Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 Birgðir fyrir erlenda heri hitamál í Noregi eftir John C. Ausland í MEÐFYLGJANDI Krein lýsir J»hn C. Ausland þróun umræóna í Noreifi um birgðir fyrir erlenda heri i iandinu. Varð mikili hiti um málið innan norska stjórnarflokksins, Verkamannaflokksins. AthyKli vakti fyrir skómmu. þegar haf- réttarsérfræðinKurinn Jens Ev- ensen flutti ræðu á fundi í flokknum ok lýsti andstóðu sinni við stefnu rikisstjórnar- innar. Eftir þá ræðu, sem þótti ekki við hæfi opinbers embætt- ismanns, lét Knut Frydenlund. utanríkisráðherra, orð falla á þann veg. að ekki væri lengur neinn trúnaður i samskiptum hans við Jens Evensen. Akvörðun hefur nú verið tek- in um að vopnahinjðunum verði fyrir komið í Ura-ndalöKum. sem er um 1000 km frá sovésku landamaTunum ok sunnar en ætlað hafði verið í upphafi, en helstu varnarstóðvar Norð- manna segn innrás frá Sovét- ríkjunum eru í krinsum Tromsó. Ákvörðunin um stað- arvalið var pólitísk eins og fram kemur i greininni, en siðan hún var tekin hafa verið færð fram æ fleiri herfraíðileK rök til að sýna réttmæti hennar frá þeim sjónarhóli. Til dæmis er talið, að með skyndiárás Ka*tu Sovétmenn tiítöluIeKa fljótt náð allt suður til Tromsö ok þar með tekið hirKðirnar áður en liðsaukinn bærist. Nýtt orð hefur síðustu vikur sett svip sinn á stjórnmálaum- ræður í Noregi: birKðasöfnun. I einföldustu merkingu þýðir það, að í Noregi skuli komið fyrir birgðum af þungum tækjum, olíu, skotfærum og öðrum nauð- synjum, sem herir frá Atlants- hafsbandalagslöndum gætu not- að, ef tii hernaðarátaka kæmi. Norðmenn eru nú að átta sig á því, að síðan á sjötta áratugnum hefur verið talsvert af birgðum í Noregi fyrir bandarískar flug- vélar og herskip. Ekki hefur verið um mikið magn að ræða og ríkisstjórnir landsins hafa hver um sig ekki lagt sig fram um að auglýsa þessa staðreynd. Þag- mælskan á rætur að rekja til hugaræsings norsks almennings og þó sérstaklega félaga í Verka- mannaflokknum, þegar minnst er á erlendar herstöðvar í Noregi á friðartímum. Afstaðan í þessu máli byrjaði að breytast 1977, þegar Atlants- hafsbandalagið samþykkti lang- tíma áætlun um endurbætur á vörnum sínum. Þar var mælt fyrir um meiri birgðasöfnun fyrir herafla bandalagsþjóð- anna, einkum í Þýskalandi. Um þessar sömu mundir tóku nýir menn við forystu í æðstu stjórn norskra varnarmála. Rolf Hansen varð varnarmálaráð- herra, Sverre Hamre, hershöfð- ingi, varð yfirmaður alls herafl- ans. Ungur og hæfur sérfræðing- ur í hermálum, Johan Jörgen Holst, varð aðstoðarráðherra hjá Rolf Hansen. Með stuðningi Hansens tók Holst sér fyrir hendur að kanna ýmsa þætti liðsflutninga til Noregs á hættu- tímum. Ji Rolf Ilansen í stuttu máli er niðurstaða þeirra rannsókna sú, að ýmsar mikilvægar breytingar eru að verða á vörnum Noregs. NATO-ríkin eru að koma fyrir birgðum af skotfærum, bensíni og öðrum nauðsynjum fyrir um 200 flugvélar, að mestu banda- rískar, við ýmsa flugvelli í Suður-Noregi. Birgðum fyrir flug\élar bandaríska flotans hefur einnig verið komið fyrir í Norður-Noregi. Allar þessar framkvæmdir hafa gengið snurðulaust og hávaðalaust, að nokkru vegna þess að flugherir og herflotar beggja vegna Atl- antshafsins hafa komið við sögu málsins. Pólitísku deilurnar í Noregi snerta einkum birgðir fyrir landherinn. Bretar hafa komið fyrir farartækjum í birgðastöðv- um í Noregi, en þeir hafa ekki „eyrnamarkað" neina