Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 45 Kvöldvísa Ný hljómplata ÚT ER komin hljómplata með tíu sönglóKum við ljóð eítir Stein Stcinarr. Höfundur allra laganna er Torfi Ólafsson, en útsetningu þeirra hafa Eyþór Gunnarsson og Friðrik Karlsson annast. Flytjendur ásamt Torfa eru Jó- hann Helgason, Jóhann G. Jó- hannsson, Sigurður K. Sigurðs- son, Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Gunnlaugur Briem, Jó- hann Ásmundsson, Eiríkur Ilauksson og Ingibjörg Ingadótt- ir. Hljómplatan ber heitið Kvöld- vísa, en hljómsveitin Mezzoforte annast undirleikinn. Þau ljóð Steinars sem flutt eru á plötunni eru: Hús við Hávallagötu, Minnis- merki óþekkta hermannsins, Hús- ið við veginn, Sýnir, í daumi sérhvers manns, I kirkjugarði, Heimferð, Útburðir, Atlantis og Kvöldvísa. Stjórn TR: Hvetur til einingar inn- an skákhreyf- ingarinnar Á FYRSTA stjórnarfundi nýkjör- innar stjórnar Taflfélags Reykja- víkur var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: Stjórn Taflfélags Reykjavík- ur vill. að gefnu tilefni, þakka öllum fráfarandi stjórnarmönnum TR vel unnin störf. Jafnframt vill stjóm TR hvctja til einingar innan skákhreyfingarinnar og vœntir áframhaldandi góðs samstarfs við Skáksamband íslands. Aðalfundur Taflfélags Reykjavík- ur var haldinn 5. nóv. sl. Guðfinnur R. Kjartansson var kjörinn formað- ur í stað Stefáns Björnssonar, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku. Aðrir í stjórn voru kosnir: Friðþjófur M. Karlsson, varaformaður; Sigurður Þorsteins- son ritari; Björn Þorsteinsson, gjald- keri; Ólafur H. Ólafsson, skákritari; Stefán Björnsson, fjármálastjóri; Kristinn B. Þorsteinsson, umsjónar- maður eigna; Guðjón Teitsson, um- sjónarmaður æfinga; Ólafur S. Ás- grímsson, umsjónarmaður skák- móta; Þórir Kjartansson, æskulýðs- fulltrúi og Sigríður Kristófersdóttir, umsjónarmaður kvennadeildar. Varamenn í stjórn eru Einar H. Guðmundsson, Páll Þórhallsson, Lárus Jóhannesson, Sveinn Ingi Sveinsson, Áslaug Kristinsdóttir og Jón Björnsson. Fram kom á fundinum að félagið á í miklum fjárhagsöröugleikum. Greiðslustaða þess er mjög erfið. Keypt hafði verið viðbótarhúsnæði og vaxtabyrði af lánum, sem tekin voru í því skyni, mjög þung. Félagsmenn í Taflfélagi Reykja- víkur eru nú um 580, þar af um 140 á aldrinum 8—15 ára. Af næstu verkefnum TR má nefna bikarmót félagsins, sem hefst sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. öllum er heimil þátttaka í mótinu, sem er með útsláttarsniði og falla keppendur úr eftir fimm töp. Þá hefur stjórn TR ákveðið að taka upp skákmót með nýju sniði, sem fyrst um sinn verða haldin á miðvikudags- kvöldum kl. 20. Tefldar verða sjö umferðir, umhugsunartími 10 mín. á skák. Þátttökugjöld verða heldur hærri en í öðrum mótum félagsins og rennur mestur hluti þeirra til verðlauna. (Fréttatilkynnlns (rá TR) 61 GROÐAMOGULEIKI 90 Mf T .1 .TÓNÍR AT J S Hve míkið getur þú hagnast? Vegna hagstæös tollgengis og sérstaks afsláttar frá FÍAT verksmiöjunum á Ítalíu getum viö nú boöið 61 bíl á veröi sem er frá því hátt í milljón til nálægt þrem milljónum króna undir því veröi sem gilda myndi viö innflutning í dag. Heildarhagnaður kaupenda af þessum 61 bíl nemur 90 milljónum króna. EN hagnaður kaupenda verður mismikill, því nákvæmlega eins bílar geta verið á mismunandi verði, séu þeir ekki úr sömu sendingunni. Ódýrustu bílar af hverri tegund veröa afgreiddir fyrst. Þess vegna hagnast þeir mest,sem fyrstir verða til aö ákveða kaupin. Þegar upp er staðið hafa allir kaupendur hagnast miðaö við núvirði bílanna. Allt í allt hafa þeir hagnast um 90 milljónir króna. Þeir veröa allir á nýjum og góðum bílum, sem skila háu endursöluverði, en samt högnuóust þeir mis mikið. Þeir sem tyrst keyptu högnuöust mest. Athugaðu það. HÉR ER LISTINN Veldu þér bílinn og komdu svo, eöa hringdu. Nú gildir að vera snar í snúningum og höndla fljótt: Tegund Fjöldi bíla á hverju verði Veró til kaupanda Verð miðaö við innfl. nú Hagnaður kaupanda af hverjum bíl FIAT 127, 2 dyra 5 4.927 þ 5.873 þ 946 þ 12 4.965 þ 5.873 þ 908 þ FIAT127 TOP 2 6.059 þ 7.256 þ 1.197 þ FIAT127 SPORT 5 6.453 þ 7.863 þ 1.410 þ FIAT FIORINO SENDIB: 8 5.299 6.044 þ 745 þ FIAT RITMO 3d 1 6.729 þ 8.242 þ 1.513 þ FIAT RITMO 5 d 2 6.938 þ 8.504 þ 1.566 þ FIAT 131,1300, 2 d 1 6.946 þ 9.062 þ 2.116 þ 1 7.339 þ 9.062 þ 1.723 þ FIAT 131,1300, 4 d 1 7.186 þ 9.318 þ 2.132 þ 1 7.345 þ 9.318 þ 1.973 þ 2 7.587 þ 9.318 þ 1.731 þ 2 7.648 þ 9.318 þ 1.670 þ FIAT 131,1600, AUTO 4 d 1 8.900 þ 10.608 þ 1.708 þ FIAT131.2P, RACING 3 8.308 þ 10.199 þ 1.891 þ FIAT 132,1600 2 8.258 þ 10.608 þ 2.350 þ 1 8.612 þ 10.608 þ 1.996 þ 2 8.682 þ 10.608 þ 1.926 þ FIAT 132, 2000 GLS 4 9.544 þ 11.771 þ 2.227 þ FIAT 132, 200 GLS, AUTO 1 9.675 þ 12.541 þ 2.866 þ 2 9.699 þ 12.541 þ 2.842 þ 1 10.175 þ 12.541 þ 2.366 þ 1 10.184 þ 12.541 þ 2.357 þ Allt verð miðað við gengisskráningu 7.11.1980 EGILL VILHJÁLMSSON HF fiHEH7UMBOÐIÐ Smiöjuvegi 4 - S: 77200 - 77720

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.