Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 23 fleiri löndum, en ég hef haft milligöngu um aö koma geðveik- um föngum á sérstaka stofnun í Noregi. Eg man sérstaklega eftir einum, sem dvaldi þar í átta ár, og það er mikil sorgarsaga. Ég fór með hann út og fylgdist með honum í þessi átta ár. Er þau voru liðin náði ég í hann og hafði hann þá náð umtalsverðum bata. En hvað varð um hann eftir að hann kom heim? Jú, hann var settur beint í fangelsi á ný og á víst ekki afturkvæmt þaðan. Hann er sjúk- ur og þarf á meðferð að halda samkvæmt því. Þetta er brenn- andi mál og ég vona, að þeir sem halda um stjórnvölinn í Vernd nú nái árangri til betrumbóta. Norðmenn hafa veitt okkur ómetanlega hjálp og margir hafa fengið þar aðstoð til að geta staðið á eigin fótum á ný. Ég var nú ekki sú vinsælasta á „kontórunum" hjá þeim um tíma. Var stimpluð frekja og fleira í þeim dúr, en það skiptir ekki máli.“ — Þú hefur rætt við marga lífstíðarfanga og morðingja og kynnst þeim. Hvernig líður þess- um mönnum? „Þetta eru mannlegar verur eins og við. Auðvitað líða þeir flestir fyrir verknað sinn. Ég þekki aðeins eitt dæmi þar sem viðkom- andi virtist hafa ánægju af að tala um verknað sinn sem var morð. — Það er sjúklegt og getur ekki verið hollt ungum, óhörðnuðum mönnum að hlusta á. Ég hef aldrei óttast þessa menn og ekki haft ástæðu til því það hefur aldrei komið neitt fyrir mig. A móti fangelsum Ég er í raun algjörlega á móti fangelsum. Auðvitað þarf að loka inni hættulega glæpamenn og geðveikt fók, en það þarf fyrst og fremst á aðstoð að halda á viðeig- andi stofnun. Ég álít t.d. að Litla Hraun hafi misst mikið þegar búskapur var lagður þar niður. Störf við skepnuhirðingu gera öllum gott.“ — Hvaða þætti í almennum mannlegum samskiptum er nauð- synlegast að rækta í starfi sem þínu? „Þar get ég nefnt nána þekkingu á högum hlutaðeigandi. Heilbrigt mat og virðing fyrir persónuleika hvers og eins. Þetta eru þrír hornsteinar. En þar sem horn- steinar eiga að vera fjórir vil ég bæta því við að innileg samúð þarf ætíð að vera fyrir hendi með þeim sem bágt eiga.“ — Ef þú lítur til baka. Hvar finnst þér skórinn kreppa mest að, sem orsakar þessi vandamál? „Þessu verður ekki svarað í stuttu viðtali. Vandamálin sem komu á borðið í Vernd voru leyst eins og þau lágu fyrir hverju sinni, en of oft hefur aðeins verið hægt að veita samúð og vináttu. Það sem einkum torveldar frjálsum samtökum að ná því marki að koma til móts við manninn með böl sitt og vanda er truflun frá gjallarhorni efnishyggjunnar, þar sem allt verður að vera í skorðum án tillits til þarfa og getu hlutað- eigandi. Persónuleg tengsl og vin- átta víkja fyrir tímahraki kröfu- samfélagsins." Þóra sagði í lokin, að þó hún væri hætt formennsku þá mætti enginnn taka því þannig að hún væri að hætta störfum. „Með þeim liðsauka sem Vernd bætist nú, fæ ég eflaust tíma og tækifæri til að sinna margháttuðum hugðarefn- um mínum, sem ég er þakklát fyrir. Það er kominn tími til að yfirlíta farinn veg tína saman það sem nýtilegsast er, og e.t.v. halda því til haga. Enn er tími til að skoða reka á fjöru. Hver veit nema ég að lokum rekist á fjársjóðinn sem alla dreymir um að höndla?" „Vertu nú ekki að gera neitt mikið úr þessu," sagði