Morgunblaðið - 04.12.1980, Side 12

Morgunblaðið - 04.12.1980, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980 Óveðrið á Reyðarfirði Mjólkurfræðing- ar sömdu í gær Farmenn sátu á 52ja stunda sáttafundi og eru ekki búnir SAMNINGAR tókust milli mjólkurfra-óinxa ok viðsemjenda þeirra í gærmorKun ok í KærdaK var unnið að því að ganga frá kjarasamninKnum. Samkvæmt upplýsinKum MorKunblaðsins er samkomulaKÍð í stil við aðra samninKa, sem Kerðir hafa verið við iðnaðarmenn. Meðaltals- hækkun launa er um 11% ok samninKurinn er utan kjarna- samninKs. Farmenn voru einnig á sátta- fundi í gær og hafði sá fundur hafizt klukkan 16 á mánudag. Þegar honum lauk hafði hann staðið í 52 klukkustundir, sem er „karphúsmet" í lengd sáttafunda, en áður áttu bókagerðarmenn og viðsemjendur þeirra metið, 44ra klukkustunda sáttafund. Samn- ingar tókust ekki, þótt aðalkjara- samningur liggi þegar fyrir, er enn eftir að ganga frá ýmsum atriðum. Veruleg hreyfing komst á samningaviðræður í fyrradag, árdegis, er sáttanefnd lagði fram innanhússtillögu. Vestfirðingakaffi á sunnudag Reyðfirðingar fóru ekki varhluta af veðurhamnum, sem gekk yfir norðaustanvert landið sl. mánudag, eins og þessi mynd, sem Ásgeir Metúsalemsson tók, sýnir Klögglega. en Rússajeppinn feykist yfir á toppinn 4 einni hrinunni. Patrick Gervasoni: Verði sendur beint til Frakklands — neiti islenzk stjórnvöld mér um hæli og vernd YFIRLÝSING frá Fatriek Ger- vasoni. pólitískum flóttamanni sem staddur er á íslandi. Vegna þeirrar undarlegu stöðu sem málefni mín hérlendis eru nú komin í vil ég taka fram eftirfar- andi: Eg hef beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður hér á ís- landi. Einfalt ætti að vera að svara þeirri spurningu'minni neit- andi eða játandi. Samningar þeir sem nú fara fram bakvið tjöldin um málefni mín eru tímasóun og annað ekki á meðan þeir ganga útá það eitt að pólitískir aðilar komi sér saman um það með hverjum hætti ég verði fluttur hreppaflutningum til Danmerkur. Mér er satt að segja ekki ljóst hvaðan sú hugmynd er komin, sjálfur hef ég aldrei beðið um og mun aldrei biðja um að verða fluttur þangað, enda hef ég í höndum tvö bréf frá þarlendum yfirvöldum með tilkynningum um að ég sé þar „óæskilegur". Neiti íslensk yfirvöld mér um hæli og vernd þá sem í því felst vil ég ekki vera fluttur einsog flækingshund- ur milli landa heldur sendur beint til Frakklands þarsem ég mæti dómurum mínum einsog mann- eskja, augliti til auglitis með stuðningi fólks sem þorir að taka afstöðu í málinu. Það er betra hlutskipti en vernd þeirra sem ekki geta tekið afstöð- una með réttindum mínum en skortir hugrekki til að standa við þá afstöðu sína. Allt tal hérlendra yfirvalda um að vernda mig utan sinnar eigin lögsagnar er fyrir- sláttur einn og blekkingar. Geti þeir ekki veitt mér skjól á sínu eigin lögsagnarsvæði er naumast von til að vernd þeirra dugi fremur annarstaðar. Vilji dóms- málaráðuneytið standa við þá ákvörðun sína að vísa mér úr landi, bið ég því um að vera sendur beint til Frakklands. Um leið og ég undirstrika þenn- an vilja minn vil ég biðja fyrir bestu kveðjur til krakkanna sem verið hafa á vakt í ráðuneytinu. Þau