Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 Fjórtán ára Kefl- víkingur varð ung- lingameistari í skák SVEINN Gylfason, 14 ára Kefl- víkinKur, sÍKraði á unglinga- meistaramóti íslands i skák, sem lauk i húsakynnum Skáksam- bands íslands i Reykjavik i fyrra- kvðld. Keppendur voru 17 og voru tefldar 7 umferðir sam- kvæmt Monradkerfi. Sveinn Gylfason fékk 6 vinn- inga. Annar varð Lárus Jóhann- esson, Reykjavík, með 5,5 vinn- inga, Guðmundur Gíslason, ísa- firði, varð þriðji með 5 vinninga og í fjórða sæti varð Sveinn Ingi Sveinsson, Reykjavík, sem einnig hlaut 5 vinninga. Sveinn Gylfason fær í verðlaun þáttöku í alþjóðlegu unglinga- skákmóti í Hallsberg í Svíþjóð. Stærsta fiskiskipið í færeyska f lotanum Davíð Oddsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hélt í síðustu viku fundi á 15 vinnustöðum og ræddi við nærri tvö þúsund manns á þessum fundum. Kvaðst Davíð ánægður með þessa fundi. fólk hefði virst ánægt með að fá heimsókn stjórnmálamanns án þess að kosningar væru á næsta leiti. Heimsóknir þessar væru einnig góðar fyrir hann, þar hefði hann kynnst viðhorfum fólks og viða var mikið spurt og fjörugar umræður. Gengur á ýmsu í þróunaraðstoðinni á Grænhöfðaeyjum: „Værum ekki þama ef ekki væru vandamál“ Færeyingar festu fyrir nokkru kaup á 5 ára gömlum verksmiðjutogara í Færeyjum og er þessi „risatrolari" lang- stærsta fiskiskipið í færeyska flotanum, um 4 þúsund tonn að stærð. Nokkrar breytingar þarf að gera á skipinu, en fyrirhugað er að það fari fljótlega á næsta ári til kolmunnaveiða og og er ætlunin að verka „svartkjaftinn" til manneldis um borð. Meðfylgjandi mynd og fréttaklausa er tekin úr færeyska blaðinu Dimmalætting. Á ÝMSU hefur gengið hjá íslend- ingunum, sem starfa við þróunar- aðstoð á Grænhöfðaeyjum. síðan störf þeirra hófust þar í júnimán- uði sfðastliðnum. Margs konar erf- iðleikar hafa mætt íslenzka hópn- um og má nefna, að innfæddir hafa ekki staðið við loforð um gott húsnæði fyrir íslendingana og hafa þeir búið i hermannahröggum fram Ólympíuskákmótið á Möltu: Margeir fer ekki „ÉG tilkynnti stjórn Skáksam- bands íslands fyrir nokkru. að hún skyldi finna annan kepp- anda í minn stað. þannig að frá minni hendi hefur það iengi verið Ijóst. að ég tæki ekki þátt í Ólympíuskákmótinu á Möltu að öllu óbreyttu,“ sagði Margeir Pétursson, alþjoðlegur skák- meistari i samtali við Mbl. í gær. en í fréttatilkynningu. sem SÍ sendi út á föstudag um islenzku skáksveitirnar, sem fara til Möltu segir m.a.. að Guðmundur Sigurjónsson. stórmeistari, kom- ist ekki á Ólympiuskákmótið „af persónulegum ástæðum“. „Óvíst er. hvort Margeir Pétursson sér sér fært að taka þátt i mótinu." segir í fréttatilkynningu SÍ. Margeir Pétursson sagði, að hann hefði í sumar skrifað stjórn SÍ bréf, þar sem hann hefði tilkynnt, að hann yndi ekki við þá niðurröðun að vera settur á 4. borð sveitarinnar, þar sem skákstig hans frá árinu í fyrra • u „Viljum ekki trúa öðru en hann fari, segir forseti S.í. væru ekki talin með og ekkert tillit tekið til árangurs hans á því ári, m.a. sigurs í alþjóðlegu skák- móti í Hamar. „Ég tel, að stjórnin hafi þarna brotið lög Skáksam- bandsins um að velja menn með hliðsjón af gildandi stigum og nýlegum árangri á mótum og vildi fá skýringar á þessu. Eina svarið sem ég fékk var ítrekun á sam- þykkt stjórnarinnar um borða- röðun, sem ég hafði sagt, að ég vildi ekki una við. Ég leit því svo á, að þátttaka mín væri úr sögunni og fyrir nokkru ítrekaði ég þetta sjónarmið og benti stjórninni á að velja annan kepp- anda í minn stað,“ sagði Margeir. „Ef Margeir fer ekki, þá fer Þessi mynd var tekin á æfingu karlasveitarinnar á þriðjudagskvöld- ið. f fremri röð sitja Ingi R. Jóhannsson. dr. Ingimar Jónsson og Friðrik Ólafsson og fyrir aftan þá standa Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Arnason og Guðbjartur Guðmundsson. enginn í hans stað. En við höfum lagt á það mikla áherzlu að hann fari og vonum að svo verði," sagði dr. Ingimar Jónsson, forseti SÍ, er Mbl. spurði hann um þetta mál í gær. Ingimar sagði, að stjórn SI hefði ákveðið liðsskipan á fundi 28. júlí og ítrekað hana 5. ágúst og sagði