Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 1. grein Spjallað við PETER SALAH aðstoðarupplýsinga- málaráðherra í Amman „Undirstaða alls hér í Jórdaníu er óskin um frið — ok byggist einfaldlega á þeirri frumþörf mannsins að vilja lifa af. Jórdania státar ekki af neinum teljandi náttúruauðlindum, okkar mesta auðlegð er fólkið. Og fáum við ekki frið, getur ekki orðið eðlileg framþróun. Við erum staðráðnir í að bæta hag fólksins, efla menntun, auka félagslega aðstoð og okkur hefur orðið verulega ágengt í því, svo að ástandið í þessum málum er einna bezt i Jórdaníu allra Arabalanda. En samt er líka ljóst, að við verðum að ná samningum við ísraela, svo að framfarir og uppbygging geti haldið áfram. Við gerum okkur grein fyrir því, að við eigum þessara kosta völ og ekki annarra. Til að samningar takist milli Jórdana og ísraela. verður að byggja á ákveðnu lágmarksréttlæti og samningar að nást sem tryggja rétt Palestínumanna.“ texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Þetta sagði Peter Salah, aðstoð- arupplýsingamálaráðherra Jórd- aníu, þegar ég átti tai við hann í Amman á dögunum. Peter Salah hafði reynzt mér betur en enginn, eftir að mér hafði verið vísað til hans. Þegar ég kom á hans fund í fyrstu, fannst mér hann arabísk útgáfa af Peter Ustinov, þykkur og mjúkur og mildur og svo rólegur í fasi, að ég hafði ekki nokkra trú á því, að prógrammið, sem hann stakk upp á að við gerðum, myndi verða tilbúið fyrr en nokkrum vikum eftir brottför mína. En svo kom ég eins og til stóð morguninn eftir og allt var tilbúið og eiginlega reyndist Peter Salah mér eins vel og hægt er útlendingi í ókunnu landi. Hann fagnaði því mjög, að íslenzkur blaðamaður skyldi vilja vitja lands hans, hann útvegaði mér viðtal við einu konuna í ríkis- stjórninni, við blaðafulltrúa UNRWA, flóttamannahjálpar SÞ fyrir Palestínumenn, sá um að ég kæmist í flóttamannabúðir og hann útvegaði mér bíl og bílstjóra, endurgjaldslaust náttúrlega, svo að ég gat farið í skoðunarferðir út og suður. En þótt Peter Salah og fleiri, sem ég hitti, væru hófsamir í framgöngu, var þó skoðun hans á málefnum Ísraels/Jórdaníu ákaf- lega afdráttarlaus. í fyrstu sagði ég fjálglega frá því, að ég hefði margsinnis komið til ísraels, en nú hefði mér fundizt tímabært að reyna einnig að sjá hina hliðina. Mér var bent á það kurteislega, að það væri viturlegra að hafa ekkert mjög hátt um ferðir mínar til ísraels og í samtölum við þetta þekkilega fólk, sem flest voru reyndar Palestínumenn — varð ég þess vísari hve ótrúlega grunnt var á heiftinni í garð Israela. Nánast hver maður virtist vera fæddur í Jerúsalem, Jaffa, Haifa, Ramallah — ég man ekki hvar. Og þessi fjöldi Palestínumanna í Amman gefur þá mynd sem er, því að um sextíu prósent allra íbúa á Austurbakkanum svokallaða eru Palestínumenn. Amman er skondin borg. Ég varð þess fljótlega vísari, að þar er ekkert mjög mikið um götumerk- ingar, svo að það er undir hælinn lagt hvar maður lendir, ef manni er ekki vísað almennilega til vegar. Borginni er skipt niður í svokallaða hringi og auk þess nokkur önnur hverfi. Amman er byggð á mörgum hæðum og boga- línur borgarinnar, hvar húsin virtust streyma eins og fljót niður í slakkann, gefur henni sérstæðan svip. Eftir að Peter Salah hafði útvegað mér minn ágæta bílstjóra, Daoud, þeyttist ég um Amman þvera og endilanga. Ég fór um hverfi flóttamanna, þar sem fólk reynir að draga fram lífið með góðri aðstoð UNRWA að vísu, en það er ekkert meira en svo og segir frá því í siðari greinum. Ég fór um hverfi þar sem þeir bjuggu, sem betur máttu sín í peningalegu tilliti, skoðaði nokkur söfn, m.a. eitt sem lýsti stríðsátökum Jórd- ana og ísraela og var þar ýmislegt sýnt öðruvísi en Israelar vildu sagt hafa. Ég kom í stórbrotna æskulýðsmiðstöð, sem kennd er við hinn elskaða og dáða kóng Hussein, og svo mætti lengi telja. Hvarvetna var mér tekið sem kærkomnum vini: „Vertu marg- velkomin", var viðkvæðið og þeir notuðu tækifærið til að segja mér, hvað þeir væru glaðir yfir því að við, sem ættum heima næstum því á Norðurpólnum, skyldum hafa áhuga á að kynnast þeim. Það var auðheyrt, að fólk var einkar fáfrótt um ísland — rétt eins og við um Jórdaníu. Peter Salah kvaðst hafa komið við fyrir mörgum árum á leið til Bandaríkj- anna, stoppað sólarhring og farið í skoðunarferð til Hveragerðis og