Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 Lopapeysurnar eru sígíldar og engin tízkufyrirbrigöi hafa náð aö breyta þeim. Hér rædir Rafn Sigurösson t.h. við einn ræðismann íslands í Frakklandi, M. Chalbourg, en hann kom á sýninguna og hefur sýnt íslandsmálefnum hvaö mestan áhuga af þarlendum ræðismönnum okkar. í GRENOBLE í Frakklandi fór fram í lok október sl. kynning á íslandi og íslenzkum fatnaði og matvælum. Kynningin fór fram á Hótel Alpotel í boði Jacques Ostin, Sveins Björnssonar viðskipta- fulltrúa og Flugleiöa. í móttökuna komu hátt á annað þúsund manns, þ.á m. margir blaðamenn frá hinum ýmsu dagblöðum á svæðinu og einnig franska sjónvarpinu. Aðrir gestir voru kaupsýslumenn og ráðamenn í Grenoble, auk fulltrúa hinna ýmsu starfsstétta, en Grenoble er eitt mesta útivistarsvæði Frakklands. Ullarvörurnar frá Álafossi vöktu mikla athygli. Hár eru þær Auður og Margrét að sýna kvenfatnað. íslenzk mat- væli voru á boöstólum. Hér má m.a. sjá hangikjöt, reykta grálúöu o.fl. íslenzkum ullarvör- um og matvælum vel tekið í Frakklandi Á kynningunni voru haldn- ar tvær tízkusýningar á fatn- aði frá Álafossi hf. en tvær sýningarstúlkur af fimm voru frá íslandi. Einnig var ís- landsmynd Ferðamálaráðs sýnd nokkrum sinnum á með- an á kynningunni stóð en Sveinn Björnsson viöskipta- fulltrúi ávarpaði viðstadda og bauð menn velkomna. Þá upplýsti Sveinn gesti um ís- land og íslenzkar ullarvörur. íslenzkur matur var fram- reiddur á hótelinu, en Hilmar Jónsson, veitingastjóri á Hót- el Loftleiðum, haföi undirbúiö matinn. Framleiðsla Sölu- stofnunar lagmetis var sér- staklega kynnt, og „svarti dauði“ var á borðum með matvælunum. Jacques Ostin, sem er um- boösmaður Álafoss í Frakk- landi, hefur sýnt íslandi og málefnum landsins mikinn áhuga. Hann sagði eftir kynn- inguna að rignt hefði yfir sig fyrirspurnum um ísland og íslenzka framleiöslu. Ostin hefur dvalizt hérlendis síöustu Nokkrir þeirra sem stóöu að sýningunni: Lengst til vinstri er Guðmundur Svavarsson, þá Jacques Ostin, þá tvær franskar sýningarstúikur, þá Sveinn Björnsson, síðan Rafn Sigurösson, þá tvær íslenzkar sýningarstúlkur, Auður og Margrét. Lengst til hægri er Antoine Quitard framkvæmdastjóri Flugleiða í París og viö hlið hans frönsk sýningarstúlka. Hluti sýningargesta, en hátt á annað þúsund manns sóttu hana. daga til viðræðna við starfs- menn Álafoss hf., og sagöist hann bjartsýnn á framtíðina hvaö varðar sölumöguleika á íslenzkri ullarvöru í Frakk- landi. Frakkland er nýr mark- aður fyrir þessar vörutegundir og er stefnt að mikilli sókn þar á næstu árum. Að sögn Rafns A. Sigurðs- sonar hjá Álafossi hf. seldi Álafoss framleiösluvörur sínar í Frakklandi árið 1979 fyrir 90 milljónir króna og er útlit fyrir aö sú tala þre- til fjórfaldist á þessu ári. Frakkar gerðu matnum góð skil og varð oft þröng á þingi við veizluborðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.