Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 Séð yíir Höfðabrekkujökul. Kötlukollur eystri í baksýn lengst til hægri. Brandur Stefánsson, Vík: Kötlugos og Kötluvarnir Misjafnlega öruggar heimildir herma, að eldstöðin Katla í Mýrdalsjökli hafi gosið 16 til 17 sinnum, frá því að land byggðist. Um gos í Kötlu 1625 er fyrsta glögga lýsingin af þessum nátt- úruhamförum, skráð af Þor- steini Magnússyni á Þykkvabæj- arklaustri. Þá gýs Katla 1660 (lýsing skráð af Jóni Salomons- syni á Höfðabrekku) og 1721 (lýsing skráð af Erlendi Gunn- arssyni á Þykkvabæjarklaustri). Svo gaus hún 1755, en sú lýsing er rituð af Jóni Guðmundssyni á Sólheimum. Þá eru góðar heim- ildir af gosi og hlaupi 1823, sagðar af Jóni Austmann á Mýrum í Alftaveri og Sveini Pálssyni í Vík. Frásagnir af gosinu 1860 eru mjög litlar, enda hefur það trúlga verið með þeim minnstu. Svo er það síðasta gosið og hlaupið 1918, sem eru mjög öruggar og glöggar frásagnir af, ritaðar af Gísla Sveinssyni sýslumanni í Vík og öðrum greinargóðum sýslubúum. Vikur- og gjóskugos Kötlu eru ekki svo frábrugðin öðrum gos- um á okkar eldfjallalandi að öðru leyti en því, að hraun- rennsli er ekkert, en það efni úr iðrum jarðar, sem hún ryður úr sér, verður að vikri og gjósku. Þetta veldur oft stórkostlegum skaða sem önnur öskugos, og fer mjög eftir vindáttum hvert vik- urmökkurinn leggur. Oft hefur það bjargað Mýrdalnum þó nærri Kötlu sé — að vindur er sjaldan hér á hánorðan. Það eru jökulhlaup Kötlu, sem valda okkur í vestustu og syðstu sveitum sýslunnar meiri kvíða, því þau eru stórbrotin og ófyr- irsjáanleg eyðilegging þeirra. Þar á ég við Mýrdal, Álftaver og Meðalland. Þetta eru þær sveitir sem hvað mest verða fyrir þeim og því ekki óeðlilegt, að þeir, sem þar búa hafi mestar áhyggjur, hvernig næstu hlaup haga sér. Hér í Mýrdal er tiltölulega nýr byggðakjarni, og á ég þar við Víkurþorp, sem er að mestu leyti byggt niðri .á sandinum og því mjög í hættu í næstu jökul- hlaupum Kötlu, ef þau haga sér eitthvað svipað og flest þau hlaup, er komið hafa á síðustu þremur öldum. Víkurþorp fór ekki að byggj- ast, fyrr en á síðasta tug nítj- ándu aldar og því hafa þau hlaup, er þangað hafa komið, ekki valdið stóru tjóni. Nú gegn- ir öðru máli. Ef slík Kötluhlaup kæmu nú, sem ég sé ekki fram á annað en gæti gerst, mundi þorpið að mestu leyti þurrkast út, ef ekki verður meira að gert en nú er. Jökulhlaupin í gosunum 1721 og 1755 hefðu gereytt þí þorpi, er nú er á sandinum í Vík, en þá var það ekki fyrir hendi. Sömu- leiðis hefði hlaupið í gosinu 1823 sennilega eytt því — svo óbyggi- legt hefði orðið — eftir því sem Sveinn Pálsson í Vík lýsir því. Hlaupið 1860 kom ekki til Víkur, en þó mjög í áttina til hennar, þá fór það vestur í Kerlingardalsá. Þetta hlaup og gos hefir örugg- lega verið með þeim minnstu. En eins og áður er sagt, var Víkur- þorp ekki byggt, fyrr en eftir þessi hlaup. Víkurþorp var farið að