Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 fHi0iÝi0Ttil Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Ekki er þörf á góðum reiknimeisturum til að komast að niðurstöðu um það af hverju lífskjör okkar Is- lendinga ráðast. I fyrsta lagi af fiskigengd og heimsmark- aðsverði á fiski og í öðru lagi af nýtingu orkulinda og orku- verði til iðnaðarframleiðslu. Þetta eru meginstoðirnar tvær, sem ráða afkomu þjóð- arbúsins. Allt starf í landinu yrði unnið fyrir gýg, ef þeirra nyti ekki við miðað við þær kröfur, sem nú eru gerðar. Gæði landsstjórna á að meta eftir því, hvernig þær standa að verki við að treysta þessar undirstöður. Þjóðarskútunni verður að stýra þannig, að raunveruleg verðmætasköpun standi að baki lífskjörunum, því að annars kollsteypist hún í ölduróti aðhaldsleysis og óráðsíu. Verðbólgan, sem hrjá- ir okkur, er skýrasta dæmið um afleiðingar stjórnleysisins. Ýmsar leiðir eru færar til að ná skútunni aftur á réttan kjöl og inn á lygnari sjó. Til þess þarf í senn áræði og traust þjóðarinnar. Stöðugt gengissig er olía á eld verðbólgunnar, þar sem fjármunir rýrna um leið og lífskjörin minnka. Þessi eldur verður ekki ham- inn með millifærslum og niðurgreiðslum einu úrræðum þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr. Með slíkum aðgerðum er einvörðungu verið að gera einfalt dæmi flókið og fresta úrlausn aðsteðjandi vanda. Sú yfirlýsing ríkisstjórnarinnar, að hún hafi stuðlað að „hjöðn- un“ verðbólgunnar hefur vakið mikla hneykslan. Sjaldan hafa stjórnvöld með jafn skýrum hætti stuðlað að trúnaðar- bresti milli sín og almennings. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt neitt áræði. Hún situr í sama farinu og sígur lengra niður í fenið, um leið og óleystur vandi hleðst hvarvetna upp. Ríkisfyrirtæki eru á heljar- þröminni fjárhagslega, þar sem þeim hefur verið bannað að selja framleiðslu sína og þjónustu á kostnaðarverði, að- för er gerð að einkarekstri og hvergi örlar á ráðstöfunum, sem miða að því að treysta undirstöður þjóðarbúsins. Þjóðarframleiðslunni er haldið í horfi með því að ganga æ meira á fiskstofnana, um leið og kvartað er undan því að afurðaverð á okkar bestu mörkuðum sé ekki nægi- lega hátt. Fisk vinnslufyrir- tækjunum er stefnt í voða og kjör sjómanna eru skert. Heimsmarkaðsverð á orku hefur stórhækkað á undan- förnum árum. Hér á landi eru mikil tækifæri til orkunýt- ingar. Ríkisstjórnin fylgir af- turhaldssamri einangrunar- stefnu á því sviði. Kommúnist- um er veitt sjálfdæmi í orkumálum og þar trónar ráð- herra, sem helst virðist vilja erja landið með hamri og sigð. Stórvirkjanir og uppbygging stóriðju í tengslum við þær eru bannfærðar framkvæmdir hjá þessari ríkisstjórn milli- færslna og niðurgreiðslna. Áherslan er lögð á það eitt að pína hærri skatta út úr al- menningi til að ráðherrarnir hafi meira fé milli handa í óarðbæra tilflutninga úr ein- um vasa í annan. Boðorð ríkisstjórnarinnar virðist vera að gera alla jafn fátæka með verðlausar krónur milli handa. Hin ótrúlega sýndar- mennska, sem lýsir sér í öllum störfum ríkisstjórnarinnar, stafar ekki síst af því, að innan hennar er mikil brota- löm. Til myndunar stjórnar- innar var ekki gengið með því hugarfari að leiða þjóðina út úr ógöngunum heldur lágu pólitískar hvatir af versta tagi þar til