Morgunblaðið - 04.12.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.12.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980 13 Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins: Bíðum endanlegrar niðurstöðu Gerva- soni-málsins „ÉG SVARA engu um það. Við skulum sjá, hvernig framvind- an verður áður en við forum að ræða málið á þennan hátt,“ sagði Svavar Gestsson, formað- ur Alþýðubandalagsins. er Mbl. ræddi við hann í gær um Gervasoni-málið og spurði. hvort Alþýðubandalagið myndi gera það að fráfararatriði úr rikisstjórninni. „Við skulum fyrst sjá niðurstöður málsins,“ sagði Svavar, þegar Mbl. spurði hvort hann teldi framvinduna ekki skýra í ljósi ákvörðunar dómsmálaráðherra. „Það er ekki endanlega frágengið, hver niðurstaða málsins verður,“ svaraði Svavar. „Dómsmálaráð- herra hefur sagt, að hann ætli ekki að bcita valdi í þessu máli og þá er að finna lausn, sem allir geta sætt sig við.“ „Afstaða Alþýðubandalags- ins er skýr í samþykkt okkar landsfundar og min skoðun er, að enginn skaði sé að þvi, þótt þessi maður fái hér landvistar- leyfi. Við höfum reynt að stuðla að því að finna lausn. sem allir aðilar hefðu fulla sæmd af,“ sagði Svavar. „Þetta mál hefur verið rætt í rikisstjórninni, en það er svo með mörg mál og reyndar flest. að viðkomandi ráðherrar fara hver með sín embættisverk. En þetta mál hefur verið rætt í ríkisstjórn- inni og menn hafa skipzt á skoðunum um það.“ Spurningu Mbl. um álit hans á yfirlýsingu Guðrúnar Helgadótt- ur um að þetta mál réði því, hvort hún yrði áfram stuðnings- maður ríkisstjórnarinnar eða gerðist stjórnarandstæðingur, svaraði Svavar með því að vísa til þess, sem eftir honum er haft í upphafi fréttarinnar. Aurar: Engin vandkvæði i tölvuvinnslu MATTHÍAS Á. Matthiesen, alþingismaður. lagði fyrir skömmu fram fyrirspurn á Alþingi. þar sem hann spurði á hvern hátt ríkissjóður fyrirhugaði að framkvæma upptöku aura vegna myntbreytingarinnar um áramót, a) við greiðslu almennra krafna, b) við greiðslu launa og bóta almanna trygginga og c) við skráninu fjárhæða i bókhaldi rikissjóðs og ríkisstofnana. í tilefni þessa sneri Mbl. sér til Stefáns Þórarinsspnar, rekstrar- stjóra Seðlabanka íslands og innti hann eftir því hvort um einhver vandkvæði yrði að ræða við upp- töku aura t.d. í sambandi við tölvuvinnslu. „Breytingin hefur ekki í för með sér nein vandræði í sambandi við tölvuvinnslu og það þarf ekki að gera neinar breytingar á gildandi lögum hennar vegna. Það þarf einfaldlega að breyta tölvuforrit- um. Reikningseiningin verður eft- ir sem áður einn eyrir, þannig að þarna er spurningin aðeins um færslu kommunnar. Greiðsluein- ingin verður aftur á móti fimm aurar, þannig að gjaldkerar verða að hækka og lækka eftir ákveðn- um reglum, en það skapar engin vandkvæði," sagði Stefán. Hvað líður nefndar- áliti um niðurfell- ingu barnaskatta? — spurði Halldór Blöndal á Alþingi í gær UMRÆÐUR urðu um þingsköp á Alþingi i gær, er Ilalidór Hlöndal spurðist fyrir um hvað liði nefnd- aráliti um tillögu er hann hcfur flutt um niðurfellingu á sköttum á börn og