Morgunblaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980 Snaran í ann- arri útgáfu Snaran eftir Jakobínu SÍKurðar- dóttur er nýlega komin út 1 annarri útKáfu hjá Máli og menninKU. Bókin kom fyrst út árið 1968 og vakti þá þegar athygli og greindi menn á um efnislegt inntak bókar- innar, en í bókinni deilir höfundur á stóriðju, erlent fjármagn og yfirráð um leið og hún dregur upp mynd af verkamanni framtíðarinnar og setur hann í félagslegt og sögulegt sam- hengi. Um hitt voru menn sammála að Jakobina hefði í þessari skáld- sögu fitjað upp á nýju formi sem ekki hafði verið reynt áður, og reyndar ekki eftir það, og vakti það ekki síður athygli. Á bókarkápu eru fáein sýnishorn eða brot úr ritdóm- um sem birtust árið sem bókin kom út. Snaran er 120 bls. og ljósprentuð í Repró/Formprent. Kápuna gerði Gunnar Gunnarsson hjá Auglýs- ingaþjónustunni. Djúpivogur: Bílar skemmd- ust í óveðrinu Djúpavuip 2. deseraber 1980. í gær geysaði hér norðvestan aftakaveður. Nokkrir bílar skemmdust, er þakplötur og fleira brak fuku, rúður brotnuðu í nokkrum húsum en ekki urðu slys á mönnum. Veðurhæðin var mest frá klukkan 10.30 til 13.30 en lægði nokkuð síðdegis. Meirihlutinn af þaki gamla frystihússins fauk, og var það að hluta til klætt með nýlegu báru- járni, en að öðru leyti asbestplöt- um, sem hafa verið á því frá upphafi. — Ingimar. Alþýðuleikhús- ið með „jóla- sveinadagskrá“ ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ hefur að undanförnu æft upp „jólasveina- dagskrá“ vegna þess að mikið hefur verið leitað til þess varð- andi alls konar skemmtiatriði, uppákomur og jólasveinadag- skrár. Nokkrir félagar í Alþýðu-- leikhúsinu hafa því tekið sig saman og samið söngva og leiki og annað léttmeti til skemmtun- ar á jólaskemmtunum. Þeim sem áhuga hafa á slíku efni er því bent á að hafa samband við Alþýðuleikhúsið. (Úr fréttatilkynningu). Erlend fréttaskýring Er ísraelski Verkamannaflokkurinn að liðast í sundur? Valdabarátta Peres og Rabins að ná hámarki ENN hefur magnast ágreiningurinn milli þeirra tveggja Yitzaks Rabins og Shimon Peres, sem keppa um formannsstööu í ísraelska Verkamannaflokknum, en landsþing hans verður nú um miðjan desember og þess beðið með töluverðri spennu og óþreyju. Ástæöan til þessa nýja báls milli mannanna tveggja, sem lengi hafa eldaö saman grátt silfur er frásögn sem birtist í franska blaöinu l’Express, þar sem sagði aö kaupsýslumaöur að nafni Bezalel Mizrahi hafi greitt sekt þá sem Lena Rabin var dæmd aö greiða þegar þaö komst upp fyrir rúmum þremur árum, að hún haföi átt ólöglegan bankareikning í Bandaríkjunum. Rabin hefur kallaö frótt blaösins „örgustu lygi“ og borið Peres þeim sökum, aö standa á bak við birtingu þessarar fréttar. Því hefur Peres náttúrlega harðlega neitaö. Bezalel Mizrahi vann á sl. ári meiöyröamál gegn ísraelska dagblaöinu Ha’aretz, sem sak- aöi hann um aö vera fors- prakka í skipulögöum glæpa- hring í ísrael. Hins vegar hefur þetta vissulega loöaö viö Miz- rahi þrátt fyrir aö blaöiö væri dæmt til aö greiöa honum skaöabætur fyrir áburöinn. Rabin kveöst nú ætla aö höföa mál á hendur l’Express og neyöa blaöiö til aö gefa upp heimildarmenn sína og gengur hann út frá því sem gefnu, aö hann muni þá geta klekkt hressilega á Peres, því aö hann er sannfærður um aðild hans aö málinu, þrátt fyrir afdráttar- lausar neitanir Peres. Rabin sagöi á blaöamannafundi í Tel Aviv eftir aö frásögnin í l’Ex- press birtist aö hann heföi