grundvallar. Það er dýrkeypt að súpa seyðið af því írafári. Um nokkurra vikna skeið hefur verið eftir því leitað við stjórnarherrana, hvaða úrræði þeir hefðu í hyggju á næstu dögum og vikum. Engin svör hafa verið gefin heldur farið undan á óskipulögðum flótta frá raunveruleikanum. Hin opin- bera yfirlýsing um að allt stefndi í rétta átt í baráttunni við verbólguna var dropinn, sem fyllti mælinn hjá flestum og sýndi svart á hvítu, að stjórnarherrarnir gera sér enga grein fyrir því, sem framundan er. Alltof mikil áhrif Alþýðu- bandalagsins innan ríkis- stjórnarinnar hafa leitt til öflugustu leiftursóknar gegn lífskjörum þjóðarinnar, sem um getur á síðari tímum. Kommúnistar hafa sýnt, að þeim er sama um þjóðarhag og framtíðarhorfur svo framar- lega, sem ríkishítin hefur nóg fé skattborgaranna handa á milli til óarðbærrar ráðstöf- unar. Þeir beita ríkishítinni fyrir stríðsvagn sinn í leiftur- sókninni gegn lífskjörunum og drepa á dreif öllum hugmynd- um um nýja raunverulega verðmætasköpun. Það er dæmigert fyrir þessa baráttu þeirra, að nú er það hagur ríkisins en ekki kjör almenn- ings, sem mest ríður á að tryggja. Það þarf því ekki heldur góða reiknimeistara til að sjá, hver það er, sem nú stendur helst í vegi fyrir bættum lífskjörum í landinu — ríkisstjórnin. Leiftursókn gegn lífskjörum ii Reykj avíkurbréf ] <>♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 15. nóvember Aðalfundur Varðar Einn fjölmennasti fundur Varð- arfélagsins frá stofnun þess var haldinn í vikunni. Tilefni góðrar fundarsóknar var kjör formanns og stjórnar. Til formennsku voru boðin fram Ragnhildur Helgadótt- ir, fyrrum alþingismaður, og Þórir Lárusson, sem verið hefur vara- formaður Varðarfélagsins síðasta starfsár. Ragnhildur var fram borin af kjörnefnd, en á fundinum var þess ekki getið hverjir stæðu að framboði Þóris. Sjálfur sagðist hann í ræðu fyrir kjörið ekki iíta á sig sem fulltrúa neins arms innan Sjálfstæðisflokksins. Hann hefði heyrt það rétt fyrir fundinn, að reynt hefði verið í boðun manna til hans að bendla sig við einhvern sérstakan arm í flokknum. Slíkur áburður ætti ekki við nein rök að styðjast. Sagðist Þórir gefa kost á sér sem sjálfstæðismaður „og ein- göngu sem sjálfstæðismaður", eins og hann orðaði það. Þegar úrslit í kosningunni lágu fyrir, bað Ragnhildur Helgadóttir um orðið. Hún óskaði hinum nýja formanni til hamingju. Kosn- ingabaráttan hefði verið hörð en stutt. Meirihluti fundarmanna hefði kosið félagsvanan mann, sem gjörþekkir störf í félögum Sjálfstæðisflokksins. Vék Ragn- hildur síðan að þeirri einkennilegu stöðu, sem flokkurinn væri í, þar sem hann hefði innanborðs bæði stjórnarsinna og stjórnarand- stæðinga. Vegna þessara and- stæðna væri mun erfiðara en ella að starfa innan flokksins. Sagðist hún óska Varðarfélaginu gæfu og gengis við þau erfiðu verkefni, sem framundan væru af þessum sökum. Þórir Lárusson þakkaði Ragn- hildi árnaðaróskir. Hann ítrekaði, að hann tæki einungis mið af hagsmunum Sjálfstæðisflokksins. Boðaði Þórir, að undir sinni stjórn myndi Varðarfélagið einkum vinna að framgangi breytingar á kosningalögum og kördæmaskip- an í því skyni að draga úr óréttlætinu fyrir höfuðborgarbúa og nágrannabyggðir. Sagði hann, að Varðarfélagið hefði þegar haft samband við stjórnmálafélög ann- arra