eru raunverulegur stuðning- ur. Gleðileg jól. P.G. NÆSTKOMANDI sunnudag, 7. des., efnrr VestfirðinKafélagið til kaffidags í Domus Medica, Egils- götu 3, kl. 3. Eins og íyrr á slíkum fjölskyldudöKum býður félagið Vestfirðingum 70 ára og eldri sem Kestum félagsins, og væntir þess að yngri kynslóðin fylgi þeim og kaupi sér kaffi. ásamt börnum sinum. Kökur og smámunir á basar eru vel þegin frá vinum og félögum. Tilvalið er að mæla sér þarna mót við vini og ættingja, sem annars sjást sjaldan, einnig Vest- firðinga, sem staddir væru í borg- inni. Félagið efndi í sumar, á ári trésins, til gróðursetningarferðar til Hrafnse.vrar við Arnarfjörð, fæðingarstaðar Jóns Sigurðssonar forseta, með tré, runna og blóm, sem félagsmenn gróðursettu þar í tilefni af hundruðustu ártíð hans og konu hans, Ingibjargar Einars- dóttur. Vonandi lifa allar þær plöntur vestfirska veturinn af, og eiga eftir að fegra Hrafnseyri um langa framtíð. I ágúst voru fjórir styrkir veitt- ir að upphæð kr. 750.000 úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til vestfirskra ungmenna, allra búsettra á Vestfjörðum. Fimmtu umsókninni var ekki hægt að sinna, þar sem aðeins var um námskeið að ræða og sjötta um- sóknin kom of seint. Aðalfundur félagsins var hald- inn 2. nóv. að Hamraborg 1, Kópavogi. Þar kom fram að félag- ið verður 40 ára 16. des. og á næsta ári eru 40 ár síðan fyrsta Vestfirð- ingamót á vegum félagsins var haldið. í stjórn og varastjórn félagsins eru: Sigríður Valdemarsdóttir, Þorlákur Jónsson, Guðrún Jóns- dóttir, Haukur Hannibalsson, Salvör Veturliðadóttir, Aðalsteinn Eiríksson, Þórður Kristjánsson, Matthildur Guðmundsdóttir, Árni Örnólfsson og Þórunn Sigurðar- dóttir._____*-*_*_____ Norræna húsið: Follesdal talar um siðfræði og erfða- fræðirannsóknir DAGFINN Follesdal. heimspeki- prófessor við Oslóar-háskóla. flytur fyrirlestur í Norræna hús- inu í dag kl. 17.15. Fyrirlestur- inn, sem er á ensku, nefnist „Some Ethical Aspects of Recom- binant DNA Research" og fjallar um siðferðilegar x afleiðingar erfðafræðirannsókna. Follesdal, sem hér er í boði Norræna hússins, var fyrirlesari á Málþingi norrænna heimspekinga um síðustu helgi, auk þess sem hann fjallaði um meginstefnur í heimspeki nútímans í Norræna húsinu í fyrradag. Fyrirlesturinn í dag er haldinn að tilstuðlan Rannsóknarstofu Háskólans í lífeðlisfræði og Líffræðistofnunar Háskólans. Nemendur Stýrimannaskólans lýsa yfir stuðningi við dómsmálaráðherra: Þjóðviljinn neitaði að birta bréf nemendanna SKOÐANAKÖNNUN hefur leitt í Ijós. að yfirgnæfandi meirihluti nemenda við Stýrimannaskólann í Reykjavík styður eindregið ákvörð- un Friðjóns Þórðarsonar dóms- málaráðherra um að Frakkinn Patrirk Gervasoni fái ekki ha-li hér sem politiskur flóttamaður og hann skuli hverfa af landi brott. Fulltrúar nemendaráða skólans gengu á fund dómsmálaráðherra skömmu fyrir hádegi í gær og afhentu honum eftirfarandi bréf: Dómsmálaráðherra, Friðjón Þórð- arson. Samkvæmt skoðanakönnun meðal nemenda í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, hefur komið í ljós, að yfirgnæfandi meirihluti nemenda skólans styður eindregið ákvörðun dómsmálaráðherra í máli Patrek