Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 T tileinkaður þeim, sem eiga ekki annað eftir en að taka fyrsta skrefið. Ahuginn er ljóslega fyrir hendi. Hvernig er þá bezt að fyrsta skrefið sé? Það þarf að vera gerð matar, sem öruggt er, að flestum falli vel. Hann þarf einnig að vera auðlagaður. Og loks þannig að hann geti varla mistekizt, því ekki er það uppörvandi. En fyrst og fremst þarf hann að vera svo góður, að menn freistist til að búa hann til. Með þetta í huga valdi ég matseðil. I aðalrétt safaríka og mjúka pizzu. Pizzur eru mjög vinsælar hér eins og ákveða hvað á að borða, í öðru lagi að búa matinn til, í þriðja lagi að borða hann og síðast en ekki sízt minnast góðrar máltíð- ar. Gangi ykkur vel og góða skemmtun! Pizza Pizza er eins og kunnugt er brauðbotn með áleggi. Botninn er búinn til úr gerdeigi. Látið ykkur ekki bregða. Það er hreint enginn vandi að búa til gott gerdeig. Látið þjóðsöguna um erfiða gerdeigið ekki hafa áhrif nýjum tómötum og setja á botn- inn. Við getum hæglega stytt okkur leið, keypt ókryddað tóm- atmauk í dós (purée) og kryddað. En villizt ekki á tómatmauki í dós og tómatsósu í flösku. Flöskusósan er alltof sæt til að hægt sé að nota hana með góðum árangri. 1 meðalstór dós tómatmauk, 1— 2 hvítlauksrif, 1 msk. timjan, 1 msk. oregano, 2— 3 msk. ólífuolía eða önnur olía. 4 Saxið hvítlaukinn. Leggið ekki trú á gróusögur um hvít- steinlausar og gjarnan fylltar. 9 Setjið nú pizzubotninn með tómatmaukinu inn í heitan ofninn, og látið hann bakast í um 15 mín. Ef fyllingin er látin bakast með allan tímann, er hætt við að pizzan verði ekki mjúk og safarík, heldur þurr og skorpin. Takið því botninn út eftir 15 mín og setjið afganginn af fyllingunni á hann og e.t.v. 200 gr af rifnum osti þar á. Bakið í 15 mín í viðbót. Nú ætti pizzan að vera mjúk og ilmandi, svo þá er aðeins að bera hana inn og byrja máltíðina. Þessi uppskrift nægir handa 3—4. Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Ég hef hitt ýmsa fyrir, sem segjast gjarnan lesa Pottarím af forvitni, þó þeir komi sér ekki að því að búa til mat eftir upp- skriftunum. Þátturinn í dag er FYRSTA SKREFIÐ annars staðar, og því sjálfsagt að komast upp á lag með pizzu- gerð, því heimatilbúin pizza er einkar ódýr matur. í eftirrétt er frískandi sítrónukrem, sem er svo einfalt, að það má kalla sítrónukrem letingjans. Fiestum finnst gott að borða góðan mat, og því þá ekki að taka sig til og kanna hvað hægt er að gera margt spennandi? Og af hverju ekki að skemmta sér við að búa hann til? Auðvitað ætti fjölskyldan öH að taka sig saman. Það er ekki hægt að eyða löngum tíma í matargerð á hverjum degi, en t.d. einu sinni viku, gjarnan um helgi þegar tíminn er rýmri. Finnst ykkur mikið fyrirtæki að prófa nýjar uppskriftir? Það er reyndar ekki vitlaust að einsetja sér að reyna t.d. eina nýja uppskrift vikulega. Safnast þegar saman kemur. Ég vona að þið sem hingað til hafið aðeins lesið þáttinn, takið ykkur nú til og búið til þessa rétti, annan eða báða. Það er heilmikil ánægja, sem hægt er að hafa af mat. í fyrsta lagi að á ykkur. Áleggið snýst svo gjarnan um tómata. Ofan á kemur að síðustu ostur, sem er reyndar ekki alltaf hafður með í heimalandi pizzunnar, Ítalíu. Sleppið því ostinum, ef ykkur sýnist svo. En deigið er svona: 3 dl vatn, 2 msk. olía e.t.v. ólífuolía, 25 gr pressuger eða 'k pakki þurrger eða 1 tsk. þurrger úr dós, um 8 dl hveiti. 1 Hellið vatninu í skál ásamt 2 msk. af olíu. Ef deigið á að lyfta sér fljótt, velgið þá vatnið. Hrærið pressugerinu út í. Ef þið notið þurrger, hitið þá um 1 dl af vatninu eða takið heitt úr kran- anum. Vatnið á að vera vel heitt, um 40°. Hrærið þurrgerið í vatninu og hellið í afganginn af vatninu, sem á að vera volgt. 