Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 Innileyar þakkir færi éy nllum þeim, sem ylöddu miy med skeytum, yjöfum oy heimsóknum á sjötuysafmœli mínu þann 6. október sl. Lifió heil. Meö beztu kvedjum. MARTEINN LÚTHER EINARSSON, HAFNARSTRÆTIW, HORNAFIRÐI. Seljasókn Breiðholti óskar eftir áhugsömu söngfólki til starfa í kirkjukór. Vinsamlegast hafið samband við organ- istann, Ólaf W. Finnsson sími 15073, eða séra Valgeir Ástráösson í símum 31444 eða 78440. Hreiðar Stefánsson og Magnea frá Kleifum eru meðal þeirra rithöfunda sem senda frá sér barnabækur um þessar mundir. Bók Magneu heitir Krakkarnir í Krumma- vík en bók Hreiðars Grösin í glugghúsinu. Mbl. sneri sér til rithöfundanna tveggja og spjallaði stuttlega við þá um bækurnar og fleira. Magnea frá Kleifum: „Það kemur af sjálfu sér að skrifa barnabók Magnea frá Kleifum Magnea Magnúsdóttir frá Kleif- um, sem nú er búsett á Akureyri, hefur nú sent frá sér 9 bækur. Sú fyrsta kom út árið 1962. „Eg hef aðallega skrifað barna- bækur á mínum rithöfundaferli," sagði hún. „í upphafi ætlaði ég mér aðeins að skrifa barnabækur en það var svo erfitt að fá þær gefnar út að ég sneri mér að því að skrifa annað. En það var bara fyrst í stað, ég er búin að gefa það alveg upp á bátinn. Mig langar líka bara til að skrifa fyrir krakka. Ég er líklega svo barnaleg í mér.“ — Hver er munurinn á því að skrifa fyrir börn og fullorðna? „Ég veit það eiginlega ekki. Þegar ég skrifa barnabók finnst mér ég lifa atburðinn miklu fremur. Það kemur af sjálfu sér að skrifa barnabók. Ég á víst að segja á nútímamáli að það höfði miklu meira til mín. En mér finnst það leiðinlegt orð.“ — Eru börnin þakklátir lesend- ur? „Já, ábyggilega. Og það er gamalt fólk einnig. Ég hef nefnilega tekið eftir því að það les líka barnasög- ur.“ „Ég vil hafa börnin mörg“ Nýja bókin hennar Magneu, Krakkarnir í Krummavík, var lesin í útvarpið fyrir skömmu. Hún segir frá hjónum sem ákveða að flytja með börn sín úr höfðuborginni upp í sveit þar sem þau álíta að þar sé miklu betra að ala börnin upp. Og þau eru ekki færri en 5 þegar yfir lýkur. Hvers vegna valdi Magnea þetta efni? „Mér datt það bara í hug. Ég er sennilega miklu meiri sveitamann- eskja í mér en kaupstaðamann- eskja. Ég hefði helst viljað ala öll mín börn upp í sveit. Mér finnst krakkarnir hljóti að tapa svo mikið á því að vera ekki í sveit. Það er kannski þess vegna sem ég er alltaf í sveitinni í bókunum mínum. Kannski líka vegna þess að ég er alin upp í sveit sjálf.“ — Byggir þú bókina kannski á endurminningum? „Það geri ég ekki að neinu leyti." — Við leiðum nú tal okkar að því að það sé fremur sjaldgæft að barnabókahöfundar „skapi" barn- margar fjölskyldur í verkum sínum nú á dögum. „Ég vil alltaf hafa börnin rnörg," segir Magnea. „Mér finnst það svo eðlilegt. Það er kannski vegna þess að ég er vön barnmörgum fjölskyld- um. En það er eins og það þyki óeðlilegt nú til dags að eiga mörg börn. Það er alltaf talað um eitt eða tvö.“ Erfitt að fá barna- bækur gefnar út — Nú er mikið talað um að íslenskar barnabækur séu á undan- haldi. „Það er svo skrítið að útgefendur jafnt sem rithöfundar eru alltaf að tala um þetta, en það er staðreynd að það er mjög erfitt að fá gefnar út barnabækur hérlendis. Það er kannski að sumu leyti skiljanlegt því útgefendur græða ekki mikið á þeim, þær eru ódýrari en kostnað- urinn við þær er jafn mikill og við aðrar bækur. — En verða rithöfundar ríkir af að skrifa barnabækur? „Það held ég varla. Ég held að maður geri þetta ekki fyrir pen- ingana. Þetta er bara þörf. Maður verður að fá útrás." — Ertu með eitthvað í smíðum? „Já, maður er alltaf með eitthvað. Ég á eina bók sem er tilbúin, en ég veit ekki enn hvort mér tekst að fá hana gefna út. Hún er um lítinn strák og hún gerist í kaupstað. Það er fyrsta bókin mín sem gerist í kaupstað. Þær eiga eiginlega að verða tvær og sú seinni gerist í sveitinni. Mér finnst það svo ótta- lega nauðsynlegt að koma börnun- um í sveit,“ sagði Magnea að lokum. rmn * Byggingaþjónustan: Námskeið í stillingu hitakerfa NÁMSKEIÐ í stillingu hita- kerfa á vegum Byggingaþjón- ustunnar verður í iðnskólanum á ísafirði nú um helgina. 15. og 16. nóvember, og á Egilsstöðum 22. og 23. nóvember. Eftir áramótin er fyrirhugað að halda námskeið á Akureyri. Tvö slík námskeið hafa verið haldin í Reykjavík og það þriðja verður haldið dagana 1. og 2. desember. Það má minna á það hér, að 20 gráðu stofuhiti er talinn æski- legur með tilliti til hollustu- hátta og rekstrarkostnaðar. Hver gráða fram yfir 20 gráður eykur rekstrarkostnað húsnæðis um 7 prósent í olíukyntu húsi en um 10 prósent á hitaveitusvæði. Ef hitakerfi er rétt hannað og einangrun hússins er góð, þá er hægt að spara verulega í upphit- unarkostnaði með því að stilla hitakerfin. Talið er að lækka megi upphitunarkostnaðinn að jafnaði um 25—30 prósent og í einstaka tilfellum allt að 200 prósent._______________ Hafið fyrirhyggjn! Gerið strax ráft fyrír TH0R0 STÁLGÓLFI Sem biandað er í yfirboð gólfsins um leið og það er pússað. THORO STALGOLF margfaldar slitþol gólfsins og höggstyrkur eykst um 50%. Hentar þetta efni best á gólf, þar sem er t.d. þungaiðnaður, á verksmiðjur, bifreiðaverkstæði, bílageymslur, vélsmiðjur, hleðslupalla, brýr, hafnargarða ofl. THORO KVARS (hraðsteypa) er hentar best fyrir matvælaiðnað og léttan iðnað, s.s. frystihús, fiskvinnslu- stöðvar, sláturhús.mjólkurstöðvar o.fl. P&W GÓLFHERÐIR er settur á gólfið eftir að þau hafa verið steypt. Hann þrefaldar slitþol gólfsins og högg- styrkur eykst um 25%. ■ THORO GÓLFHERSLUEFNIN fást í litum. Leitið nánari upplýsinga, það er þess virði að kynnast THORO efnunum nánar. 15 steinprýði | Smiðshöfða 7, gengiö inn frá Stórhöfða, simi 83340 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.