Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NOVEMBER 1980 31 SJÖ DAGAR í JÓRDANÍU Þetta gérðlst 17. nóvember „Israelar vilja frið upp á eigin býti hrifsa til sín meira og meira land, nú eru þeir meira að segja farnir að tala um að innlima Golanhæð- irnar. — Ertu að segja, að þið hafið ekki trú á því, að Israelar vilji frið. Geturðu ímyndað þér, að þeir vilji búa við stöðuga ógn? — Ég held, að aðeins hluti ísraela vilji frið. Stjórnin æsir stríðsóttann upp í fólki. En nú er að vaxa úr grasi ný kynslóð og þetta kann að breytast. — Hefurðu trú á því, að ný stjórn í Israel myndi fúsari til samninga — til dæmis ef Verka- mannaflokkurinn vinnur kosn- ingar'nar næstu í ísrael? — Ég efast um að það skipti meginmáli. Að vísu á Menachem Begin fáa sína líka í öfgum, og Shimon Peres hefur látið í ljós mun hófsamari skoðanir. En þeg- ar á hólminn væri komið er ekki víst, að hann teldi sér stætt á því að hefja viðræður við okkur. — Arið 1950 samþykktu Palest- ínumenn á Vesturbakkanum að verða hluti konungsríkisins Jórd- við frið sem byggir á réttlæti...“ — Er almennt ríkjandi gremja í garð ísraela? Hann horfir á mig, undur blíð- lega og segir blátt áfram — eins og hann sé að tala um veðrið: — Það er ekki gremja. Það er hatur. Mjög djúpt. En við erum reiðubúnir að uppræta það, ef Palestínumenn fá að trúa því, að þeir geti farið heim. Hins vegar er alls ekki þar með sagt, að allir myndu snúa heim. Margir eru löngu orðnir hagvanir hér og færu hvergi. Sjálfum myndi mér ekki detta í hug að flytjast búferlum til Jerúsalem... en hins vegar langar mig til að geta komið þangað þegar ég vil. Við ákveðum að nóg sé rætt um ísraela í bili og ég fer að spyrja aníu. Hefði ekki verið upplagt tækifæri fyrir þá að stofna þá sitt Palestínuríki? — Ég get fullvissað þig um, að á þeim tíma hefði það verið gersamlega óframkvæmanlegt. í fyrsta lagi hefði það kallað á umsvifalausa árás ísraela og Pale- stínuríki hefði ekki getað staðist, vegna þess að það hefði einnig verið ófáanlegt til að viðurkenna Israel. í raun hefur Vesturbakk- inn aldrei verið Jórdaníu ávinn- ingur, öllu heldur til byrði, vegna þess hve mjög við urðum að leggja í kostnað við öryggisvörzlu þar. hann um Jórdaníu. Hann svarar greiðlega, það vantar ekki, en hefur þó ekki talað lengi, þegar ísrael verður aftur uppi á teningn- um. En fyrst: — Þú spyrð hvort Jórdanía sé lýðræðisríki. í vest- rænum skilningi er hún það ekki, vegna þess að ekki er leyfð starfsemi stjórnmálaflokka og við höfum ekki þing, heldur ríkis- stjórn og þjóðarráð. En í innri málum er stöðugleiki og menn eru frjálsir að því að gera og segja það sem þeir vilja. Efnahagslega og atvinnulega séð hefur Jórdanía þróast allvel, trúarlegir fordómar þekkjast varla. Við erum góðir Múhameðstrúarmenn, en við les- um ekki út úr Kóraninum að bæla eigi konur og banna alla skapaða hluti. Eins og þú hefur eflaust séð, eru konur hér víða við störf og þátttaka þeirra vex hröðum skref- um, hér reykja menn og neyta áfengis, þótt það sé reyndar í hófi hjá flestum. — Af hverju heldur þú að Sýrlendingar hafi tekið afstöðu með Irönum? — Það er okkur flestum óskilj- anlegt. En það má rekja til innanlandsdeilna, og ég veit ekki hvort við eigum nokkuð að fara nánar út í þá sálma. Annað er það hér í grenndinni, þar sem mikill harmleikur er að gerast, það er Líbanon og það eru einkum trúar- legar ástæður, sem liggja þar til grundvallar. Og auðvitað þurftu Israelar að fara með puttana í það... ómælt er það ógagn sem þeir hafa unnið til að auka á sundrunguna í Líbanon. — Er þér persónulega illa við gyðinga? — Mér er illa við síonista. Ef gyðingar hefðu bara flutzt til Palestínu og orðið hluti af landinu og búið í sátt og samlyndi með aröbunum, væri ekkert vandamál til. Þegar ég var drengur átti ég marga gyðinga