Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 Amalrik - maður efasemda Einn helzti leiðtogi sovézkra andófsmanna í útlegð, Andrei Amalrik, lét lífið í bílslysi á Spáni um miðja vikuna sem leið. Þá var hann á leið til alþjóðlegr- ar ráðstefnu, sem orðuð er við öryggi og slökun spennu, en snýst fyrst og síðast um það, hvort grundvallarmannréttindi skuii í heiðri höfð eða ekki. Kaldhæðin örlög höguðu því svo, að þá fyrst varð för Amal- riks heft er hann kom að þeim landamærum, sem enginn fer yfir nema einu sinni, og er þá vart ofmælt, að flest verði Rúss- lands óhamingju að vopni. Ýms- um þótti ekki einleikið að ævilok Amalriks skyldu verða með þessum hætti, en þótt atvikin bendi ekki til annars en að slysið hafi verið tilviljun, segir það sína sögu, að hávær orðrómur um að hér hafi verið um að ræða morð, skuli þegar hafa komizt á kreik. Andrei Amalrik var eindreg- inn andstæðingur þeirrar alræð- isstjórnar er múlbindur þá, sem láta á sér skilja vott sjálfstæðr- ar hugsunar, með því að vista þá á geðveikrahælum, í fangelsum eða á steppum Síberíu. Um nærfellt tveggja áratuga skeið var hann framarlega í hópi andófsmanna, en fjögur ár eru liðin frá því að hann var orðinn Sovétstjórninni þvílíkur þyrnir í augum, að hún sá ekki annað ráð vænna en að reka hann í útlegð. Hann var einn þeirra, sem ekki tókst að þagga niður í með þvílíkum hætti. Rödd hans hefur haldið áfram að hljóma, jafnt innan Sovétríkjanna sem utan. Hann var fæddur þegar Stalín rambaði á hátindi ofsóknaræðis- ins, árið 1938. 1963 fóru sjálf- stæðar skoðanir að koma honum í koll, því þá var hann tekinn úr Moskvuháskóla fyrir að gagn- rýna þá skrumskældu söguskoð- un, sem einkennt hefur alla umfjöllun sagnfræði í þeirri stofnun. Þá gerðist hann bréf- beri, þýðandi og tímavörður á íþróttavelli, en árið 1965 var hann dæmdur í fimm missera fangabúðavist fyrir að vera „af- æta á þjóðfélaginu". Að afplán- uðum dómi að hálfu var hann náðaður, en harðstjórnin festi á honum auga sitt að nýju þegar fyrsta bók hans, „Tií Síberíu, ófús til ferðar", kom út á Vestur- löndum árið 1970. Beint í kjöl- farið kom svo það verk, sem frægast hefur orðið, „Verða Sov- étríkin enn til 1984?“ í „1984“ spáði Amalrik því að stórstyrjöld milli Sovétmanna og Kínverja yrði ekki umflúin, og ættu hinir fyrrnefndu þá ekki annars úrkosti en kalla herlið sitt brott frá Evrópu. Afleiðing- in yrði sú, að ofurveldi þeirra í Evrópu molnaði, og þar með bakhjarl hins sovézka þjóðskipu- lags. Nokkrum árum síðar viður- kenndi Amalrik að hann hefði vanmetið sveigjanleika Sovét- forystunnar og ofmetið mögu- leika Kínverja á því að koma sér upp nútímaher. Hálfu ári eftir útkomu bók- anna tveggja tók KGB í taum- ana og hneppti Amalrik í varð- hald. Efnt var til alvanalegra skríparéttarhalda og lyktir urðu þær, að Amairik var dæmdur í þriggja ára fangeisi fyrir „and- sovézkan áróður". Tveimur dögum áður en af- plánun þess dóms lauk var Amalrik birtur nýr áburður valdhafanna. Enn fékk hann dóm og var ekki látinn laus fyrr en árið 1975, rúmu ári síðar en upphaflega var ráð fyrir gert. Frelsið var þó ekki víðtækara en svo að honum var