÓHANNES Páll II páíi kom í dag í heimsókn til V-Þýzkalands. Aðeins um 1500 manns tóku á móti páfa á flugvcllinum i Köln en stjórnmálaleiðtogar höfðu hvatt íbúa til að taka vel á móti páfa. Jóhannes Páll II mun dveljast í fimm daga í V-Þýzka- landi. Eins og í fyrri ferðum sínum kraup páfi á kné og kyssti jörðina. I ræðu hvatti páfi kristna menn til að vinna saman. Um helmingur íbúa V-Þýzka- lands er rómversk-kaþólskrar trúar og helmingur mótmælenda- trúar. Deilur hafa blossað upp á síðustu vikum í V-Þýzkalandi vegna rits, sem kaþólikkar gáfu út. Mótmælendur halda því fram, að í ritinu sé vegið ómaklega að Marteini Lúther. íranir á ríki Beirut, 15. nóv. - AP. í FRÉTTUM frá Iran segir, að trakar hafi ráðist til atlögu á nýjum vígstöðvum i olíuhéraðinu Khuzist- an og ráðist á borgina Susangcrd. sem er fyrir norðan Ahadan. íranir hafa hótað þvi að ráðast á olíumann- virki i öllum rikjunum við Persaflóa ef Abadan falli í hendur trokum. írakar segjast hafa upprætt dreifða hópa íranskra byltingarvarða kringum Susangerd en íranir segjast veita þeim öflugt viðnám. Ef Susang- erd fellur eiga írakar greiða leið til Ahvaz, höfuðstaðar Khuzistan. í dagblaði í Kuwait segir í dag, að íranir hafi komið því á framfæri við öll ríkin við Persaflóa, að ef Abadan falli muni þeir ráðast á olíustöðvar í löndunum. Bandaríkjamenn og band- amenn þeirra hafa meira en 50 herskip á Indlandshafi og á Persa- Pólskur andófsmaður handtekinn í Varsjá Varsjá, 15. nóvember. — AP. PÓLSK stjórnvöld hafa látið handtaka Wojciech Ziemb- Játning í morðmáli Sailsbury, 15. nóv. — AP. LÍFVÖRÐUR Edgard Tekere, ráð- herra í ríkisstjórn Mugabes í Zimba- bwe, sagði fyrir rétti í gær, að það hefði verið hann, sem hefði skotið William Adams, 68 ára gamlan hvítan bónda, 4. ágúst sl. Réttað hefur verið í máli Tekeres og sjö lífvarða hans vegna morðsins síðan 3. nóv. sl. inski, en hann skipulagði há- tíðarhöld til minningar um sjálfstæði Póllands eftir fyrri heimsstyrjöldina. Heimitdir segja, að Ziembinski hafi verið handtekinn á fimmtudag — tveimur dögum eftir göngu 15 þúsund manna um Varsjá. Hann er sakaður um að hafa „móðgað pólsku þjóðina“ og vera meðlimur í ólöglegum samtökum. Ziembinski hefur í nokkur ár skipulagt hátíðarhöld til minn- ingar um sjálfstæði Póllands, 11. nóvember 1918. Yfirvöld vilja sem minnst af þessum hátíða- höldum vita en halda þess í stað hátíðlegan 22. júlí. Þá tók kommúnistaflokkurinn völdin 1944. Þátttaka í hátíðargöngu Ziembinski hafði aldrei- verið meiri en 11. nóvember síðastlið- inn. I predikun minntist kaþólsk- ur prestur þeirra sem féllu í Katynskógi í lok síðari heims- styrjaldarinnar en þá féllu þús- undir Pólverja fyrir sovéskum byssum. Þá bað hann fyrir þeim, sem teknir voru af lífi af pólsk- um og sovéskum lögreglu- mönnum á tímum Stalíns. Lech Walesa hélt í dag áfram viðræðum við embættismenn. í gær ræddi hann við Stanislav Kania, leiðtoga kommúnista- flokksins. Til umræðu er laga- setning um vinnulöggjöf. hóta árásum við Persaflóa