Morgunblaðið - 04.12.1980, Side 5

Morgunblaðið - 04.12.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980 Jónas Hallgríms- son og Fjölnir — ný AB-bók eftir Vilhjálm Þ. Gíslason VILHJÁLMUR Þ. Gíslason hefur sent frá sér nýja bók, sem hann nefnir Jónas Hallgríinsson og Fjölnir, 330 blaðsíðna rit auk mynda. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er kynnt þannig á bók- arkápu: „Jónas Hallgrímsson og Fjölnir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason er ítarlegasta ævisaga Jónasar Hallgrímssonar sem við hingað til höfum eignast. Sýnir skáldið í nýju og miklu skýrara ljósi en við höfum átt að venjast. Jónas Hallgrímsson, skáldið góða, sem kenndi íslendingum öðrum listamönnum fremur að sjá fegurð íslenzkrar náttúru og njóta hennar og hlúði umfram aðra að jákvæðu viðhorfi þjóðarinnar gagnvart landinu og lífinu, átti við vanheilsu að stríða síðustu æviár sín, dó um aldur fram. Þetta er sú almenna mynd okkar af Jónasi Hallgrimssyni, í senn fögur og dapurleg, alltof einföld. Jónas Hallgrímsson er „hið drambsamasta dýr“, lét eldri skáldbróðir hans eftir sér hafa, „fúllegur og mjög hæglátur", sagði annar. Aðrir tala um hans björtu, hýru og skinandi fögru augu, og landar hans í Höfn stofnuðu bindindisfélag, sjálfsagt aðallega til að reyna að bjarga honum. Það var víst engum sama um Jónas Hallgrímsson, sem honum kynnt- ist. I þessari nýju bók um Jónas Hallgrímsson er hófsamlega og hispurslaust sögð saga hans — umfram allt sönn og ítarleg. Þetta er saga af afburðagáfum og góðum verkum og af nokkrum veilum, sem oft er dregin fjöður yfir. „Saga Jónasar Hallgrímssonar er um margt glæsileg saga, kannski hins mikilhæfasta mannsefnis síns tíma í lífi lista og fræða, en líka saga um mann í brotum og vanhirðu", eins og höfundurinn, Vilhjálmur Þ. Gíslason, kemst að orði í inngangi bókarinnar." Bókin er unnin í Prentverki Akraness. Hún er 336 bls. að stærð og auk þess er í bókinni fjöldi mynda. Suomi-hátíð 6. des. ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Finna er á laugardaginn kemur, 6. des. Löngum hefur Suomi-félagið haldið þennan dag hátíðlegan. Nú efnir það til skemmtunar í Nurræna húsinu kl. 20.30 og hefur verið vel vandað til dag- skrár. Formaður félagsins, frú Barbro Þórðarson, flytur ávarp. Sendi- herra Finna hér á landi, Lars Lindemann, heldur tölu og hátíð- arræðu flytur dr. Kristján Eld- járn, fyrrum forseti íslands. Þá syngur frú Sólveig Björling með undirleik Gústafs Jóhannessonar og loks skemmtir vinsælasti skemmtikraftur Finna um þessar mundir, M.A. Numminen, með söng og látbragðslist. Undirleik annast H. Pedro Hietanen. Síðan verður sest að borðum og borinn fram náttverður. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Sunnudaginn 7. des. heldur fé- lagið barnaskemmtun í Norræna húsinu kl. 14.00. Þar skemmtir hinn bráðskemmtilegi Numminen, sem er sérstaklega ástsæll hjá börnum víða um lönd. Undirleik annast Pedro Hietanen. Aðgöngu- miðar við innganginn. Öll börn eru velkomin meðan húsrúm leyfir. Numminen t.v. og Hietanen t.h. Ogurvík hyggst láta lengja togara sína Fyrirtækið telur ekki grundvöll fyrir smíði nýs skips FORRÁÐAMENN útgerðarfé- lagsins Ögurvíkur í Reykjavík eru þessa dagana að athuga möguleika á að iáta breyta skut- togurunum Ögra og Vigra í Póllandi. Skipin voru byggð í Gdynia fyrir átta árum og eru svokölluð stiuskip, en hugmynd- in er að lengja þau um 8,5 metra svo hægt verði að taka 2—300 tonn af fiski i kassa i lestar skipsins. eða sama aflamagn og nú er sett i stiur i skipunum. Fulltrúar frá pólsku skipasmíða- stöðinni Centamor eru staddir hér á landi þessa dagana og ef samningar takast á milli þeirra og Ögurvikur myndu skipin fara utan til hrcytinga á næsta ári. Ögri og Vigri hafa verið mikil aflaskip síðan skipin komu til landsins og meðal aflahæstu skut- togara ár hvert. Morgunblaðið spurði Þórð Hermannsson, skrif- stofustjóra Ögurvíkur, að því í gær hvort fyrirtækið hefði hug- leitt endurnýjun á skipakostinum. Sagði hann að fyrri hluta þessa árs hefðu þau mál verið könnuð ítarlega, en niðurstaða fyrirtækis- ins hefði orðið sú, að ekki væri mögulegt að láta byggja nýtt skip og reka það án gífurlegrar skulda- söfnunar við þau skilyrði, sem nú eru. „Við komumst að þeirri niður- stöðu, að þó nýja skipið kæmi með þúsund tonnum meiri afla að landi en Ögri og Vigri, sem þó hafa aflað vel, myndu endar alls ekki ná saman og um verulega skulda- söfnun yrði að ræða. Það var sama hvernig við fórum að í okkar útreikningum, útkoman varð allt- af neikvæð. Við settum upp lítið dæmi og miðuðum þá við afla meðalskips, vaxtaspilið eins og það er núna, 50% verðbólgu og annað, sem útgerðin glímir við í dag og komumst að því, að eftir 18 ár yrðu skuldir hvílandi á þessu skipi hvorki meiri né minni en 900 milljarðar króna,“ sagði Þórður Hermannsson hjá Ögurvík. PTOFRA ■ Ryksugan sem svifur HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hun er Sogsfyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rúmar 12 litra, já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún líður um gólfið á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig, svo létt er hún. Verðkr. 144.100.- Nýkr. 1.441.- Eg er lettust... búin 800Wmótor og 12 lítra rykpoka (Made in USA) / •V’*: o OI HOOVER er heimilishjálp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.