Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 19 þá um leið að vera ríkari af þjóð sinni og landi. Allt helst þetta í hendur er lífsstarf og fórnfýsi frú Bjarnveigar Bjarnadóttur i þágu Ásgríms Jónssonar, heimabyggð- ar hennar og þjóðarinnar allrar er skoðað ofan í kjölinn. Ásgrímssafn er því á traustu bjargi byggt, bjargi sem hefur verið hlaðið af útsjónarsemi, vilja- festu, óeigingirni og djörfung. Um tilgang þess og gildi getur því enginn nokkur maður efast fram- ar ... -O- Einn er sá þáttur í starfsemi Ásgrímssafns sem ekki má gleym- ast þegar þessa afmælis er minnst, — en það eru skólasýn- ingar safnsins. Til þess að fá upplýsingar um skólasýningarnar snéri undirritaður, listrýnir blaðs- ins sér til Þóris Sigurðssonar námsstjóra í mynd- og handmennt en hann hafði í nokkur ár umsjón með safnferðum grunnskólanem- enda í Reykjavík. — Þórir, getur þú ekki sagt mér sitthvað um tengsl Ásgrímssafns við skólana, börn og unglinga hér á höfuðborgarsvæðinu? Um tengsl Ásgrímssafns við skólana og skólanemendur mætti margt segja. Árið 1964 hófst merkilegur þáttur í starfsemi Ás- grímssafns, þá var sett upp fyrsta skólasýning safnsins og hafa slík- ar skólasýningar verið árviss við- burður allar götur síðan. For- stöðumaður safnsins, frú Bjarn- veig Bjarnadóttir, hefur allt frá stofnun safnsins stefnt að því að kynna sem flestum list Ásgríms Jónssonar og reynt að gefa fólki tækifæri til að njóta þeirra stór- kostlegu menningarverðmæta sem listamaðurinn gaf íslenzku þjóð- inni. Ekki veit ég nákvæmlega um tildrög þessarar fyrstu skólasýn- ingar en af kynnum mínum af frú Bjarnveigu þykist ég vita að hún hafi þá þegar gert sér grein fyrir því hve þýðingarmikið það er að börn og unglingar fái tækifæri til að kynnast listum og að hún hafi þarna séð möguleika á að bæta aðstöðu þeirra í þessum efnum. Frú Bjarnveig er manneskja sem lætur ekki sitja við orðin tóm og því var fyrsta skólasýningin sett upp. Frá upphafi þessarar starf- semi hafa sýningarnar verið aug- lýstar sem skólasýningar og mikil áherzla hefur ætíð verið lögð á að auglýsa vel þessar sýningar og að koma upplýsingum um þær til skóla og skólakennara. — Má skilja það svo að val mynda á skólasýningar hafi verið gert með sérstöku tilliti til grunnskólanemenda og í því augnamiði að vekja forvitni þeirra? Já, ég tel að myndirnar hafi ætíð verið valdar þannig að líklegt sé að myndefnið höfðaði til barna og unglinga, og þannig hefur verið reynt að draga fram mismunandi stílbrigði og myndir frá ýmsum tímum á listaferli Ásgríms. — Safnið er í heimili Ásgríms og heimilið sjálft merkilegur og órjúfanlegur þáttur þess. Já, það er gott að þú minntist á þetta. Málverkin eru sýnd í vinnu- stofunni, og stofum á neðri hæð. Mér hefur alltaf fundist þetta vera hið rétta umhverfi fyrir myndirnar og áhrif þeirra á skoð- andann eflast þar með. Nemendur hafa ákaflega gaman af að skoða heimili Ásgríms, en þar hefur engu verið breytt síðan listamað- urinn lést. Heimilið er látlaust og smekklegt og sýnir ljóslega að þessi hógværi listamaður gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfan sig. Það má margt læra af því að skoða þetta heimili. — Getur þú sagt lesendum eitt- hvað um skipulag þessara safn- ferða? Hvað varðar skóla í Reykjavík þá hefur Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur, nú í næstum tvo áratugi, haft sérstakan aðila, myndmenntakennara eða list- Tvær myndir frá vinnustofu Ásgrims, þar sem verk hans urðu