sérstaka herdeild með fyrirmælum um að hún skuli berjast í Noregi og hvergi annars staðar. Eftir nokkrar vangaveltur og efa- semdir hafa Kanadamenn ákveðið að „eyrnamarka" ein- hverjar landhersveitir til bar- daga í Noregi, hins vegar skortir þær birgðir. Má að nokkru rekja það til þess, að Kanadamenn hafa talið sig þurfa að endur- skipuleggja herflokka sína, sem Johan Jörgen Holst Knut Frydenlund ætlunin er að senda til Noregs á hættustundu. Bandarísku landhersveitirnar hafa vakið mesta vandann. Bandaríski landherinn, sem hef- ur meira en nóg með að sinna varnarlínu Atlantshafsbanda- lagsins í Mið-Evrópu, hafði eng- an áhuga á því að takast á hendur ábyrgð í Noregi. Banda- rísku landgönguliðasveitirnar (marines), sem vantaði viðfangs- efni eftir að Víetnam-stríðinu lauk, höfðu meiri áhuga á Nor- egi. En bæði bandaríska varnar- málaráðuneytið og Evrópuher- stjórn NATO voru treg til að sjá af landgönguliðum til varnar Noregi. Eftir að Harold Brown, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, hafði ferðast um Noreg, fékk hann áhuga á því að koma þar fyrir birgðum fyrir landgöngu- liðana og varnarmálaráðuneytið og Evrópuherstjórnin létu undan sjónarmiðum hans. Hernaðaryf- irvöld í Bandaríkjunum og Nor- egi létu fram fara athugun á vandkvæðum við varnir Norð- ur-Noregs, og um tíma leit út fyrir að Norðmenn ætluðu átölu- laust að sætta sig við, að birgð- um fyrir stórfylki bandarískra landgönguliða yrði komið fyrir í Norður-Noregi. Thorvald Stoltenberg Blöð í Bandaríkjunum og Nor- egi fjölluðu um málið í byrjun þessa árs og í kjölfarið tóku sovéskir fjölmiðlar mikinn kipp. Sömu sögu er að segja um andstæðinga NATO innan norska Verkamannaflokksins. Andróður þeirra var auðveldari fyrir þá sök, að margir almennir flokksmenn voru reiðir yfir því, hvernig ríkisstjórn Odvar Nordl- is hafði hagað sér í tengslum við ákvörðun utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsins í desem- ber sl. um eldflaugavarnarkerfi NATO í Evrópu. Nú voru komnir nýir menn í æðstu stöður í norska varnar- málaráðuneytinu. Thorvald Stoltenberg var orðinn varnar- málaráðherra í stað Rolf Han- sens. En fram til þess tíma hafði Stoltenberg verið aðstoðar- utanríkisráðherra. í samvinnu þeirra Knut Frydenlunds var sú verkaskipting, að Stoltenberg fjallaði einkum um málefni þriðja heimsins. Johan Jörgen Holst fór úr varnarmálaráðu- neytinu í stöðu Stoltenbergs í utanríkisráðuneytinu við þessar mannabreytingar innan ríkis- stjórnarinnar. Thorvald Stoltenberg hefur löngum viljað taka ríkt tillit til hinna ungu andstæðinga NATO innan Verkamannaflokksins, og hann ákvað að ýta birgðasöfnun- inni fyrir bandarísku land- gönguliðana til hliðar. Banda- ríkjamenn, sem voru orðnir æði óþolinmóðir yfir vomunum á Norðmönnum, sögðu við norska ráðamenn, að nú yrðu þeir að taka af skarið. Harold Brown ítrekaði óskir Bandaríkjamanna um þetta, þegar Thorvald Stolt- enberg hitti hann í Washington síðasta sumar. Hann sagði Stolt- enberg, að hann þyrfti að fá endanlegt svar fyrir árslok, svo að hann gæti gengið frá fjár- lagatillögum fyrir þingið. Þegar hér var komið, hafði Knut Frydenlund, ufanríkisráð- herra, tekið málið til sérstakrar meðferðar. Odvar Nordli, for- sætisráðherra, Thorvald Stolt- enberg og Knut Frydenlund ákváðu, að málið yrði að leiða til lykta innan Verkamannaflokks- ins. Til málamiðlunar innan flokksins var það tillaga þeirra, að