Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 37 Minmng: Finnbogi Bemódus- son - Bolungavík Margir hafa heyrt þessa manns Guðnasyni frá Botni í Súganda- getið. Hann var kenndur við Bol- firði, bifreiðastj. á Bæjarleiðum. 2. ungavík, en fæddist í Þernuvík í Mjóafirði 26. júlí, 1892, fjögurra ára fluttist hann með foreldrum sínum til Bolungavíkur. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jens- dóttir og Bernódus Örnólfsson. Bernódus Örnólfsson og Falur Jakobsson móðurfaðir minn voru systrasynir, Kristín kona Örnólfs t og Svanborg kona Jakobs voru | dætur Ólafs Helgasonar er bjó á Breiðabóli í Skálavík og Guðnýjar Jónsdóttur úr Minnihlíð í Bol- ungavík. Finnbogi var einkenniiegur maður í mörgu. Stórkostlega fróð- ur var hann og framúrskarandi minnugur á allt er snerti sögu og náttúru Bolungavíkur. Bernskuheimili hans var ramm- íslenzkt bæði innra og ytra. Inni fyrir var iðjusemi og guðrækni, sögulestur og fræði bæði forn og ný. Úti var landslagið svipmikið og frítt, allt lukt fjöllum og ásum, en hýrt og hlýlegt. í Bolungavík nam Þuríður Sundafyllir land, á bakka Syðradalsvatns stóð bær Völu-Steins, sá er orti „Völuspá", eitt frægasta ljóð norrænna kvæða. Land og saga Bolungavík- ur eru samtaka um að heilla hugann og laða. Hvorttveggja hefir þar margt að segja námfúsum unglingum. Við það ólst Finnbogi upp. í þeim jarðvegi festi æska hans fyrstu rætur og þess bar hann menjar upp frá því. Hann bar alltaf svipinn af æskustöðvum sínum. Bolungavík var afskekkt, fjarri alfaravegi. Og Finnbogi undi líka alltaf betur einveru en fjölmenni. Hann tók ástfóstri við fjöllin og heiðarnar, fjallagrösin og blómin, vatnið og árnar, öræfin og sjóinn. Hvergi undi Finnbogi sér jafnvel og í Bolungavík. Fáir voru honum jafnsnjallir að rata um í landnámi Þuríðar Sundafyllis. Öllum þótti fengur í fylgd Finn- boga, og varð hún minnisstæð; ekki eingöngu fyrir það hvað kunnugur hann var landslagi og örnefnum, heldur fyrir það hve miklar mætur hann hafði á því öllu. Hann var því svo handgeng- inn og öllu sem við það er bundið, munnmælum og þjóðsiðum, sögum og kvæðum. Það var yndi hans og eftirlæti. Hann kunni frá mörgu að segja af því tagi. Og það var gaman að heyra hann segja sögur. Engir gátu annað en veitt honum athygli og munað eftir honum, ef þeir sáu hann og heyrðu hann tala. Finn- bogi lét ekki mikið yfir sér, en karlmannlegur vexti, óvenjulega hvatlegur, fljóthuga og fljótmælt- ur, orðheppinn og allur á lofti af lífi og fjöri. Þegar hann sagði frá því, sem honum var hugleikið, þá var eins og svipur hans og augna- ráð logaði allt af áhuga og gleði. Og svona var hann þá er ég hitti hann síðast á liðnu vori, er við mæðginin heimsóttum hann, sí- glaður og fjörugur, með góðlátleg gamanyrði á takteinum og það þótt hann væri sárþjáður og þreyttur. Þessi gleði hans var engin uppgerð, og því síður gáski eða kerskni. Það var sú gleði sem stafar frá göfugu hjarta, bergmál af góðgirni og mannelsku. Finnbogi Bernódusson var sí- vinnandi, í tómstundum leysti hann mikið verk af hendi, átti feikimikið safn af sögum og sögn- um úr Bolungavík, hélt dagbók í áratugi. Allmikið af skrifum hans kom út í bókinni „Söguf og sagnir úr Bolungavík", en mikið er enn óprentað. Væri það verðugt verk- efni fyrir „Sögufélag Bolungavík- ur“ að varðveita handrit hans. 1912 kvæntist Finnbogi unnustu sinni, Sesselju Sturludóttur, Guð- mundssonar að Hrauni í Hóls- hrepp; þau eignuðust 13 börn, 9 eru á lífi, 3 dóu í frumbernsku. 