til i margræðu geislaflóði islenzkrar náttúrubirtu. Þórir Sigurðsson námsstjóri mynd- og handmennta. Hér er hann að vísu ekki á Ásgrimssafni en gegnir hér skyldu starfi við leiðsögn islenzkra grunnskólanemenda á alþjóði. listaþingi barna i Búlgariu nú nýlega. Nlyndllst ef tir BRAGA ÁSGEIRSSON fræðing til þess að skipuleggja ferðir grunnskólanemenda á söfn og sýningar. Frá því að skólasýn- ingar Ásgrímssafns hófust hefur verið mikið og gott samstarf milli safnleiðbeinanda og frú Bjarn- veigar. Það komst í upphafi það skipulag á hér í Reykjavík að allir 13 ára nemendur komu í safnið, nutu þar leiðsagnar frú Bjarnveig- ar og safnleiðbeinanda. Eg var svo lánsamur að fá um nokkurra ára skeið tækifæri til að starfa við þessar safnaheimsóknir grunn- skólanemenda í Reykjavík. Þá kynntist ég vel Ásgrímssafni og áhuga Bjarnveigar á því að kynna nemendum verk Ásgríms, líf hans og starf. — Er það ekki rétt að Bjarn- veig tók alltaf sjálf á móti nem- endum og kynnti þeim safnið? Það er alveg rétt. Bjarnveig tók alltaf sjálf á móti öllum nemenda- hópum og hún var óþreytandi við að sýna myndirnar og segja frá þeim. Nemendaheimsóknir eru næstum alltaf fyrir utan venju- lega sýningartíma þess, og því mikið aukaálag á venjulegt starf frú Bjarnveigar. En hún lét það aldrei á sig fá og var alltaf tilbúin að opna safnið fyrir skólanemend- um, bæði úr Reykjavík og utan af landsbyggðinni og veita þá fræðslu og leiðsögn, gilti þá einu hvort um væri að ræða rúmhelga eða virka daga. Frú Bjarnveig hafði sérstaklega gott lag á nem- endum og góð áhrif á þá. Hún vakti undantekningarlaust áhuga þeirra um ieið og hún bauð þá velkomna. Hún sagði þeim frá þessari miklu gjöf sem Ásgrímur færði þjóð sinni, hún lýsti þeim myndum sem sýndar voru hverju sinni og sagði i stuttu máli frá lífi og starfi listamannsins. Allir sem á hana hlýddu í safninu fundu hve vænt henni þótti um þá þjóðar- dýrgripi, sem þarna voru og hve mikla virðingu hún bar fyrir listamanninum Ásgrími Jónssyni og verkum hans. — Var þá Bjarnveig Bjarna- dóttir ekki að vissu marki á undan tímanum hvað varðaði reglu- bundnar skólasýningar og nýtingu listasafna sem fræðslu og menn- ingarauka fyrir almenning? Sannarlega, Ásgrímssafn var fyrsta og eina safnið hér á landi sem skipulagði sérstakar skóla- sýningar, sem hafa síðan verið árviss atburður í meira en hálfan annan áratug eins og ég sagði áður. Frú Bjarnveig vildi einnig opna safnið til fræðslu og menn- ingarauka fyrir æskuna. Hún sinnti varðveisluhlutverki safns- ins frábærlega vel eins og allir vita og hún vildi ekki láta fræðslu- hlutverkið eftir liggja. Ég vil að endingu að það komi sérstaklega fram hve þakklátur ég er fyrir að hafa fengið á þennan hátt tæki- færi til að kynnast list Ásgríms og ég veit að hér mæli ég einnig fyrir munn hinna fjölmörgu nemenda sem á skólasýningarnar hafa kom- ið, sem sumir hverjir sögðu mér löngu seinna, að þetta hefðu verið fyrstu kynni þeirra af myndlist og einnig að það sem þeir myndu ljósast eftir frá þessum námsár- um sínum öllum, væri ferð í Ásgrímssafn. Við starfslok frú Bjarnveigar er mér efst í huga innilegt þakklæti fyrir þá fræðslu og allt það óeigingjarna starf sem hún hefur innt af hendi í sam- bandi við skólasýningarnar. Svo mæltist Þóri Sigurðssyni og ber það glöggan vott um þýðingu þá sem störf Bjarnveigar hafa haft við uppbyggingu íslenskrar myndmenntafræðslu, sérstakan og fagran þátt hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.