2 Bætið hveitinu út í og hrær- ið vel í. Það er tilvalið að nota rafmagnshrærivél til að létta sér störfin. E.t.v. þurfið þið heldur meira af hveiti, svo hægt sé að hnoða deigið. Hnoðið það nú vel. Látið það síðan í skál og breiðið yfir. Deigið á nú að lyfta sér í um 1 klst., og gjarnan lengur eða þangað til það hefur u.þ.b. tvö- faldazt að rúmmáli. Takið öllu með stakri ró, því það þarf ekki að standa með skeiðklukku yfir gerdeigi. 3 Þegar deigið hefur lyft sér nóg, farið þið að huga að álegg- inu. ítalir útbúa gjarnan sósu úr lauk. Hann er sterkur eintómur, rétt eins og venjulegur laukur, en gefur gott bragð í mat. Blandið honum saman við maukið, og kryddinu einnig. 5 Þegar deigið hefur lyft sér, þá takið þið það og hnoðið vel. E.t.v. þarf nú aftur að hnoða svolitlu hveiti í deigið, en gætið þess að það verði ekki of þurrt. Þessi skammtur af deigi á að nægja á eina ofnplötu. 6 Smyrjið plötuna og setjið deigið á hana. Það er bezt að gera með því að slétta deigið í höndunum, setja það á plötuna og fletja út og/eða teygja það með höndunum. Deigið á að vera um 1 cm að þykkt. Hafið ekki áhyggjur, þó deigið sé ekki allt jafn þykkt. Það jafnast allt í bakstri. Strjúkið olíunni á, smyrjið tómatmaukinu á og látið deigið lyfta sér í um 30 mín. 7 Setjið ofninn á 200°. 8 Ofan á tómatmaukið er gjarnan sett eitthvað meira. Það geta verið tómatsneiðar, skinku- bitar, rækjur, sveppir, og svo ansjósur og ólífur. Þið veljið það sem ykkur finnst bezt, eitt eða fleira. Ef þið notið eingöngu eitt, þá þurfið þið um 8 tómata, 200 gr af skinku (gjarnan ódýra skinkuenda, sem þið skerið sjálf í bita), 200—300 gr af rækjum, 200—250 gr af sveppum. Ansjós- ur og ólífur er notað til bragð- auka og látið af því um 8 ansjósuflök og/eða 10—15 ólífur, Ef þið notið ost, mæli ég með óðalsosti. En annars voru að koma á markaðinn tvær tegund- ir af feitum osti, og þannig ost nota ítalir gjarnan. Sítrónukrem (Handa fjórum) Það er til þekktur enskur eftirréttur, sem heitir syllabub. Þá er hvítvín og koníak sett í spenvolga nýmjólk, og sýran í víninu hleyptir mjólkina. Hér er farið öðruvísi að, því sítrónusafi er þeyttur saman við rjóma. Safinn samlagast rjómanum og úr verður indælis krem. 3 dl. rjómi 1 dl. sítrónusafi 1 dl. sykur, eða dálítið hunang. 1 Hellið rjómanum í skál, ásamt sykrinum. Byrjið að þeyta. Þegar rjóminn er farinn að freyða, hellið þá safanum í mjórri bunu. Þeytið þar til rjóminn er orðinn vel þykkur. Bragðið á og bætið við safa eða sykri eftir smekk. Ef ykkur sýnist svo er gott að rífa svolít- inn sítrónubörk saman við kremið. Berið kremið fram, eða kælið það betur í kæliskáp. Einfaldara getur það varla verið, og gott er það. Til þeirra sem óska eftir aðstoð læknis til að hætta reykingum Læknir verður næstu vikur til viðtals á skrifstofu reykingavarnanefndar aö Lágmúla 9, 5. hæð, þriðju- daga og miövikudaga milli kl. 17 og 18.30. Tímapantanir í síma 82531 milli kl. 14—16 alla virka daga nema föstudaga og laugardaga. Kaupmenn — verslunar stjórar — mötuneyti Vegna mlkillar eftlrspurnar eftir kjúklingum og unghænum frá ísfugli eru þeir aöilar sem vilja tryggja sér fuglakjöt fyrir jól vinsamlegast beönir aö hafa samband viö skrifstofu okkar sem allra fyrst. ©FUGLASLÁTURHÚSK) að varmá MOSFELLSSVEIT SlML 91-66103 f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR VEXTIR KUHNAR Klementínur (Marokko) — Vínber græn — Vínber blá — Perur — Melónur — Appelsín- ur — Sítrónur — Greipaldin Jaffa — Greipaldin Honduras — Epli rauð — Epli græn — Bananar — Ananas — EGGERT KRISTJÁNSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 Gamlir sem nýir... allir þurta tjósastdlingu Verið tilbúin vetrarakstri með vel stillt Ijós, það getur gert gæfumunlnn. Sjóum einnig um allar viðgerðir á Ijósum. Höfum til luktargler, spegla, samlokur o.fl. i flestar gerðir bifreiöa. BRÆÐURNIR ORMSSON h/f LAGMÚLA 9 SÍMI 38820 ACÍU.VsfNOASÍMINN KR; 22480 LOÍJ JBorjjimblnbib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.