gert ókleift að búa á sama stað og kona hans, Guysel. En Amalrik hélt áfram upp- teknum hætti, og árið 1976 gerði KGB honum það gylliboð, að hann yrði ofsóttur án afláts þar til hann snautaði frá Sovétríkj- unum. Hann lét segja sér það tvisvar og þrisvar, en fór síðan vestur fyrir járntjald, þar sem hann settist að í Hollandi. Þar gerðist hann háskólakennari í Utrecht, jafnframt því sem hann hélt fyrirlestra í háskólum víðs- vegar. Amalrik var ekki maður þeirr- ar náttúru að hann sæti á sátts höfði við yfirvöld af nokkru tagi. Ekki var hann fyrr kominn yfir í frelsið í vestri en hann komst upp á kant við nærstadda vald- stétt. Hann tók hús á Giscard d’Estaing Frakklandsforseta, er sá hinn sami hafði neitað að veita honum viðtöku og ræða við hann um mannréttindabrot Sov- étstjórnarinnar. Afkáraleg framvinda málsins varð sú að hann var enn handtekinn og dreginn fyrir dómstól, franskan að þessu sinni. Enginn man lengur hversu þeim útistöðum lyktaði; þær fjöruðu út með málamyndaúrskurði. Nýlega lét Amalrik í ljós þá skoðun að Sovétríkin myndu ekki ráðast inn í Pólland. Samt skyldi enginn halda að Kreml- stjórnin sætti sig við að verka- lýðsstéttin í Póllandi fengi sínu framgengt, en þróunin yrði að líkindum sú, að pólsku verka- lýðssamtökin soguðust inn í hið pólska valdakerfi þar til þau kæmust á sama bekk og kaþ- ólska kirkjan — með takmarkað svigrúm, sem ekki ógnaði veldi flokksins í landinu. Amalrik var þeirrar skoðunar að sovézkur verkalýður léti atburðina í Pól- landi ekki fram hjá sér fara, en viðbrögðin yrðu fremur í ætt við öfund í garð Pólverja en uppörv- un. Samt sem áður mætti búast við því að hin endanlega niður- staða yrði ergelsi út í sovézk yfirvöld, og í næstu neyzlu- varningsþurrð kæmi fram krafa um að fara að dæmi Pólverja. Andrei Amalrik var sagnfræð- ingur, rithöfundur og uppreisn- arsinni. Spádómar hans hafa ekki alltaf komið fram, en þeir hafa verið rökum studdir, oft lítt spennandi, en ætíð umhugsunar- verðir. Og hljóta það ekki að vera verðugri eftirmæli um mann að hann hafi vakið sam- ferðarmenn sína til umhugsun- ar, en að hann hafi búið til handa þeim ófrávíkjanlegar um- ferðarreglur?_ Áslaug Ragnars. Kvistir III (Spiraea) SÍBERÍUKVISTUR (Spir. trilobata) frá Norður-Kína verður að- eins 50—60 sm hár en bæði harðger og blómrík- ur. Mætti vel nota í lágt limgerði en þannig notk- un myndi þó bitna á blómguninni. Þolir nokk- urn skugga. BIRKIKVISTUR (Spir. Betulifolia) er vel þekktur hér og algengur í görðum hin síðari árin. Hann er ættaður frá Norðaustur-Asíu og Jap- an, verður um það bil 60 sm á hæð hér og blómstrar hvítum blóm- um í júlí. Harðger og blaðfallegur runni, oft enn ekki ýkja algengur hér í görðum, en er þó einn allra sérkenni- legasti náunginn í þess- um hópi. Kemur þar einkum til vaxtarlagið, hin smáu kafloðnu blöð og gulhvít blómin sem raða sér þétt ofan á bogsveigðar greinarnar. Loðkvisturinn vex hægt í fyrstu, en getur með tím- anum orðið á annan metra á hæð og meira um sig (það hafa margir mátt reyna sem stungið hafa þessu litla kríli úr gróðrarstöðinni í lítið steinbeð). Loðkvisturinn er harð- ger og blómstrar