Þóra er við kvöddumst. „Og mundu mig um, ef þú skrifar eitthvað, að koma kærum kveðjum og þakklæti til allra samstarfsmanna minna í gegnum árin og einnig til þeirra fjölmörgu, sem veitt hafa aðstoð með vinnu og fjárframlögum." F.P. Ljósm. Mbl. Kristján — Flestir þekkja til „útigangs- mannanna" í sjón og af afspurn. Þú hefur kynnst mörgum þeirra persónulega. Varla eru þetta ham- ingjusamir menn. Hverju kenna þeir um sjálfir hvernig farið hefur fyrir þeim? „Sumir segja aðeins: „Ég er bölvaður aumingi, það er allt og surnt." Aðrir kenna um eins og gengur, uppeldinu, kerfinu o.s.frv. Þegar maður fer að tala við þá kemur yfirleitt á daginn, að þeir annað hvort nenna ekki að vinna eða eru sjúklega háðir áfenginu og lifa í sjálfsréttlætingunni, sem flestir eru haldnir af. Þeir hafa ekki brugðist, þeir eiga enga sök. Það eru aðrir sem hafa brugðist. Það eru aðstæður og stofnanir sem eiga sök á erfiðleikum og andstreymi. Víti, það eru aðrir menn. Þessi hugsunarháttur er ríkjandi almennt og erfitt að komast hjá að smitast af honum. Tannamál í heila bók — Nú hljóta einnig að hafa komið fyrir skopleg atvik í starfi þínu. Manstu eftir einhverju slíku? „Já, það er af mörgu að taka. Það er reyndar nauðsynlegt að geta séð þessa skoplegu hlið, annars myndi maður bugast. Mér dettur þá helst í hug tannamálin. — Já, tannamálin í Vernd, þau mætti skrifa heila bók um. Það var einn af vinum okkar. Lögregl- an bað mig lengst ailra orða að losa sig við hann. Hann var búinn að verma bekki Síðumúlafangels- isins nótt eftir nott, sífullur. Mér tókst að fá inni fyrir hann norður í Húnavatnssýslu í einhvern tíma. Ég útvegaði ný föt á hann, stakk hundrað krónu seðlum í jakkavas- ann og bað lögregluna að koma honum út á Umferðarmiðstöð. Nokkru síðar fékk ég bréf frá honum: „Kæra frú. Þegar ég vaknaði til lífsins á matsölustað í alfaraleið norður í Skagafirði, og fann peninga í jakkavasa mínum og uppgötvaði nýju fötin, vissi ég að þú hafðir komið við sögu og ég þakka þér það. Hér í sveit er ágætt að vera og margar efnilegar heimasætur í kringum mig. En það þýðir lítið- að líta til þeirra hýru auga því þú hefur alveg gleymt tönnunum mínum og það lítur enginn við mér tannlausum." Ég af stað, hringdi í Síðumúla- fangelsið og í Hjálpræðisherinn þar sem hann dvaldi stundum og foringinn þar hló mikið að mér. Ekki fundust tennurnar og það endaði með því að ég varð að senda hann á Blönduós til að kaupa sér nýjar. Ég get sagt þér fjölmargar sögur af tönnum. Þeir voru fljótir að „stampa" þeim. Tennur og gleraugu, það mátti fá nokkra sjússana fyrir slíka dýr- gripi og tennur gengu frá manni til manns. Málefni geðsjúkra fanga brýnust — Nú hefur þú setið fjölmörg námskeið erlendis og starfaðir í Englandi um tíma, auk þess sem þú hefur oft dvalið á Norðurlönd- um og kynnst þessum málefnum þar. Éru okkar vandamál svipuð og í þeim löndum og hvað er brýnasta úrlausnarefnið hérlendis í dag að þínu mati? „Það sem er alvarlegast í fanga- málum hérlendis er, að geðveikir fangar eru geymdir í sama fang- elsinu og heilbrigðir og þar er algjör skortur á viðundandi lækn- ismeðferð. Þetta er feimnismál í og vinátta víkur fusamfélagsins” Frú Þóra Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.