1. Sigríður, húsfreyja, gift Sveini Ásdís, húsfreyja í Reykjavík, gift Bjarna Bjarnasyni frá Bolunga- vík, sjóm. 3. Valgerður, húsfreyja í Bolungavik, ekkja Jakobs Þor- lákssonar skipstj. 4. Bernódus, bóndi í Tungu, kv. Elsu Sigurjóns- dóttur úr Dýrafirði. 5. Þórunn Benný, húsfreyja í Reykjavík, gift Ingólfi Jóhannessyni verzlm. 6. Ingibjörg, húsfreyja á Þingeyri, gift Gunnlaugi Sigurjónssyni fyrrum bónda. 7. Þórlaug, hús- freyja í Reykjavík, gift Guðmundi Bjarnasyni úr Dýrafirði, verzlm. 8. Guðrún, húsfreyja í Kópavogi, gift Birgi Guðmundssyni frá Bíldudal, vélstj. 9. Stella, hús- freyja í Bolungavík, gift Svein- birni Sveinbjörnssyni, forseta Kiwaniskl. Ernir í Bolungavík. 10. Guðrún Kristjana, dó 4 ára. Frú Sesselja var sérstaklega glæsileg kona, bar svip heldri kvenna, yfirsvipur hennar líktist geisla um hvarmbaug, lýsti svo yfirbragð hennar, að stórhöfðing- legt þótti. Sesselja var hlý hús- móðir, hreinskilin og ráðholl. Heimilið var úmfangsmikið og fjölskyldan fjölmenn. Húsmóðirin ákaflega gestrisin og flestum fremri í góðgjörðum. Sesselja og Finnbogi voru framúrskarandi vel samtaka. Hann lagði allt sitt fram til þess að sjá heimilinu farborða. Hugur móður minnar reikar oft til Bolungavíkur, með sælli endur- minningu um liðin ár, minnist með miklu þakklæti bæði við guð og menn þeirra, er þau pabbi hennar áttu þar samleið með. Sterk bönd frændrækni og vináttu tengdu saman heimili móður minnar og Sesselju og Finnboga. Eg minnist með ánægju og gleði heimsókna minna til Sesselju og Finnboga, ég naut í ríkum mæli vináttunnar og frændrækninnar. Fjölskylda Fals Jakobssonar sendir syni og dætrum, tengda- dóttur og tengdasonum, barna- börnum, öllum niðjum Finnboga dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi Finnboga Bernódusson í æðri veröld. Helgi Vigfússon Bolungavík er elzta verstöð landsins. Fyrrum mjög einangruð, því ekki var mögulegt að hafa samband við önnur byggðalög, nema sjóleiðis. Hægt var að fara gangandi inn Óshlíð inn á ísafjörð. Fyrir gat komið að ekki væri fært á sjó vikum saman. Stórfengleg sjón var að sjá hvítfyssandi ölduhryggi þvert yfir Djúpið, svo langt sem augað eygði og sjá öldurnar brotna á brim- brjótnum svo brimið bar við himin. Oft voru þá bátarnir á sjó, þá voru engar talstöðvar og enginn vissi hvort þeir reyndu að brjótast heim í Vík eða hleypa til ísafjarð- ar. Ófáar voru því ferðirnar sem sjómannskonan hljóp ofan á Kamb, illa klædd, með hendi á hálsi, til þess að gæta hvort ekki sæist neitt til bátanna. Fyrir kom að einn og einn bátur komst heim til Bolungavíkur við illan leik. Margar hendur voru í landi til að taka á móti og hífa hann upp á Kamb, á spili og var það hættulegt og vandasamt að styðja og standa undir bátnum. Það þurfti karl- menni til þess. Við þessar aðstæður ólst Finn- bogi Bernódusson upp og stundaði sjómennsku fram á fullorðinsár. Hann var karlmaður bæði til líkama og sálar. Hann bugaðist aldrei þótt hann þyrfti að berjast við að sjá barnahópnum sínum farborða. Ég ólst upp í næsta nágrenni við fjölskyldu hans og með mér og einni dóttur hans, Bennýju, tókst strax í æsku mikil vinátta, og oft var að við skildum hvorki nótt né dag. Sváfum þá heima hjá hvorri annarri til skiptis. Mér er það ógleymanlegt að vera með þessari fjölskyldu. Mér var líka