Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 39 Hörpu, verður kvaddur nk. þriðju- dag. Fyrir aldur fram er hann genginn, eftir þung og ströng átök við mikil veikindi, sem hann bar með karlmennsku og æðruleysi. Viggó vissi hvert stefndi en hann óttaðist ekki þann áfanga, því að vinur okkar Viggó var trúaður maður. Hann var heitur og ákveð- inn í trú sinni, sem hann átti sjálfur en bar ekki á torg né vitund annarra. En Viggó elskaði lífið og þráði að lifa þó hann væri staðfastlega viss um að dauðinn væri ekki nema eðlilegasta og stærsta ævintýri lífsins, og þegar þeim þætti væri lokið, tæki annar við með ástvinum og kunningjum, sem gengnir væru á undan honum yfir landamæri lífs og dauða. Eg er ekki viss um að margir vinir og samferðamenn Viggós Helgasonar hafi haft vitneskju um þennan sterka þátt skaphafn- ar hans nema þá hinir merku foreldrar hans og stóri systkina- hópur svo og sérstakir einkavinir sem fundu vel hina miklu hlýju, virðingu og væntumþykju Viggós til trúar sinnar. Hann var yngstur á stóru, fögru og merku heimili og naut því sérstakrar umönnunar og ástríkis. Um það þótti Viggó gott að tala við okkur vini sína og sérstaklega dáði hann samband sitt við Magnús bróður sinn, forstjóra Hörpu. Viggó Helgason var á margan hátt einfari, þótt hann í eðli sínu væri mikill félagshyggjumaður og fús til starfa á þeim grundvelli. Hann deildi ekki lífi sínu við eiginkonu og börn en deildi bæði geði og ást mjög við Helga Rúnar, systurson sinn. Hann var í eðli sinu fórnfús höfðingi, eins og hann átti kyn til. Hann átti að vísu fáa en einlæga vini og reynsla var fyrir því, að fyrir þá og sína nánustu hefði hann hiklaust geng- ið í fyrirsjáanlegar hættur, ef slíkt hefði þurft til björgunar, þótt lifsskoðun hans bæri sterkastan keim af einstaklingshyggju og einstaklingsframtaki. Viggó var líka sérstaklega smekklegur í ein- för sinni og bjó sér hið fegursta umhverfi á heimili sínu og vand- aði vel það, er hann valdi til heimilisprýði. Viggó Helgason var að okkar dómi á vissan hátt sérstakur fagurkeri. Og í þeim efnum naut myndlistin mests gengis hjá hon- um og nú, þegar hann er genginn, grunar mig að hann láti eftir sig allmikið safn málverka og sum þeirra af bezta gæðaflokki. Viggó unni þessari listgrein heils hugar og tala ég í þeim efnum af reynslu. Hann bjó yfir mikilli dómgreind- arbreidd í þessum efnum og setti þá ekki undir mæliker annarra, ef málverk eða myndverk höfðaði til hans, gerði honum glatt í geði eða jafnvel heillaði hann. Skiptu þá aðferðir eða stefnur í listgreininni engu máli, svo fordómalaus var hann og sjálfum sér samkvæmur í þessum efnum. Sjálfstæðismaður var Viggó Helgason af lífi og sál og naut þess oft á tíðum að hefja umræður um stjórnmálamenn, einkum farna foringja Sjálfstæðisflokks- ins sem voru hans „hershöfðingj- ar“. Hann tók verulegan þátt í félagsstörfum Sjálfstæðisflokks- ins um áraraðir og var starf hans þar metið að verðleikum fyrir ósérhlífni og rösklega framgöngu. Og mér býður í grun að Viggó eigi drjúgan þátt í fyrstu sporum sumra áhrifamestu manna flokks- ins inná starfsbrautir borgarmála Reykjavíkurborgar, sem til far- sældar og góðs hafa orðið. Það var ekkert hik eða tvivelgja í starfi Viggós Helgasonar á þessum vettvangi, ef hann tók til hendi, fremur en á öðrum sviðum, þegar og þar sem hann brann af áhuga og haslaði sér völl til átaka. En á sama tíma var hann líka svo hreinskilinn að troða sér ekki fram við þá, er hann grunaði, að bezt væri að fara að í góðu hófi og með fullkominni gát. Þó að Viggó Helgason væri ekki íþróttamaður sjálfur, þá hafði hann sérstakt yndi af sumum greinum íþrótta og þá einkum knattspyrnu. Hann var geysimik- ill Valsmaður — stundum jafnvel alveg blindur á kosti annarra — Valur var alltaf númer eitt og átti að vera númer eitt. Það verður því fátæklegt „á vellinum" næsta sumar, þegar vinur okkar Viggó situr ekki í næsta nágrenni við okkur með sín háværu, hjartan- legu og einlægu hvatningarhróp til Valsmanna. Það er ekki langt síðan Viggó vinur okkar sat hér í stofunum og t Hjartanlegar þakkir til allra, sem sýndu samúö sína, viö andlát og jaröarför BJARGAR (STELLU) ÖRNÓLFSDÓTTUR. F.h. vina og vandamanna Eiríkur Sigurösson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróöur okkar SIGURÐAR SNÆBJARNAR STEFANSSONAR frá Stakkahlíð. