Alþýðublaðið - 09.05.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.05.1931, Blaðsíða 3
AfcÞfÐUBLAÐlÐ S bæjarins varð þessa aðnját- andi í þau fáu skifti, aem fiskur- inn var á boðstóluin. Á fiskverð- ið alment hafði þettá sama og i engin áhrif. Á vetrarvertíðum er fiskur hér ávalt í lægstu verði vegna mikils framboðs, og svo var það nú. Þessi ráðstöfun skal þó sízt löstuð. En hitt var m.eira um vert að skapa fólkinu vinnu og gera ráðstafanir til þess, að verkalýðurinn bæði hér og ann- ars staðar gæti aflað sér brauðs á næsta sumri og vetri komanda. Allar slíkar ráðstafanir drap stjórnin með þingrofinu sæla. Þá hefir stjórnin og flokkur hennar ásamt skoðanabræðrum sínum í- haldsmönnum ekki dregið úr dýr- tíð hér í Reykjavík né annars staðar við .sjávarsíðuna með til- / lögum sínum í skattamálum. En undirstaðan fyrir dýrtíðinni er hinir vitleysislega háu skattar á þurftarvörum fólksins. Þessu vill stjórnin halda í sama horfinu og verið hefir. Svo galar „Tíminn“ að stjórnin ætli að lækka dýrtíð- ina í Reykajvík! Þá er síðast í - sömu grein talið, að verzlunar- okiið sé ein af höfuðmeinsemd- um fyrir dýrtí'ðinni. Um þetta at- riði má að sjálfsögðu deila. Ég, hefi nú bá skoðun, að kaupmenn, er verzla með nýlenduvörur, séu sízt ofhaldnir af verzlun sinni. En hitt er rétt, að verzlanirnar eru alt. of margar. En hvort vandræðin eru algerlega leyst með samvinnuverzlun, er mjög vafasamt. Ástæðan til þess að svo er ekki er í fyrsta lagi sú, að samvinnuverzlun verður að vera rekin án skuldaverzlunar. En eins og nú er og hefir verið háttað verzlun hér í Reykjavík, þá hefir ekki tekist að reka sam- vninuverzlun eða aðra verzlun án lária. Til þess liggja margar á- stæður. Fátækasti hluti verka- lýðsins, sem hefir stopula vinnu og oft og tíðum alls enga, verður oftast að fá Iánaða vöruna svo að hann ekki svelti. í ekkert annað hús er að venda, engir atvinnuleysisstyrkir, sjúkrastyrk- ir, elli- eða mæðra-styrkir þegar slík áföll ber að höndum. Þá er flotið á lánstrausti svo lengi sem það helzt. Þegar svo öll sund lokast er fátækrasjóðurinn síð- asta athvarfið. En ég vil meina að Iánsverzlunin þrátt fyrir sína galla hafi bjargað hundruðum, jafnvel þúsundum, frá sveit á þrengingartímum. Millistéttamenn og aðrir tekjuháir menn og efna- rnenn myndú verðá hinir einu tryggu viðskiftamenn í sam- vinnuverzlun. Öreigarnir geta ekki notið þess sama sem þeir, og myndu þvi standa fyrir utan vegna lélegrar kaupgetu. Þetta er að verða reynslan surns stað- ar erlendis. öreigalýðurinn nýtur elíki kaupfélaganna, nema þar sem hann er fyrirfram trygður fyrir allflestum skakkaföflum. Framsóknarkau píélag hér í bæn- um myndi fyrst og fremst verða fyrir hið fastlaunaða lið flokks- ins hér og millistéttamenn með góðá kaupgetu, er kynnu að sjá sér hag í því að verzlá þar. Það tekur langan tíma að lækka dýrtíð með samvinnuverzl- un einni, sem örlítill hluti bæj- anuanna myndi taka þátt í fyrst í stað. ÞaÖ er því óþarfi fyrir „Tím- ann“ að gala með það sem kjör- orð flokksins „niður með dýr- tíðina“. Því trúir enginn maður, sem fylgist með stefnu hans. Öll vinnubrögð flokksins nú upp á síðkastið stefna að því að auka dýrtíð og atvinnuleysi, sem fyrst og fremst bitnar á verkalýðsstétt- unum, er við sjávarsíðuna búa. Kjörorð „Tíma“-íhaldsins eftir verkum þess að dæma er: Drep- um stóru hagsmunamálin, en gefum iítið, sem er sama og einskis virði. „Proletar.