jafnan. tekið sem einu af börnunum. Sesselja var alveg sérstaklega hjartahlý og göfug kona, sem mannbætandi var að umgangast og hið sama er að segja um Finnboga, þau voru svo samhuga og samstillt í öllu. Fyrir kom að mér fannst þröngt um mig í rúminu hjá Benný og Laugu. Þá fór ég með svæfilinn undir hendinni og tróð mér milli hjónanna og ekki brást að mér væri vel tekið enda sofnaði ég þá fljótt. Þrettán börn áttu þau hjónin, Sesselja Sturludóttir og Finnbogi, en níu komust til full- orðinsára. Aldrei fannst manni þröngt í litla húsinú og þótt veraldleg efni væru af skornum skammti þá var alltaf gleði og hjartahlýja ríkjandi á heimilinu. Finnbogi var einstak- ur heimilisfaðir. Hann unni konu sinni hugástum. Ég held að hann hafi komið því inn hjá börnunum að vera henni hjálpleg. Sesselja var mikilhæf húsmóðir, nostur- þrifin og sérstaklega snyrtileg. Þrátt fyrir að börnin væru mörg, man ég ekki til að allt væri ekki hreint og fágað. Aldrei var Finn- bogi svo þreyttur, er hann kom heim af sjónum að hann skrifaði ekki í dagbókina sína, en dagbók hélt hann frá unga aldri, þar til tveim dögum fyrir andlátið, eða í 66 ár. Eru það merkilegar heim- ildir, bæði um veðurfar og ýmsa atburði, sem gerst hafa á þessu langa tímabili. Eina fallega minn- ingu á ég frá þessu góða heimili. Sesselja sat með prjónana sína við borð, Finnbogi með pípuna sína og las upphátt, en allir krakkarnir sátu í kring og hlustuðu á. Það lýsir einingunni í fjölskyldunni, því krakkarnir komu gjarnan með sína vini inn. Það var svo gaman að hlusta á Boga, að við tókum það fram yfir að fara út. Finnbogi var mjög fjölgreindur maður og með afbrigðum hagur. Hann smíðaði sjálfur flest hús- gögnin á heimilinu. Þar fyrir utan skar hann út, tálgaði mikið og marga sérkennilega hluti, enda kom honum það vel, þegar hann var einn eftir í húsinu sínu, rétt eins og í yfirgefnu hreiðri. Þá hafði hann alltaf nóg að gera, hann brenndi í tré og skar. Smíðaði verkfæri og meitlaði á stein, gerði hausa og brjóstmynd- ir. Hann var svo fundvís á efni að undrum sætti. Hann skar út úr flotholtum og hertu stálbiki o.fl. Hann undi sér við lestur góðra bóka, samdi mikið bæði í bundnu og óbundnu máli. Nú þegar Finnbogi hefur kvatt okkur, leitar svo margt á hugann, sem of langt yrði að rekja, en mun verða mér sem dýrmætur fjár- sjóður sem aldrei gleymist en geymist og mölur og ryð fá eigi grandað. Þessum einlæga vini mínum þakka ég órofa tryggð og djúpa vináttu og bið honum Guðs bless- unar. -Þú varst hraustur. þjáninK alla þoldir þú ok barst þÍK vel vildir aldreí. aldrei falla uppréttan þÍK nisti hel. l*u varst sterkur. hreinn i hjarta hirtir ei um skrum ok prjál. aldrei náAi illskan svarta ala þina sterku sál. FljÚK þti andinn ódaudleKÍ efldur lifsins sadu trú hrott frá doprum dauAans va'KÍ dýrAarinnar himinbrú. I.áttu KlaAur fúinn fjotur feÍKAar hak viA skuKKatjold sjáAu bjartar brosa KOtlir bak viA himinsolna fjold." (Matth. Joch.) Öllum ástvinum Finnboga votta ég dýpstu samúð. Ilólmfríður Hafliðadóttir Veturinn meö 1Srtfrúí Stevie Wonder hefur sent frá sér nýja plötu „Hotter than July“ sem inniheldur m.a. eitt vinsælasta lag þessa árs; „Masterblaster“. Ftest í verzlunum um land allt. FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8 — sími 84670. Laugavegi 24 — sími 18670. Austurveri — sími 33360.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.