fyrir vini og það fór vel á með okkur. Fólkið sem fluttist til Palestínu á fyrstu áratugum aldarinnar var ekki allt síonistar, það langaði bara til að fá að lifa og deyja í Landinu helga. En eftir að menn fóru almennt að gera sér grein fyrir inntaki Bal- four-samþykktarinnar, fór af- staða gyðinganna í Palestínu líka að harðna og útþensla síonismans varð að raunveruleika. — Það er sárgrætilegt að hugsa sér að þvílíkt þrátefli ríki, segir hann. — Jórdanir eru friðelskandi og vilja góð samskipti við alla. Þjóðin er á framfarabraut, við byggjum upp þrátt fyrir takmörkuð landgæði nema í Jórdandal. Ferðamenn eru farnir að koma hingað. Bara ef við gætum fengið okkar land — og búið þar í friði. Þótt ísraelar tali mikið um frið, leyfi ég mér að efast um, hversu einlægur og sannur sá vilji er. Þeir hafa að minnsta kosti ekki sýnt hann í verki, svo að ég viti, sagði Peter Salah að lokum. 1511 — England og Spánn mynda sóknarbandalag gegn P'rakklandi. 1558 — Elízabet I verður Eng- landsdrottning við lát Maríu I. 1604 — Sir Walter Raleigh leidd- ur fyrir rétt sakaður um landráð og fangelsaður. 1831 — Sambandsríkið Kólombía leyst upp — Nýja Granada verður sjálfstætt ríki. 1857 — Colin Campbell leysir Lucknow, Indlandi, úr umsátri. 1869 — Fyrstu skipin sigla um Súez-skurð. 1893 — Dahomey verður franskt verndarríki — Dr. Jameson bælir niður uppreisn Matabelemanna og tekur Bulawayo. 1913 — Fyrstu skipin sigla um Panamaskurð. 1917 — Bretar taka Jaffa. 1929 — Bukharin og aðrir hægri andstæðingar reknir í Rússlandi. 1937 — Friðkaupastefna hefst með heimsókn Halifax til Hitlers. 1954 — Nasser ofursti verður þjóðhöfðingi í Egyptalandi. 1963 — Heruppreisn í írak og Arif myndar byltingarstjórn. 1%4 — Bretar ákveða að banna vopnasölu til Suður-Afríku. 1971 — Thanon Kittikachorn tek- ur völdin í Thailandi. 1972 — Juan Peron snýr aftur til Argentínu eftir 17 ára útlegð. 1977 — Sadat forseti þiggur boð um að heimsækja ísrael. 1979 — Konum og blökkumönnum sleppt úr gíslingu í bandariska sendiráðinu í Teheran. Afmæli. Loðvík XVIII Frakkakon- ungur (1755—1824) — Joost van den Vondel, hollenzkt skáld (1587-1679). Andlát. 1858 Robert Owen, um- bótaleiðtogi — 1917 Auguste Rod- in, myndhöggvari — 1959 Hector Villa-Lobos, tónskáld. Innlent. 1390 Lönguhlíðarskriða, d. Rafn lögmaður Bótólfsson — 1786 Tilskipun konungs um kaup- staði — 1902 Landakotsspítali vígður — 1910 Alberti dæmdur í átta ára fangelsi — 1921 Ólafur Friðriksson kemur frá Rússlandi með. rússneska drenginn — 1938 „Vikan" hefur göngu sína — 1940 Matthíasarkirkja á Akureyri vígð — 1946 Eldur í átta húsum í Reykjavík — 1954 d. Benedikt Sveinsson — 1959 Mikoyan á íslandi — 1975 Sjö farast í þyrluslysi í Hvalfirði — 1975 Samningar við Breta út um þúfur. Orð dagsin>. Flest harðsoðið fólk er hálfbakað — Wilson Mizner, bandarískur leikritahöfundur (1876-1933). Kynning á minjagripum FERÐAMÁLARÁI) íslands hef ur ákveðið að hafa frumkvæði um að haldin verði sýning og kynn- ing á íslenskum minjagripum eftir na>stu áramót. Jafnframt verður stofnað til samkeppni. sem hvetur fólk til þess að koma á markað fjölbreyttara úrvali minjagripa en nú er á boðstólum. Leitað er jafnt eftir hugmyndum um minjagripi. sem íslendingar gætu notað til gjafa heima og erlendis. og gripi sem ætlaðir eru til sölu erlendum fcrðamönnum. Ferðamálaráð hefur fengið framkvæmd verkefnisins í hendur þeim Gerði Hjörleifsdóttur, fram- kvæmdastjóra hjá íslenskum heimilisiðnaði, Hauki Gunnars- syni, forstjóra Rammagerðarinn- ar og Ludvig Hjálmtýssyni, ferða- málastjóra. Aðeins verður hægt að efna til sýningarinnar ef næg þátttaka fæst og sem víðast að af landinu. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAOERÐ AOALSTR/tTI • - S I M AR: 171S2- 173S5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.