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks sem annaöist hann í langvarandi veikindum. Syatkinin. t Innilegt þakklæti færi ég þeim er auðsýndu mér samúö, hjartahlýju og vináttu viö fráfall fööur míns GUNNARS PETERSEN Hraunbæ 33. Guðbjörg Betsy Petersen. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 átti við mig lítilsháttar erindi. Hann var með lítinn, fallegan og vandaðan ramma, sem hann hafði nýlega keypt. Hann spurði mig að því, hvort mér líkaði ekki þessi litli gripur, hann ætti að standa sem næst höfðalaginu á rúminu sínu í hinu nýja og fallega heimili hans. Eg var honum sammála í þessum efnum. „Gott“ — sagði Viggó. „Mig vantar blóm í ramm- ann, blóm, sem ekki fölna, Viltu sjá um það, vinur?“ Viggó fékk blómin. Við vonum að þau fölni ekki. Við vonum og biðjum til Guðs að þau geymist jafn vel og minningarnar um góðan vin geymast í hugum okkar og hjörtum og fölna ekki. Blómin voru hvítar baldursbrár. Jakob V. Hafstein lögfr. Látinn er góðvinur. Minningin um Viggó Helgason er björt og hrein. Hann ólst upp á menning- arlegu rausnarheimili foreldra sinna, hér í borg, og bar með sér alla tíð hve vel hann var búinn að heiman. Margs er að minnast. Tvennt leitar einkum á hugann. Viggó var mikill bókavinur. Las sögu, skáldskap og ljóð. Kom það glöggt fram í fari hans hve hollur huganum er lestur góðra bóka. Það sem er þó minnisstæðast nú, er hversu hlýr og barngóður hann var og það bæði í orði og verki. í minni fjölskyldu er Viggó nú sárt syrgður og kært kvaddur, jafnt af ungum sem öldnum, og honum þökkuð órofa vinátta og tryggð. Fari kær vinur í Guðs friði. Haukur Heiðar Höfum kaupendur aö eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI niiMoojuuo: Innlauanarvarð 16. nóvember 1980 Seðlabankans Kaupgengi m.v. 1 ára Yfir- pr. kr. 100- tímabil frá: gengi 1968 1. flokkur 6.868,53 25/180 4.711.25 45,8% 1968 2. flokkur 6.201,02 25/2 '80 4.455,83 39,2% 1969 1. flokkur 4.964,74 20/2 '80 3.303,02 50,3% 1970 1. flokkur 4.542,90 15/9 '80 3.878,48 17,1% 1970 2. flokkur 3.291,21 5/2 '80 2.163,32 52,1% 1971 1. flokkur 3.004,24 15/9 '80 2.565,68 17,1% 1972 1. flokkur 2.618,05 25/1 '80 1.758,15 48,9% 1972 2. flokkur 2.240,15 15/9 '80 1.914,22 17,2% 1973 1. flokkur A 1.674,12 15/9'80 1.431.15 17,0% 1973 2. flokkur 1.542,42 25/1 '80 1.042,73 47,9% 1974 1. flokkur 1.064,61 15/9'80 910,11 17,0% 1975 1. flokkur 869,28 10/1 '80 585,35 48,5% 1975 2. flokkur 656,44 1976 1. flokkur 622,82 1976 2. flokkur 505,83 1977 1. flokkur 469,79 1977 2. flokkur 393,47 1978 1. flokkur 320,70 1978 2. flokkur 253,08 1979 1. flokkur 214,03 1979 2. flokkur 166,04 1980 1. flokkur 126,87 VEÐSKULDA- Kaupgangi m.v. nafnvexti BREF:* 12% 14% 16% 18% 20% 38% 1 ár 65 66 67 69 70 81 2 ár 54 56 57 59 60 75 3 ár 46 48 49 51 53 70 4 ár 40 42 43 45 47 66 5 ár 35 37 39 41 43 63 *) Miöað er við auðseljanlega fasteign. NÝTT ÚTBOÐ VERÐTRYGGÐRA SPARI- SKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS: 2. flokkur 1980. Sala og afgreiðsla pantana er hafin. nARKninfiMriuM IruutM hp. VERÐBREFAMARKADUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaóarbankahúsinu. Sími 28566. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16. ALLIR VILDU LILJU KVEÐIÐ HAFA HORIZON var kosinn bíll ársins í Evrópu 1978—1979. Síðan hafa aörir bílaframleiðendur tekiö hann sem fyrirmynd. HORIZON er framhjóladrifinn, en þó léttur í stýri. HORIZON er með þverstæöa vél. HORIZON hefur minni beygjuradíus en eldri geröir af framhjóldrifsbílum. HORIZON er mjög rúmgóöur miöaö viö aðra bíla í sama stærðarflokki. HORIZON hefur stangafjöðrun á framhjólum, og hún bilar ekki, auk þess sem stangarfjöðrunin gefur möguleika á aö hækka bílinn eöa lækka eftir óskum eiganda og gefur bílnum óvenjugóða aksturseiginleika jafnvel á íslenskum sveitavegum. HORIZON er mjög sparneytinn en þó kraftmikill. m #________________S' ■ ' Varastu ódýrar eftirlíkingar ö Vökull hff. ARMÚLA 36. Símar 84366 - 84491

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.