Morgunblaðið - 21.11.1980, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.11.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 29 fyrir 50 árum „FJÁRHAGSÁÆTLUN Ak- ureyrarkaupstaðar var sam- þykkt aí bæjarstjórninni á þriðjudairinn. Gjoldin eru áætluð 387.330 og tekjur jafn- háar. Er þetta 30.000 króna hækkun frá því i fyrra. Niðurjöfnun áætluð 216.730 krónur, 1 fyrra 184.450 kr. Sjerrekstrareignir bæjarins, vatnsveitan, rafveitan og höfnin, koma ekki inn á fjárhagsáætlunina, saman- lagðar fjárhagsáætlanir þeirra nema um 250 þús. kr.“ „ANDAMYNDIR af Conan Doyie. Mælt er að tekist hafi, eftir nokkrar tilraunir að taka mynd af svip Conan Doyle. í lifanda lifi taldi hann anda- myndirnar einhverja bestu (Ignnun fyrir framhaldslífi. í rannsóknarstofu spiritista i London hafa nú verið teknar nokkrar myndir af svip hans. I viðurvist margra manna. og undir umsjá þeirra voru þær framkallaðar. — Greinilegar myndir komu fram á plötun- um af hinum framliðna önd- vegismanni spiritista.“ Alúðarþakkir til Fóstbræðra Tvenn hjón úr Heimunum skrifa 17. nóv.: „Okkur langar að biðja Vel- vakanda að koma á framfæri alúðarþökkum til Fóstbræðra fyrir einkar ánægjulegt skemmtikvöld sl. laugardags- kvöld í félagsheimili kórsins við Langholtsveg. Skemmtidagskrá- in sem spannaði rúma tvo tima var fjölbreytt að vanda. Kórinn söng fyrst nokkur lög undir stjórn Ragnars Björnssonar, sið- an söng Hákon Oddgeirsson ein- söng við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Kvartett söng „barbershop“-lög. Allt þetta vakti mikla ánægju. — Þá voru ýmis skemmtiatriði sem kórfé- lagar og konur þeirra sáu um og var mikið hlegið. Átti stjórnand- inn, Jón B. Gunnlaugsson, þar stærstan þátt, enda fór hann á kostum og ætluðu áhorfendur sem voru eins margir og húsrúm leyfði, aldrei að sleppa honum af senunni. Þetta kvöld var sérlega ánægjulegt í alla staði og ekki skemmdi hljómsveitin sem lék fyrir dansi til kl. 3 e.m. — Sem sagt allt hjálpaðist að til að gera skemmtun þessa sem ánægju- legasta þarna í vistlegu félags- heimili kórsins. Væri fengur í því að skemmtun þessi yrði enn endurtekin, og þá yrði almenn- ingi gefinn kostur á slíku kvöldi." Loöfóöraöir leður kuldaskór Dömu, herra og barna stæröir í glæsilegu úr- vali. VE RZLUNIN GEísiP" Reykingar algjörlega bannaðar Steinunn Ásgeirsdóttir skrifar: „Ég er nemandi í 8. bekk Hvassa- leitisskóla og langar mig til þess að ræða lítillega um það sem einhver Pétur Snæsson skrifaði í Velvak- anda í gær. í Hvassaleitisskóla eru reykingar algjörlega bannaðar og aðeins örfáir í 7. og 8. bekkjum reykja. Kennarar hafa yfirleitt passað mjög vel að ekki sé reykt á skólatíma og ef þeir sjá nemanda sem reykir, t.d. í frímínútum, þá er farið með hann beint til yfirkennar- ans og nemandinn er rekinn heim í viku. Ég sem nemandi hef ekki tekið eftir því að reykt hafi verið á skólalóðinni í frímínútum. Utan skólans kemur það engum við þó að krakkar reyki fyrir framan skól- ann, en að mínu áliti er þetta alveg æðislegur skóli.“ Velvakandi hefur gengið úr skugga um að Pétur þessi Snæsson, sem Steinunn nefnir í bréfi sínu, er ekki til. Einhver „brandarakarl" hefur séð sig knúinn til að hafa blekkingar í frammi um þetta efni, svo furðulegt sem það er. Velvak- andi biður skólastjóra, kennara og nemendur Hvassaleitisskóla að virða þetta til betri vegar. Reynt verður eftir því sem tök eru á að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi. lgast — Þannig er 1. kaflinn lýsing andans og sköpunar og 2. kaflinn lýsing drottins og myndunar (formunar). Nauðsynlegt að biðja um skilning — Síðan fer höfundur tilvitn- aðrar greinar yfir í 7. kafla 1. Mósebókar um Flóðið og vill sýna fram á, að missögn sé á mili 2—3 v. og 8—9 v. miðað við töluna 7+7 og 2+2 í fyrri versunum á móti í 8—9 „kom tvennt og tvennt til Nóa í örkina, karlkyns, eins og Guð hafði Nóa“. Þetta þýðir ein- faldlega, að eitt par kom inn í einu um dýradyrnar, enda allt miðað við pörun, eða hve stórar dyr hefði annars þurft fyrir 7 pör af hinum hreinu dýrum að ganga samsíða innum? I enskum Biblíum t.d. er notast við: „There went in two and two“ eða „by twos“ o.s.frv. — Það er nauðsynlegt að biðja um skilning við lestur Biblíunnar, sem inniheldur Orð Guðs og þótt nú sé tími spottaranna þá er einnig nú sá tími, sem Orðið verður augljóst og skilningur manna er að aukast og um leið hrinur „speki spekinganna" niður í myrkrið, þaðan sem það, sem leiðir í villu og svima, er upp sprottið. — Allar umræður eru til góðs og verða til vakningar nú er ljósfylling tímans nálgast. Með þökk fyrir birtinguna." Við vorum látnar fara okkar leið Fjórar stöllur. sem ekki komust i Hollywood. skrifa: „Við ætluðum að bregða okkur í Hoilywood á föstudagskvöldið, en komumst ekki inn. Við erum fæddar árið 1961 og erum orðnar 19 ára. Meðan við stóðum í dyrunum komu stelpur þarna að sem við könnuð- umst við og eru fæddar 1962. Þær sögðu bara „nei hæ“ við dyravörðinn og hann heilsaði á móti: „Gjöriði svo vel elskurnar.“ En við, langt komnar á tvítugsaldurinn, vorum látnar fara pkkar leið aftur. Okkur langar til að spyrja „herra höfuðsmanninn“ þarna í Hollywood, hvernig á þessu getur staðið. Fékk Hollywood sérstakt leyíi? Og eitt langar okkur til að spyrja um í leiðinni í sambandi við kjör „ungfrú Hollywood“. Sumir kepp- endanna voru undir lögaldri. Fékk veitingastaðurinn sérstakt leyfi til að hleypa þeim inn?“ SIGEA V/öGA í ÁiLVtRAU EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU Al'GLYSINGA- SÍMINN' ER: 22480 / A060'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.