Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 + Bróðir okkar, VIGGÓ HELGASON, sölustjóri, sem lézt 8. nóvember sl., verður jarösettur frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 18. nóvember n.k. kl. 3. Fyrir hönd okkar systkina Magnús Helgason. Sonur minn, HERMANN SVANUR SIGUROSSON, sem lést af slysförum þann 9. nóvember, veröur jarösunginn frá Neskirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 3.00. María Óskarsdóttir. + Móðir okkar og tengdamóöir, LÁRA ANDRÉSDÓTTIR, Míövangi 17, Hafnarfiröi, sem andaöist 9. nóvember veröur jarösungin frá Hafnarfjaröar- kirkju 18. nóvember kl. 13.30. Guöný Sæmundsdóttir, Þuríöur Steingrímsdóttir, Jón Bjarnason, Helga Steingrímsdóttir, Hallgrímur Pétursson, Guömundur Steingrímsson, Unnur Guömundodóttir. + Útför fööur okkar FINNBOGA BERNÓDUSSONAR Bolungavík fer fram frá Hólskirkju, mánudaginn 17. nóvember kl. 2. Börn hins látna. Útför móöur okkar GUDRÍÐAR ÞÓROLFSDÓTTUR Drápuhlíð 21, sem lést 8. nóvember fer fram frá Hallgrimskirkju þriöjudaginn 18. nóvember kl. 3 e.h. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Hallgrímskirkju. Sólrún Þorbjarnardóttir, Rósa Björk Þorbjarnardóttir, Ragnhildur Þorbjarnardóttir. + Móöir okkar og tengdamóöir KRISTBJÓRG SIGUROARDÓTTIR, Langageröi 100, óöur húsfreyja Lambhúshóli, Vestur-Eyjafjöllum, sem andaöist í Borgarspítalanum 8. nóvember, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Þóröur Guönason, Inga A. Eiríksdóttir, Hjálmrún Guönadóttir, Andrés Guðmundsson, María Guönadóttir, Valtýr Sæmundsson, Magnús Guónason, Svava Ingímundardóttir, Guöbjörg Guönadóttir, Gestur Magnússon. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og elskulegs afa ÞORDAR BJARNASONAR vörubifreiöastjóra, Strandgötu 81, Hafnarfiröi. Sigríóur Ketilsdóttir, Þóröur Bjarni Guöjónsson, Kristín Þórðardóttir, Sverrir Sighvatsson Siguróur Þóröarson, Hinrika Halldórsdóttir Guölaug Gréta Þóróardóttir, Erling Hermannsson og barnabörn. Minning - Viggó Helgason sölustjóri Þegar komið er að kveðjustund, koma í huga minn minningar frá æskuárunum, þá lífsglaðir æsku- menn nutu lífsins án umhugsunar um þá framtíð, sem beið þeirra. Gamla Reykjavík var þá heim- urinn allur. Miðborgin, göturnar í Þingholtunum, skautasveil á Austurvelli, skíðabrekkurnar á Arnarhóli, eða hin mörgu auðu svæði, voru í æsku leikvellir okkar Reykvíkinga, sem nú erum komnir á miðjan aldur. Viggó Helgason var borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Hann fæddist 28. febrúar 1923 og lézt 9. nóvember sl. Foreldrar hans voru hjónin Oddrún Sigurðardóttir og Helgi Magnússon, kaupmaður. Viggó var yngstur 12 systkina. Hann er sá fjórði þeirra, sem kveður þennan heim. Viggó stundaði nám við Verzl- unarskóla Islands og var að námi loknu við verzlunarstörf, lengst af hjá Málningarverksmiðjunnni Hörpu hf., þar sem hann var söiustjóri og sat jafnframt í stjórn fyrirtækisins í tæp 20 ár. Leiðir okkar Viggós Helgasonar lágu saman frá æskuárum. Báðir félagar í Knattspyrnufélaginu „Valur" og alla tíð áhugasamir um velferð þess. Á æskuárum sínum var Viggó Helgason í miklu uppáhaldi hjá Knúti Siemsen, fyrrum borgar- stjóra í Reykjavík, og var alla ævi undir sterkum áhrifum frá hon- um, en Knútur Siemsen var mikill velgjörðarmaður KFUM og félags okkar. Fáa