Gervasonis. Virðingarfyllst, f.h. nemenda Stýrimannaskólans, Guðmundur Bárðarson. formaður. Ágúst T. Ragnarsson. Þórður örn Kartfikon, Ólafur Hallgrímsson, Stefán Guðmundsson, Hafþór Gylfason. Sveinn Jónsson, Maron- Björnsson, Pétur D. VilberKsson. Karl Eron Sigurðsson. Guðmundur Bárðarson, formaður nemendaráðs Stýrimannaskólans, tjáði Mbl. í gærkvöldi, að fulltrúar í nemendaráði hefðu farið á alla fjölmiðla í gær og óskað birtingar á bréfinu til dómsmálaráðherra. Þess- ari málaleitan hefði verið vel tekið alls staðar nema á Þjóðviljanum. „Við komum á ritstjórnarskrif- stofu Þjóðviljans rétt um klukkan 12 og fengum viðtal við Einar Karl Haraldsson ritstjóra," sagði Guð- mundur. „Hann las bréfið yfir og sagöi, að Þjóðviljinn myndi ekki birta það af pólitískum ástæðum. Hann sagði, að Þjóðviljinn væri málgagn Alþýðubandalagsins og okkur skildist að blaðið birti ekki skoðanir, sem færu í bága við.stefnu flokksins. Ég spurði þá, hvort ekki væri sjálfsagt að birta allar skoðan- ir, en ritstjórinn svaraði því neit- andi. Þá þökkuðum við pent fyrir og kvöddum." Karvel Pálmason um alþýðubandalagsmenn í verkalýðshreyfingunni: Svífast einskis og nota öll meðul „ÞESSI rógsherferð Þjóðvilja- manna og kommúnista gegn Karli Steinari Guðnasyni minn- ir mig á það. sem gerðist gagnvart Birni Jónssyni og mér 1974 í vinstri stjórninni,“ sagði Karvel Pálmason alþingismað- ur í samtali við Morgunhlaðið í gær. „Ég sé ekki betur en þetta sé enn eitt dæmið um það, hvernig sumir einstaklingar í forystusveit kommúnista i verkalýðshreyfinKunni vinna, þegar þeir telja sig þurfa að klekkja á pólitiskum andstæð- inKÍ“ „Þessir menn svífast einskis," sagði Karvel, „og nota öll meðul. Að mínu viti er þetta upplogið frá upphafi til enda. Auðvitað er það ljóst í sambandi við ASÍ- þing og viðræður manna í milli þar, þá ræðast menn nú oft og einatt við í trúnaði. Var það einnig gert á þessu þingi. Hins vegar virðist það vera, að innan hóps kommúnista sé æði marga menn að finna, sem gjörsamlega er útilokað að ræða við í trún- aði.“ Karvel Pálmason sagði: „Eins og þetta mál snýr að mér, þá veit ég ekki til, og hef enga ástæðu til að ætla, að Karl Steinar hafi verið með neitt baktjaldamakk, a.m.k. ekki bak við mig. Mér var kunnugt um það, að ýmsir okkar manna töldu nauðsynlegt að spyrjast fyrir um það hjá Al- þýðubandalaginu, hvort þeir vildu samstarf við alþýðuflokks- fólk, en því var alfarið hafnað. Karl hreyfði þessu við tiltekna einstaklinga og samstarfsmenn við hann um langt árabil. Þessir sömu einstaklingar, sem ræddu við okkur af hálfu Alþýðubanda- lagsins voru fyrir löngu búnir að gera samkomulag við stjórnar- liða innan Sjálfstæðisflokksins, framsóknarmenn og alþýðu- bandalagsliðið sem heild, í þá átt sem niðurstaða þingsins varð. Á sama tíma ræddu þessir menn við okkur um samstarf. Þetta er auðvitað hreinn skrípaleikur, sýnir innræti þeirra og að með þeim bærast engin heilindi í samstarfi og viðræðum." Að lokum sagði Karvel Pálma- son, að þessari rógsherferð væri ekki aðeins beint gegn Karli Steinari Guðnasyni, heldur fleiri alþýðuflokksmönnum innan verkalýðshreyfingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.