fannst það ævintýri. Hann var einnig sá eini, sem ég hitti, sem vissi allt um leiguflugsamvinnuna milli ALIA og Arnarflugs og sagði Jórdani ánægða með, hvernig sú samvinna hefði gengið. En við Peter Salah snúum okkur aftur að pólitíkinni. — Það eru þrír þættir, sem við teljum að semja beri um, segir hann. Númer eitt er, að ísraelar viðurkenni, að þeir megi ekki taka land með valdi. Þeir sitja nú arabiskt land í skjóli hervalds. Þeir verða að skila því sem þeir tóku 1967. Þar með talin auðvitað Jerúsalem. ísraelar neita og þeir hafa sýnt sérstaka ósvífni í því að fara með nýjar landnemabyggðir yfir á Vesturbakkann, eins og alkunna er. Það er óvenjulega ófyrirleitið og ekki hægt að líta á það nema sem harðsvíraða ögrun, því að þá skortir ekki land, ef þeir vilja koma upp nýjum byggðum. Þetta getum við ekki sætt okkur við. Númer tvö er, að eftir að ísraelar hafa farið burt af her- teknu svæðunum, verði sá hluti viðurkenndur sem heimaríki Pale- stínu. Það eru eðlileg mannrétt- indi hverjum einstaklingi að eiga föðurland. Þetta samþykkja ísra- elar ekki heldur og neita að viðurkenna PLO og við hefjum ekki samninga við ísraela nema með þátttöku PLO sem lögmætan samningsaðila. Númer þrjú er svo einfaldlega, að Palestínumenn fái í friði og spekt að kjósa sér eigið þing og stjórn. Það er í samþykkt Mannréttindaskrár Sameinuðu þjóðanna, en enn neita ísraelar og því situr enn við það sama. Bandaríkin hafa jafnan staðið með Israel og því verður sjálfsagt ekki breytt, og við erum því að leita hófanna hjá ríkjum í Efna- hagsbandalagi Evrópu um það, að þau reyni að hafa eitthvað það frumkvæði, sem gæti komið skriði á málin. — En nú er ljóst, að ísraelar beita m.a. þeim rökum, að Palest- ínuriki á Vesturbakkanum yrði ógnun við tilveru ísraels? — Öryggi ísraels yrði tryggt í samningunum. Palestínumenn myndu semja upp á það, að Israel skuli ekki grandað. Við verðum að taka raunsæi inn í þetta dæmi, okkur hefur lærzt það á þessum þrjátíu árum, síðan við misstum stóran hluta Palestínu: ísrael verður þarna. Og látum svo vera. — Gætu Palestínumenn sætt sig við, að ísraelar skiluðu Vestur- bakkanum, að Jerúsalem undan- skilinni? Hann hristir höfuðið, lengi, lengi. — Jerúsalem verður að fást aftur. Annars er þetta tilgangs- laust. Hins vegar skyldi það einnig Iryggt, að allir aéttu greiðan og frjálsan aðgang að henni. — En Jerúsalem var lokuð gyð- ingum frá því 1948—67. Af hverju? Hann horfði á mig ósköp vin- samlega og finnst víst fávíslega spurt, því að svörin við öllu liggja honum tamt á tungu. — Jerúsalem var ekki lokuð borg — nema ísraelum. Það var einfaldlega vegna þess, að sjálfir lokuðu þeir ýmsum helgum stöðum fyrir Aröbum. Jerúsalem var aðeins lokuð ísraelum — gyðingar hvarvetna að gátu fengið að koma þangað. — Myndir þú sjálfur fá að fara til ísraels nú? — Nei, það fengi ég ekki, vegna þeirrar stöðu sem ég gegni og vegna þess að ég tala gegn þeim. Nema náttúrlega það yrði einhver stórbrotin hugarfarsbreyting... Hann heldur áfram og hefur tekið ofan gleraugun og veifar þeim fram og aftur. — En það eru margar mótsagn- ir í málflutningi ísraela. Þú hlýtur að sjá það. Þeir segjast vilja frið. Allt sé undir því komið. Og ef þeir féllust á þessi þrjú atriði, fengju þeir þennan frið, sem þeir eru alltaf að tala um. En þeir vilja frið upp á eigin býti — við viljum frið, sem byggir á réttlæti. Staða Pale- stínumanna hefur styrkzt og augu Evrópuþjóða eru að byrja að ljúkast upp, áhrifin af Holocaust eru farin að dvína... — Þegar þið talið um að ísrael- ar fari af Vesturbakkanum, hvað eigið þið þá við skjótar aðgerðir? — Við erum hvorki að tala um mínútur — né daga. Kannski nokkur ár... Ég spyr hann um hvaða þýðingu honum finnist frumkvæði Sadats Egyptalandsforseta hafa haft. — Mér er óhætt að segja, að það var okkur meiriháttar áfall. Ég talaði um lágmarkskröfur: þar af leiðir að Camp David-samning- urinn er tómt mál að tala um fyrir okkur. Það má vissulega dást að hugprýði Sadats forseta. En að- gerðir hans hafa bara orðið til að auka vandann. Hann fer og froðu- snakkar í Camp David án þess að hafa nokkuð umboð frá Palestínu- mönjium. Enda gaf hann þá frá sér. Og hann hefur látið mikið og fengið fjarska lítið í staðinn. Af öllu má sjá, að ísraelar færa sig upp á skaftið. Þeir eru alltaf að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.