birgðastöðvarnar yrðu fluttar til Mið-Noregs, nánar tilgreint Þrændalaga. Ákvörðun um það varð alls ekki til þess að þagga niður í andmælendunum innan Verka- mannaflokksins og þar að auki vakti hún mikla reiði hjá borg- araflokkunum. Hægri flokkur- inn réðst á ríkisstjórn Nordlis fyrir það, að ekki væri unnt að treysta henni í öryggismálum landsins, má að vísu rekja þá gagnrýni að hluta til þess, að þingkosningar munu fara fram í Noregi á næsta ári. Ákvörðunin um birgðastöðvar í Þrændalögum kom Bandaríkja- mönnum í opna skjöldu. Þeir náðu þó áttum tiltölulega fljótt. Samkvæmt nýlegum viðtölum við embættismenn í Washington tel ég, að Bandaríkjastjórn muni verða við þessum óskum Norð- manna. Öldurnar er tekið að lægja innan Verkamannaflokksins og andstaðan við birgðasöfpunina að dvína. Líklega verður þess ekki langt að bíða, að Banda- ríkjamenn og Norðmenn komi sér formlega saman, um að birgðum fyrir eitt stórfylki bandarískra landgönguliða verði komið fyrir í miðhluta Noregs. Eftir að þessi niðurstaða fæst eru þó enn ótal framkvæmdaat- riði ófrágengin — svo sem eins og samsetning birgðanna, kostn- aður við þær og ferðir land- gönguliðanna innanlands í Nor- egi. Niðurstaðan að þessu leyti mun verulega ráðast af því hlutverki, sem landgönguliðun- um verður falið. Bandaríkja- menn vilja sem minnst um það atriði segja, einn hernaðarsér- fræðingur í Washington nefndi þrjá möguleika: varnir Norður- Noregs, varnir Mið-Noregs og varnir flugvalla. Með hliðsjón af óleystum verkefnum í tengslum við fram- kvæmd þessa máls, er mönnum eindregið ráðlagt að taka sér ekki strax stöðu á hafnarbakk- anum í Þrándheimi í því skyni að bíða eftir komu fyrsta skips- ins með bandarísku birgðirnar. Leikfélag Hveragerðis. Sýnir þrjá einþáttunga í fyrrakvöld hóf Leikfélag Hveragerðis 34. starfsár sitt með frumsýningu á einþáttungum eftir Jökul Jakobsson og Anton Tcheckov. Þættirnir tveir eftir Jökul sem heita „Knall" og „Því miður frú“, verða þá frumfluttir á leiksviði og verður að teljast eftirsókn- arvert að fá nú að kynnast fleiri verkum frá hendi eins vinsæl- asta höfundar seinni tíma. Þátt- ur Tcheckovs, „Bónorðið", er frá árinu 1888, þrunginn glensi og gamansemi. Hann hefur verið fluttur í útvarpi við miklar vinsældir en eins og kunnugt er, þá er sjón sögu ríkari. Hjalti Rögnvaldsson annast leikstjórn og er það frumraun hans á því sviði, en auk þess leikur hann meginhlutverkið í „Knallinu". Með önnur helstu hlutverk fara: Ingis Ingason, María Reykdal. Sæbjörn V. Ásgeirsson, Kristín Jóhannesdóttir og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. í frétta- tilkynningu frá leikfélaginu seg- ir m.a.: Þó að Leikfélag Hvera- gerðis eigi í harðnandi sam- keppni við leikhúsin í höfuð- staðnum eru félagarnir bjart- sýnir og sjá í anda salinn í Hótel Atriði úr Bónorðinu. Sigurgeir H. Friðþjófsson (t.v.) og Sæ- björn V. Ásgeirsson i hlutverk- um sinum. Hveragerði þéttsetinn á frum- sýningarkvöldinu. Leikfélagið efnir nú til þeirrar nýbreytni að hvetja nágrannafélögin til að stofna til hópferða og koma í Hveragerði og sjá einþáttung- ana. Önnur sýning verður annað kvöld kl. 21 og síðan miðnætur- sýning kl. 23 mánudaginn 17. nóv. og 23. nóv. Formaður Leik- félags Hveragerðis er María Reykdal. (Fréttatilkynning). MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRATI • SlMAR: 17152- 17385

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.