Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 SKIPHOLTI7 ’ SÍMI 28720 NÝJAR VÖRUR Fyrir herra: Ullarfrakkar og rykfrakkar, úlpur og buxur í úrvali. Fyrir dömur: Ullarkápur, dragtir og pils, jakkar, margar síddir. Buxur í úrvali. Fyrir börn: Drengjaföt og úlpur. Flannels-, flauels-, og denimbuxur í úrvali. Spariö og gerið góö kaup á 1. flokks vöru á verksmiöjuveröi. Opiö virka daga kl. 9—18 laugardaga kl. 9—12. Það er bræla á miðunum, matar- diskarnir fljúga í fangið á þér og kaffið slettist um allt. Kannastu viö þetta? Polynet-borðdúkurinn er lausnin. Hann er stamur, níðsterkur, auövelt að hreinsa hann og hann heldur hlutunum svo sannarlega í skefjum. Polynet-borödúkurinn er í rúllum og fæst í tveim geröum; Super og Markant. Breiddir eru fimm, frá 60 til 140 sm. Lengd hverrar rúllu er 30 m. BMCO Útvegsmenn! Kynnið ykkur kosti polynet-boródúkanna áður en skipið lætur næst úr höfn. Reykjavíkurvegi 66 Hafnarfiröi sími 53900. Kókið rann fljótt ug vel niður i mannskapinn í kókveislu í strákofanum VIÐ ERUM stödd í litlum þétt- hýliskjarna. sem Mongorian heitir ok er í vesturhluta Kenya. Ibúar eru ekki ýkja marKÍr, enda eru Pokot-menn ennþá fremur hirðinKjar en að þeir hafi fasta búsetu. bað er þó að hreytast ok marKÍr eru að koma sér fyrir, hafa unnið akurspildu ok reist kofa sína við akurlendið. bannÍK mynd- ast smám saman þéttbýliskjarn- ar eða þorp. Sablon heitir einn af sam- starfsmönnum Skúla Svavars- sonar kristniboða ok hann tekur á móti okkur. Stólar og bekkir hafa verið settir undir tré og við setjumst. Fólkið syngur og Skúli kennir og fræðir. Eftir að sam- kundunni er lokið stöndum við upp og búumst til heimferðar. Allir takast í hendur og ekki er annað eftir en koma sér af stað. Skúli segir þá allt í einu 1 sallarólegur að nú eigi að bjóða | okkur í mat í einum kofanum. Já, sagði ég og reyndi að sýnast kærulaus, rétt eins og ég hefði aldrei gert annað en þiggja mat í strákofa. En um leið þutu um hugann hvers kyns aðvaranir og sögur, um matareitranir og magapínur, sem ég hafði fengið í veganestið áður en farið var frá Fróni: ekki þiggja neitt hjá innfæddum, ekki borða græn- meti eða kál, ekki borða neitt nema það sé soðið o.s.frv. Og nú stóð fyrir dyrum að þiggja heila máltíð! Svaladrykkur við stofuhita Við göngum inn í kofann og setjumst. Kofinn var nú enginn venjulegur strákofi, því gólfið var hart og slétt, eins og steypt væri og inni voru borð og stólar. Allt í einu heyrist glamra í flöskum og Sablon tekur að bera hvers kyns gosdrykki á borð, en Sablon er nefnilega kaupmaður líka. Kók, fanta, sprite og hvað það nú allt hét. Þetta var þá ekki annað en kókveisla og ég róaðist fullkomlega. Engin hætta á ferð- um og ég gleymdi sögum og viðvörunum. Allir sátu nú þegjandi um stund og svolgruðu í sig glóð- volga svaladrykkina. Þeir hafa nefnilega ekki frétt það úti í sveitum Kenya, að drekka eigi kóka kóla ískalt, eins og segir í auglýsingunum, en drekka svala- drykki sína við nokkuð háan stofuhita. En kókveislan leið hjá og um leið og ég lauk við minn skammt uppgötvaði ég að eigin- lega hefði nú bara vantað þjóð- arréttinn okkar, prins pólóið. Menn biðu síðan rólegir eftir einhverju og létu svaladrykkinn sjatna og fólkið hóf að syngja. Ulur grunur tók að læðast að mér og sögurnar góðu liðu aftur um hugann. Kókið var náttúr- lega bara forrétturinn og matur- inn sjálfur var eftir. Kjöt og maísbrauð Þvottaskál var borin á milli og allir skoluðu hendur sínar. Brátt i snöruðust konurnar inn með diska, kjötfat og eitthvað, sem líktist brauði. Það heitir ugale og er eins og maísbrauð, borið fram heitt. Því miður veit ég ekki meira um uppskriftina. Öllum var síðan skammtað kjöt með sósu og gestir tóku að rífa þetta í sig með fingrunum og kröfsuðu af maísbrauðinu með og bleyttu í sósunni. Þetta var allt saman bragðgott mjög og rann ljúflega niður. Kjötið hefði að vísu að skaðlausu mátt vera mýkra, en hver velti slíkum smámunum fyrir sér? Nú voru gestir orðnir mettir og aftur kom þvottaskálin og nú með Omo-sápu, til að menn gætu þvegið af sér sósuslettur og fitu. Máltíðinni lauk síðan með því að allir fengu fulla krús af sætu tei með mjólk. Veislan var þar með búin og ekki ástæða til að kvarta hið minnsta yfir veitingunum — öll eftirköst, magatruflanir og þess konar hugsanlegir fylgifisk- ar hafa enn ekki séð dagsins ljós. jt. Og eftir að allir höfðu lokið við forréttinn var borið fram kjöt mcð sósu og eins konar maisbrauði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.