Ingimar engan ágreining hafa verið. Bréf Margeirs með athugasemdum hans hefði ekki borizt fyrr en einum tveimur vikum síðar. Mbl. spurði Ingimar þá, hvernig stjórnin hefði afgreitt bréf Margeirs og hvort rétt væri, að Margeir hefði tilkynnt stjórn SÍ fyrir nokkru, að hann færi ekki og skyldi stjórnin því finna annan keppanda í hans stað. „Við höfum rætt þetta við Margeir og viljum ekki trúa öðru en að hann fari,“ sagði Ingimar. I fréttatilkynningu SÍ segir, að stjórn þess hafi nú endanlega gengið frá skipan sveitanna. Karlasveitina skipi: Friðrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Jó- hann Hjartarson og Ingi R. Jó- hannsson, sem sé liðsstjóri. í kvennasveitinni eru; Áslaug Kristinsdóttir, Ólöf Þráinsdóttir, Sigurlaug Friðþjófsdóttir og Birna Norðdahl og er Ólöf liðs- stjóri. Fararstjórar verða Ingi R. Jóhannsson og Guðbjartur Guð- mundsson, stjórnarmaður SÍ. Karlasveitin hefur æft undir stjórn Guðmundar Sigurjónsson- ar, en Margeir Pétursson sagði í samtalinu við Mbl., að hann hefði ekki sótt þær æfingar, og Jón Pálsson stjóri\aði æfingum kvennasveitarinnar. Allsherjarfundur Alþjóða skák- sambandsins verður haldinn á Möltu á meðan á Ólympíuskák- mótinu stendur, og situr dr. Ingi- mar Jónsson, forseti SÍ, fundinn fyrir þess hönd. til þessa þar sem lítið hefur verið af þægindum þeim, sem Vesturlanda- búar geta heizt ekki verið án. Úr húsnæðismálunum er þó að rætast þessa dagana. „Við værum ekki þarna ef ekki væru nein vandamál," sagði Birgir Hermannsson hjá Fiskifélagi Is- lands í samtali við Morgunblaðið í vikunni, en Birgir hefur manna mest verið í sambandi við Islendingana á Capo Verde. Magni Kristjánsson stjórnar útgerðinni syðra, Halldór Lárusson er skipstjóri á Bjarti og Árni Halldórsson vélstjóri. Áuk eig- inkvenna þeirra eru 4 börn á skóla- skyldualdri í íslendinganýlendunni, en þar sem engir skólar eru fyrir útlendinga á eyjunum er börnunum kennt heima. Bjartur kom til Capo Verde 7. júní sl. og veiðitilraunir og fiskileit hófust í lok mánaðarins. Fljótlega bilaði Ijósavél skipsins, en ný ljósa- vél var strax send flugleiðis og er verið að setja hana niður þessa dagana. Ekki fundust menn á Capo Verde, sem gátu unnið það verk og varð að fá sérfræðinga frá Portúgal til að annast niðursetningu vélarinn- ar. Bjartur hefur verið á nóUveið- um. Ekkert hefur fundizt af hrossa- makríl, en í kringum eyjarnar átti að vera svartur sjór af þessum fiski. Áfram verður haldið að svipast um eftir hrossamakríl. Hins vegar hefur talsvert fundizt af smámakríl, sardinellu og fleiri fisktegundum á grunnsævi við eyj- arnar, en þetta skiptir verulegu máli fyrir beituþörf, en skortur á beitu hefur verið vandamál vegna tún- fiskveiða. Fiskileit Bjarts hefur sýnt að túnfiskur er þarna í svo ríkum mæli að auka mætti verulega veiðar á honum. Nú eru að hefjast togveiði- tilraunir og munu þær standa fram yfir jól. Hvað við tekur að þeim tilraunum loknum er ekki ljóst, en ráðgerðar eru m.a. tilraunir með neta- og línuveiðar og þá eru hum- arveiðar með gildrum verkefni sem bíður. Það er ekki lítið hafsvæði, sem Bjartur hefur leitað og verið ein- skipa á í sínum tilraunum. Það er þó ekki eina vandamálið, sem við er að glíma. Nefna má óvenju erfiðar ytri aðstæður, illbærilegt loftslag og vöntun á ýmsu því til daglegs lífs, sem vestrænar þjóðir telja sjálfsagt og menntunar- og reynsluleysi inn- fæddra. Björg Einarsdóttir hefur verið formaður Ilvatar sl. tvö ár. Markús örn Antonsson flytur er- indi á aðalfundi Hvatar. Aðalfundur Hvatar haldinn á morgun HVÖT, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík heldur aðalfund sinn á morgun, mánudag 17. nóvember í Val- höll og hefst hann kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa mun Markús Örn Ant- onsson borgarfulltrúi flytja erindi sem hann nefnir: Staða hinna öldruðu í fjölskyldunni. Að loknu erindi hans verða almennar umræður. Félagsstarf Hvatar hefur verið mjög mikið undanfarið ár, en félagið er eitt af fjöl- mennustu samtökum Sjálf- stæðisflokksins. Björg Einars- dóttir hefur verið formaður Hvatar síðustu tvö ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.