“ Ahrenberg og Watkinsleiðang urinn. Khöfn, 8. maí. United Press. — FB. Samkvæmt fregnum, sem komu frá Angmag&alik í morgun, segir Ahrenberg, að eftir öllu útliti að dærna hafi állir í Watkinsleiö- angrinum verið heilbrigðir og ferðafærir þegar hann flaug fram hjá þeim. Watkins fór fyrstur. Ahrenberg flaug eins lágt og hann gat yfir leiðangursmennina og þekti þá alla auðveldlega. Voru þeir með tvo hundasleða. Miðaði þeim hægt og örugglega áfram yfir ísbreiðuna. Búist er við, að þeir verði vikutíma á leiðinni til Angmagsalik. Ahren- berg flaug hringinn í kringum þá í 20 mínútur, en hélt svo beint áfram til bækistöðvarinnar. Flug- ferð hans stóð að eins yfir eina stund og 20 mínútur alls. Nýr barnasjónleikar. í kvöld verður í fyrsta sinni sýndur nýr barnasjóntókur, „Hlini kóngsson". Er höfundur hans hinn sami og samdi „Undra- glerin“, sem veitt hafa mörgum börnum skemtilega stund. Ledk- urinn „Hlini kóngsson" er saminn eftir þjóðsögunni. En þjóðsagan segir frá kóngssyni ög karlsdótt- ur og endar á brúðkaupi, sem stóð í viku. Þar segir frá skess- unum, sem áttu fjöregg, er líf þeirra var undir komið, en svo gálauslega fóru þær með fjör- eggið, að þær höfðu það að leik að kasta því á milli sín. Svo kom Hlini, &em þær höfðu numið í helli sinn, og skaut eggið á flug- inu. Það var karlsdóttirin Sig- ný, er lagði honum öll heilræðin, sem björguðu honum úr trölia- höndum. Nú getið þið, börnin góð’, sem sjáið leikinn, borið hann saman við söguna þegar þið hafið horft og heyrt á hann. $0 aura. 50 anra. Elephait-cigarettir Ljwffe ssp r osg kaldar. Fást alte staðar. I heildsðl h já Tóbaksverzlnn Islands h. f. % . Sjnkrasamlag Reykjavikur hefir fiutt skrifstofuna 1 austurenda húss- ins Bergstaðastr. 3, gengið inn sundið að norðanverðu við húsið. Sími sam- lagsins verður framvegis nr. 1500. (Klippið út pessa augl. og geymið til minnis). Ferðatöskur, nýkomið mjög fjölbreytt úr val í öllum stærðum. Mjög ódýrar. „Geysir“. XtOOOOOOOOCXX fer héðan á mánudagskvöld kl. 10. Pantaðir faiseðlar sækist fyrir hádegi burtferð- ardaginn, annars seldir öðr- um. JkaftfeIItngiru hleður til Öræfa og Skaft- áróss um miðja næst viku. xx>oooocooc<>c Hjálprœdisherinn. Samkoma á morgun kl. 10 f. h., útisamkoma kl. 4 og samkoma aftur í Kast- alanum kl. 8. Enn fremur mánu- dag ld. 8. Hornaflokkur, strengja- sveit og söngflokkur aðstoðar við samkomurnar. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 annað kvöld. Allir vel- komnir. H.F. EIMSKIPAFJEtAG* Í5LAND5 f = REYKJAVIK JtL „Deffifoss“ Sú breyting hefir verið gerð á yfirstandandi ferð skipsins, að í staðinn fyrir að fara vestur og noiður, fer pað héðan væntanlega 13. maí beint til Fred- erikshavn í Danmörku, dvelst par í 1 viku vegna eftirlits og fer svo paðan til Hamborgar, Hull og Reykjavíkur. „Gullfossu fer héðan væntanlega 12. maí, að kvöldi, til Breiða- fjarðar og vestur og norður til Akureyrar (í staðinn fyrir ,,Dettifoss“) og kemur hing- að aftur. Farseðlar óskast sóttir á mánudag. Fei svo héðan til Aust- íjarða og Kaupmannahafn- ar rrál. 20. maí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.