byggj- ast 1918, þó í smáum stíl, miðað við það, sem nú er. I hlaupinu og gosinu það ár er byggð fyrst í hættu á þessum stað. Hlaupið 1918 var örugglega stórt hlaup, en sá hluti þess, sem kom fram vestan Hafurseyjar fór að lang- mestum hluta milli Selfjalls og Hafurseyjar og beinustu leið til sjávar, en að sáralitlum hluta í Múlakvísl, sem rennur milli Sel- fjalls og Léreftshöfuðs og austan Kaplagarða. Nú eru mjög breytt- ar aðstæður á sandinum vestan Hafurseyjar, svo ef álíka stórt hlaup kæmi þar fram nú, mætti búast við mestum hluta þess í farveg Múlakvíslar, og þá gæti það átt greiða leið vestur með Höfðabrekku og Víkurhömrum. Þetta er sú hætta, er snýr að okkur Víkurbúum og því gróna landi, sem nú er fyrir meðfram Höfðabrekku og Víkurhömrum. Við höfum átt marga duglega og framsýna atorkumenn ekki síður en aðrir, en það er eins og þessi hætta gagnvart Víkurþorpi hafi verið og sé þeim að mestu hulin. Þá er það, að stór hópur sýslubúa fær ungan og dugmik- inn ágætismann vestan frá Hellu á Rangárvöllum, Ragnar Jónsson, hingað til Víkur, til þess að stofna og reka verslunar- félag hér. Þetta tókst með dugn- aði og prýði, þó mörg ljón væru á vegi hans, ekki síst í upphafi. Því miður, vegna okkar hér í sýslu, varð hann eftir nokkur ár frá að hverfa að öðru starfi í Reykja- vík. Þó ekki fyrr en sá rekstur hér sýndist kominn í örugga höfn. Það fór nú því miður á annan veg. Það þurfti ekki nema fá ár til að eyðileggja það, sem Ragnar byggði upp — úr sem engu — með dugnaði sínum og trúmennsku. Þetta er okkur hér í sýslu sorgarsaga. Ragnar Jónsson gerði hér fleiri góða hluti og mega þeir ekki fara á sömu leið. Þar á meðal sá hann hættuna fyrir Víkurþorp vegna Kötluhlaups. Hann komst á þing sem vara- þingmaður. Beitti hann sér þá fyrir því, að gerður yrði garður við Skiphelli til varnar Víkur- þorpi fyrir hlaupum úr Kötlu. Þessi garður og annar, nær þorpinu, undan Víkurhömrum, var gerður. Síðar komu svo tveir stuttir varnargarðar í Álftaveri. Allir þessir garðar eru fyrir og þjóna væntanlega því hlutverki, er þeim var ætlað. Þeir eru örugg vörn, ef ekki fer yfir þá, en það er önnur saga. Eg fór svo síðar fram á, að garðurinn við Skiphelli yrði hækkaður um tvo til þrjá metra. 1974 var svo veitt til þessa garðs og mælinga tveim milljónum króna. Þegar átti svo að hefja það verk og vinna að hækkun garðsins, var féð eytt. Það fór allt i mælingar — til hverra veit víst einhver. Svona stendur það. Ég held, að eitthvað verði að gera, því nú er heilt þorp í hættu. Það er þó alltaf viðleitni að byrgja brunninn, áður en einhver er í hann dottinn. Þegar ég var búinn að hripa þetta, sá ég viðtal við Jón Jónsson jarðfræðing. Hann var nógu langt frá hættunni að sjá hana og bendir mjög réttilega á þá vörn, er Höfðabrekkujökull er Víkurþorpi og sömuleiðis, að garðinn við Skiphelli beri að hækka. Nú fer ég eindregið fram á við alla okkar þingmenn, að þeir sjái um, að