Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 Siti Aminah Binti er 21 árs gomul stúlka í SinKapore. Um tvexKja ára skeið hefur hún heðið þess da«s er hún yrði leidd úr fangaklefa sínum í dauðadeild ChanKÍ-fanKelsisins og henjid. Hún vann það til saka fyrir þremur árum að aðstoða vin sinn við að selja rúm 50 grömm af heróíni, sem þá mun hafa kostað rúmleKa 40.000 krónur. Fyrir tilstuðlan milligöngu- manns hafði vinur Siti skipulagt stefnumót við kaupanda heróíns, sem í raun réttri var lögreglumað- ur. Siti hefur haldið því fram, að hún hafi aðeins hlýðnast fyrir- mælum vinar síns um að koma með heróínið í pakka á Tree Tops-barinn í Holyday Inn, en þar voru þau bæði handtekin. Samkvæmt lögum Singapore er sérhver sá, sem tekinn er með 15 grömm af heróíni talinn vera eiturlyfjasali. Dauðarefsing liggur við eiturlyfjasölu, þannig að Siti og vinur hennar væru bæði dæmd til hengingar. Mál þessarar ungu þjónustu- Stúlkan í snörunni Sex þegar hengdir af sautján. stúlku hefur valdið ýmsum lög- fræðingum í Singapore miklum áhyggjum og heilabrotum. Margir telja að rétt sé að fara að dæmi Malaysíu, þar sem hæstiréttur er látinn skera úr um það, hvort eiturlyfjasalar skuli hljóta dauða- dóm. Lögfræðingur einn, sem hef- ur mikla reynslu í málum er snerta eiturlyfjasölu, segir eftir- farandi: „Þegar fólk er tekið með nokkur grömm af heróíni í fórum sínum, ákveður saksóknarinn stundum, að það skuli ekki ákært fyrir eiturlyfjasölu. Þó er það ekki alltaf, og það er mikill munur á því að vera hengdur í gálga og að þurfa að sitja inni í nokkur ár. Það gefur auga leið að dómarar ættu að vera manna bezt fallnir til þess að kveða upp úr um hvort fólk á að þola dauðarefsingu eða ekki. Engir þekkja aðstæður betur en dómarar, og svo eru brot misjafnlega þung á metunum hvað snertir siðferði og fleira. Aðrir lögfræðingar benda á, að ýmsir lykilmenn alþjóðlegra eit- urlyfjahringa hafi verið hafðir í haldi án þess að réttarhöld hafi farið fram yfir þeim samkvæmt bráðabirgðaákvæðum í refsilög- gjög Singapore. Þetta eru stóru karlarnir sem stundum eru hafðir í haldi allt til dauðadags þar sem innanríkisráð- herrann er sannfærður um sekt þeirra, þótt sönnunargögnin skorti. Þeir eru ekki hengdir, vegna þess að ákæruvaldið hefur ekki nógu haldfastar sannanir til þess að dæma þá fyrir eiturlyfja- sölu á þeirri forsendu að þeir hafi haft ákveðið magn af eiturlyfjum í fórum sínum. En stjórnin ætlar ekki að breyta lögunum. Af opin- berri hálfu er talið, að því þyngri sem refsingarnar séu þeim mun meiri árangur náist í baráttunni gegn eiturlyfjasölunum. Það var stjórn Lee Kuan Yows í Singapore, sem kom á dauðarefs- ingu fyrir eiturlyfjasölu árið 1975, ástæðan var sú að eiturlyfjaneyzla meðal ungmenna hafði stóraukist og talið var að um 2% lands- manna hefðu ánetjazt sterkum fíkniefnum. Arlega dveljast um 10.000 manns, einkum ungt fólk, á endurhæfingastöðvum fyrir eit- urlyfjaneytendur. Meðal dvalar- tími hvers einstaklings er 6 mán- uðir. Frá árinu 1975 hafa 17 eitur- lyfjasalar verið dæmdir til dauða og 6 þeirra hafa þegar verið hengdir. Aðeins einum hinna dæmdu hefur tekizt að komast hjá dauðadómi. Það var 17 ára gamall piltur, er tekinn hafði verið með 500 grömm af heróíni, en var náðaður vegna æsku sinnar. Afstöðu yfirvalda í Singapore verður sennilega ekki betur lýst en með eftirfarandi orðum, er hátt- setttur embættismaður viðhafði í samtali við mig: — Siti verður áreiðanlega hengd, áfrýjun henn- ar verður synjað. Ef hún yrði ekki hengd myndu hundruð ungra stúlkna láta nota sig sem milliliði við heróínsölu. - RICIIARD GILL MENGUN: REYKJA EKKI OG SVÆLA ÞO Breskur liffræðingur, Sherri- dan Stock. hefur nú hrint af stað mikilli herferð gegn því, sem hann kallar „hættuna af reykingum annarra“. Stock heldur því nefnilega fram, að þeir, sem ckki reykja, en neyð- ast til að anda að sér reykjar- svælunni frá reykingamönnum, séu