unglinga, en frumvarp þess efnis flutti þingamaðurinn ásamt tveimur öðrum þingmönn- um fyrr í vetur. í frumvarpinu var jafnframt gert ráð fyrir að þau gjöld er þegar hefðu verið greidd. yrðu endurgreidd. í ræðu sinni minnti Halldór á, að Steingrímur Hermannsson hefði lýst stuðningi sínum við málið, og heitið að beita sér fyrir því að leiðrétta það. Halldór sagðist því vilja fá svör um það, hvort brátt væri að vænta nefnd- arálits, og hvort af endurgreiðslu yrði á þessu ári. Taldi hann þingnefndina hafa átt að taka málið tii afgreiðslu þegar í staö, eðli þess samkvæmt. Alþingis væri að kveða upp úr um málið en ekki nefndar. Halldór Ásgrímsson, formaður fjárhags- og viðskiptanefndar, svaraði, og sagði að auðvelt hefði verið fyrir Halldór að fá upplýs- ingar um málið, og óþarft hefði verið að hlaupa með það í ræðu- stól án þess. Sagði Halldór Ás- grímsson að ekkert væri því til fyrirstöðu að veita allar upplýs- ingar. Sagði hann málið hafa verið tekið fyrir -þegar í stað, og um- sagna hefði verið óskað með venjulegum ’nætti. Sagðist hann ekki beita sér fyrir afgreiðslu mála fyrr en þau hefðu hlotið eðlilega meðferð. Ekkert væri óeðlilegt við afgreiðslu þessa máls, fullyrðingum um annað væri því vísað til föðurhúsanna. Halldór Blöndal tók aftur til máls, og sagðist hann muna eftir því að Halldór Ásgrimsson hefði hraðað skattamálafrumvörpum í gegnum nefnd sína, en seinagang- ur í þessu máli sýndi andstöðu hans við það frá upphafi. fllMAGI —-- //--------------------------------------------------, ■ !'" -------r——------------------------- ' r': IJOO -■ .;vx f, Steingrímur Baldvimson Steingrímur í Nesi var merkiiegt skáld, og móðurmálið lék honum á tungu. Hér er aö finna alburðakvæði svo sem Heiðmyrkur, sem hann orti er hafln beiö dauða síns í gjá í AðaWalshraun! í fimm dægur og var þá bjargaðfyrlr tUviíiun Steingrfmur bjó á bökkum Laxár og var mikitl , Ur. Skyldi einhver hafa lýst bÉ$^p|l , Ai þegar laxinn bítur á en hanmá(i$§|Sl þessarivísu: Þogmr atríkkar •tangarlaumur 'í&SjÍ • löngin nigiur. hjóiiþ mtlar, þttur um möar þungur ttrmumur þmnin tmug trið Imtinn hjmlmr. ml V/ Almenna pbókafeiajP Austiirstra'ti 18. - Sími 25511. Sambyggt tæki með toppgæði SHARP SG-1H/HB: Klassa steríó sam- stæöa í „silfur“ eöa „brons“ útliti. Breidd 390 mm. Hæð 746 mm / 373 mm. Dýpt 330 mm. * □□ DOLBY fyrir betri upptökur. • Útgangsorka 2x27 Wött v/4 Ohm. Reimdrifinn hálfsjálfvirkur plötuspilari m. magnetic pickup. Rafeinda móttökumælir. • LM, MW og FM bylgjur. • Rafeinda "Topp” styrkmælir. SG-1HB 'AIETAL Stilling fyrir metal kassettur. SHARP CP-1H/HB: Hátalarar, bassa og diskant (2 way), 25 Watta í „silfur“ eöa „brons“ útliti. Breidd 220 mm. Hæð 373'mm. Dýpt 18.3 mm. Allt settiö, verö kr.: 596.000- áfS^. HLJOMT/EKJADEILD (ILli\KARNABÆR USJ" , LADGAVEGT6$ SjMI 25999 Útsölustaðir: Karnabær<31æsib«í-FatavaÍV;fefióvjK^ Pofljö Ákranesi - ^plié isafirð! - /dthóli SiglufiVði k. ðj’ Cesar Akureyri-Hornabær HÖrnafirði -€yj|8'ær Vestmannályjum - M M 'h/f. Selfpssi. >

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.