Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 59 Sigfús og Pétur Á. Jónsson óperusöngvari i reviunni „Æska og ástir“ í Iðnó á f jórða áratugn- um. það urðum við að gera á alveg sérstakan hátt; mamma og pabbi sögðu okkur að við mættum ekki pakka honum inní jólapappír og við ættum að segja að við gæfum honum þetta af því að það væru jól. Hitt hefði sært hann: að þurfa að taka við jólapakka og geta ekki gefið okkur neitt í staðinn. For- eldrar mínir voru nærfærið fólk. Jón skildi þetta — og tók hrærður við pakkanum. Svo borðaði hann með okkur og spilaði jólasálma og við sungum öll. Okkur krökkunum þótti afskaplega vænt um þennan mann, ekki síst Guðjóni; hann var svo opinn á þessum árum og kynntist honum einna best. Jón kom oft á Hressingarskál- ann í hádeginu og borðaði þá ætíð hræring sem kostaði 25 aura. Eitt sinn segir hann við stúlkuna þegar hann hafði borðað: Ég gleymdi buddunni heima. Má ég ekki borga þetta á morgun? Það þýddi að hann væri blankur þessa stundina og það vissu stúlk- urnar og höfðu engar áhyggjur; hann borgaði alltaf daginn eftir. En stúlkan svarar að þessu sinni: Það gerir ekkert til, Jón. Það er búið að borga þetta fyrir þig. Jón reis hægt á fætur og spurði þykkjuþungur: Hver borgaði fyrir mig? Stúlkan benti honum á mann- inn. Jón snaraðist frá borðinu, ég man ekki hvort hann fór út af Hressingarskálanum ellegar innar í hann, en að vörmu spori kom hann aftur og lagði tuttugu og fimm aura fyrir framan manninn og sagði: Vert þú ekki að skipta þér af mínum högum. Jón heilsaði manninum aldrei uppfrá þessu. Daginn áður en Jón lést sá ég hann í Hafnarstræti. Hann flúði inní húsasund þegar hann kom auga á mig. Eg hljóp á eftir honum, vildi vita hvað amaði að honum. Hann var drukkinn og brast í grát þegar ég birtist og sagði: Láttu hana mömmu þína ekki vita að þú hafir séð mig, það hryggir hana bara, því að núna er ég ekki eins og ég á að vera. Ég lofaði því og stóð við það, en það gilti einu þótt ég segði ekkert. Mamma vissi einhvernveginn ætíð hvað honum leið. Þarna í sundinu sá ég Jón Pálsson í siðasta sinn. Hann lést nóttina sem fór í hönd. Lík hans fannst morguninn eftir mikið skaddað úti í Örfirisey; ýmsir töldu að hann hefði fargað sér, en það var af og frá, hann hugsaði ekki þannig. Hann hafði sést um nóttina með útlendum sjómönnum niður við sjó. Steinn Steinarr, Guðmundur Böðvarsson og Tómas Guð- mundsson ortu eftir Jón. Kvæði Tómasar heitir: Bæn til dauðans. Síðasta erindið er svona: Ei spyr ég neins, hver urðu ykkar kynni er önd hans, dauði, vidjar sínar braut og þú veist einn, hve sál hans hinsta sinni þann sigur dýru verði gjalda hlaut. En bregstu þá ei þeim er göngumóður og þjáðri sál til fundar við þig býst. Ó, dauði, vertu vini mínum góður og vek hann ekki framar en þér líst. Brotið sverð heitir erfiljóð Guð- mundar, þar er þetta erindi: Og hann tók allt sem öfugt fór svo alltof nærri sér og stóð því hverju höggi við svo hlífðarlaus og ber. Og þetta: Svo ríkti aftur hljóðlátt húm um haf og svellþungt land og aðfallsbáran hrundi hægt við hvítan skeljasand, söng messu sína um djúpsins dýrð svo dul og móðurblíð og sagði engum engum neitt um andlát Jóns frá Hlíð. Lög Jóns, mörg mjög falleg, fóru flest í gröfina með honum. Mér tókst að skrifa niður eftir htínum lagið við þetta ljóð: Hér vil ég lifa og hér vil ég deyja, hér vil ég finna hinn eilífa frið, hér vil ég glaður í þögninni þreyja, þar til ég hverf inná dáinna svið. Háreistir jöklar í heiðríkju skína, heilög er jörðin og iðjagræn, lyngperlur glitra um lautina mína, líta til himins í þögulli bæn. Þórarinn Guðmundsson gekk endanlega frá þessu lagi, og það var sungið yfir Jóni að ósk hans. Gunnar Pálsson, söngvari, sem Jón var mjög hrifinn af, söng yfir moldum hans. Ungur orti Jón: Fjalls yfir grýttar grundir geng ég minn vorlanga dag. Hafsins mig klukkur kalla, ég kem þar um sólarlag. Fjalls yfir grýttar grundir gangan er þung og ströng. Bíður mín úti við æginn eilífðarhvíldin löng. Jón frá Hlíð reyndist sannspár um skapadægur sitt. Nýtt furu-sófasett Á sérstöku kynningarverði Mikill afsláttur og góðir greiðsluskilmálar Birgðir eru,,mjög takmarkaðar Mesta leirmunaúrval landsins Viö í Kúnigúnd höfum þá ánægju aö kynna fyrir ykkur þá leirsmiði sem viö seljum listaverk frá. BORGHILDUR ÓSKARSDÓTTIR JÓNA GUÐVAROARDÓTTIR KOLBRÚN BJÖRGÓLFSDÓTTIR Komiö og skoöiö glæsilegt úrval fallegra leirmuna GUNNAR ÓLAFSSON HELGt BJÖRGVINSSON INGIMUNDUR KJARVAL Tryggiö ykkur glæsilega muni tímanlega — um síöustu jól seldist allt upp. KÚNÍCÚND Hafnarstræti 11, sími 13469.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.