flóa, sem tryggja eiga olíuflutninga um flóann en um hann fara 40% þeirrar olíu, sem vestræn ríki þurfa á að halda. Haft er eftir Armena, sem flýði frá íran til Tyrklands um Kúrdahéruðin, að Kúrdar ráði lögum og lofum í sínum héruðum að undanteknum stærstu borgunum þar sem íranskir hermenn eru enn til varnar. Einnig er fullyrt, að tyrkneskir Kúrdar streymi yfir landamæri til írans til hjálpar þjóðbræðrum sínum. Enn er beðið eftir viðbrögðum Irana við svari Bandaríkjamanna við þeim skilyrðum, sem íranir settu fyrir lausn gíslanna. í blaðinu Al- Watan í Kuwait segir hins vegar, að Khomeini sé nú að hugleiða ný skilyrði fyrir lausn gíslanna, sem komið verði á framfæri við Kurt Waldheim, aðalritara SÞ. Ungfru alheimur: Allt gott sem endar vel London. 15. nóv. — AP. AÐSTANDENDUR fegurðar- keppninnar Ungfrú alheimur sögðu í dag. að líklega hefði þeim tekist að ráða bót á allri vitleys- unni með keppnina þar sem þeim hefði tekist að hafa uppi á þeirri stúlkunni, sem varð önnur i röðinni. ungfrú Guam. og hafa þeir nú boðið henni titilinn. Skipuleggjendur keppninnar sögðu að Kimberly Santos, 19 ára gömul stúlka frá Guam, hefði tekið við titlinum en henni hefði þó verið gefinn tveggja sólar- hringa umhugsunarfrestur. Með því vilja þeir augljóslega koma í veg fyrir að uppákoma frá í gær endurtaki sig þegar Gabriella Brum yfirgaf fegurðarstólinn eftir aðeins 18 klukkustunda setu. Gabriella gaf þá skýringu, að vinur hennar, 52ja ára gamall Þjóðverji, sem býr í Los Angeles, hafi verið allt annað en ánægður með sigur hennar. Það gekk þó ekki þrautalaust að finna ungfrú Guam því að þegar til átti að taka fannst hún hvergi, hvorki austan hafs né vestan. Loksins tókst þó að grafa hana upp í Los Angeles en þangað hafði hún farið til fundar við föður sinn. Lokuð inni í 40 ár Piacenza, Italíu. 15. nóv. — AP. LÖGREGLAN handtók I gær þrjár manneskjur og er þeim geíið að sök af hafa haldið fanginni um 40 ára skeið geðveilli, ítalskri aðalskonu. Luigi Portapuglia, María kona hans og Alfredo, bróðir Luigis, eru öll ákærð fyrir að hafa lokað systur þeirra bræðra, Giovanna Porta- puglia, inni í turni miðaldakastala í fjóra áratugi þar sem hún sætti iliri meðferð. Lögreglan segir, að Giovanna hafi verið dregin inn í turninn þegar hún var 25 ára gömul vegna þess, að þeim bræðr- um þótti hún haga sér eitthvað undarlega og er talið að hún hafi aldrei komið út undir bert loft síðan. Upplýsingar um konuna bárust lögreglunni frá nágrönnum fjöl- skyldunnar og þegar turnherbergið var brotið upp var aðkoman ófögur. Giovanna var illa á sig komin vegna vannæringar, neglurnar hringuðust um fingur henni og herbergið var þakið sauri. Gio- vanna er nú í sjúkrahúsi aðfram- komin á líkama og sál. „Tvennir tímar" hefði þessi mynd verið látin heita fyrir nokkrum árum þegar reiðhjólið var orðið hálfgerður forngripur. En nú er öldin önnur. Hjólhesturinn á þessari mynd kvað meira að segja státa af tíu gírum! Ljósmynd rax.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.