menn dáði Viggó meira en þennan vinsæla oddvita Reyk- víkinga. Viggó Helgason var einlægur stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins og bar hag hans mjög fyrir brjósti. Flokkurinn sér nú á bak einum sinna áköfustu stuðn- ingsmanna. Við, sem stöndum í forystu í stjórnmálaflokkum, vitum, að styrkur flokks og forystu byggist á störfum áhugasamra einstaklinga, sem ávallt eru reiðubúnir til að verja þær hugsjónir sem sameina okkur, þegar blásið er til orrustu. Ég vil nú láta í ljósi þakkir mínar til æskuvinar míns fyrir framlag hans til hugsjóna og stefnumála Sjálfstæðisflokksins. Viggó Helgason var heimilisvin- ur okkar á Laufásveginum. Marg- ar ánægjustundir áttum við sam- an við taflborðið, ýmist heima hjá mér eða honum. Hann var höfð- ingi heim að sækja, snyrtimenni í hvívetna, bókhneigður enda fróður um margt. Fyrir rúmlega ári dró ský fyrir sólu. Það voru oft þung spor að heimsækja þennan lífsglaða jafn- aldra minn á Borgarspítalann, en Viggó bar sjúkdóm sinn með aðdáunarverðri rósemi, hann vissi hvert stefndi og lofaði hvern dag. Læknum og hjúkrunarliði Borg- arspítalans þakkaði hann frábæra umönnun og tillitsemi. Nú er komið að vegamótum og ég vil að lokum þakka þessum góða dreng fyrir samfylgdina, vináttu og tryggð alla tíð. Guð blessi minningu hans. Eftirlifandi systkinum og öðr- um ættingjum sendum við hjónin samúðar- og vinarkveðjur. Albert Guömundsson Næstkomandi þriðjudag 18. nóvember verður til moldar bor- inn vinur minn Viggó Helgason. Það er þungt fyrir mig, allt venzlafólk hans og vini að horfa á eftir góðum dreng við skildar leiðir í bili, þar sem hann var aðeins 57 ára að aldri. Það gerðu allir ráð fyrir, þar til nú fyrir skömmu, að samleiðin hér yrði nokkru lengri. Gamalt og gott íslenzkt máltæki segir, „það ræður enginn sínum næturstað", og það sannast okkur enn. Viggó hafði forsjóninni fyrir margar góðar gjafir að þakka. Eins og endirinn er ekki okkar ákvörðun er upphafið það ekki heldur. Hann var yngstur í 12 systkina hóp, börn þeirra heiðurs- hjóna Oddrúnar Sigurðardóttur og Helga Magnússonar, kaup- manns. Helgi Magnússon var einn þeirra manna sem settu hvað mestan svip á bæinn á sínum tíma og lagði styrka hönd á plóginn í uppbyggingu Reykjavíkurborgar á þeim tíma, er Reykjavík var að breytast úr þorpi í bæ og borg. Hann byggði ásamt konu sinni eitt mesta myndar- og menningar- heimili í Reykjavík. Það var Guðs gjöf að alast upp á sliku heimili. + Innilegar þakkir færi ég þeim, er auösýndu mér samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför unnusta míns, FRIDRIKS SKÚLASONAR, Austurvegi 10, Þórshöfn. Ég biö þann, sem öllu ræöur aö vera með okkur öllum. Ásthildur Gísladóttir, Ártúni, Hornafirói. + Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og útför GUDRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR fré Fagraskógi, Fjölnisvegi 7. Guóbjörg Jónsdóttir, Hrafnkell Stefánsson, Ragnheiöur Jónsdóttir Blöndal, Gísli Blöndal, Sigríöur Jónsdóttir, Sigmundur Freysteinsson, og barnabörn. Alúöar þakkir jaröarför + fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og ASTU J. DAHLMANN Hringbraut 110. Egill Sigurgeirsson Ebba Egilsdóttir, Pétur Urbancic, Agla Egílsdóttir, Tryggvi Ásmundsson, Ingibjörg Egilsdóttír, Svavar Armannsson, Guðrún Egilsdóttir, Axel Gomes Ásta Egilsdóttir, Axel Smith Jón A. Egilsson, Sigríóur Magnúsdóttir, Dagmar Dahlmann, Karólína D. Rasmusson. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, er auösýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og jaröarför, hjartkæra sonar okkar, bróöur og dóttursonar, BJÖRGVINS SIGVALDASONAR, Öldugeröi 19, Hvolsvelli. Guö blessi ykkur öll. Hulda Björgvinsdóttir, Sigvaldi Hrafnberg, Þréinn, Anna Kristín og Friöbjörg, Kristín Runólfsdóttir, Björgvin Guölaugsson, og aórir vandamenn. Viggós mörgu góðu eiginleikar voru vöggugjöf þessa heimilis. Meðal þeirra var næm tilfinning fyrir fegurð og list í hverju formi sem hún var túlkuð, frá mann- anna verkum til Guðs verka í náttúrunni. Hann hafði sérstakt yndi af málaralist og réði yfir haldgóðri þekkingu á þeirri list- grein. Einnig öllu er viðkom húsa- gerðarlist, bæði úti og inni. Hann réði yfir mikilli sérþekkingu á húsmunum, húsgögnum, silfur- smíði, postulíni, handgerðum teppum, útskurði svo nokkuð sé nefnt. Hann var tíður gestur á mínu heimili. Ef hlutur hafði verið færður til eða nýr bætzt við milli heimsókna hans, var eftir því tekið og tillögur fram settar, sem ávallt stóðu til bóta. Viggó heitinn var ávallt aufúsugestur á heimili okkar Báru, ekki hvað sízt fyrir drengina okkar, sem kynntust honum sem Viggó frænda, og þannig var hann fyrir þeim til dauðadags. Viggó var fyrir þeim mun meira en venjulegur fjöl- skylduvinur vegna þeirrar um- hyggju og væntumþykju, er hann bar til þeirra. Með Viggó hverfur nú einn þáttur úr uppeldi og ímynd þeirra þótt minningarnar lifi. Viggó gekk í Verzlunarskóla íslands og vann að verzlunarstörf- um allt sitt líf. Dvaldist hann í Englandi um sinn við störf en annars starfaði hann í Reykjavík. Nú síðustu tæpa tvo áratugina í málningarverksmiðjunni Hörpu. Var hann sem einn af stjórnar- mönnum þess fyrirtækis og fleiri fyrirtækja. Viggó var mikill Reykvíkingur og þótti vænt um borgina sína. Hann var einnig ávallt mikill sjálfstæðismaður og lagði fram mikið og óeigingjarnt starf í þágu þess flokks. Hann var aldrei í neinum vafa að þjóðinni og borginni vegnaði bezt undir stjórn þess flokks. Hann var einnig frá byrjun einn af traust- ustu stuðningsmönnum Alberts Guðmundssonar. Fáir foringjar geta átt sér baráttuglaðari liðs- menn en Viggó var. Viggó var knattspyrnuunnandi og háði Val- ur sjaldan kappleik án þess að Viggó væri ekki á vellinum, mætt- ur til þess að hvetja sína menn. Viggó naut góðrar heilsu í lífi sínu. Því var það okkur, er nálægt honum stóðu, nokkur furða fyrir- varalaus, er hann kenndi sjúk- dóms síns, sem hugsanlega gat verið alvarlegs eðlis. Síðastliðið hálft annað ár átti Viggó við vanheilsu að stríða, með blæbrigð- um þó. Síðustu lífdagar hans voru orðnir slík byrði, að það var líkn að vera leystur frá þeim. Sjaldan hittumst við á þessu tímabili, að hann bæri ekki lof og þakklæti á það fólk, sem annaðist hann á sjúkrahúsinu. Voru þar allir af- bragð þótt Sigríðar hjúkrunar- konu væri oftast minnst. Nú, er vegir víxlast, kæri vinur, þakka ég þér samfylgdina og allt það sem þú hefur verið mér og mínu fólki. Pétur Guðjónsson Góðvinur minn og fjölskyldu minnar, Viggó Helgason, sölu- stjóri í Málningarverksmiðjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.