garðar þeir, er gerðir voru til varnar Víkurþorpi og öðrum, verði gerðir öruggari, áður en um seinan er. Katla gerir ekki boð á undan sér, síst til slíkra hluta. Vík. 25. okt. 1980. Brandur Stefánsson. Er Morgunblaðinu alls varnað? Þriðjudaginn 11. nóvember birti Morgunblaðið tveggja dálka aug- lýsingu þess efnis að Gunnar Gunnarsson læsi úr einu verka sinna á matsölustað í borginni þá um kvöldið. Ljósmynd af Gunnari skáldi Gunnarssyni fylgdi, svo ekkert færi nú milli mála. Undir- rituð ákvað að bíða átekta og vita hvort blaðið hefði eitthvað um þetta að segja næsta dag. Miðvikudaginn 12. nóvember birtist síðan greinarstúfur undir fyrirsögninni Gunnar Gunnars- son. Þar er vitnað til áðurnefndrar auglýsingar og segir síðan: „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gunnari Gunnarssyni hefur verið ruglað saman við nafna hans yngri, en Morgunblaðinu þykir samt ástæða til að leiðrétta þennan misskilning og biðjast afsökunar á mistökun- um, þótt óþarft ætti að vera.“ Hér er af nógu að taka, en tvö dæmi ættu að nægja. Þótt þetta sé „ekki í fyrsta sinn“ þykir Morgun- blaðinu „sarnt" ástæða til o.s.frv. Hvernig á að skilja þetta? Ef slík { hvimleið mistök verða daglegir viðburðir, í þessu sambandi eða öðrum, verður þá með öllu óþarft að afsaka þau á nokkurn hátt? Hvernig á að skilja endahnút- inn, „þótt óþarft ætti að vera“? Hvað er óþarft? Er óþarfi að biðjast afsökunar á mistökum yfirleitt? Eru þau ef til villl orðin svo hefðbundin og kærkomin þessu blaði að almenningur eigi að búast við þeim sem sjálfsögðum hlut — jafnvel einhvers konar töfrandi sérkenni Morgunblaðs- ins? Hugsanlega átti merking grein- arinnar að vera svohljóðandi: Því miður hefur Gunnari skáldi Gunnarssyni verið ruglað saman við alnafna sinn yngri. Morgun- blaðinu þykir ástæða til að leið- rétta þennan misskilning og biðj- ast afsökunar á mistökunum. Nema þá að þetta hafi átt að vera nokkuð sérstök vinarkveðja til látins skálds. Franzisca Gunnarsdóttir. Nýkomiö í verslunina logsuðuvír á járn og kopar, eirslaglóð, silfurslaglóð og til- heyrandi suðuduft. G.J. FOSSBERG HF VÉLAVERZLUN Skúlagata 63 Síml18560. Massívar furuhurðir Einnig spónlagðar og málaðar innihurðir í miklu úrvali. Útihurðir sem ekki vindast og halda hitanum inni og þjófunum úti. Vönduð vara við vægu verði BÚSTOFN Aöalstræti 9, (Miðbæjarmarkaðnum) Símar 29977 og 29979. LITASJÓNVÖRP 22” — 26” Sænsk hönnun ★ Sænsk ending ★ Bestu kaupin! ★ ii i | ^ *T~ /IIL/ | a r> p 11 »~v Utsoiustaöir Karnabær Laugavegi 66 — ■•LJL/IVI I /t r\JAU11LU Karnabær Glæsibæ — Fataval Ketlavik BÆ r\a f yi jm 1 Portiö Akranesi — Epliö isafiröi — wf / | Alfhóll Siglufiröi — Cesar Akureyri — ' "m ■" ■* I Hornabær Hornafiröi — M M h/f Selfossi LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 - Eyiabæ, VeS.mannaeyjum HLJUM I /tKJALlblLU Utii) KARNABÆR lAlinAVFRIfifi SÍMI 9fi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.