Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 47 Á annað hundrað manns sóttu hændafundinn í Árnesi Ljósm. si*. sium. Fjallað um framleiðslumál á bændafundi í Árnesi Ný barnafataverslun Baniísimon heitir ný barnafataverslun, sem opnuð hefur verið í Reykjavík ok er hún til húsa að LaugaveKÍ 41. Má þar fá föt fyrir börn til 10 ára aldurs. Verslunin er opin dagleKa kl. 9—18, föstudaKa kl. 9—19 ok á lauKardöKum kl. 9—12. EÍKendur eru Guðrún Baldursdóttir ok Guðmundur SÍKurðsson. Ljósm. Kristján. + FULLTRÚAR ÁrnesinKa á Stétt- arsambandsfundi boðuðu til fundar i Árnesi 12. nóv. sl. til að kynna nánar kvótafyrirkomulag- ið. sem sett hefur verið á og kjarnfóðurKjaldið. Framsögu- menn á fundinum voru Böðvar Pálsson bóndi á Búrfelli, sem er i svokallaðri búmarksnefnd, en búmarkið er sett samkvæmt bú- stærð áranna 1976 — 1978, og Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri framleiðsluráðs. bá skýrði bórarinn borvaldsson bóndi á boroddsstöðum, sem á sæti í stjórn Stéttarsambandsins og jafnframt i sexmannanefnd frá verðlagsgrundvelli landbún- aðarins og verulegri breytingu, sem orðið hefur á uppbyggingu hans. Kom m.a. fram í máli þeirra að búist er við að um 10% samdrátt- ur verði á mjólkurframleiðslunni á þessu ári og 11,6% samdráttur í kindakjötsframleiðslunni, þ.e. 14,8% færri dilkum slátrað. Líkur eru á að flytja verði nærri einni milljón lítra af mjólk að norðan í Ljósm. Jóhann D. Jónsson. Þrír ættliðir labradorhunda Rjúpnaveiðar standa nú sem hæst og.hafa margar skyttur hunda sér til aðstoðar. Þykir við hæfi að nota labradorhunda. Þannig vildi til á Egilsstöðum fyrir skömmu að þar hittust þrír ættliðir labradora, Bjartur, Perla mamma og Bella amma. Egendur eru Þorkell Þor- kelsson flugvirki hjá Flugfélagi Austurlands, lengst t.v., Hallgrímur Jónasson flugmaður t.h., og Stefán Gunnarsson flugstjóri, báðir hjá Flugleiðum. ÍR mætir Val í KVÖLD fer fram einn leikur í úrvalsdeildinni í körfubolta. ÍR mætir Val í Hagaskóla og hefst leikur liðanna kl. 19.00 en ekki kl. 20.00 eins og skýrt er frá í mótaskrá. vetur á Faxaflóasvæðið og veru- legt magn af rjóma. Einnig kom fram að útflutningskvótaþörfin fyrir síðasta verðlagsár er 5,6 milljarðar króna. Fjöldi bænda tók til máls og kom fram í máli þeirra að vaxandi skilningur er á framleiðslu- og markaðsmálum landbúnaðarins og voru framsögu- mönnum þökkuð greinargóð erindi og útskýringar á þessum miklu vandamálum landbúnaðarins. Elskuleg systir mín og mágkona, GUÐRUN A. BELLMAN, lést 12. nóvember aö heimili sínu 35 Radon Mews, London. Ólöf Guömundsdóttir, Andrés Bjarnason, gullsmiður. .. STORTÆK VOKVAQRIFIN VERKFÆRI FRA STANLEY Þú átt aflgjafann,við verkfærin! irilnl III <BIÍ III Verslun - Ráðgjöf- Viðgerðarþjónusta tÆKNIMIÐSTÖÐIN HF Smiðjuvegi 66, 200 Kópavogi. Simi: (91 )-76600. Hvers vegna vökvakerfi? Þú þarft aöeins að ráóa yfir vinnuvél, t.d. venjulegri dráttarvél eða vörubifreið, sem búin er vökvakerfi og þá getur þú auðveldlega tengt við þaö eitthvað af eftirfarandi i verkfærum: BROTFLEYG, SÖG, SKRÚFUVÉL, HÖGGBOR, VATNSDÆLU, KEÐJUSÖG, STEINBOR, SKOTHOLUBOR. Vorubifreið Dráttarvel Traktorsgrafa Ámoksturstæki ’ Allt verkfæri sem henta vel við iðnað og verklegar framkvæmdir hvers konar og eru lika fáanleg til notkunar neðansjávar. Yfirburðir vökvadrifinna kerfa eru ótviræðir. • Minni hávaði. • Tengist á fljótan og auðveldan hátt þeirri vinnuvél sem næst er hverju sinni. • Vökvakerfi er tvöfalt aflmeira en loftkerfi. • Þú ert laus við að drattast með dýrar og þunglamalegar loftpressur. • Óhreinindi komast ekki inn i kerfið og allir hlutir þess eru i stöðugu oliubaöi. Þ.a.l. minni viðhaldskostnaður. • Skilar sama afli i vetrarkulda sem sumarhita. Engin hætta af frosti. • Vökvakerfió er léttara og kraftmeira og leiðir þvi til betri árangurs á styttri tima. Einnig eru fáanlegar færanlegar aflstöðvar sem tengjast þessum verkfærum. Aflþörf aðeins 11 hestöfl. STANLEY -stendur fyrirsínu! Stöðluð fyrir hvers konar vinnuvélar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.