flokka, bæði í Reykjavík og nágrenni, um þetta mál og myndi beita sér fyrir sameiginlegum aðgerðum. Það væri ómerkileg tilraun til sjálfsblekkingar að telja sér trú um, að ekki hafi verið pólitískir undirstraumar í þessu kjöri og vali stjórnarmanna í kjölfar þess. Ósanngjarnt væri að skipta mönn- um í fylkingar eftir því hvort þeir styddu ríkisstjórnina eða ekki, þótt þeir fáu stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar, sem er að finna innan Sjálfstæðisflokksins, hafi ekki kosið Ragnhildi Helgadóttur. Atkvæðamunurinn var mjög lítill eða aðeins 7 atkvæði (243:236) og vafalaust hefur það dugað Þóri til sigurs, að hann hefur ekki sjálfur verið viðriðinn þau átök, sem þröngvað var upp á þingmenn og pólitíska forystumenn í Sjálfstæð- isflokknum með stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens í andstöðu við meirihluta þingflokks sjálf- stæðismanna, miðstjórn og flokks- ráð. Þessi valdastreita Gunnars Thoroddsens og afleiðingar henn- ar hafa rýrt trú almennra sjálf- stæðismanna á því, að nokkru sinni grói um heilt meðal þátttak- endanna. Og það sýnir einkenni- legar brautir örlaganna, ef upp- hafsmenn vandræðanna, aðstand- endur núverandi stjórnar, ætla að reyna að slá um sig sem sigurveg- arar í Varðarfélaginu. Kjördæmamálid Það er skynsamlegt hjá Þóri Lárussyni að mæla sérstaklega fyrir starfi er tengist umræðum um kjördæmamálið. MeðÞví máli ætti Varðarfélagið að geta sam- einað alla félagsmenn sína til málefnalegs starfs, sem miðar að jafnrétti í lýðræðislegum starfs- háttum. Innan Sjálfstæðisflokks- ins takast á ólík sjónarmið í þessu máli eins og innan allra annarra flokka, því að þeir, sem í þeim kjördæmum búa, þar sem atkvæði hvers kjósanda vegur mun þyngra en annars staðar, eru að sjálf- sögðu tregir til að láta sinn hlut. Hversu skilningsríkir, sem menn vilja vera á sérstöðu strjálbýlis- ins, er þó með engu móti unnt að rökstyðja hið mikla misræmi, sem nú ríki í atkvæðavægi. í þessu máli hafa komið fram mörg ólík sjónarmið um úrbætur. Ýmsir hallast að því, að upp verði að taka alveg nýtt kerfi við val á þingmönnum og benda þá til fyrirmynda frá öðrum löndum og ræða í því sambandi einkum um írska kerfið, vestur-þýska kerfið og danska kerfið. Aðrir eru þeirr- ar skoðunar, að unnt sé að fram- kvæma nauðsynlegar leiðréttingar innan ramma núverandi skipunar og þá væntanlega með fjölgun þingmanna og ef til vill einnig fjölgun kjördæma. Svo virðist sem stjórnarskrárnefnd, sem sam- kvæmt ályktun Alþingis frá vor- inu 1978 á að ljúka störfum fyrir lok þessa mánaðar, skili ekki áliti á tilsettum tíma. Innan hennar hafa verið reifaðar ýmsar hug- myndir, án þess að menn hafi sameinast um einhverja eina þeirra sem þá skynsamlegustu. Ekkert gerist í kjördæmamál- inu nema einhver stjórnmála- flokkanna þori að taka af skarið og segja: svona viljum við hafa það. Næðist slíkt samkomulag innan Sjálfstæðisflokksins, væri miklum áfanga náð, því að í þessu máli sameinar hann undir merkj- um sínum alla hagsmunaaðila. Öldrunarmálin Morgunblaðið hefur undanfarn- ar tvær vikur kynnt ýmsa þætti svonefndra öldrunarmála og les- endur hafa getað séð, að þar er víða pottur brotinn. Ur þessu neyðarástandi verður ekki bætt með blaðagreinum, en þær ættu að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.