án árangurs reynt að stööva birt- ingu hennar, því aö hann heföi frétt af henni fáeinum dögum áöur. Hann heföi einnig fariö fram á viö franska dómstóla aö þeir bönnuöu útkomu blaösins en þaö heföi veriö of seint, biaöiö heföi þá verið komiö í dreifingu. í frásögn blaösins var tekiö svo til oröa aö „Shimon Peres fyrverandi varnarmála- ráöherra heföi leynivopn á hendur Rabin, ávísun upp á 250 þús. ísraelskar lírur, sem heföi verið notuö til aö greiöa sekt Lenu Rabin". Þetta mál hefur oröiö til aö hleypa enn meira illu blóöi í þá baráttu, sem lengi hefur staöiö milli mannanna tveggja og er bæöi af persónulegum og póli- tískum toga spunnin. Mörgum fylgismönnum Verkamanna- flokksins þykir þetta súrt í broti, vegna þess aö veljist sterkur forystumaöur til aö leiöa flokkinn, er vísast aö hann gæti leitt Verkamannaflokkinn fram til sigurs í kosningunum á næsta ári. Fulltrúar hafa verið kjörnir á þingiö og flest bendir til aö Peres hafi stuöning meirihluta þeirra. En Rabin er ekki á því aö gefast upp. Hann bendir á aö í skoöanakönnununum um fylgi þeirra upp á síökastið hafi hann jafnan veriö meö meira en Peres. Shimon Peres hvatti til þess eftir aö fyrir lá aö hann nyti stuönings meirihluta á væntanlegu landsþingi, aö menn reyndu aö standa saman, svo aö Verkamannaflokkurinn gæti sigrað Likudbandalagiö í kosningunum. Þaö er Ijóst aö áhugi er á landsþinginu utan landamæra ísraels, því aö ýmsir framá- menn jafnaöarmannaflokka í Evrópu hafa ákveöið aö sækja þaö, og meöal þeirra er sagöur Anker Jörgensen forsætisráð- herra Danmerkur. Baráttan milli Peres og Rabins er ekki ný til komin. Rígur og persónulegar illdeilur hafa sett sinn svip á samskipti þeirra lengi, en magnaöist mjög eftir aö upp komst um margnefndan bankareikning frú Rabins, eig- inmaöur hennar varö aö segja af sér í miöri kosningabarátt- unni 1977 og Likudbandalagiö komst þá til valda. Svo virtist þó um stund sem Rabin áliti hyggilegast aö hætta þá af- skiptum af stjórnmálum, enda litu landar hans hann heldur óhýru auga og fannst sem ýms önnur minni hneykslismál innan Verkamannaflokksins bentu til, aö í forystuliöi hans væri ekki allt í sómanum. Rabin var talinn ekki sterkur sem leiötogi, þótt honum heföi farnazt mætavel í ýmsum embættum, sem hann gegndi áöur en til þess kom aö hann væri geröur aö forsætis- ráöherra. En Rabin gat ekki á sér setiö og ákvaö aö keppa viö Peres um formennsku í Verkamanna- flokknum. Eftir fráfall Yigals Allons, sem einnig sóttist eftir formennskunni, færöist Rabin í aukana og reri aö því öllum árum aö tryggja sér fylgi þeirra sem höföu áöur stutt Allon. Raunar haföi Rabin byrjaö aö reyna aö afla sér stuönings Þörungavinnslan: Sovéskt verksmiðjuskip kemur með kolmunna til Grundarf jarðar SKOSKA fyrirtækiö, sem keypt hefur þangmjöl af Þörunga- vinnslunni á Reykhólum á Baróa- strönd. mun ekki kaupa þaöan mjöl í framtíðinni, að því er Ómar Ilaraldsson forstjóri Þör- ungavinnslunnar tjáði Morgun- blaðinu í gær. Sagði hann full- trúa fyrirta'kisins í Skotlandi hafa komið hingað til lands fyrir hálfum mánuði, og þá tilkynnt þessa ákvörðun. Fram til þess tíma sagði Ómar, að jafnvel hefði verið búist við að fyrirtækið keypti svipað magn og áður, en ekki hefði enn verið ákveð- ið, hvernig brugðist yrði við þessum nýju aðstæðum. Sagði hann fund verða haldinn í Lundúnum fyrir 20. janúar á næsta ári, og þar myndi koma í ljós hvort samkomulag næðist um skaðabætur. „Þar reynir á hvort sú upphæð er þeir vilja greiða, og sú upphæð er við þurfum að fá, er svipuð, en takist ekki samkomulag munum við rekp málið fyrir dómstólum," sagði Ómar. Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins í gær, hafa forráðamenn Þörungavinnslunnar nú ákveðið að kaupa 500 tonn af kolmunna af Sovétríkjunum, til vinnslu í verk- smiðjunni. Ómar Haraldsson sagði, að ástæða þess að leitað væri til Sovétríkjanna um þessi kaup væru Sr. Fjalar Sig- urjónsson skip- aður prófastur Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út skipunarbréf handa séra Fjalari Sigurjónssyni til að vera prófastur í Skaftafellspróf- astsdæmi frá og með 1. nóvember 1980 að telja. þau, að kolmunnavertíðin í fyrra hefði brugðist hér á landi, fá skip stundað veiðarnar og lítið veiðst. Sá afli er komið hefði á land, hefði komið á Austfjarðahafnir, en þar sem þar var ekki aðstaða til að slægja kolmunnann og frysta, fór hann í bræðslu. Sá kolmunni, sem barst til verksmiðjunnar, kom hins vegar af hafrannsóknaskipinu Haf- þóri, og var landað á Suðurnesjum. Kolmunninn frá Sovétríkjunum mun koma hingað til lands í verk- smiðjuskipi, og mun það að öilum líkindum losa í Grundarfirði. ólafur Guðmundsson formaður Norræna félagsins á Egilsstöðum við nokkrar myndanna úr barnateikningasamkeppninni milli vinabæj- anna 5. Blómlegt starf Norræna félagsins á Egilsstöðum STJÓRNARFUNDIR norræna félagsins á Egilsstöðum hafa verið all tíðir á árinu — og yfir vetrarmánuðina hafa verið haldnir á ákveðnum tima mánaðarlega. Eins og venjulega hefur drjúgur hluti starfsins verið fólginn i hvers konar fyrirgreiðslu, upplýsingamiðlun og fræðslustarfsemi, fyrst og fremst i tengslum við norrænu félögin i vinabæjunum. skóla og aðrar stofnanir þar — svo og sveitarstjórn- arskrifstofur. í maí efndi Norræna félagið á Egilsstöðum til kynningar vina- bæjanna í máli og myndum: Eids- voll í Noregi, Skara í Svíþjóð, Soro í Danmörku og Soulahti í Finn- landi. Talið er að hartnær 600 manns hafi skoðað þessa sýningu. Ennfremur var efnt til samkeppni barnateikninga frá vinabæjunum fimm. Veitt voru þrenn bókaverð- laun. Fyrstu verðlaun hlaut Dagný Hjálmarsdóttir, Egils- stöðum. Norræna félagið tók á móti nokkrum erlendum gestum á ár- inu. Má í því sambandi m.a. nefna hóp skólanemenda og kennara frá Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskólans í Torshavn, hóp danskra lýðháskólamanna — og stjórnskipaða nefnd Færeyinga til að gera tillögur um framhaldsskólamál þeirra með menntamálaráðherrann, Hergeir Nielsen, í broddi fylkingar. Ýmislegt er í bígerð hjá félag- inu t.d. í sambandi við norræna málaárið — en frekari tilkynn- ingar þar að lútandi bíða aðal- fundar, sem haldinn verður hinn 6. des. næstk. kl. 14.00 í Egils- staðaskóla. Nokkur brögð hafa verið að því að félagar hafa gleymt að greiða árgjöld sín til félagsins. Hér mun vera um 30 félaga að ræða sem eiga eftir að greiða árgjald 1980. Hlutaðeigendur eru vinsamlega beðnir að bregða nú skjótt við og greiða árgjaldið kr. 5.000, (fimm- þúsund 00/100). Athygli skal vak- in á því að greiði félagar ekki árgjöld sín falla þeir sjálfkrafa út af félagaskrá (missa félagsrétt- indi). Formaður Norræna félagsins á Egilsstöðum er ólafur Guð- mundsson (kjörinn til 2ja ára) — en auk hans sitja í stjórn: Halldór Sigurðsson, Jón Ólafur Sigurðs- son, Helgi Halldórssson og Elísa- bet Svavarsdóttir. (FrúttatllkynnlnK).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.