frekar Spiraea trilobata — SÍBERÍUKVISTUR. notaður í óklippt lim- gerði og ekki spilla fag- urrauðir haustlitir á laufinu. PERLUKVISTUR (Spir. x margaritae) og ROSAKVISTUR (Spir. x bumalda) eru lágvaxnir blendingar um 60 sm á hæð með bleikrauðum blómum. Þurfa nýjan og sólríkan stað til þess að blómstra vel. LOÐKVISTUR (Spir. millifolia) frá Kína, er snemma, oft þegar í júní. Blómin standa fremur stutt og falla ekki af heldur verða brún, sem ekki lýtir runnann til muna — og þá hefur maður runna með brún- um blómum það sem eftir er sumars! Á vorin þarf að gæta hans vel fyrir maðki sem sækir mjög í hann eins og marga aðra runna með loðin blöð. Ó.B.G. Stjórn Sjómannafélags ísfirðinga: Ráðherrann sem lofaði niðurfell- ingu hefur nú forystu um hækkun Áskorun til sjómanna um aðgerðir vegna hækkunar olíugjalds MBL. hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Sjómanna- félags Isfirðinga, sem sam- þykkti hana á fundi þriðjudag- inn 11. nóvember si.: „I kjaradeilu milli sjómanna og útvegsmanna á síðastliðnu hausti var megindeilumálið vegna skiptaprósentuskerðingar í formi olíugjalds. Þær aðgerðir stjórn- valda að lækka gjaldið niður i 2,5% voru tvímælalaust aðalfor- senda þess að samningar tókust. Auk þess hafði yfirlýsing þáver- andi og núverandi sjávarútvegs- ráðherra, Steingríms Her- mannssonar, um að hann myndi vinna að algjörri niðurfellingu gjaldsins sín áhrif og sjómenn féllu frá frekari kröfum vegna 2,5% olíugjaldsins, sem eftir stóð. Nú hefur enn verið bætt við margumrætt olíugjald 5 pró- sentustigum, sem jafngilda 1,47% skiptaprósentuskerðingu hjá skuttogarasjómönnum og enn meiri skerðingu hjá báta- sjómönnum. Sá hinn sami ráð- herra, Steingrímur Hermanns- son, sem lofaði niðurfellingu gjaldsins hefur nú forystu um hækkun á ný og eru allar yfirlýs- ingar hans um að hann sé mótfallinn sínum eigin gerðum eins og hver önnur illa kveðin öfugmælavís.a Áþekkar yfirlýs- ingar hafa komið frá öðrum stjórnmálamönnum en breyta ekki eðli málsins hót, nema síður sé. Stjórn S.í. mótmælir alfarið þeirri aðför að kjörum sjómanna, sem enn er gerð á sama tíma og borðleggjandi er, að kjör sjó- manna hafa stórkostlega rýrnað í samanburði við aðrar stéttir. Engar aðrar leiðir færar er slag- orð, sem heyrzt hefur í þessu sambandi. Sjómenn vilja benda á, að síhækkandi olíuverð hefur haft í för með sér stórfellda tekjuaukningu ríkissjóðs og telja þeir eðlilegra að endurskoðun fari fram á tolla- og skattaálög- um á sjávarútveg landsmanna áður en gripið verði til hinnar venjulegu patentlausnar að ganga á kjör sjómanna. Eigum við ekki eingöngu við tekjur ríkisins af olíuhækkunum heldur og aðra þætti. Það hefur áður gerzt, að allur íslenzki fiskiskipa- flotinn sigldi í höfn og urðu afleiðingar þeirra aðgerða þær að sjóðakerfið var að verulegu leyti skorið niður og skiptaprósenta lækkuð í sama hlutfalli. Nú skal sjóðakerfið upp á ný og er það einróma álit stjórnar Sjómannafélags ísfirðinga að vinna beri með öllum tiltækum ráðum gegn þeirri þróun og skorar á félagasamtök sjómanna um land allt að láta málið til sín taka.“ EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.