í engu minni hættu staddir en reykingamennirnir sjálfir. Stock hefur gert sér það til dundurs síðustu árin að blaða í alls kyns skýrslum um þessi efni og niðurstöðurnar af þeim at- hugunum hefur hann síðan kynnt fyrir almenningi. í langri grein í tímaritinu New Scientist dregur hann fram ýmislegt, sem bendur eindregið til þess, að tóbaksskýið, sem gjarnan fylgir reykingamanninum, sé stór- hættulegt þeim, sem fyrir því verða. I lungum og blóði þeirra, sem langtímum saman verða að anda að sér tókbaksreyknum nauðugir viljugir, verða efna- fræðilegar breytingar auk þess sem fjöldamörg efni í reyknum geta valdið krabbameini. Það kemur kannski einhverj- um á óvart, en það er reykurinn, sem líður frá sígarettunni sjálfri, sem er hættulegastur, en ekki reykurinn, sem reykinga- maðurinn blæs frá sér, því að hann hefur bæði síast í gegnum sígarettuna og lungu reykinga- mannsins. Það eru u.þ.b. 3000 ólík efni í sígarettureyk og af mörgum er miklu meira í reyknum, sem líður frá sígarettunni, en þeim sem reykingamaðurinn andar að sér. Þetta getur þýtt það, að maður, sem ekki reykir en er staddur í reykmettuðu herbergi, andar að sér meira af sumum hættulegustu efnunum en mað- ur, sem reykir úti undir beru lofti. Ein klukkustund í slíku reykj- arkófi getur jafngilt því, hvað varðar sum hættulegustu efnin, að hafa reykt 1—35 filtersígar- , éttur — og það ofbýður hinum 34 lára gamla Sherridan Stock. - NEVILLE HODGKINSON FJARMAL: Hve gildur var sjóður keisarans? Sem kunnugt er hafa íran- ir krafist þess, að auðæfum keisarans sáluga sem hann hafði komið fyrir í Banda- ríkjunum, verði skilað — en hve mikil eru þau í raun? Taka má sem dæmi. að ír- önsk stjórnvöld hafa krafist þess fyrir rétti í New York að fá í sínar hendur 28 milljarða punda, eða rúm- lega 38 þús. milljarða ís- lenskra króna frá keisaran- um heitnum, og 1500 millj. punda frá tvíburasystur hans, Ashraf prinsessu. Til að hafa uppi á þessum ótrú- legu auðæfum þyrftu líklega að koma til hundruð máls- höfðana og minnst fimm ára rannsókn og yfirheyra yrði 68 prinsa og prinsessur af Pahlavi-ættinni, sem sest hafa að í öllum heimshorn- um. Amerískir bankamenn hafa hins vegar gert sér aðrar og kannski raunhæfari hug- myndir um eignir keisarans og giska í því sambandi á 500 milljónir dollara. Fyrir dauða sinn hafði keisarinn mælt svo fyrir um, að eignir hans yrðu í umsjá Pahlavi-sjóðsins, og skipað fjölskyldu sinni að fara eins að. Á þennan sjóð, sem er hvort tveggja í senn hjálparsjóður og nokkurs konar bakhjarl fyrir fjöl- skyldu keisarans, líta Iranir sem blekkingarvef til þess eins gerðan að dylja fjár- málabrask fjölskyldunnar. KEISARINN — Hve margfaldur milljaröamæringur var hann? Meðal annarra eigna sjóðs- ins er 36 hæða skrifstofu- bygging í New York, sem metin er á 45 millj. punda; eignir í New Orleans, sem metnar eru á 250 millj. punda og dýrar fasteignir í Kali- forníu. Systir keisarans, Shams prinsessa, fór með nærri milljón pund þegar hún keypti sér villu í Beverly Hills en það hús varð fyrir árás íranskra stúdenta þegar keis- aranum var kollvarpað. Eftir öðrum heimildum er haft að með hjálp banka í Zurich og London hafi keisarinn flutt fé, sem talið er vera á bilinu 250—1000 milljónir punda, í banka í Bandaríkjunum. Einn starfsmanna Pahl- avi-sjóðsins, sem hljópst und- an merkjum, dreifði í Teher- an lista með nöfnum 207 fyrirtækja, sem sjóðurinn og fjölskyldan áttu hlut í. Þar á meðal voru bankar, hótel, spilavíti, byggingafyrirtæki, iðnfyrirtæki, námafélög og landbúnaðarframleiðsla. Upphæð, sem nemur nærri 1300 þúsundum milljóna króna og íranir höfðu fjárfest í Bandaríkjunum áður en keisararium var steypt, getur e.t.v. orðið grundvöllur samn- ingaviðræðna, en sannleikur- inn er sá, að ógjörningur er að komast að réttri niðurstöðu um auðæfi keisarans í Banda- ríkjunum. - JUNE SOUTIIWORTH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.